Dagur


Dagur - 05.10.1990, Qupperneq 6

Dagur - 05.10.1990, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Föstudagur 5. október 1990 Þessa dagana eru óvenjulega miklir ijárflutningar milli landsvæða: Tæp níu þúsund líflömb flutt frá ósýktum svæðum á fjárlausa bæi \ Dagsljósinu Á þessu hausti eru óvenjulega margir bæir sem taka sauðfé á nýjan leik eftir að hafa verið fjáriausir í tvö ár eða lengur vegna riðuniðurskurðar. Á Norðurlandi verður tekið fé á 59 bæjum, tæpur helmingur þeirra er í Svarfaðardal. Skipting bæjanna er annars á þá leið að í Húnaþingi er tekið fé á 7 bæjum; 4 í Vatnsdal og 3 í Svínavatnshreppi. í Skagafirði er tekið fé á 22 bæjum; 1 í Bólstað- arhlíðarhreppi, 2 í Engihlíðar- hreppi, 1 í Vindhælishreppi, 5 í Lýtingsstaðahreppi, 6 í Seylu- hreppi, 1 í Staðarhreppi, 1 í Hofshreppi og 5 í Fljótahreppi. í Eyjafirði er um að ræða tvö sveit- arfélög, 7 bæir tilheyra Dalvík og 26 í Svarfaðardalshreppi. I Kelduhverfi er síðan tekið fé á 4 bæjum. í það heila fá 116 bæir eða staðir í 32 sveitarfélögum nýjan fjárstofn á þessu hausti. I það heila verða flutt 8.920 lömb frá svæðum, sem ósýkt eru af riðuveiki, til svæða í landinu þar sem skorið hefur verið niður á undanförnum árum. Ósýktu svæðin sem féð er flutt frá eru Strandasýsla milli Bitrufjarðar og Steingrímsfjarðar, auk Árnes- hrepps, Þistilfjörður, Suðursveit vestanverð, Oræfi og Hörgs- landshreppur austanverður. Flest líflömb koma úr Þistilfirði, eða 1865. Öræfin eru í öðru sæti með 1494 lömb, 1139 lömb úr Fljóts- hverfi, 971 lamb úr Kirkjubóls- hreppi, 938 lömb úr Árnes- hreppi, 608 lömb úr Hólmavíkur- hreppi, 522 úr Óspakseyrar- hreppi og 460 lömb úr Suður- sveit. Við fjárskipti sem þessi er fylgt mjög ströngum reglum sein Sauðfjárveikivarnir hafa sett. Þar kemur fram að enginn megi láta kind til lífs yfir varnarlínu án samþykkis Sauðfjársjúkdóma- nefndar. Fulltrúi Sauðfjárveiki- varna á sölusvæðinu fær lista yfir þá sem mega kaupa fé. í reglun- um segir að fulltrúi seljenda skuli gæta þess að sem mestur jöfnuð- ur ríki við úthlutun bæja eða fjár fyrir kaupendur þannig að engum einstökum kaupanda líðist að velja betra fé en öðrum. Seljend- um ber að velja lömbin af kost- gæfni með tilliti til afurðasemi og frjósemi mæðra og annarra æski- legra kosta og halda eftir fyrir kaupendur a.m.k. 10% fleiri gimbrum og 50% fleiri lambhrút- um en pantanir segja til um. Við vigtun lambanna skulu þau vera eðlilega haldin, ekki blaut og þau má ekki taka til vigtunar beint af beit. Sauðfjárveikivarnir greiða 90% flutningskostnaðar, en kaupendur annað þ. á m. kostn- að við fjárkaup og vörslu. í nefndum reglum segir orðrétt: „Flutningstæki skulu að öllu leyti uppfylla tilskildar kröfur og vera AKUREYRI Okkar vinsælu tjölskyldupakkar 3 manna kr. 1695 - 4 manna kr. 2260 - 5 manna kr. 2825 1,5 I gos fylgir með. Ath. öll börn innan 6 ára aldurs í fylgd með foreldrum fá frían mat, hamborgara, franskar og gos eða 1 kjúklingabita, franskar og gos, ef borðað er á staðnum. u CR0WN J * CHICKEN *d AKUREYRI - Skipagötu 12 Akureyri - Simi 21464 IKortúð við ocj cjerið ykkur dacjamun skoðuð af réttum yfirvöldum með tilliti flutningsins. Bílstjórar skulu vera vel hæfir til slíkra flutninga. Þeir skulu aka með sérstakri gát, en þó með sem minnstum töfum. Æskilegast er að flutningstækin séu af svæðinu sem selur lömbin. Bílarnir skulu vera hreinir. Sótthreinsunarvott- orð dýralæknis fylgi bíl sem fer til að sækja líflömb á ósýkt svæði. Vottorðið skal sýna fulltrúa Sauð- fjárveikivarna á svæðinu. Fjár- kaupamenn og flutningamenn skulu klæðast hreinum skóm og hlífðarfötum.“ Ströng ákvæði gilda um með- ferð á fjárskiptafénu. Þannig seg- ir að fjárhús skuli vera tilbúin til móttöku lambanna áður en þau séu sótt og skulu þau sett beint inn í húsin, að öðrum kosti í sam- þykkta fjárhelda girðingu. Skylda er að merkja lömbin af kostgæfni, þannig að ekki fari á milli mála að um fjárskiptafé sé að ræða. Þá eru um það skýr ákvæði að fyrstu fimm árin eftir fjárskipti megi ekki láta fé frá viðkomandi bæ. Komi til þess þarf sérstakt leyfi Sauðfjársjúk- dómanefndar. Bannað er að hýsa með hinum nýja fjárstofni eða taka til lífs inn í hjörðina kindur af öðrum bæjum á svæðinu. Tekið er fram að fylgjast skuli vel með heilsufari nýja stofnsins, halda skrá um öll vanhöld og veikindi í samráði við héraðs- dýralækni og láta hann athuga allar kindur sem sýna grunsamleg einkenni. Dýralæknakostnaður og rannsókn sýna eru greidd af opinberu fé. óþh Ein af mörgum útgáfum af Hljómsveit Ingimars Eydal. „Ég var bamið í bandinu“ - stutt spjall við Ingimar Eydal, hljómlistarmann og kennara „Ég hóf feril minn í dans- hljómsveitum 13 ára gamall, árið 1949, á Hótei Norðurlandi á Akureyri. Þeir sem spiluðu með mér þá, voru Karl Adólfs- son, Sigurður Jónsson (Siggi Valli) og Níels Sveinsson. Þessir ágætu félagar eru allir á lífi og hættir opinberum hljóð- færaleik. Já, ég var barnið í bandinu. Eitt sinn var ég rek- inn heim af dansstað frá spila- mennsku, því ég var í Iopa- sokkum og engum skóm,“ sagði Ingimar Eydal, dans- hljómsveitarstjóri og kennari á Akureyri. í Hljómsveit Ingimars Eydal í dag eru: Inga Eydal, Grímur Sig- urðsson, Brynleifur Hallsson, Þorleifur Jóhannsson og Snorri Guðvarðsson. Rúm fjörutíu ár eru liðin síðan Ingimar hóf hljóðfæraleik í dans- hljómsveit og enn er verið að, en lengst af hefur Ingimar stjórnað sinni eigin hljómsveit við miklar vinsældir landsmanna. Á árum áður þegar Sjallinn gamli á Akur- eyri var upp á sitt besta, og Ingi- mar og hljómsveit hans spiluðu þar, streymdu aðdáendur hljóm- sveitarinnar til Akureyrar aðeins til að njóta kvöldstundar með hljómsveitinni. Sjallinn var Mekka unga fólksins, þar var fjörið og besta hljómsveitin. Nú er öldin önnur. Sjalla- stemmingin gamla er ekki til staðar, enda spilar hljómsveit Ingimars Eydal þar ekki að stað- aldri. „Starfsvettvangur okkar er orðinn að mestu á Reykjavíkur- svæðinu, en öll búum við á Akur- eyri, sem störfum í Hljómsveit Ingimars Eydal. Að vísu lékum við fyrir dansi um síðustu helgi á afmælisfagnaði Þórs í Sjallanum og við leikum fyrir dansi þrjár helgar fram að áramótum á Hótel KEA, en Hótel KEA er starfs- vettvangur okkar á Akureyri. Síð- an erum við flogin á vit stórborg- arinnar og Suðurlands, en þar leikum við um helgar fram að jólum. Verkefnin eru sum hver stór. Árshátíð mikil á Selfossi. Afmælisfagnaður Toyota í Reykjavík á Loftleiðahótelinu og í nóvember á stórdansleik í Laugardalshöll fyrir ísland- banka, en þar ætlar bankinn að hrista liðið saman. Eftir áramótin er á dagskrá að fara til útlanda til hljóðfæraleiks, en það hefur hljómsveitin gert ár hvert. í fyrra fórum við í 15. ferð- ina til útlanda og þá til Noregs, til að skemmta löndum okkar þar. Beiðni hefur borist frá Kaup- mannahöfn og Lux og nú er verið að athuga það mál allt. Árshátíðir og þorrablót hefjast eftir áramót, í mars og apríl, og mikið er nú þegar bókað. Ef félög og starfshópar á Norður- landi hafa áhuga á að fá okkur til að spila, ættu þau að hafa sam- band strax, eftirspurnin er það mikil. Já, hljómsveitin spilar mun minna á Akureyri, en hún kærir sig um. Reykjavík er starfsvett- vangurinn og við lútum þessu lögmáli, að allt sogast til Reykja- víkur. Atgervisflóttinn af lands- byggðinni er mikill jafnt í spila- mennskunni sem og á öðrum sviðum. Nei, ekki er á dagskrá annað en að vera Akureyringur og dreifbýlismaður og mér finnst að við dreifbýlismenn þyrftum að fara að hugsa hvað er til ráða. Við okkur blasa nauðungarflutn- ingar suður á mölina. Spurningin er: Stöndum við ekki á tímamót- um, verðum við ekki að taka afstöðu? Ætlum við að brosa framan í þingmennina okkar enn á ný eða segja: Nú er fullreynt, ykkur verður ekki lengur treyst. Þið hafið fengið ykkar tækifæri nú er þessu lokið,“ sagði Ingimar Eydal, hljómsveitarstjóri á Akur- eyri. ój

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.