Dagur - 05.10.1990, Side 8

Dagur - 05.10.1990, Side 8
8 - DAGUR - Föstudagur 5. október 1990 spurning vikunnar Valdimar Þór Hrafnkelsson: Fyrir mér var sumarið mjög gott. Ég var erlendis mestan hluta sumarsins þannig að ég slapp við sumarið hér heima. Ég var á Krít þar sem hitinn fór yfir 40 stigin þegar best var. Þorvaldur Baldvinsson: Sumarið var ágætt til lands en ekkert sérstakt til sjávar. Ég var mestmegnis á sjó í sumar og fyrir okkur sjómennina var það rysjótt en í heild mjög gott fyrir landfólkið. Laufey Símonardóttir: Mér fannst það ekkert sérstakt. Veðrið var frekar leiðinlegt og alltof fáir sólardagar. Haukur Ársælsson: Mér fannst sumarið vera nokk- uð gott. Ég er reyndar ekki frá Akureyri heldur kem ég að sunnan en þar hafði ég ágætt sumar. Ketill Tryggvason: Þetta sumar var ágætt. Já, veðrið var ágætt, ég er að minnsta kosti búinn að gleyma hinu. Ég reyni að gleyma slæmu dögunum ef ég get. Hvernig fannst þér sumarið? Hluti starlsfólks á fyrstu hæð: Guðmunda, Dagmar, Ragnhildur, Ásdís, Guðrún, Jónína, Guðlaug, Gunnar yfír- læknir, Hulda, Gísli, Kristbjörg og Aldís. Gunnar Rafn Jónsson, yfirlæknir: „Eins gott að aflir standi saman ef þeir vilja ekki að þjónustan verði skert“ Gunnar Rafn Jónsson er annar tveggja yfirlækna í Sjúkrahús- inu í Húsavík og hann svaraði greiðlega nokkrum spurning- um í tilefni afmælisins. Fyrst var Gunnar spurður hvort margir sjúklingar væru sendir frá Húsavík til sjúkrahúsa á Akureyri eða í Reykjavík. „Við leitum fyrst og fremst til Akureyrar varðandi sérfræði- þjónustu, og ef um tilfelli er að ræða sem þurfa mögulega á gjörgæslu að halda, einnig með áhættufæðingar og annað slíkt. Við notum þá sérfræðiþjónustu sem er á Akureyri talsvert mikið, en reynum að sinna öllu sem við mögulega komumst yfir, bæði því sem við treystum okkur og sjúklingunum í. Markmið okkar er að halda uppi eins góðri þjón- ustu og verið hefur hér, en síð- ustu árin hefur verið lögð áhersla á sparnað, og á eins lítilli einingu og hjá okkur er það erfitt nema skerða stórlega þjónustuna, en stærri sjúkrahúsin eiga auðveld- ara með sparnaðinn. Ég get nefnt sem dæmi að stoð- deildirnar hérna hafa fengið greidda bakvakt fyrir fimm mán- uði á ári en eru í rauninni á vakt allt árið. Ef farið verður enn frek- ar að draga úr þessum greiðslum skapast óöryggi í sambandi við slys og bráðatilfelli." - Mun sjúkrahúsið stöðugt þurfa á auknu rými að halda fyrir starf- semi sína, fyrir 20 árum var orðið mjög þröngt í gamla sjúkrahús- inu og nú er orðið mjög þröngt hér í því nýja, mun þessi þróun halda áfram? „Ný heilsugæslustöð er í bygg- ingu hér við hliðina á sjúkrahús- inu sem við erum búin að bíða eftir í mörg ár, teikningar af henni hafa svo að segja verið full- búnar í átta ár. Alltaf höfum við þurft að bíða þó að hér hafi tekið til starfa fyrsta læknamiðstöð á landinu fyrir 24 árum. Vonandi verður heilsugæslustöðin tekin í notkun á næsta ári en þá er eftir endurbygging á þessu húsnæði og það mun þá geta sinnt því hlut- verki sem við rækjum í dag með svolítið breyttri og betri aðstöðu. Varðandi aukið hlutverk og auk- ið rými er fyrirhugað að reisa álmu austur úr sjúkrahúsinu, mögulega einnig með notkun á gamla húsinu. Þá verður þar legudeild fyrir aldraða, sem stöðugt eykst þörf fyrir. Einnig ætlum við að reyna að bæta úr bráðum vanda í sambandi við dagstofur sjúklinga, en á annarri hæð er aðeins um stigagang að ræða til þeirra nota. Okkar hug- mynd er því að koma upp skemmtilegum dagstofum í hlið- arálmunni, einnig öðru því sem ekki var séð fyrir þegar þetta hús var byggt fyrir 20 árum.“ - Hvert er gildi svona heim- sóknardags eins og á laugardag? „í fyrsta lagi viljum við láta fólk vita af því að við minnumst þessara tímamóta; að 20 ár eru liðin síðan við fluttum í þetta sjúkrahús. Einnig viljum við að Húsvíkingar og aðrir sem þjón- ustuna nota fái að kynna sér sem best það sem fram fer, hvernig þróunin hefur orðið undanfarin Brynhildur Bjarnadóttir, Ijósmóðir með kornungan borgara. ár, og standi saman með okkur sem vinnum hér að því hvernig þeir vilja hafa þjónustuna hér á næstu árum. Það hefur verið sagt að forsenda fyrir allri þróun og velgengni sé þekking, og til þess að menn viti betur hvað fram fer hér, fannst okkur upplagt að hafa opið hús og vera hér til staðar á öllum deildum, legudeildum og stoðdeildum, til að geta gefið fólki sem bestar upplýsingar. Við munum einnig koma upp mynd- um og öðru skemmtilegu og ein- nig gömlum fróðleik og nýjum um starfsemina hér, s.s. um fjölda rannsókna og aðgerða. Fólk ætti síðan betur að geta myndað sér skoðun og staðið saman með okkur því á tímum sparnaðar er reynt að draga úr þessari þjónustu en við teljum að við eigum verra með það en stóru sjúkrahúsin. Ef menn vilja ekki að þjónustan verði skert hér í Sjúkrahúsinu á Húsavík er eins gott að allir standi saman. Á tímum sparnaðar er alltaf leitast við að skera sem mest en þess ekki gætt að taka tillit til stærðar, við erum lítil, í öðru lagi að taka tillit til ástands, þetta sjúkrahús er 20 ára gamalt og mér finnst ekki hafa verið tekið nægilegt tillit til þess við fjárveit- ingu, að við fengjum næga pen- inga til að endurnýja húsnæðið sem best. í þriðja lagi er það meiri háttar mál fyrir lands- byggðina að halda þessari þjón- ustu í óbreyttu formi, eða betra, því hún er forsenda fyrir því að fólk vilji búa úti á landi í dag. Fólk gerir sífellt meiri kröfur um slíka þjónustu og ef við getum ekki veitt hana þá flytur það eitthvað annað. Um áramótin flyst rekstur sjúkrahússins alfarið yfir á ríkið, þannig að undanfarið hefur mér virst þetta sækja í meiri miðstýr- ingu og ég tel það uggvænlega þróun. Mér líst betur á þau sjón- armið sem koma fram í nýju tölu- blaði af Útverði nú nýlega, um að reynt sé að dreifa bæði ábyrgð og fjármunum út í héruð og aðilar þar látnir um að ráðstafa þeim.“ IM

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.