Dagur - 31.08.1989, Qupperneq 5
Fimmtudagur 31. ágúst 1989 - DAGUR - 5
Prestarnir sem viðstaddir voru hátíðarguðsþjónustuna. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Séra Sigmar Torfason fv.
prestur á Skeggjastöðum, séra Marinó Kristinsson fv. prestur á Sauðanesi, séra Ingimar Ingimarsson á Pórshöfn,
séra Sigurður Guðmundsson vígslubiskup Hólastiftis, séra Kristján Valur lngólfsson á Grenjaðarstað, séra Örn
Friðriksson prófastur á Skútustöðum, séra Gunnar Sigurjónsson á Skeggjastöðum og séra Sigurvin Elíasson á
Skinnastað.
Sauðaneskirkja
Minnst var 100 ára vígsluafmælis
Sauðaneskirkju við hátíðarguðs-
þjónustu 20. ágúst s.l. Viðstaddir
voru 5 prestar sem þjónað hafa
Sauðanesprestakalli lengri eða
skemmri tíma, en þeir eru: séra
Marinó Kristinsson, séra Sigmar
Torfason, séra Sigurvin Elíasson,
séra Kristján Valur Ingólfsson og
séra Ingimar Ingimarsson. Einnig
voru viöstaddir séra Sigurður
Guðmundsson vígslubiskup, séra
Örn Friöriksson prófastur og séra
Gunnar Sigurjónsson á Skeggja-
stöðum.
Við upphaf guðsþjónustunnar
flutti séra Ingimar ávarp og þjón-
aði fyrir altari fyrir prédikun en
aðkomuprestar lásu ritningar-
texta og önnuðust altarisgöngu.
Vígslubiskup prédikaði. Kirkju-
kör Sauðaneskirkju söng undir
stjórn frú Vigdísar Sigurðardótt-
•ur og frú Margrét Bóasdóttir
söng einsöng en hún kom tveim
dögum fyrir hátíðina og aðstoð-
aði kórinn við æfingar.
Kirkjan var þéttsetin og meðal
kirkjugesta voru margir langt að
komnir.
Sóknarnefnd bauð aðkomu-
gestum til hádegisverðar. For-
maður sóknarnefndar er Kristinn
Jóhannsson. Síðdegis var öllum
100 ára
kirkjugestum boðið til veglegrar
kaffidrykkju í félagsheimili Þórs-
hafnar. Þar llutti séra Ingimar
kveðjur frá herra Ólafi Skúlasyni
biskupi og séra Guðmundi Erni
Ragnarssyni og rakti síðan sögu
kirkjustaðarins. Mörg ávörp voru
flutt og söfnuði og sóknarpresti
árnað heilla i tilefni dagsins.
Hinn 1. september fer séra
Ingimar í eins árs námsleyfi og
mun séra Sigurvin á Skinnastað
annast prestverk í september en
síðan mun séra Ragnheiður Erla
Bjarnadóttir þjóna Sauðanes-
prestakalli í fjarveru séra Ingi-
mars.
Húsnæði óskast
til kaups!
4ra-5 herbergja sérhæð í tví- eða þríbýlishúsi á
Brekkunni óskast til kaups.
★ Góðar greiðslur.
Uppl. í síma 22431 eftir kl. 19.00 og um helgar.
Opnir
stjómmálafundir
Jón Baldvin Hannibalsson utan-
ríkisráðherra og alþingismennirn-
ir, Árni Gunnarsson og Jón Sæ-
mundur Sigurjónsson, verða með
stjórnmálafundi á Norðurlandi,
sem hér segir:
Siglufirði föstudaginn 1. septem-
ber kl. 21.00 á Hótel Höfn.
Sauðárkróki sunnudaginn 3. sept-
ember kl. 14.00 í Safnahúsinu.
Akureyri sunnudaginn 3. septem-
ber kl. 20.30 í Alþýðuhúsinu
Skipagötu 14.
Takið eftir!
Fundirnir eru öllum opnir
o
im
Nýtt, hrœrt skyr.
Hin aldagamla mjólkurafurð hefur verið
aðlöguð nútíma neysluvenjum og fœst
tilbúin til neyslu í 200 gr. dósum.
Þú bragðbœtir skyrið eftir eigin smekk
og borðar það með bestu lyst.
Nœringarrík, holl og góð nýjung byggð
ó þjóðlegum grunni.
SKEMMTILEG NYJUNG
FYRIR
KYRRÁMA
MJÓLKURSAMLAG