Dagur


Dagur - 05.10.1990, Qupperneq 3

Dagur - 05.10.1990, Qupperneq 3
Föstudagur 5. október 1990 - DAGUR - 3 frétflr Bjarni Pór Einarsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri Hvammstangahrepps: „Mjög hress með þessa niðurstöðu“ Bjarni Þór Einarsson, fyrrver- andi bæjarstjóri á Húsavík, hefur verið ráðinn sveitarstjóri Hvammstangahrepps. Hann mun væntanlega taka formlega við starfinu þann 1. nóvember Málefni lífeyrissjóða: Fundir haldnir á þrem stöðum í október nk., en frá þeim degi hefur fráfarandi sveitarstjóri Hvammstangahrepps, Þórður Skúlason, verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Samtaka íslenskra sveitarfélaga. Bjarni Pór var einn sautján umsækjenda um stöðu sveitar- stjóra á Hvammstanga og var gengið frá ráðningu hans á hreppsnefndarfundi sl. miðviku- dag. „Ég er mjög hress með þessa niðurstöðu. Ég kem til með að flytjast þarna aftur í nánast mína hcimabyggð, en ég er fæddur og uppalinn á Bessastöðum í Ytri- Torfustaðahreppi í Vestur-Húna- vatnssýslu," sagði Bjarni Þór. „Ég hef fylgst úr fjarlægð með gangi mála á Hvammstanga, en þetta eru hlutir sem maður setur sig fljótlega inn í.“ Bjarni Pór hefur sem kunnugt er gegnt stöðu bæjarstjóra á Húsavík síðastliðin fjögur ár, en af því starfi lét hann fyrir röskum mánuði og hefur síðan leyst af hjá tæknideild Húsavíkurbæjar. Bjarni Þór sagði að Húsavík og Hvammstangi væru vissulega ólíkir staðir, en verkefni bæjar- og sveitarstjóra væru samt sem áður af líkum toga. „Það sem heillar við þetta starf er fyrst og fremst mikil mannleg samskipti. Þetta er stjórnunarstarf sem gerir miklar kröfur til manna. Ef menn gera miklar kröfur til sjálfs sín, þá líður þeim vel í starfi,“ sagði Bjarni. óþh Bjarni Þór Einarsson, nýráðinn sveitarstjóri á Hvammstanga og fyrrverandi bæjarstjóri á Húsavík. Fyrsti fundurinn af þrem um málefni lífeyrissjóða á Norðurlandi verður haldinn á Kópaskeri 14. október nk. Annar fundurinn verður á Akureyri 20. október og sá þriðji á Blönduósi 21. október. Til fundanna efnir nefnd á veg- um Alþýðusambands Norður- lands, sem farið hefur ofan í saumana á þeim möguleika að stofna til eins sameiginlegs líf- eyrissjóðs á Norðurlandi. Að sögn Jóns Helgasonar, hjá lífeyrissjóðnum Sameiningu á Akureyri og eins nefndarmanna, munu nefndarmenn eiga fundi í þessari lotu með stjórnum lífeyris- sjóðanna sjö á Norðurlandi, sem eru innan Alþýðusambands íslands, og er síðan gert ráð fyrir að efnt verði til aukaþings Alþýðusambands Norðurlands um málefni lífeyrissjóðanna í fyrstu viku nóvember. Jón segir of snemmt að spá fyr- ir um hvort þessi umræða muni leiða til sameiningar lífeyrissjóð- anna í einn öflugan lífeyrissjóð, mikið vatn eigi eftir að renna til sjávar áður en það gerist. Eins og áður segir eru nú starf- andi sjö lífeyrissjóðir á Norður- landi innan ASÍ, Björg á Húsa- vík, Sameining á Akureyri, Líf- eyrissjóður Iðju á Akureyri, Líf- eyrissjóður trésmiða á Akureyri, Lífeyrissjóður verkalýðsfélaga á Norðurlandi vestra á Siglufirði, Lífeyrissjóður stéttarfélaga í Skagafirði og Lífeyrissjóður verkamanna á Hvammstanga. óþh Mjög góð nýtmg Eddu- hótelanna Mjög góð nýting varð á Eddu- hótelunum fímmtán í sumar og nýtingin batnaði verulega frá því árið áður, en þá var hún mjög góð. Stóru hótelin skil- uðu sér best. „Ferðir útlend- inga um ísland hafa aldrei ver- ið fleiri en á árinu 1990, en um ferðir landans er dálítið erfítt að tjá sig, þar vantar mælistik- una á,“ sagði Kjartan Lárus- son, framkvæmdastjóri Ferða- skrifstofu íslands hf. Að sögn Kjartans var starfsemi ferðaskrifstofunnar í sumar meiri og víðtækari en áður og aukning á fjölda ferðamanna veruleg. Um vetrartímann gegnir öðru máli: „Vetrarverkefnum Ferðaskrif- stofu íslands fer fjölgandi en staðreyndin er samt sú, að langt er í land að ferðaþjónustan á ís- landi sé rekin á ársgrundvelli. Það sem mest ber á eru ódýrar ferðir Flugleiða til landsins. Svo ódýrir eru pakkarnir að spurning- in er, hvort þetta skilar nokkru í aðra hönd,“ sagði Kjartan. ój ebKliUN^ujöhl! 5 ár án wm OKEYPIS! Þau hafa aldeilis slegið í gegn GEMINI teppin okkar - sem þola næstum allt. Þessi þykku gæðateppi klaeða nú fjölda stigahúsa auk annarra gólfa hérlendis sem erlendis. Núna geturðu teppalagt fleti sem hingað til var óhugsandi að hafa á teppi vegna bletta og slitálags. Skoðaðu ábyrgðarskilmálana. MARQUESA er alger bylting í teppagarni og þraut- prófað af hlutlausum rannsóknarstofum með tilliti til slitþols, fjaðurmagns og eigin- leika til að halda áferð sinni - þetta er gæðatrygging fyrir kaupandann. GEMINI teppin eru þétt, efnismikil, lykkjuofin gæðateppi, 880 gr af garni I hverjum fermetra og að auki blettaþolin. ÞAÐ MÁ JAFNVEL ÞRÍFA BLETTINA MEÐ KLÓR. V f i t r,- ‘ • :Mr 3 X . Mælum, rífum gömlu teppinaf-gerumtil- boð og leggjumnýju teppin fljótt ogvel. ABYRGÐ: 5 ára blettaábyrgð! Myndist, innan 5 ára frá kaupdegi blettur, sem ekki tekst að þrífa úr skv. leiðbeiningum, eöa sérfræðingar okkar ná ekki úr þá skiptum við orðalaust um teppi hjá þér. 5 ára slitþolsábyrgð! Slitni teppið I gegn innan 5 ára frá kaup- degi, skiptum við því slitna út með nýju teppi. 5 ára litaheldni! Láti teppi lit innan 5 ára frá kaupdegi, skiptum við þvl upplitaða út með nýju teppi. Ath: Ábyrgðin fellur úr gildi við misnotkun, skemmdarverk eða náttúruhamfarir. Gemini - teppi ofin úr Marquesa Einkar sterk gæðateppi með þéttum lykkjum og góðu undirlagi. 15 ferskir litir. Framleitt úr 100% polypropylene. Hentar á alla heimil- isfleti, stigahús og skrifstofur, Full óbyrgð. Breidd: 400 cm. Efnismagn: 880 gr. rrÞ BYGGINGAVÖRUR LÓNSBAKKA • íSr 96-30321 & 96-30326

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.