Dagur - 05.10.1990, Síða 1

Dagur - 05.10.1990, Síða 1
Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Bygging álbræðslu á Keilisnesi: ,Þetta er verulega slæm uppákoma“ - segir Bjarni Einarsson, aðstoðar- forstjóri Byggðastofnunar Bjarni Einarsson, aðstoðarfor- stjóri Byggðastofnunar, segir að ákvörðun um staðsetningu álbræðslu Atlantsálhópsins á Keilisnesi sé verulegt áfall fyrir landsbyggðina og hún gangi þvert ofan í vilja stofnunarinn- ar. Hann segir að stjórn Byggðastofnunar muni ræða þessi mál á næstu stjórnar- fundum, en málið bar lítillega á góma á stjórnarfundi í gær. „Þetta er verulega slæm uppá- koma og alvarlegt mál fyrir byggðaþróun í landinu. Þetta gengur að sjálfsögðu í berhögg við álit Byggðastofnunar um hvar staðsetja eigi álbræðslu. Við höf- um sagt að staðsetning álbræðslu sé eitt af tækjunum til að bæta byggðaþróun í landinu,“ sagði Bjarni. Bjarni sagðist óttast að þensla af álbræðslu á suðvesturhorninu kunni að leiða til að koma verð- bólguskriðunni aftur af stað, eins og gerðist árin 1986 og 1987. Bjarni sagði að auðvitað væri erfitt að spá fyrir um hvort í kjölfar álbræðslu á Keilisnesi yrðu miklir fólksflutningar af landsbyggðinni, en hins vegar væri ekkert sem benti til annars. Hann sagði fyrirsjáanlegt að Eyjafjarðarsvæðið væri það svæði sem mjög ætti í vök að verjast og erfitt væri í fljótheitum að sjá hvað styrkt gæti stoðir atvinnulífsins þar. „Það er ljóst að það þarf eitthvað stórt að koma til, því á þessu svæði býr það margt fólk. En það er erfitt að sjá í hendi sér hvaða atvinnu- tækifæri geta komið til. Líklegast er þó raunhæft að horfa til ein- hvers stórs í þjónustugeiranum og koma sem mestu af opinbera geiranum norður, samfara því að huga að ferðaþjónustunni og efla Háskólann eins og kostur er,“ sagði Bjarni. óþh Haustlauf. Mynd: KL Áfangasamningur um álverið undirritaður í gær: Keilisnesið var ákveðið fyrir fjórum dögum - segir Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, í samtali við Dag Iðnaöarráðherra og Atlantsál- hópurinn staðfestu síðdegis í gær áfanga í átt að byggingu nýs álvers á Islandi og lýstu því yfir sameiginlega að það skyldi rísa á Keilisnesi. í samtali við Dag sagði Jón Sigurðsson að um nýafstaðin mánaðamót hafi það legið endanlega fyrir að álverið yrði á Keilisnesi en ekki við Eyjafjörð eða Reyð- arfjörð. Guðný Sverrisdóttir, formaður Héraðsnefndar Eyjaíjarðar „Eg hef orðið fyrir von- brigðum með stjómvöld „Auðvitað er ég ekki hress með þessa niðurstöðu. Ég þóttist vita fyrir nokkru að Atlantsálhópurinn myndi velja Keilisnesið númer eitt. Hins vegar átti ég von á því að stjórnvöld kæmu meira inn í málið en raun ber vitni og ég verð að segja það að ég hef orðið fyrir vonbrigðum með þau,“ sagði Guðný Sverris- dóttir, sveitarstjóri Grýtu- bakkahrepps og formaður Hér- aðsnefndar Eyjafjarðar, um þá ákvörðun að reisa álbræðslu á Keilisnesi. Guðný sagði auðvitað ljóst að Eyfirðingar hefðu lagt í mikinn kostnað vegna þessa máls, en ekki væri séð fyrir endann á því hver myndi greiða hann. „Við trúum því að iðnaðarráðuneytið taki þátt í kostnaðinum að miklu leyti,“ sagði Guðný. Hún sagði að þrátt fyrir þessa niðurstöðu væri engin ástæða til að gefast upp. Nú yrðu menn að leggjast undir feld og finna lausn út úr þeim vanda sem byggðar- lagið ætti við að etja í atvinnu- málum. „Það hefur vissulega ýmislegt verið skoðað, en því miður virðist ekki vera margt raunhæft þegar athugað er niður í kjölinn," sagði Guðný. „Ég tel að þótt svona hafi farið með álbræðsluna, hljótum við að standa sterkari að vígi eftir sem áður og eiga kröfu á því að fá eitthvað annað. Hins vegar er spurningin hvað það ætti að vera. Svo mikið er víst að það er ekki í hendi.“ óþh „Að Keilisnes yrði fyrir valinu varð ekki Ijóst fyrr en við næðum þessum samningsáfanga, þannig að formlega var Keilisnesið ákveðið með þessari undirskrift. Auðvitað er löngu Ijóst að hugur Atlantsálhópsins stóð til Keilis- ness og það fékk ég staðfest í lok ágúst og byrjun september síð- astliðinn,“ sagði Jón. Iðnaðarráðherra sagði að við- ræðurnar við Eyfirðinga og Reyðfirðinga í gær hafi verið gagnlegar. „Þetta er ekki endir samstarfs um iðnþróun milli iðn- aðarráðuneytisins og Eyfirðinga, heldur munum við þvert á móti halda því góða samstarfi áfram sem tekist hefur með þessum aðilum á liðnu ári,“ sagði Jón ennfremur í samtali við Dag. í áfangasamningnum sem undirritaður var í gær er fjallað um framvindu samningsgerðar- innar, staðsetningu álversins og atriði varðandi aðalsamning, orkusamning og hafnar- og lóðar- samning. Aðilarnir stefna að því að Ijúka þessum samningum á næstunni. Iðnaðarráðherra mun leggja fram frumvarp um nýtt álver á komandi þingi og loka- ákvarðanir stjórna Atlantsálfyrir- tækjanna munu liggja fyrir á fyrsta ársfjórðungi 1991. Þá gefst stjórnvöldum kostur á að leggja lokamat á málið og ákveða hvort samningsheimild verður nýtt. Iðnaðarráðherra sagðist að lokum í samtali við blaðið vera bjartsýnn á að álmálið fái farsæl- an endi þrátt fyrir pólitískan titr- ing um þessar mundir. -bjb Eyfirðingum formlega tilkynnt í gær um staðarval álvers á Keilisnesi: „Eyfirðingar hafa langt í frá gefist upp“ Fulltrúar Reyðfirðinga og Ey- fírðinga áttu í gær fund með iðnaðarráðherra og fulltrúum Atlantalhópsins þar sem þeim var formlega kynnt sú niður- staða að Keilisnes yrði fyrir valinu undir væntanlegt álver. Fyrir hönd Eyfirðinga sátu fundinn Halldór Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri, og Bjarni Kr. Grímsson, bæjar- stjóri í Ólafsfirði. Dagur hafði tal af þeim, er þeir komu af fundinum í Rúgbrauðs- gerðinni og ekki var að sjá að þeir væru mjög niðurlútir. „Verkefni þessa fundar var tvískipt. Annars vegar að gera grein fyrir þeirra sameiginlegu niðurstöðum um staðarvalið, sem er Keilisnes. Þeir kusu að gefa okkur beint grein fyrir því og sögðu bæjarstjórarnir á Akureyri og í Ólafsfirði hafa ekki tjáð sig opinberlega um það áður. Hins vegar voru þeir að ítreka það, að þeir hafa unnið faglega að þessu og að þeirra niðurstaða hafi ekki legið fyrir Bjarni Kr. Grímsson. um Iangan tíma. Ég segi það, að ég virði þessar niðurstöður þeirra, hvort sem ég er sammála henni eða ekki,“ sagði Halldór Jónsson. Halldór Jónsson. Aðspurður um hvað tæki við hjá Eyfirðingum, sagði Halldór að það þyrfti að stokka spilin og gefa upp á nýtt. „Við þurfum að sjá hvort okkur tekst ekki að spila betur og finna nýja hluti. Það er ljóst að það er ekkert stórt í sniðum sem bíður á borðinu en það eru ýmsir möguleikar fyrir hendi. Við munum horfa til þess sem er til staðar og hægt er að efla í byggðum Eyjafjarðar,“ sagði Halldór. Þeir Halldór og Bjarni voru sammála um, að þær miklu rann- sóknir sem voru gerðar í Eyja- firði vegna álversins munu koma til góða síðar meir þegar farið verður að huga að nýjum kostum í iðnaði við Eyjafjörð. „Ey- firðingar hafa langt í frá gefist upp,“ sögðu þeir kollegar Hall- dór og Bjarni að lokum. -bjb

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.