Dagur - 12.10.1991, Side 5

Dagur - 12.10.1991, Side 5
Laugardagur 12. október 1991 - DAGUR - 5 Efst í huga Svavar Ottesen Bæjarfulltrúar á Akureyri hafa tekiö myndarlega á málum Þá er Vetur konungur farinn aö sýna Frónbúum framan í sig, þótt sam- kvæmt dagatalinu sé fyrsti vetrardagur ekki fyrr en laugardaginn 26. október nk. Þaö sem kemur upp í hugann viö þessi árstíðaskipti er minningin um gott og gjöfult sumar. Landsmenn hafa flestir notiö sinna sumarleyfa, börn og unglingar setjast aftur á skólabekk og bæjarfulltrúar og alþingismenn taka til óspilltra málanna viö aö koma saman fjárhagsáætlunum fyrir áriö 1992. Því miöur er þaö svo aö ekki er hægt aö segja aö bjart sé framundan í tekju- öflun landsmanna á næstunni. Enn minnkandi þorskafli, óvissa um síldar- sölu og ekki er vitaö hvort einhver loöna veiöist fyrir áramót. Bæjarsjóður okkar Akureyringa hef- ur orðið fyrir áföllum vegna gjaldþrota hjá fyrirtækjum og fyrirtæki í iönaði hafa beöiö Akureyrarbæ ásjár vegna rekstrarerfiðleika. Þaö veröur aö segja bæjarfulltrúum til hróss aö þeir hafa tekiö myndarlega á málum, þó þaö sé ekki keppikefli aö bæjarsjóöur taki þátt í atvinnurekstri. Þaö er þó vissulega í verkahring kjörinna bæjarfulltrúa aö gera allt sem í þeirra valdi stendur til aö foröa bæjarbúum frá böli atvinnuleysis- ins. Ég leyfi mér aö halda fram þeirri skoöun minni aö þaö sé líka í verka- hring ríkisvaldsins aö sjá til þess aö smærri staðir hringinn í kringum landiö veröi ekki böli atvinnuleysisins aö bráö þótt þaö kosti peninga úr sameig- inlegum sjóöum landsmanna. Þrátt fyrir aö þaö sé ekki keppikefli ríkisins frekar en bæjarfélaga aö sjá um atvinnurekstur, þá brýtur nauðsyn stundum lög eins og þar stendur. í okkar fámenna þjóöfélagi mega ráöa- menn aldrei gleyma því aö hugsa um mannlega þáttinn í samskiptum sínum viö þegnana. Kennisetningar um frelsi einstak- linganna og algjört afskiptaleysi ríkis- valdsins af atvinnulífinu í landinu ganga ekki á íslandi. Hlutabréfamark- aöir í Reykjavík breyta engu þar um. Þaö sjá allir aö þaö er ekki nóg aö breyta fyrirtækjum, sem rekin eru meö tapi, í hlutafélög. Sannleikurinn er sá aö enginn vill kaupa hlutabréf í fyrir- tækjum, sem skila ekki aröi. Enda er vandséö hverjir eiga aö kaupa þessi hlutabréf. Ekki er trúlegt aö hinn venju- legi verkamaöur eöa verkakona, sem þiggur lægstu laun fyrir vinnu sína, eigi peninga afgangs til hlutabréfakaupa. Nú eru flest fiskvinnslufyrirtæki rekin meö tapi aö sögn atvinnurekenda og frekara tap fyrirsjáanlegt vegna afla- samdráttar á næsta ári. Viö svona aö- stæöur getur ríkisvaldiö ekki lokað augunum og látiö reka á reiðanum þar til allt siglir í strand. Alþingismenn veröa því aö taka til höndunum á næstu dögum og mánuðum, hvaö sem öllum stefnumálum og kennisetningum líöur. Fjölmiðlar Þröstur Haraldsson Óskabarn þjóöarinnar þarf aöhald og samkeppni Einhvem veginn er það alltaf svo að þegar þjóð- in sameinast i gleði sinni eöa sorg þá kemur Ríkisútvarpiö þar við sögu sem vettvangur fyrir þessar sameiginlegu tilfinningar. Þannig er það núna þegar „strákarnir okkar“ eru að gera þaö gott austur ( Japan (reyndar Yokohama en ekki Tókíó eins og Gesti Einari varð á að segja í morgunútvarpinu nú í vikunni). Eftiraö Ijóstvarð að stórtíöindi væru í uppsiglingu við græna borðið fór Rikisútvarpið á skrið og hefur gert okkur kleift að fylgjast grannt með gangi mála í milliriðlum og úrslitum. Það er óhætt að taka undir með Helga Jó- hannssyni forseta Bridgesambands íslands þegar hann þakkaöi Rikisútvarpinu og Bjarna Fei sérstaklega fyrir frammistöðuna viö að koma áleiðis fréttum frá Yokohama. Bjarni stóö sig vel við aö miöla sigurfréttunum og það þótt erfitt væri um vik vegna tímamunarins sem gerði það að verkum að spilararnir settust að spilaborðinu snemma nætur og voru á lokasprettinum þegar þjóðin var að skreiöast fram úr um sjöleytið á morgnana. Þarna sannaöist enn einu sinni hverjir eru yfirburðir útvarpsins þegar um beinan frétta- flutning er að ræða. Það kemst enginn annar fjölmiðill með tærnar þar sem útvarpið hefur hælana á því sviði. Sjónvarpið reyndi undir lokin að komast inn í myndina en átti erfitt um vik þar sem tímamunurinn kom enn verr út fyrir það en Bjarna og útvarpið. Því til viðbótar kom það að heimsmeistaramót í bridds telst ekki vera þvílík- ur heimsviðburður aö sjónvarpsstöðvar sláist um að miöla þeim um heiminn. Mér skilst að eina sjónvarpið, fyrir utan það japanska, sem mætti á staöinn í Yokohama hafi verið það pólska. Það þýddi að íslenska sjónvarpið fékk lítið sem ekkert af myndum af mótsstað og varð að leysa beinar útsendingar meö aðstoð símans eins og útvarpið. Og svo voru menn í sjónvarps- sal sem spáðu í spilin með aöstoö tölvu, en tölvutæknin hefur gerbreytt möguleikum sjón- varps á þvi að sýna og túlka bridds í beinum út- sendingum. Það er ekki laust við aö maður vorkenni Páli Magnússyni og félögum hans á Stöö tvö sem eru að halda upp á fimm ára afmæli stöövarinn- ar þessa dagana. Liöur í afmælishátíðinni var að skipuleggja heimsbikarmótið í skák sem nú s*endur yfir en það hefur að heita má horfið al- gerlega í skuggann af atburðunum í Yokohama. Aimenningur má ekki vera aö því aö fylgjast meö sterkasta skákmóti sem haldið hefur verið hér á landi af þvi að hann er upptekinn af bridds. Annars á Stöð tvö þakkir skildar fyrir framlag sitt til skákíþróttarinnar. Stöðin hefur sýnt skák- inni mikinn áhuga og þetta er í annað sinn sem heimsbikarmót er haldið hér á landi fyrir tilverkn- aö stöðvarinnar. Þessi fimm ár sem liöin eru frá því Jón Óttar Ragnarsson ávarpaði þjóðina hljóðlaust daginn sem fundur Reagans og Gorbatsjofs hófst í Höfða sællar minningar, þau hafa verið meira en lítiö söguleg. Það hefur gengiö á ýmsu í rekstrinum og eigendaskipti oröið eftir að stöðin rambaði á barmi gjaldþrots. Svo virðist sem stöðin hafi ekki sist kollkeyrt sig á metnaði. Hún vildi verða íslensk sjónvarpsstöð með íslensku efni, en eftir að fyrri eigendur komust í þrot hefur stöðin orðið að slá verulega af þeim metnaði. Hlutur eigin framleiðslu og annars íslensks efnis hefur farið minnkandi og stöðin hefur æ meira líkst því aö vera „vídeókaupfélag með heim- sendingarþjónustu" eins og núverandi borgar- stjóri Reykjavíkur nefndi stööina á sínum tíma. Nú hefur Stöð tvö tekið jóðsótt og er búin að tilkynna fæðingu nýrrar stöðvar í vetur. Lítið er vitaö um hvernig sú stöð verður i laginu þar sem forráöamenn Stöðvar tvö verjast allra fregna af stefnumörkun í efnisvali. En um leið og Stöö tvö eru sendar afmælis- kveðjur er sett fram sú ósk að stöðin endur- heimti fyrri metnað sinn. Og svo skal henni þakkað fyrir að hafa veitt Sjónvarpi allra lands- mann nauðsynlega samkeppni. Sjónvarpið er nú betra en nokkru sinni fyrr og Stöð tvö á sinn þátt í því. Vonandi eflist Stöð tvö á ný svo hún megni aö veita keppinautnum aðhald áfram. RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Vélstjórar Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir að ráða vél- stjóra til starfa á Siglufirði. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið veita rafveitustjóri á Siglufirði og svæðisrafveitustjóri á Blönduósi. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf sendist fyrir 19. október nk. Rafmagnsveitur ríkisins, Ægisbraut 3, 540 Blönduósi. Framkvæmda- SSk stjóri Ungmennafélag íslands (UMFÍ) vill ráða framkvæmdastjóra. Starfssvið framkvæmdastjóra er m.a. eftirfarandi: * Rekstur skrifstofu og starfsmannahald. + Útbreiðsla og erindrekstur. * Undirbúningur funda og þinga. * Þjónusta og aðstoð við héraðssambönd og ung- mennafélög. * Fjármál UMFÍ og umsjón bókhalds. Æskilegt er að umsækjendur hafi þekkingu á starfi ungmennafélagshreyfingarinnar. Umsóknum sé skilað til þjónustumiðstöðvar UMFÍ fyrir 23. október nk. Viðkomandi þarf helst að geta hafið störf fyrir ára- mót. Nánari upplýsingar veita: Pálmi Gíslason formaður UMFÍ vs. 91-812977 og Sigurður Þorsteinsson framkvæmdastjóri í s. 91- 12546 og 91-16016. Ungmennafélag íslands. AKUREYRARBÆR Bæjarlögmaður Akureyrarbær óskar eftir að ráða lögmann til starfa um næstu áramót. Bæjarlögmaður ber ábyrgð á rekstri lögfræöi- deildar en helstu verkefni deildarinnar eru lög- fræðistörf, tjóna- og tryggingamál og ýmis stjórn- sýsluverkefni. Hann skal hafa frumkvæði að nýjungum og gera stefnumarkandi tillögur í lög- fræði- og stjórnsýslumálum til yfirstjórnar bæjar- ins. Bæjarlögmaður stjórnar starfsemi deildarinnar í samræmi við lög, reglugerðir og samþykktir, sett markmið bæjarstjórnar og fjárhagsáætlun á hverjum tíma. Meirihluti þeirra sem sinna stjórnun og öðrum áhrifastörfum hjá Akureyrarbæ eru karlmenn. í samræmi við landslög og jafnréttisáætlun bæjar- ins vill Akureyrarbær stefna að því að hlutur kynj- anna á áhrifastöðum verði sem jafnastur og hvet- ur því konur jafnt sem karla til að sækja um starfið. Akureyrarbær getur boðið upp á sveigjanlegan vinnutíma, auk þess sem aðstoð er veitt við útvegun húsnæðis. Upplýsingar um starfið veita bæjarstjóri og starfs- mannastjóri í síma 96-21000. Umsóknarfrestur er til 31. október n.k. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akur- eyrarbæjar Geislagötu 9, Akureyri. Bæjarstjórinn á Akureyri.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.