Dagur - 12.10.1991, Page 6

Dagur - 12.10.1991, Page 6
6 - DAGUR - Laugardagur 12. október 1991 Brot úr sögu bænda Að bæta Atli Vigfússon bústofninn Við árslok 1913 voru sauðfjárkynbótabúin hér á landi 9 alls. Kynbótabúin nutu styrks frá Búnaðarfélagi íslands og var styrkurinn venjulega 200 kr. á þáverandi gengi á móti 100 kr. frá viðkomandi sýslu eða hreppum innan sýslunnar. Fjárstofn búanna var 35-40 ær og voru búin skyldug til að viðhalda og endurnýja stofninn og bæta hann. Þá áttu búin að gefa árlega skýrslu um starfsemi sína. Aðaltilgangur þessara kynbótabúa var að ala upp hrúta handa bændum og öðrum fjáreigendum til kynbóta og sömuleiðis gimbrar eftir því sem við var komið. Hrútarnir voru seldir veturgamlir að haustinu á uppboði sem var fyrirfram auglýst svo að almenningur ætti þess kost að sjá hrútana og eignast þá ef því var að skipta. Nokkur þessara búa voru starfrækt á Norðurlandi. Leifsstaðabúið í Eyjafirði Leifsstaðabúið í Eyjafirði var stofnað 1910. Eigandi þess var Bjami bóndi Benediktsson. Flest- ar æmar voru heimaaldar og ættað- ar frá Vöglum í Fnjóskadal. Hrút til búsins hafði Bjami keypt frá Stóruvöllum í Bárðardal, fallegan og af góðu fjárkyni. Haustið 1911 kaupir hann svo lambhrút frá Stómtungu í sömu sveit. Taldi þá ráðunautur Búnað- arfélags Islands að það væri sá fallegasti lambhrútur sem hann hefði séð hér á landi og um leið sá dýrasti en hann kostaði 50 kr. og vigtaði þá um haustið 123 pd. Um fjárstofninn á Leifsstaðabú- inu er sagt að það hafi verið stórt, jafnvaxið og svipfrítt fé, litgott og allvel líkt hvað öðru. Vorið 1911 voru ærnar 35 og áttu þær samtals 61 lamb og því flestar tvílembdar. Þá um haustið selur búið 5 hrúta og seldust þeir til jafnaðar á 27 kr. 1912 er hrúturinn frá Stóm- tungu veturgamall og vigtar þá 200 pd um haustið. Ullin af honum veturgömlum vigtaði 6 pd. en vorið eftir 8 pd. Þótti hrúturinn sem nefndist Fífill, framúrskarandi fagur. Eyhildarholtsbúið í Skagafirði Eyhildarholtsbúið í Skagafirði var í eign Jóns bónda Péturssonar. Bjó hann áður á Nautabúi í Lýtings- staðahreppi og þar var hann er kynbótabúið komst á fót árið 1905 en flutti að Eyhildarholti 1912. Fjárstofninn var aðallega út af heimaöldu fé Jóns. Nokkrar ær voru aðkeyptar en vandséð var hvort það hefði verið til bóta. Þá fékk hann hrúta úr Öngulsstöðum haustið 1909 af þingeysku kyni. Æmar voru 30 alls, gulleitar í and- iiti, ekki stórar en jafnar og allgott samræmi í vaxtarlagi. Á árunum 1908 til 1911 seldi búið alls 20 hrúta en aðeins einn hrút haustið 1912. Talið var að til væru fjárbú þar sem engin kind væri góð og því úrbóta þörf. Reykjadalsbúið S-Þing. Fjárræktarfélag S-Þing. setti vorið 1898 upp sauðfjárkynbótabú að Halldórsstöðum í Reykjadal og var fjárhirðir ráðinn Sigfús Jónsson. Vorið 1907 flytur svo búið að Ein- arsstöðum í sömu sveit og tók þá Sigurjón Friðjónsson við umsjón þess og sama ár vom keyptar nokkrar kindur vestan úr Stranda- sýslu og var þeim fjárstofni haldið sér og töldu bændur það fé ekki reynast eins vel og þingeyska féð. Flest árin seldi fjárbúið eða fé- lagið eitthvað af hrútum, bæði vet- urgömlum og lambhrútum en 1913 er fjárstofninn seldur 6 mönnum í félagi, þeim Sigurgeiri Jónssyni Helluvaði, Sigurði bróður hans á Amarvatni, Sigfúsi Jónssyni Hall- dórsstöðum, Jóni syni hans, Sigur- jóni Friðjónssyni Litlu-Laugum og Hallgrími Þorbergssyni. Skuld- bundu þeir félagar sig til þess að viðhalda fjárstofninum og reka búið næstu fimm árin. Auðunarstaðabúið V-Húnavatnssýslu Auðunarstaðabúið í Víðidal í Vest- ur-Húnavatnssýlu var kömið á fót 1909. Eigandi þess fyrstu 3-4 árin var ekkja Jóhannesar Guðmunds- sonar sem þar bjó eftir mann sinn en þar á eftir kaupir Guðmundur Jóhannesson búið og 2/3 hluta jarðarinnar. Féð á Auðunarstöðum hafði orð á sér fyrir vænleik og hreysti og var úr mörgu að velja. Varð ekki annað sagt en að æmar væru stórar og fallegar. Féð var allt hymt, gul- leitt í framan og hraustlegt. Hrútar höfðu verið keyptir að, þar á með- al einn frá Ásgeiri Jónssyni í Gott- orp, ættuðum frá Haga í Þingi. Kynbótabú þetta stóð vel að vígi að mörgu leyti og var þess vænst að fjárstofninn tæki góðum framförum er fram í sótti. Á tveimur haustum seldi búið alls 18 lambhrúta og fékkst mikið verð fyrir. Bjartsýni í sölumálum Á þessuin árum var eftir- spurnin eftir kjöti mjög að aukast í Evrópu og keypti áifan mikið kjöt frá öðrum heimsálfum. 1913 voru flutt- ir 229 skipsfarmar af frosnu kjöti til Bretlands frá ýmsum löndum og Grikkland, Ítalía, Sviss og Þýskaland juku ár- lega innflutning sinn. Borgir voru að stækka en skepnum fjölgaði ekki að sama skapi og var fólksfjölgun í Bret- landi rnikil en á fénaði lítil. Land- ið hafði fyrir allmörgum árum byrjað að flytja inn frosið kjöt og fór það alltaf vaxandi. Mest var flutt af kjötinu til London og svo til Liverpool. í London var eftir- spumin svo mikil að kjötsölu- menn fóru stundum á markaði út á land til þess að kaupa þar skepn- ur þó svo að þeir þyrftu að koma þeim í sláturhús í höfuðborginni. Þegar svona var komið gerðu ís- lendingar sér vonir um að London yrði þeirra besti markaður. Frysti- og sláturhús Samfara vaxandi þörf fyrir kjöt var mjög hvatt til þess að sláturfélög kæmu á fót sláturhús- um, frystihúsum og kæliklefum en hættu að salta kjötið eins og áður tíðkaðist til útflutnings. Samkvæmt farmskýrslum breskra skipa fluttu þau alls um 82 þúsund skrokka í ferð en árið 1912 er allur útflutningur íslend- inga einungis 78 þúsund fjár (lif- andi og í skrokkatali). Að flytja kjötið út frosið átti að spara flutn- ing á tunnum og salti til og frá landinu og þannig yrði kostnaður minni við að koma vörunni á ntarkað. Takmark Sláturfélags Suður- lands sem þá var komið með frystihús var að hækka kjötverð- ið til bænda og fá sem flesta í fé- lagsskap sinn og var rekinn fyrir því nokkur áróður. Þá var varað við því að selja sendimönnum kaupmanna eða einhverjum bröskurum kindur sem kepptu við félagið og keyptu fé. Bændur yrðu að athuga það að kaupmenn leggðu kostnað á kaupin og ágóða handa sjálfum sér. Á þessum sama tíma voru samvinnufélögin og hvött til þess að koma kjötinu á markað frosnu eða kældu og bændum á þeirra svæðum bent á að taka þátt í því átaki og því fyrr kæmist kjöt þeirra í hærra verð og það fyrst og fremst gæti bætt hag bænda í landinu þar sem kinda- kjöt væri aðalafurð búanna og meiri hagnaður væri í því að eyða heyi í það að framleiða kindakjöt heldur en framleiða úr því kúa- mjólk. Byggðastefna peirra tíma Að flytja fé út lifandi og koma kjötinu þannig í verð var ekki tal- inn eins góður kostur eins og að Á árdögum kynbótabúanna var mikil vöntun á góðum lambhrút- um. flytja kjötið út frosið því þá væru milliliðirnir miklu fleiri auk þess sem það væri ill meðferð á skepn- um að flytja þær út lifandi. At- vinnumissir væri af því að vinna ekki slátrunina hér heima og slátr- ið úr fénu myndi ekki nýtast hér- lendis sein þá var talin ódýrasta og hollasta fæða sem völ var á. Bæir á íslandi voru líka að stækka og það fór að tíðkast að dilkar væru seldir í ágúst og jafn- vel fyrr og því var talið gott að eiga nokkrar snemmbærur til þess að geta selt á þessum tíma enda verð hækkandi á innalandsmark- aði. Þetta var tímabil bjartsýni í sauðfjárræktinni.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.