Dagur


Dagur - 12.10.1991, Qupperneq 10

Dagur - 12.10.1991, Qupperneq 10
10 - DAGUR - Laugardagur 12. október 1991 Sérhver Akureyringur, sem kominn er um miðjan aldur, kannast við Glóa kokk. Glói heitir réttu nafni Jón Hjaltason. Fram að þessu hefur sjómennska verið lífsstarf Glóa, en nú er hann kominn í land eftir liðlega fjörutíu ára volk á ýmsum bátum og togurum. Leiðir okkar Glóa hafa legið saman við ýmis tækifæri. Þegar Pollasfldin á innanverðum Eyja- firði var sem mest gaf Glói okkur fermingarstrákunum oft sfldarslatta þegar við rérum út að sfldarpungunum á kæökum. Á menntaskólaárun- um mínum áttum við kvöldstund saman um borð í Sigurði Bjarnasyni EA, við bryggju á Seyðisfírði, eftir að við höfðum hirt einn skipverjann úr höfninni. A þessum árum vann ég hjá Síldarverksmiðjum ríkisins, sumarlangt. Enn síðar lágu leiðir okkar saman er ég vann sem póstmaður á Akureyri og GIói var skipverji á Póstbátnum Drang. Og árin liðu og örlögin höguðu því svo til, að ég gerðist togarasjómaður. Þá tók GIói á móti mér um borð í Kaldbak EA. í rúm tvö ár sat ég að veisluborði hjá Glóa úti í ballarhafí og hann vakti mig til vinnu á vaktaskiptum, aldrei höstugur heldur ákveðinn. En kynnumst nánar Glóa kokk. Kominn af prestum „Ég er fæddur að Möðruvöllum í Hörgárdal árið 1929. í þann tíma var sr. Sigurður Stefr ísson, síðar vígslubiskup, prestur að Möðruvöllum. Sr. Sigurður tók við prest- skap af langafa mínum sr. Jóni Porsteins- syni. Ég er því af prestum kominn í móður- ætt. Móðir mín er Helga Magnea Kristjáns- dóttir, Kristjáns Jónssonar frá Möðruvöll- um. Hún býr á Akureyri í hárri elli. Kristján afi fluttist til Noregs ásamt ömmu, sem var norsk, þegar mamma var kornabarn. Mamma átti að fara til Noregs síðar þegar þau afi og amma hefðu komið sér fyrir. Af því varð ekki. Mamma ólst upp á Möðruvöllum hjá prestshjónunum, afa sínum og ömmu. Afi í Noregi var menntað- ur bókbindari, en starfsvettvangur hans varð í álverksmiðju. í dag á ég stóran hóp ættingja í Noregi. Við erum nýbúin að ná saman norskir og íslenskir afkomendur Kristjáns Jónssonar. Fyrir nokkrum árum lést í Vesturheimi systir ömmu. Hún var barnlaus og því var erfingjanna leitað í Noregi og síðar á ís- landi. Á þennan hátt náði mamma og systir hennar í Noregi saman. Þær sáust fyrst er mamma var sjötíu og fimm ára og systirin sjötug. Faðir minn hét Hjalti Eðvaldsson, ættað- ur frá Akureyri. Hann og mamma höfðu slitið samvistum nokkru áður en ég fæddist. Ég kynntist ekki pabba fyrr en ég var orðinn rúmlega þrítugur. Langafi að Möðruvöllum dó skömmu eftir að ég fæddist. Þá fór mamma með mig til Hjalteyrar til frænda okkar Lúðvíks Möller. Á Hjalteyri erum við þar til við fluttum til Akureyrar, en þá var mamma komin í sambúð.“ Var sendur í útlegð „Ég þótti ódæll og erfiður sem barn. Trú- lega hefur margt komið til. Á þessum árum fékk ég Glóanafnið sem ég er stoltur af. Ég átti heima í Norðurgötunni. Skammt frá okkur bjó maður að nafni Magnús. Hann var kallaður „Mangi heyrnarlausi". Mangi var trillukarl og seldi fisk úr kerru. Mangi varð vinur minn og ég fékk oft að fljóta með í róður hér út í álinn, þrátt fyrir að ég væri ekki hár í loftinu. Á þessum árum var ég með mikið ljóst hár og Mangi kallaði mig alltaf glókollinn sinn. Þetta festist við mig. Ég gekk undir nafninu Glókollur og síðar GIói. Nafnið var gefið með góðum hug og ég kann því vel. Jón er algengt nafn, en Glói er aðeins ég einn. í tíu manna áhöfn Gylfa EA í gamla daga voru fimm Jónar. Þá var gott að bera þetta nafn. Ég kvittaði alltaf sem Glói þegar ég tók kost. Fátækt var nokkur hjá okkur í Norður- götunni. Svo fór að ég var sendur austur á land til sumardvalar að undirlagi Sigríðar Skaftadóttur, kennara. Þá var ég á áttunda ári. Ég fór austur að Geitagerði á Fljótsdals- héraði til Vigfúsar Þormar og Helgu Þor- valdsdóttur, konu hans, frá Ánabrekku á Mýrum. Hjá þeim hjónum var ég til fimmtán ára aldurs. Það teygðist sem sagt úr sumar- dvölinni. Þegar ég átti að snúa heim úr útlegðinni um haustið tók é| þann kost að fá dvölina lengda, sem varð. Eg stundaði nám í farskóla hjá Einari Sigfússyni, er síðar varð bóndi að Staðartungu í Hörgárdal. Um haustið, 1945, fór ég til Akureyrar eftir að hafa unnið sumarlangt við vegagerð og í byggingarvinnu á Egilsstöðum þ.e við fyrsta húsið sem þar var reist, sjúkrahúsið. Byggingarvinnan var mikil lífsreynsla óhörðnuðum unglingnum. Ég var sá eini er var innan við tvítugt. Unnin var ákvæðis- vinna. Ég var oft þreyttur og syfjaður yfir kvöldverðinum, eftir tólf tíma törn.“ Fall er fararheill „Er ég kom til Akureyrar hafði mamma misst mann sinn frá þremur börnum. Áætl- un mín hafði verið að fara í skóla. Svo fór, er til Akureyrar var komið, að ég kaus að leita mér vinnu til að létta undir með mömmu. Ég reyndi að komast í múrverk, því ég þekkti til þeirrar vinnu frá Egilsstöð- um. Það gekk ekki og ég fór til sjós. Ég fékk pláss á skipi er hét Brís. Guð- mundur Pétursson, útgerðarmaður frá Akureyri, hafði átt og gert út skipið til síld- veiða. Þegar ég munstraði mig var eigand- inn Þorlákur Jónsson, oft kallaður „Sýslu Láki“. Láki átti skipið við annan mann, sem var prentari. Skipstjóri á Brís var Sigurður Rósmundsson. Brís var tréskip og mjög gamalt. Skipið sökk undan okkur á Kol- beinsboða á Vopnafirði í svarta þoku. Við fórum í snurpubátana og vorum aldrei í hættu. Þetta er það eina óhapp er ég hef lent í á sjó og þvf er hægt að segja að máltækið „Fall er fararheill“ eigi vel við sé litið til sjómannsferils míns. Fljótt eftir óhappið var ég kominn um borð í Kára Sölmundarson og lauk þar sumarvertíðinni. Þá tóku við reknetaveiðar á Arngrími Jónssyni frá Dalvík. Fljótt varð svo, að ég var dubbaður upp til kokks. Þar naut ég Helgu í Geitagerði. Helga var langt á undan sinni samtíð um margt. Hún vildi kenna mér sem flest t.d. að sjóða algengasta mat, prjóna sokka og fl. í þeim dúr. Uppskriftir og leiðsögn Helgu fóstru hefur dugað vel í volki lífsins. Henni sé þökk og það að ég lenti hjá góðu fólki á Héraði." Ekki söfnuðum við auði „Ég datt í lukkupottinn er ég gerðist kokkur á Gylfa EA frá Rauðuvík. Ekki var bjart yfir atvinnumálum við Eyjafjörð á þessum árum fremur en nú. Vaítýr Þorsteinsson gerði Gylfa EA út. Skipstjóri var Bjarni Jóhannesson, sem var aflamaður sem um munaði. Á Gylfa EA var Bjarni ætíð í toppi í veiðum, sem á öllum skipum er hann tók við síðar. Náðargáfa veiðimannsins virðist erfast, því sonur hans Bjarni, skipstjór.i á Súlunni EA, er fengsæll. Valtýr Þorsteinsson, útgerðarmaður, er sérkapítuli í útgerðarsögu Islands fyrir bæði áræðni og dugnað. Um haustið fórum við á snurvoð og mok- uðum upp þorski. Eitt sinn vorum við með fullt skip og fengum hvergi löndun nema á Drangsnesi. Er hér var komið fyrirskipaði Valtýr að við skyldum hefja síldveiðar. Síld- veiðin var ekki trygg en mok í þorski. Við strákarnir skyldum ekki þessa ráðstöfun. Gylfa EA var stefnt í ísafjarðardjúpið eftir löndun á Drangsnesi og ekki þarf að orð- lengja þetta, við mokuðum upp síldinni. Þá var gaman að lifa og peningapyngjan varð þung um tíma. Úr ísafjarðardjúpinu fórum við í Hvalfjörðinn. Síldveiðin á Hvalfirði og á Sundunum var hreint ævintýri. Samkvæmt dýptarmæli var Hvalfjörðurinn með tvöfald- an botn hvar sem borið var niður, slíkt var magn síldar. Við lönduðum mest í flutningaskip, sem fóru með síldina norður. Einnig var landað í Reykjavík í svokallaðan haug. Minna fékkst fyrir síldina þannig, en skipin komust fyrr að. Eitt sinn vorum við á leið inn á Hval- vatnsfjörð. Mörg skip lágu þar við bólfæri. Er við nálguðumst skipin virtist sem sjórinn kraumaði. Bjarni sagði, að best væri að kasta því við yrðum að yfirfara nótina. „Við fáum allavega fisk í matinn." Þetta kast gaf okkur tvö hu.idruð og áttatíu tunnur af demantssíld þarna rétt við bátana, sem ekkert höfðust að. Já, Bjarni var einstakur Þessi gamla mynd sýnir vel hvernig aðstæðurnar voru á síðutogurunum. Hér eru skipverjar á Sval- baki, sem var og hét, að taka inn trollið. Kaldbakur, skuttogari UA, sem nú er nýkominn úr mikilli klössun. Eins og sjá má á myndinni voru aflabrögð oft mjög góð fyrr „Glói“ í eldhúsinu á Kaldbaki. Jólahangi- ketið fært upp. JÓN HJALTASON „GLÓI" í HELGARVIÐTALI: II HERBUA • I TVO HUNDRUÐ ÞÚSUND KÓNGAR" Laugardagur 12. október 1991 - DAGUR - 11 Mynd: Golli skipstjóri. Eg fór með Bjarna yfir á Akraborgina EA og ætlaði einnig með honum á Snæfellið EA, en þá bauðst mér annað. í stað þess að fara með Bjarna fór ég með Guðmundi Jörundssyni til sjós. Guðmund- ur, sem var mikill andatrúarmaður, vissi að langamma á Möðruvöllum var kölluð ;„prestsfrúin draumspaka“. Trúlega hefur Guðmundur haldið að draumspekin gengi í erfðir, og lagði allt ofurkapp á að fá mig í áhöfnina. Nú átti ég að sjá fyrir hvar veiði- von væri. Árangur varð lítill af þessari „næt- urvinnu" minni. Ég var með Guðmundi í nær tvö ár. Guðmundur var vinnuharður, en léttur og góður húsbóndi. Á þessum árum var ég laus og liðugur. Trall var á okkur strákunum og Bakkus kom oft við sögu. Ekki söfnuðum við auði, þrátt fyrir að við værum oftast á aflaskip- um.“ Sálrænt erfíði „Ég var með Tryggva Gunnarssyni, skip- stjóra frá Brettingsstöðum, í hans fyrsta úthaldi á Akraborginni. Einnig var ég með Tryggva er hann tók við Sigurði Bjarnasyni EÁ, þá nýkomnum frá Austur-Þýskalandi. Og aftur var ég í áhöfn er Tryggvi fékk Bretting. Á Brettingi var ég í eitt ár. Síldveiðarnar höfðu ekki gengið sem skyldi. Við lönduðum slatta á Seyðisfirði. Er við lögðum í haf á Sigurði, að löndun lokinni, reiknuðu menn með að farið yrði út á Rauðatorg eða enn austar þar sem stórsíld hafði fengist nokkrum dögum áður. Nei, ekki varð svo. Tryggvi gaf stefnu til norðurs. Við keyrðum langleiðina til Jan Mayen. Þegar okkur vantaði áttatíu mílur í eyjuna lóðuðum við á mikla síld. Við fyllt- um skipið á skömmum tíma. Við vorum ein- skipa. Er fréttir bárust af þessari veiði tók síldveiðiflotinn stefnuna norður til okkar. Veiðin á Jan Mayen svæðinu bjargaði söltunarvertíðinni. Er hér var komið var ég kvæntur Sigríði Steindórsdóttur frá Ytri-Haga á Árskógs- strönd. Við eigum þrjú börn, tvo syni og eina dóttur. Synirnir hafa fetað í fótspor föðursins, þeir eru matargerðarmenn. Dótt- irin er menntuð frá myndlistarskólum og vinnur í Reykjavík. Mikið mæðir á sjómannskonunni. Ekki aðeins sér hún um uppeldi barnanna, heldur er hún framkvæmdastjóri heimilisins. Á þessum árum var algengt að ég fór til sjós um áramót og kom heim að vori. Við sjó- menn er tókum þátt í þessu úthaldi getum seint bætt börnunum þann missi sem af þessu hlaust. Menn brotnuðu margir undan álaginu og lentu með Bakkusi. Veiðarnar í Norðursjónum voru sálrænt erfiði. Ég fór til læknis sem ráðlagði mér að hætta. Ég fór á sjúkrahús í hvíld og síðan aftur á sjóinn. Énn sótti í sama horf. Mér leiddist vinnan og slen var yfir mér. Ég fór í land og hóf störf hjá Kaupfélagi Eyfirðinga við mat- vöruverslunina við Ráðhústorg.“ í verslunaránauð og aftur til sjós „Trúlega má segja, að ég hafi verið aðstoðar útibússtjóri og kjötmaður. Vinnan var ágæt og starfsfólkið bestu félagar. Ég átti þó erf- itt með að sætta mig við að viðskiptavinur- inn hefði alltaf rétt fyrir sér. Af veru minni í matvörubúðinni varð mér ljóst, smátt og smátt, hversu ósanngjarn ég Texti: Óli G. Jóhannsson hafði oft verið við verslunarfólk vítt og breitt um landið er ég var að taka kost. Já, vinna í matvöruverslun er krefjandi og reynir á skapmikla menn. Ég var fimm ár hjá Kaupfélagi Eyfirðinga. Að vísu fór ég nokkra túra í afleysingum á togurum og sem kokkur á Drang. Þessi sjósókn var til að drýgja tekjurnar sem ekki voru miklar í versluninni. Ég kunni aldrei við æðstu stjórnendur KEA. Þeir voru ósanngjarnir. Svo fór að ég hvarf af þessum starfsvettvangi, saddur daga minna hjá KEA. Ég hef nefnt nokkur skip og skipstjóra sem ég var langdvölum með til sjós. Er ég var á bátunum hafði ég farið túr og túr á togurum. Erfitt var að fá skipsrúm hjá ÚA á tímabili. Skipsrúm fékkst aðeins vegna kunningsskapar við skipstjórnarmenn. Þannig er þessu farið aftur nú. Ég kom við á Kaldbak EA og Svalbak EA, en fékk ekki fast skipsrúm fyrr en á Harðbak EA, hjá Vilhelnt Þorsteinssyni, sem nú er annar tveggja forstjóra Útgerðarfélags Akureyr- inga hf. Ég hætti á Harðbak EA er togara- verkfallið mikla skall á og sótti þá sjóinn frá Akranesi. Úr verslunaránauðinni hjá KEA fór ég til ÚA á ný. Til að byrja með vann ég í landi. Þegar skuttogarinn Kaldbakur EA kom nýr frá Spáni var ég munstraður á togarann sem matsveinn. Þar hef ég verið allar götur síðan. Sverrir Valdimarsson, skipstjóri, sótti Kaldbak EA til Spánar og var í hólnum til fjölda ára. Þorsteinn Vilhelmsson tók við skipstjórn af Sverri og þá Sveinn Hjálmars- son af Þorsteini. Þessir þrír menn eru allir góðir skipstjórnarmenn, hver á sinn hátt. Sverrir var reynslumikill og farsæll skip- stjóri, sem er nú kominn í land. Þorsteinn hóf sjósókn ungur með föður sínum Vil- helm Þorsteinssyni. Þorsteinn er afar dug- legur og útsjónarsamur fiskimaður, sem alþjóð veit. Þorsteinn er nú skipstjóri á Akureyrinni EA og einn eigenda Samherja hf. Sveinn Hjálmarsson, sem alla tíð hefur sótt sjóinn á Kaldbak EA, kom úr sveit sem ungur piltur og hefur vaxið upp í að verða með hæfustu togaraskipstjórum landsins.“ Lýg bit í hnífa „Nú er ég kominn í land. Ég er að störfum í frystihúsinu, að ljúga bit í hnífa. Til að byrja með líkaði mér starfið nokkuð vel. Nú er skrambans flæðilínan komin í gagnið. Allt er umsnúið. Allt er vitlaust. Ég kalla þetta „þrælalínuna“. Allt er gert til að hafa sem mest út úr starfsfólkinu. Ég hef alla tíð sagt að sjómenn eiga rétt til góðra launa, sem þeir margir hafa. Hinsvegar hefði ég aldrei trúað að óreyndu að fiskvinnslufólk hefði svo léleg laun, raunar smánarlaun. Margt er lýtur að launum er erfitt að útskýra. Hver afætan er upp af annarri í sölu fiskafurða, aðilar er bera enn meira úr býtum en sjómenn og fiskvinnslufólk. Eftir tuttugu og fimm ára starf hjá Útgerðarfélagi Akureyringa hf. hef ég 287 krónur á tímann fyrir dagvinnuna. Þetta er hæsti taxti sér- hæfðs fiskvinnslufólks. Er nokkur furða þótt fólk fáist ekki til fiskvinnslunnar? Bón- usinn er ekki lausn mála. Hann veldur að fólk, margt hvert, verður hreinlega ruglað. Lífeyrissjóður sjómanna er alltaf að skána, en margt hefur farið þar á verri veg. Ranglætis gætir á sumum sviðum. Ég hef alla tíð verið vinstrimaður og fyl^di Birni Jónssyni að málum á sínum tíma. Eg er ekki flokksbundinn í dag. Ég tel mig jafnaðar- mann í hugsun, en get ekki sætt mig við þá jafnaðarstefnu, „sem reynt er að reka“ í landinu. Sú rfkisstjórn er nú situr vinnur gegn lág- launafólkinu og þeim sem minna mega sín. Vel getur verið að ríkisstjórnin sjái það langt fram í tímann að brambolt þeirra sé til gagns. Ég er efins. Ef þetta allt er á sömu nótum og bygging ráðhúss í Reykjavík og bygging Perlunnar í Öskjuhlíð, þá gef ég lít- ið fyrir Davíð Oddsson og ríkisstjórn hans. Þeim er þó vorkunn. Vont er að stjórna íslendingum. Hér búa tvö hundruð þúsund kóngar.“ ój

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.