Dagur - 31.08.1989, Page 12

Dagur - 31.08.1989, Page 12
Ferskar afurðir hf. á Hvammstanga: Vilja kaupa sláturhús í eigu Sparisjóðs V-Húnavatnssýslu Starfsmcnn ístess hf. hafa fengið uppsagnarbréf og er uppsagnarfrestur 1-4 mánuðir. Ástæða uppsagna er m.a. fyrir- sjáanlegur samdráttur í fóðurframleiðslu. Mynd: kl - eins árs leigusamningur rennur út 1. september nk. Hafnar eru viöræður um kaup hlutafélagsins Ferskra afuröa hf. Hvammstanga á slátur- og frystihúsi sem áður voru í eigu Verslunar Sigurðar Pálmason- ar. Sparisjóður V.-Húnavatns- sýslu eignaðist húsin eftir að hún varð lýst gjaldþrota um mitt síðasta ár. Ferskar afurðir hf., sem að standa um 20 ein- staklingar á Hvammstanga og úr nágrenninu, tók húsin á leigu til árs, frá 1. septembcr 1988 og hafa slátrað þar sauð- fé, nautgripum og svínutn. Sigfús Jónsson í Lindarbrekku er einn hluthafa í Ferskum afurð- Fóðurverksmiðja ístess hf. í Krossanesi: Öllum starfsmöimum sagt upp Öllum fastráðnum starfsmónn- um fóðurverksmiðju Istess hf., 26 að tölu, hefur verið sagt upp störfum. Þeim voru afhent uppsagnarbréf sl. þriðjudag og er uppsagnarfrestur 1-4 mánuð- ir. Guðmundur Stcfánsson, framkvæmdastjóri Istess hf., segir að ástæða uppsagnanna sé fyrirsjáanlegur samdráttur í framleiðslu fyrirtækisins á næstu mánuðum og mikil óvissa um stöðu fiskeldis innanlands. Hann segist vonast til að hægt verði að endnrráða alla starfsmenn fyrirtækisins en þó kunni að verða óhjá- kvæmilegt að fækka þeim. Það muni vonandi liggja fyrir um mánaöamótin september-okt- óber. Guðmundur Stefánsson segir að langvinn óvissa um fyrir- greiöslu liins opinbera og banka- kerfisins til fiskeldisfyrirtækja hafi leikið Istess hf. grátt og fyrir- tækið hafi sopið seyðið af því. „Við höfum til þessa beðið og vonað að komið yrði lagi á fyrir- greiðslu til fiskeldisfyrirtækjanna sem kaupa fóður af okkur. Það er hins vegar alveg ljóst að við get- um ekki beðið lengur og því verðum við að grípa til þess neyðarúrræðis að segja hér upp starfsmönnum. í rauninni höfum við haldið lífi í fiskeldisfyrirtækj- unum vegna tregðu bankakerfis- ins. Okkur er ómögulegt að gera það öllu lengur. Við getum ekki látið bankakerfið teyma okkur lengur á asnaeyrunum," sagði Guðmundur. Á þessu ári flytur ístess hf. út um 3000 tonn af fóðri til Noregs, sem er um helmingur .ársfram- leiðslunnar, en að sögn Guð- mundar bendir flest til að þessi markaður lokist á næsta ári. Sam- dráttur cr í fiskeldi í Noregi auk- inheldur sem þarlend fóðurverk- smiðja hefur nýverið tekið til starfa. Því verður Istess hf. að treysta á markað í Færeyjum, sem Guðmundur segir að vísu vera vaxandi, og heimamarkað. Það er því Ijóst að ekki verður hægt að keyra verksmiðjuna á fullum afköstum og því kann svo að fara að fækka verði starfs- mönnum. „Vonandi getum við fengið sem fyrst skýrar línur með framhaldið. Það er auðvitað algjört neyðarbrauð að þurfa að segja upp góðum starfsmönnum fyrirtækisins sem aflað hafa sér sérþekkingar á þessu sviði," sagði Guðmundur Stefánsson. óþh um hf. og sagði hann í samtali við Dag í gær að rekstur sláturhúss- ins hafi gengið mjög vel þetta fyrsta ár og því litu menn með bjartsýni til þess að kaupa það. Hann segir að um sé að ræða litla hagstæða rekstrareiningu og sé lögð áhersla á að selja kjötið ferskt til neytenda. Þannig megi komast hjá birgðakostnaði sem í mörgum tilfellum sé að sliga stóru sláturhúsin. Sauðfjárslátrun er nú þegar hafin hjá Ferskum afurðum hf. og segir Sigfús athyglisvert að fallþungi sé ríflega 15 kíló. Hann segir að það staðfesti það sem hann hafi lengi haldið fram að það eigi að byrja fyrr að slátra á haustin en tíðkast hefur. Sigfús bendir á að nú sé svo komið að neytendur vilji ekki líta við skrokkum sem séu 16 kg eða þar yfir vegna fitu. „Slíkt kjöt er við það að vera óseljanlegt," segir Sigfús. Sigfús telur miklar líkur á því að samningar náist um kaup á sláturhúsinu og frystihúsinu á næstunni, reyndar séu aðstand- endur Ferskra afurða hf. nú þeg- ar farnir að skipuleggja breyting- ar á húsinu til þess að bæta starfs- aðstöðu sem kostur er. Sigfús vildi að svo stöddu ekki gefa upp hvaða kaupverð væri rætt um. óþh íslandsbanki á Akureyri: Engin uppstokkun fjrir áramót - óvíst hvar útibúið verður til húsa Staöarvalsnefnd íslandsbanka var á ferð um Akureyri í síð- ustu viku og skoðaði þá m.a. húsakynni Alþýðubankans við Skipagötu. Valur Valsson, bankastjóri Iðnaðarbankans í Reykjavík, segir að cngar ákvarðanir hafi enn verið tekn- ar vegna útibúa hins nýja banka, hvorki á Akureyri né annars staðar, en tíminn fram til áramóta verði notaður til að Knattspyrnuveisla í Sjónvarpinu næstu laugardaga: íslenski og enski boltinn í æð í beinni útsendingu Næstu þrír laugardagar verða sannkallaðir veisludagar fyrir knattspyrnuunnendur því Ríkissjónvarpið inun sjón- varpa beint frá leikjum í loka- baráttu 1. deildar íslands- mótsins í knattspyrnu. Að sögn Ingólfs Hannessonar, forstöðumanns íþróttadeildar Ríkisútvarpsins, hefur ckki verið tckin ákvörðun um hvaða leikir verða fyrir val- inu. Hann segir það ráðast af þróun „sparkkeppninnar“. Þó segir Ingólfur allar líkur til þess að næsta laugardag verði síðari hálfleikur leiks FH og IA í Hafnarllrði sýndur beint í Sjónvarpinu. Síðustu þrjár umferðir fslandsmótsins í knattspyrnu verða leiknar á laugardögum og sunnudögum. Næsta laugardag, 2. september kl. 14 hefjast l'jór- ir af fimm leikjum umferðarinn- ar, þ.e. Valur-Þór, ÍBK-Vík- ingur, FH-ÍA og KA-Fylkir. Af þessum fjórum leikjum telur Ingólfur líklegt að sjónvarpað veröi frá Hafnarfirði. Búast má viö að úfsending hefjist um kl. 15 og verður síðari hálflcikur sýndur. Ekki hefur veriö ákveð- iö hvaöa lcikir verða sýndir í 17. og 18. umferð. Ingólfur segir að þessar knattspyrnuútsendingar marki þáttaskil hjá Sjónvarpinu, slíkt hafi ekki verið gert áður hér- lcndis. Auk beinnar útsending- ar frá einum leik segir Ingólfur að skotið verði stanslaust inn stöðu í öðrum leikjum umferð- arinnar, í 1. og 2. deild og sömuleiðis í leikjum í cnsku knattspyrnunni. Útsendingarn- ar verða því tæknilega mjög flóknar en jafnframt spennandi. Varðandi þann mögulcika að sýna bcint frá leik á Akureyrar- veili sagði Ingólfur að því miður væri slíkt erfitt tæknilega. Hann sagði að ljósleiðarasamband suður væri mjög dýrt og myndi að líkum sprengja „fjárlaga- ramma" íþróttadcildarinnar. „Það er kostnaður langt umfram það sem við ráðum með góðu móti við," sagði Ing- ólfur. óþh kanna málin. Valur Valsson tekur við störf- um sem formaður bankastjórnar íslandsbanka um næstu áramót. Fyrrihluta næsta árs verða niður- stöður um breytingar á Akureyri og víðar tilkynntar. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um skipan mála á Akureyri og verð- ur ekki í bráð. Ákvörðun liggur fyrir um að engin uppstokkun verði á útibúakerfinu fyrir ára- mót. íslandsbanki tekur ekki til starfa fyrr en um áramót, og það er ekki fyrr en eftir það sem tímabært er að huga að og taka fyrir breytingar á útibúakerfinu," sagði hann. Nokkuð hefur verið rætt um þá hugmynd að útibússtjórarnir á Akureyri gætu orðið tveir, og var Valur sérstaklega spuröur álits á því. Hann sagði að á þessu stigi málsins væru allar vangaveltur um slíkt algjörlega út í loftið, og yrði ekki um það mál fjallað fyrr en í vetur. „Staðarvalsnefndin hefur verið að mynda sér skoðuná því hvað kæmi til greina varðandi hús- næði, en ekki er tímabært að taka ákvarðanir í bili. En það er borð- liggjandi að bankahúsnæði sem ekki verður notað verður selt," sagði Valur Valsson. EHB

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.