Dagur - 15.11.1988, Blaðsíða 18

Dagur - 15.11.1988, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - 15. nóvember 1988 VINWUB^ Á laugarðogum Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111 Vinningstölur 12. nóvember 1988 Heildarvinningsupphæð kr. 4.825.771.- Þar sem enginn var með 5 réttar tölur síðastlið- inn laugardag flyst 1. vinningur sem var 2.221.409.- yfir á 1. vinning á laugardaginn kemur. Bónustala + fjórar tölur réttar kr. 386.302.- Skiptast á 7 vinningshafa kr. 55.186.- á mann. Fjórar tölur réttar kr. 666.328.- Skiptast á 149 vinningshafa kr. 4.472.- á mann. Þrjár tölur réttar kr. 1.551.732.- Skiptast á 4116 vinningshafa kr. 377,- á mann. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir október mánuð er 15. nóvember. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt sölu- skattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. Frænka mín, INGIBJÖRG SIGFÚSDÓTTIR, áður Sólvölium 5, lést að Dvalarheimilinu Hlíð miðvikudaginn 9. nóvember. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 18. nóvember kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Ragna Pálsdóttir. kvikmyndarýni Jón Hjaltason Tinna Gunnlaugsdóttir sem ísold gefur Trausta, Reine Brynjólfsson, undir fótinn Er Trausti vmguil eða hetja? Borgarbíó sýnir: í skugga hrafnsins. Leikstjóri: Hrafn Gunnlaugsson. Helstu leikcndur: Reine Brynjólfsson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Helgi Skúlason og Egill Ólafsson. 1988. Fyrir okkur íslendinga eru allar íslenskar kvikmyndir athygl- isverðar. Sumar þó umfram aðrar. í skugga hrafnsins er í forvitnilegri hópnum. Ber þar tvennt til; hún er runnin undan rifjum eins af okkar reyndustu leikstjórnendum, Hrafns Gunn- laugssonar, og eins hitt að íslend- ingasögurnar hafa að undanförnu iðulega verið tengdar þessari mynd Hrafns. Það er þó ekki þannig að hún byggi á einhverri einni þeirra heldur eru þær að sögn eins og uppspretta fyrir höf- und myndarinnar, hann svalar sér en ræður hvar og með hvaða hætti. Án þess að vilja hafa um það langt mál er þó ekki alveg rétt að gera jafn mikið úr meint- um tengslum íslendingasagna og í skugga hrafnsins eins og gert hefur verið einfaldlega vegna þess að Sturlunga, sem ekki telst til íslendingasagna, leggur til ákaflega vel kunn stef myndar- innar. Þetta er þó ekki stórt atriði, hitt er miklu meira að Hrafni hef- ur tekist að gera alvöru bíómynd, eina af örfáum sem við íslending- ar getum státað af. Þau Tinna Gunnlaugsdóttir og Helgi Skúla- son eiga ekki lítinn þátt í þessum áfanga. Fyrir utan stórgóðan leik þá eru þau bæði þannig ásýndum að sannfæringarkraftur persón- anna margfaldast. Hvernig má ísold vera öðruvísi en umvafin dularfullri fegurð, geislandi frá sér stoltinu og sjálfsörygginu? Og þarf Helgi Skúlason annað en að herpa svolítið munninn til að við vitum að þar er kominn skálkur? Reine Brynjólfsson veldur hins vegar síður hlutverki Skúla, eða öllu heldur öðrum helmingi þess. Hann er vissulega ágætur þegar túlka á viðhorf munksins til ver- aldarinnar en þegar kemur að hinni íslensku hetju þá skortir svolítinn kraft og jafnvel grimmd. Að vísu má segja að persóna Trausta sé gölluð frá hendi handritshöfundar, og alveg stórgölluð ef hún á rætur að rekja til íslendingasagna. í henni kem- ur saman undarleg blanda stríðs- mannsins og vingulsins. Trausti þykist vera kristinn og vill ekki berjast. Samt þarf ekki nema rétt að ýta við honum til að hann taki sér vopn í hönd. í anda hinnar kristnu trúar fyrirgefur hann svikurum, sem er svo sem gott og blessað, en að gera slík beggja handa járn að liðsmönnum sínum hæfir ekki hetju sem á ættir að rekja til íslendingasagna. Hér er í raun um að ræða kleyfhuga. Reine Brynjólfsson er því vorkunn. Þrátt fyrir að finna megi agnúa á handriti Hrafns þá er sögu- þráðurinn fagmannlega spunninn. Hval hefur rekið á land og deilan um kjötið hrindir af stað keðju atburða. Mcnn eru vegnir, svikahrappar ganga um og kristin siðfræði á erfitt upp- dráttar. Að sumu leyti verður þó ekki betur séð en að leikstjórinn Hrafn bregðist svolítið rithöf- undinum Hrafni. Úrvinnsla þessa söguþráðar verður með þeim hætti að hápunktar myndarinnar týnast nánast. í raun og veru seg- ir Hrafn tvær sögur. Önnur er um ást en hin um hefnd. Fyrri sagan hlýtur samhengisins vej^na að eiga sér ein þáttaskil. Isold, sem ætlar að drepa Trausta, snýst hugur og játar honum ást sína. En þessi tímamót falla í skugga annarra ómerkilegri atburða sem leikstjórinn reyndi að magna upp með á stundum óviðeigandi brim- og vindhljóðum, svo ekki sé nú minnst á tónlistina. Þetta er einfaldlega spurning um að tæma ekki allt vopnabúrið á einn her- mann þegar heill her bíður hand- an við hæðina. Hver bíómynd ætti að eiga sér einn hápunkt, örfáar standa undir tveimur. í skugga hrafnsins er ein þeirra. En þegar leikstjórinn lætur und- an þeirri freistingu að magna upp þrjár og jafnvel fjórar sviðs- myndir eins og um hápunktinn væri að ræða þá hlýtur eitthvað að láta undan. Og þetta gerist í skugga hrafnsins. Þegar kemur að hinu mikla uppgjöri í lok myndarinnar þá hefur það ekki þau áhrif sem ætlast er til einfald- lega vegna þess að leikstjórinn hefur of oft orðið að endurnýja púðurbirgðirnar. Annað sem veldur manni svo- litlum heilabrotum eru hin tíðu dráp sem framin eru í myndinni. Eða öllu heldur hvernig hægt er að fyrirkoma slíkum aragrúa af fólki án þess að einum einasta alvöru bardaga bregði fyrir á tjaldinu? Oftar en ekki minna þessi stundum algjörlega ónauð- synlegu dráp á heldur subbulega slátrun í sláturhúsi. Og það er kannski allra helst þetta atriði sem veldur því að það er miður að íslendingasögurnar skuli vera nefndar í öðru orðinu og bíó- myndin í skugga hrafnsins í hinu. Hinir fornu vígamenn áttu sér siðfræði. „En lofa vil eg útgöngu konum og börnum og húskörl- um,“ sagði Flosi í brennunni forðum. Það hvarflaði ekki að honum að drepa allt kvikt sem reykurinn bar með sér út úr brennandi húsinu. Karlmennsk- an fólst ekki í því að drepa varn- arlausa eða fyrirgefa varmenn- um. í skugga hrafnsins skortir einfaldlega alla karlmannslund sem einkennir íslendingasögurn- ar svo mjög. Því ber ekki að rugla þessu tvennu saman.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.