Dagur - 17.11.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 17.11.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 17. nóvember 1990 Boðað til stofiifundar nýs blandaðs kórs Ákveðið er að stofna blandað- an kór, skipuðum söngáhuga- fólki úr sveitarfélögunum norðan Akureyrar, Akureyri og víðar að. Boðað hefur verið til stofnfundar kórsins nk. mánudagskvöld kl. 21 í Þela- merkurskóla og er söngáhuga- fólk hvatt til að mæta á staðinn. ÖxarQarðar- og Presthólahreppur: Greitt fyrir sameinmgu „Félagsmálaráðuneytið leggur áherslu á að greiða fyrir sam- einingu Presthólahrepps og Öxarfjarðarhrepps eins og kostur er,“ segir Húnbogi Þor- steinsson, skrifstofustjóri í ráðuneytinu. Eins og fram hefur komið er að því stefnt að íbúar í hreppun- um tveim kjósi um sameiningu þeirra um eða eftir næstu mán- aðamót. Ákvörðun um kosninga- dag og fyrirkomulag kosning- anna verður væntanlega tekin um helgina. Húnbogi segir að félagsmála- ráðuneytið hafi tekið jákvætt í erindi hreppanna um fyrirgreiðslu hins opinbera að því ieyti sem málið snúi að ráðuneytinu. „Það sem er venjulegt í þessu er að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga greiði kostnað vegna sameining- arinnar, bókhaldsuppgjör og slíkt, einnig hluta af launum sveitarstjóra í allt að fjögur ár. Slitlagsmálið er ekki beint á okkar vegum. Það er fyrst og fremst mál Vegagerðarinnar. Hins vegar getur ráðuneytið lagt áherslu á það. Sama gildir um hitaveitumálið, nema að því Ieyti ef um er að ræða heimtaugar við skóla. Þá fellur það undir stofnkostnað við skóla og þar með er möguleiki að taka þátt í því. Almennt gildir að ráðuneytið og Jöfnunarsjóðurinn taka þátt í að greiða fyrir sameiningunni eins og hægt er,“ sagði Húnbogi. óþh GATT-tilboð ríkisstjórnar íslands hefur valdið töluverðum titringi: Með tilboðinu er einungis opnað fyrir umræður með mjög skýrum takmörkunum - segir Steingrímur J. Sigfússon, landbúnaðarráðherra Innlegg ríkisstjórnar íslands í GATT-viðræðurnar í Genf hefur orðið tilefni mikillar umræðu í þjóðfélaginu að undanförnu. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráð- herra, hefur lýst því sem fyrsta skrefínu til að opna landið fyrir innflutningi landbúnaðarvara. Talsmenn Stéttarsambands bænda segja að af því stafí hætta fyrir íslenskan landbún- að. Steingrímur J. Sigfússon, landbúnaðarráðherra, segir hins vegar að málið hafí að ástæðulausu verið blásið út í fjölmiðlaumræðu og verið rangtúlkað á alla kanta. „Eg verð að harma það að gætt hefur verulegrar tilhneigingar til mistúlkunar á þessu tilboði. Ég er ánægður með þetta tilboð, enda hefði ég annars ekki staðið að endanlegri samþykkt. Menn skulu hafa það á hreinu að landbúnaðarráðherra hefði ekki látið tilboð fara frá ríkisstjórn- inni, sem hann hefði ekki verið ánægður með. Ég tel að tilboðið sé eðlilegt og skynsamlegt útspil af okkar hálfu. í því er fyrst og fremst tvennt. í fyrsta lagi bjóðumst við til að draga úr innri stuðningi um allt 25% miðað við árið 1988. í öðru lagi að draga úr útflutnings- uppbótum um allt að 65% miðað við sama ár. í þriðja lagi er þarna fjallað um innflutningsmálin og það er alveg ljóst að í þeim erum við mjög varkárir. Tilboðið opnar pínulít- ið fyrir umræðu um rýmkun á þeim reglum, sem gilt hafa um innflutning til landsins, með mjög skýrum takmörkunum þó. Þar er í fyrsta lagi vísað til okkar heilbrigðis- og hollustureglna og í öðru lagi til þess að við séum hér með framleiðslustjórnun á hefð- bundinni búvöruframleiðslu og það geti aðeins komið til greina að veita mjög takmarkaðan aðgang. Ég tel því að í tilboðinu felist afar varkár og skynsamleg opnun af okkar hálfu,“ sagði landbúnaðarráðherra í samtali við Dag í gær. Hann sagði að í tilboðinu væri ekki boðið eitt einasta einstakt atriði, hvorki einstakt vörusvið né vörutegundir. Því hafi verið mjög óheppilegt að nefndar hafi verið einstakar vörutegundir í þessu sambandi, t.d. ostar og jógurt. „Það er helber misskiln- ingur að í tilboðinu felist nokkurt slíkt sérstakt atriði. Við ætlum auðvitað að ná því fram að lok- um að við getum sjálfir stýrt því með hvaða hætti þessi mjög tak- markaða markaðsaðild gæti þá orðið, þ.e. í formi hvaða vöru- sviða og vörutegunda." Verði einhver takmarkaður innflutningur landbúnaðarvara heimilaður segir Steingrímur alveg ljóst að íslensk stjórnvöld muni beita jöfnunargjöldum og tollum til hins ítrasta. „Það jaðr- ar við að blessaður utanríkisráð- herrann hafi ekki skilið þetta. Ég tel að hann hafi boðið upp á viss- an misskilning í umfjöllun sinni um tilboðið, sem greinilega hefur síðán kómið fram 'í fjölmiölum. Óróleiki bændasamtakanna hefJ ur fyrst og fremst mótast af þess- um misskilningi. Ég mun fara rækilega yfir málið í dag með for- manni Stéttarsambands bænda, sagði landbúnaðarráðherra. „Ég hlýt að lýsa óánægju minni með hvernig menn hafa túlkað þetta tilboð með vafasömum liætti. Það var okkar ætlun að segja sem allra minnst um málið á þessu stigi. Tilboðið er í sam- ræmi við tilboð margra annarra þjóða, sem einnig fara mjög var- Íega og segja einungis að þær séu tilbúnar að ræða einhverja tak- markaða rýmkun,“ sagði Stein- grímur. óþh Söngsveit Hlíðarbæjar hefur verið aflögð og söngfólk sem starfaði í henni hefur haft for- göngu um stofnun nýs blandaðs kórs. Á fundinum á mánudagskvöld- ið verður m.a. leitað eftir hug- myndum um nafn á kórinn. Ekki hefur verið gengið frá ráðningu stjórnanda, en að sögn fundar- boðenda, er vonast til að það geti orðið sem fyrst og ef vel gangi munu æfingar hefjast fyrir jól. Eins og áður segir er gert ráð fyrir að bróðurpartur kórfélaga komi úr Glæsibæjarhreppi, Skriðuhreppi, Öxndalshreppi og Arnarneshreppi. Einnig er vitað um söngáhugafólk á Akureyri sem hug hefur á að starfa í kórnum. Fundarboðendur taka skýrt fram að kórinn verði öllu söngáhugafólki opinn. óþh Félagar í Lionsklúbbnum Hugin á Akureyri ganga í hús í bænum í dag og bjóða bæjarbúum að kaupa jólaalmanök og Ijósaperur. Óhætt er að segja að þessi fjáröflunarleið Hugins-manna þyki orðið ómissandi fyrirboði jólanna. Fjármunum þeim sem safnast af sölunni verður varið til kaupa á tækjum fyrir Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Á myndinni, sem tekin var í fyrradag þegar Lionsmenn voru að pakka dagatölunum og ljósaperunum, eru standandi frá vinstri: Guðmundur Jónsson, Svanur Eiríksson, Ragnar Haraldsson, Sigtryggur Stefánsson, Gunnar Sólnes, Sigurður Ólason, Knútur Karlsson, Ólafur Stefánsson, Karl Jörundsson og Sigurður Kristinsson. Sitjandi eru Árni Ámason (t.v) og Sigurbjörn Sigurbjörnsson. Mynd: Golli Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri: „Hef enga ástæðu til að ætla að vinnusvik séu stunduð“ - segir Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Aðstoðarlæknar við Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri funduðu í október sl. og í ályktun sem aflient var stjórn FSA og starfandi yfírlæknum kom fram, að aðstoðarlæknar kvarta undan óhóflegu vinnu- álagi og fara fram á bætt kjör og leiðréttingu á vaktafyrir- komulagi. Aðstoðarlæknar telja að vandamál þetta sé að hluta til „heimatilbúið“ því stjórn FSA hafí ekki tekið fullt tillit til ítrekaðra ábendinga kandidatsefna. Einnig hefur sú spurning vaknað, hvort þetta meinta óhóf- lega vinnuálag sé ekki vegna þess að yfirlæknar og sérfræðingar skili ekki lögboðinni vinnu, en séu þess í stað starfandi á eigin stofum þ.e. séu á launum sam- tímis á tveimur stöðum og þannig færist vinnan yfir á undirmennina á sjúkrahúsinu. Að sögn Inga Björnssonar, framkvæmdastjóra FSA, þá snúa þessi mál að litlu leyti að stjórn FSA. „Aðstoðarlæknar eru í launabaráttu við ríkið. Stjórn sjúkrahússins gerir ekkert í kjaramálunum. Þar er um að ræða samninga lækna og rfkisins. Hins vegar er vaktafyrirkomulag- ið í endurskoðun og það mun trúlega breytast. Sjúkrahús- stjórnin hefur boðið mismunandi útfærslur. Nei, stimpilklukka er ekki í sjúkrahúsinu og ekkert hefur verið ákveðið í því sam- bandi. Sögusagnir um að vinnu- álag aðstoðalækna sé að hluta til vegna þess að yfirlæknar og sér- fræðingar sjúkrahússins séu að störfum á einkastofum sínum úti í bæ á sama tíma sem þeir eiga að vera að störfum á sjúkrahúsinu tel ég ekki vera á rökum reistar,“ sagði Ingi. Hann sagði ennfremur að þó svo að læknar sjúkrahússins væru að störfum á einkastofu í dag- vinnutíma, þá sé ekki útilokað að þeir skili sínum tíma á sjúkrahús- inu. Þeir geti skilað vinnutíman- um sem hluta af vaktastöðu og aðrir gegni aðeins hlutastarfi við sjúkrahúsið. „Hins vegar er ljóst að ekki verður liðið að læknar skili ekki vinnutíma sínum við FSA og þiggi laun á tveimur stöðum samtímis. Ekki er þægilegt að fylgjast með þessu. Ég tek fram að sjúkrahússtjórn treystir starfs- fólki sínu. Yfirlæknum er full- komlega treyst. Þeir vinna eftir ákveðnu plani, sem hægt er að fylgjast með og þeir skrifa upp á vinnutíma sérfræðinganna hver á sinni deild. Sé svo að vinnusvik séu stunduð á FSA þá verður á málum tekið. Endurskipulagning er í gangi. Nýtt fyrirkomulag verður tekið upp, hvernig sem það verður framkvæmt,“ sagði Ingi Björnsson, framkvæmda- stjóri FSA. Er leitað var til Valtýs Sigur- bjarnarsonar, formanns stjórnar FSA og hann spurður um þennan málaflokk, sagði hann: „Stjórn sjúkrahússins hefur haldið fundi með aðstoðarlæknum vegna meints óhóflegs vinnuálags. Fleira hefur einnig verið rætt. Unnið er að málum í sjúkrahús- stjórn og reynt að finna lausn mála. Lausn sem er ásættanleg fyrir alla málsaðila. Auðvitað verða alltaf einhverjar breytingar á starfsemi FSA í tímans rás. Hvort stimpilklukka kemur inn sem eitt atriði skal ég ekkert um segja. Vandræði vegna þess að stimpilklukka er ekki á FSA hafa ekki komið upp og ég hef ekki heyrt neinar raddir um að vinnu- svik séu stunduð innan FSA. Um það mál að sérfræðingar við FSA taki sjúklinga frá sjúkrahúsinu og sinni þeim á eigin stofum vil ég ekki tjá mig um. Mér er ekki kunnugt um slíkt. Ég er nýtekinn við sem formaður sjúkrahús- stjórnar og framkvæmdastjórinn er nýr í starfi. í sameiningu erum við að kynna okkur öll mál og málaflokka eftir bestu getu. Við erum að fara ofan í saumana á rekstrinum. í viðræðum stjórnar við lækna FSA verður reynt að laga allt, ef í ljós kemur að eitthvað má betur fara.“ ój

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.