Dagur - 12.10.1991, Side 4

Dagur - 12.10.1991, Side 4
4 - DAGUR - Laugardagur 12. október 1991 MÐ ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 100 KR. GRÚNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON. RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON, UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON. BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (iþr.), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR PÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNN- ARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960),STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSM.: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON. PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN. ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON. AUGLÝSINGASTJ.: FRlMANN FRÍMANNSSON. DREIFINGARSTJ.: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165. FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL. PRENTUN: DAGSPRENT HF. Stórkostlegur árangur í Japan íslenskt landslið náði þeim stórkostlega og einstæða árangri í fyrrinótt að tryggja sér heimsmeistaratitilinn í bridds. Þessi árangur er mun frækilegri en nokkurn óraði fyrir, enda íslenska landsliðið að heyja frumraun sína á heimsmeist- aramóti í greininni. Sérfræðingum, erlendum sem innlendum, ber saman um að sigur íslands sé fullkomlega sanngjarn og verðskuldaður, enda útilokar tilhögun keppn- innar að um tilviljun geti verið að ræða. Þetta sést best á því hvaða hindranir íslenska bridds- landsliðið þurfti að yfirstíga til að komast á hæsta tindinn. í fyrsta lagi þurfti liðið að tryggja sér þátttökurétt á heimsmeist- aramótinu í Japan. Það gerðu íslendingar með því að hafna í fjórða sæti á Evrópumeistara- mótinu. Þegar til Japans kom þurfti íslenska sveitin að tryggja sér eitthvert af fjórum efstu sætunum í sínum riðh til að komast lengra í keppninni. Það gerði sveitin og gott betur því hún vann riðilinn af öryggi. Síðan lagði hún Evrópumeist- ara Breta að velli í 8-liða úrslit- um, Svía í undanúrslitum og loks Pólverja í hreinum úrslita- leik um heimsmeistaratitilinn. Eftir því sem leið á mótið lengdust leikirnir og t.d. stóð úrslitaleikurinn yfir í þrjá sólar- hringa, þar sem sveitirnar reyndu með sér í 160 spilum. Þetta fyrirkomulag kemur sem fyrr segir í veg fyrir að slembi- lukka ráði því hver hampar æðstu verðlaunum í þessari miklu hugaríþrótt, og er það meira en hægt er að segja um margar aðrar keppnisgreinar. Með hliðsjón af þessu er árang- ur íslenska landsliðsins enn ánægjulegri og stórkostlegri. Briddsíþróttin hefur mikla útbreiðslu og nýtur vinsælda um allan heim. Eins og í flest- um öðrum íþróttagreinum hafa þeir bestu atvinnu af íþrótt sinni og svo var um nær alla keppendur á heimsmeistara- mótinu í Japan, að íslendingum undanskildum. Þar fara hreinir og beinir áhugamenn, sem þurftu að taka sér frí frá dag- legum störfum til að stunda áhugamál sitt. Sú staðreynd gerir árangur þeirra enn athyglisverðari og með öllu óskiljanlegan milljónaþjóðun- um sem horfa á eftir sigur- laununum í skaut „250 þúsund manna þjóðar á hjara verald- ar“, eins og það verður eflaust orðað einhvers staðar. Ótrúlegur árangur íslenska landsliðsins í bridds mun bera hróður landsins víða á komandi árum. Með frammistöðu sinni hafa þessir einstöku afreks- menn unnið landkynningar- starf sem seint verður fullmet- ið. Þá er ekki síður mikilsvert að með frammistöðu sinni hafa íslensku landsliðsmennirnir lagt grunninn að stórsókn briddsíþróttarinnar hér á landi í framtíðinni. Það er á engan hallað þótt fullyrt sé að árangur íslenska briddslandsliðsins sé glæstasti árangur sem ísland hefur náð á íþróttasviðinu, fyrr og síðar. Dagur óskar nýkrýndum heimsmeisturum til hamingju með árangurinn. Þjóð sem á slíka afreksmenn er sannarlega auðug þjóð. BB. Um stjórnarandstöðu sem er eins og götóttur hljóðkútur og álíka áhrifamikil Það er sameiginlegt kartöflu- uppskeru minni og stefnuskrá okkar framsóknarmanna að hvorugt er tekið upp né nothæft til andlegs eða líkamlegs viður- væris og hvorugt hefur reynst þess megnugt að snúa við byggðaþróun í landinu. Kart- öflurnar mínar spíruðu en það gerði þessi umtalaða stefnu- skrá líka og festi raunar rætur í lygilegum sjóðum út um allt en uppskeran sem fyrr sagði fá- fengileg eiris og hjá mér, enda var mitt útsæði ekki í merkileg- um jarðvegi heldur. Nú fer hvorutveggja undir fönn og læt ég þar með útrætt um kartöflur mínar og örlög þeirra. Nú hefst frásögn af ferðalagi. En svo bar til þegar liðið var á sumar að frú Guðbjörgu auönað- ist að draga mig út af vinnustof- unni í þeim tilgangi að ferðast með mig vestur á firði. Það var drengilegt, þótt mér fyndist það aö vísu ekki meðan á brottnám- inu stóð. Af þessu ferðalagi fer ekki mörgum sögum og er ég því feginn en hins vegar ætla ég að segja ykkur eina smá- sögu af útúrdúr í tilefni þess að ég slapp lifandi frá honum þ.e. útúrdúrnum. Ég minnist þess að hafa ein- hvern tíma séð það í sjónvarp- inu að ofurhuginn Elli ýtustjóri var að búa til veg upp á sitt ein- dæmi í Dýrafirði og hugðist gera bílfært út í Höfn og Sval- voga. Myndirnar í sjónvarpinu voru af glæfralegum tilburðum ofurhugans á ýtunni sinni fram- an í bergstálinu og var að búa til einstigi fyrir bíla. Þetta var skemmtilegt aö horfa á heima í stofu. Nú bregður svo við að allt í einu er ég á leiðinni að reyna þessa samgöngubót hans Ella. Bíllinn er fullur af farþegum og aftur í farangursgeymslunni er einn óhræsis gasdunkur, níð- þungur, sem átti brýnt erindi í sumarbústað í Höfn. Það segir ekki af ferðum okkar meðan við ökum um slóðir Gísla Súrsson- ar en allt í einu erum við komin á slóðir Ella sem eru með þeim hætti að í samanburði var Múlavegurinn okkar góði eins og breiðstræti í stórborg. Ekki var heldur teljandi ofaníburður á þessu afreksverki en margar nibbur uppúr sem skemmtu sér við það að skella á kviðsíðum bílnum mínum neðanverðum. Hljóðkúturinn var farinn að kveina hástöfum. Ef ég var ekki að reka bílinn í veginn að neð- an var ég stundum hálfhræddur um að reka hann í veginn að ofan en svoleiðis háttar þarna til a.m.k. á einum stað að það er afar lágt til lofts. Nú var ég einn- ig kominn í þá öfundsverðu aðstöðu að ómögulegt var að snúa við og ég prísaði mig sæl- an að ekki skyldi koma farar- tæki á móti vegna þess að þá hefði annar þurft að bakka til byggða aftur annað hvort á söguslóðir Gísla eða einverjir aörar utar með firðinum. Þetta varð hávaðasamt ferðalag en ekki var hraðanum fyrir að fara þar sem oftast hafði ég það á tilfinningunni að vegurinn væri heldur mjórri en bíllinn og þess vegna mæddi svona mikið á hljóðkútnum, sem var með hljóðum af misþyrmingum og dottin á hann göt. Nú fannst mér þetta orðið afar þjóðlegt ferðalag raunar svo að ég sá ekki betur en líkja mætti því við vegferð þjóðarinn- ar allrar. Mér fannst ég ögn ríkisstjórn- arlegur þar sem ég sat þarna undir stýri og „svigrúmið" satt að segja ekkert til nokkurra breytinga á stefnunni þarna í einstiginu. Svo að ekkert vant- aði þar á að samlíkingin hæfði. Gaskútsskepnan í farteskinu minnti á ekkert frekar en fortíð- arvanda sem íþyngdi farartæk- inu svo að ferðin sóttist enn verr en ella hefði verið. Mér fannst hins vegar gauragangurinn í hljóðkútnum vera þess konar að minnti einna helst á stjórnar- andstöðuna hverju sinni. Hún er götótt eins og minn hljóðkút- ur og álíka hávaðasöm án þess þó hún hafi hin minnstu áhrif á ferðalagið eða hver áfanga- staðurinn verður. Þetta var því sannkallað þjóðarferðalag og ég veit ekki nema hollt væri sem flestum að fara í svona háskaför eftir Ellaslóð utan í þverhníptu berginu svona rétt til að kanna „svigrúmið," fortíðar- vandann og stjórnarandstöð- una. Það er hins vegar eins gott að ekki komi neitt óvænt á móti manni á leiðinni þar sem torvelt kann að reynast að víkja sér undan og aldeilis ómögulegt að mæta einhverju því sem þykist eiga erindi í gagnstæða átt. Lýkur nú að segja af torskildu ferðalagi. Kr. G. Jóh.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.