Dagur - 31.08.1989, Síða 1

Dagur - 31.08.1989, Síða 1
Rækjubátur í vandræðum: Siggi Sveins dregiim til Sigluflarðar Björgunarsveitin á Sauðár- króki var kölluð út um miðjan dag sl. {iriðjudag vegna Sigga Sveins IS, 100 tonna rækju- báts, sem fékk net í skrúfuna Akureyri: Vetraríþrótta- hátíð haldin í mars 1990 Dagana 23. mars til 1. apríl á næsta ári verður Vetrar- íþróttahátíð ÍSÍ haldin á Akureyri en hátíðin er haldin á 10 ára fresti og hefur tvisvar áður verið lialdin á Akureyri. Undirhúningur er nú kominn á fullan skrið og er ætlunin að hátíðin verði hin veglegasta í alla staði. Það sem m.a. verður á dagskrá hátíðarinnar er keppni á skíöum og á skautum auk sýn- inga í viðkomandi íþróttagrein- um, almenningsíþróttir og alþjóðleg skíðamót í Fjallinu hæði í alpagreinum og göngu. Hermann Sigtryggsson æsku- lýös- og íþróttafulltrúi Akureyr- arbæjar segir að nú sé unnið að því aö fá m.a. til keppni þekkta erlcnda skíðamenn á hátíðina í samvinnu við Skíðasamband íslands. „Þá verða hestaíþrótt- ir, vélsleðamót og ýmsar uppá- komur í bænum svo þetta verði allsherjar vetrarhátíð scm ekki fcr eingöngu fram í Hlíöar- fjalli.“ VG um 15 mílur norður af Siglu- nesi. Björgunarsveitarmenn fóru á björgunarbátnum Skag- firðingi með kafara innanborðs og gerði hann árangurslausar tilraunir við að ná netadræs- unni úr skrúfunni. Mikil hreyf- ing var á sjónum og bobbinga- keðja hafði vafið sig utan um öxulinn á skrúfunni, þannig að kafarinn átti erlitt uin vik. Eftir að Ijóst varð að kafaran- um tækist ekki að losa flækjuna, var ákveðið að draga Sigga Sveins til hafnar á Siglufirði. þar sem unnið var að því í gærmorgun að losa netið úr skrúfunni. Siggi Sveins komst aftur á rækjuveiðar í gær, en skipið veiðir fyrir Meleyri hf. á Hvammstanga. -bjb Ekki mun vera þungt loft í farartæki þessara Þjóðverja sem voru staddir á Akureyri á dögunum. M.ynil: KL Árlax hf. sækir um lán til Byggðastofnunar vegna rekstrarerfiðleika: Höfum ekki ótakmarkað flármagn - segir Guðmundur Malmquist, framkvæmdastjóri Byggðastofnunar Fiskeldisfyrirtækið Arlax hf. á Kópaskeri varð fyrir margra milljóna króna tjóni á þriðju- daginn, þegar tvö ker með eldislaxi brustu. Guðmundur Björnsson, eldisstjóri, vildi ekki gefa upp neinar tölur í sambandi við tjónsupphæðina, þar sem starfsmenn viðkom- andi vátryggingafyrirtækis ættu eftir að kanna málið. Hvert óhappið og áfallið á fæt- ur öðru hafa dunið yfir Kópasker undanfarna mánuði. Eins og kunnugt er af fréttum er atvinnu- líf staðarins í verulegri lægð, svo ekki sé meira sagt, en sveitarfé- lagið, Presthólahrcppur, á í stór- felldum vandræðum vegna gjald- þrots Sæbliks hf. Þá liggur rekstr- arstöðvun fyrir dyrum Kaupfé- lags Norður-Pingeyinga, a.m.k. um einhvern tíma. Á þriðjudaginn gcrðist það að tvö ker með eldislaxi brustu. Afleiðingin varð sú að fiskurinn streymdi úr kerjunum og drapst. Um var að ræða tveggja til þriggja ára fisk, og var þyngdin frá 2()0 gr upp í 2,5 kg. „Ef við hefðum nægilegt fjármagn mynd- um við endurnýja kerin og byggja þau upp, og endurbæta þau ker sem þegar cru komin upp þannig að þetta geti ekki gerst aftur,“ sagöi Guðmundur. Árlax hf. sótti um lán til Byggðastofnunar fyrir alllöngu vegna stöövarinnar á Kópaskeri, en umsóknin hefur ekki fengist afgreidd. Guðmundur Malmquist, framkvæmdastjóri stofnunarinn- ar, segir ástæðuna vcra peninga- leysi. „Við höfum ekki ótak- markaöa Ijármuni til að Jcggja fram sem hlutafé. Pað er óskap- leg ásókn í aðstoö stofnunarinnar en það er mjög langt frá því að hún geti leyst öll vandamál, m.a. töpuöum við á Patreksfirði," sagði Guömundur. Hann sagðist ekki geta svarað þeirri spurningu Öll gistimet slegin á stærstu tjaldstæðunum: hvenær Arlax hf. fengi svar við umsókn sinni. Var oft þrælerfltt og mikið álag Nú í lok hins hefðbundna ferðamannatímabils á Norðurlandi er Ijóst að öll fyrri gistinóttamet hafa verið slegin á stærstu tjaldsvæðunum og kemur það væntanlega fáum á óvart eftir óvenju gott sumar. Og þó komið sé að mánaða- mótum ágúst-september gistu 90 manns á tjaldstæðinu í Reykjahlíö í fyrrinótt sem telja má mjög gott. Að sögn Friðriks Arnarsonar landvarðar verður tjaldstæðið í Reykjahlíð opið eitthvað áfram en venja er að loka á bilinu 5.-10. september. „Eftir það er þessu nú haldið opið hér og séð er um að þrífa svo fólk geri stykkin sín á viðeigandi staði." Hann sagði aðstöðuna hjá þeim mjög góða, vissulega væri liægt að bæta við salernum en álagið á þeim væri helst þegar hópar eru að fara. „Pá þurfa allir að fara á sama tíma en menn taka biðinni yfir- leitt mjög hetjulega og bera sig vel.“ í gærdag höfðu 24.493 gestir segir landvörður í Reykjahlíð gist á tjaldstæðinu hjá Friðriki og félögum og hafa því þegar gist þar 4.375 fleiri en í fyrra og tæp- lega 1.700 fleiri en nokkru sinni fyrr. í júlí voru gestirnir 13.000 og í ágúst 9.500, starfsmenn voru átta að tölu þegar mest var að gera en eru að jafnaði þrír. Þá hefur fjöldi nótta með yfir 500 manns aldrei verið jafn mikill svo topparnir voru stærri, að sögn Friðriks. „Þetta var oft þrælerfitt og mikið álag. Að mestu gisti hér ágætis fólk en það þarf að vísu ekki marga til þess að spilla fyrir." Á Akureyri er auglýstur lokun- artími á tjaldstæðinu I. septem- ber, en að sögn ívars Sigmunds- sonar má búast við að neðra svæðið verði opiö a.m.k. viku af september. „Þetta hefur verið að fjara út, en það er alla vega Ijóst að þetta er algjört metsumar. Við fengum t.d. 10.000 gesti í júlí á móti 6.000 í fyrra." ívar segir það rangt sem sagt var í Degi fyrr í sumar að þeir væru óánægðir og að aðstaða væri í lágmarki. „Að- staðan er að flestu leyti mjög góð og er rómuð af fólki, nema túnið sjálft sem er óslétt og illa farið. Brýnast nú er aö fá að vita hvort svæðið verður áfram á þessum stað uppá framtíðar framkvæmd- ir og persónulega finnst mér þetta „súper" staður. Það væri synd að fara með tjaldsvæðið út úr bænum, en um það eru skiptar skoðanir." VG Varðandi stöðu mála á Kópa- skeri almennt sagði Guömundur aö hún væri ekki þaö svört að líkja mætti hcnni viö gang mála á Patreksfirði, t.d. væri rækju- vinnslan í gangi auk fiskverkunar Auöuns Benediktssonar, auk uppbyggingar fiskcldisstöðvar Silfurstjörnunnar hf. að Núpi. EHB Akureyri fær góða einkunn hjá doktor í skógrækt: Garðyrkjubær norðursins er réttnefni „Garðyrkjubær norðursins er réttnefni á Akurcyri enda er bærinn prýddur fögrum trjám sem veita gott skjól,“ segir dr. Alexander Robertson, virtur skógvísindamaður við skógrannsóknastofnunina í St. Johns á Nýfundnalandi í Kanada, í grein í nýútkomnu ársriti Skógræktarfélags Islands. Robertson hefur förnum árum kynnt rækt á íslandi og í ferðast um landið. á undan- sér skóg- því Þá skyni hefur liann haldið fyrirlestur um skóg- rækt á íslandi í Englandi og Kanada. í áðurnefndri grein í ársriti Skógræktarfélagsins fjallar Robcrtson um skógrækt hér á landi og crlendis og kcmur hann víöa við. Meðal annars ræðit' hann um hvernig tré eru notuð hér á landi í skjól- og umhverf- isræktun og scgir að aðferð Akureyringa sé virðingarverð. Orðrétt segir dr. Robertson: „Að sjálfsögðu er besta lausnin að fylgja fordæmi Akureyringa og planta trjám og runnum sam- an í íbúðarhvcrfum, iðnaðar- svæðum og almenningsgöröum. Umhverfisskógræktin á Akur- eyri bætir mjög umhverftð með því aö skýla bæjarhúum fyrir kaldri noröaustanáttinni. I’essi skógrækt eykur hróður þessa garðyrkjubæjar noröursins." Árni Steinar Jóhannsson, garðyrkjustjóri Akureyrarbæjar sagðist vissulega vera mjög ánægður fyrir hönd bæjarins með að fá slíka cinkunn hjá dr. Robertson. „Það er virkilcga gaman að fá „prik" hjá svo virt- um vísindamanni." óþh

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.