Dagur - 12.10.1991, Síða 12

Dagur - 12.10.1991, Síða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 12. október 1991 Matarkrókur Pasta með beikonsósu - Aníta Júlíusdóttir, pastadrottning Aníta Júlíusdóttir á uppskrift- ir matarkróksins að þessu sinni. Hún hefur að eigin sögn mjög gaman af að matreiða og eru pastaréttir í sérstöku uppá- haldi hjá henni. Pað er því ekki að furða þó hún bjóði lesendum upp á pasta með beikonsósu, en einnig lét hún i té uppskrift af Heilsubollum sem hún segir að séu góðar með ávaxtasafanum í morg- unsárið. „Ég elda pastarétti 2-3 sinn- um í viku og slíkir réttir eru með því betra sem ég borða. Einnig þarf þetta ekki að vera dýr matur, þó það fari allt eftir því sem notað er í sósurnar,*- segir Aníta. Hún segir það mjög mismun- andi hvort hún fari eftir bókum við sína matreiðslu eða búi til mat eftir tilfinningunni. Oft sé bara reynt að búa eitthvað gott til úr því sem leynist í ísskápn- um og þá verður pastað oft fyrir valinu. Aníta segist hafa byrjað að fikta við að elda pasta fyrir tveimur árum og til að byrja með hafi það verið það allra einfaldasta, spaghettí og kjöthakk. Sú uppskrift hefur síðan þróast í ýmsar áttir og einn anginn er þessi dýrindis pasta sem nú er mál að lesendur berji augum. Pasta með beikonsósu (fyrir 3-4) Sósan 120 g beikon 80 g ferskir sveppir 2Vi dl rjómi l'/2 dl mjólk '/j Bóndabrieostur V/2 tsk. grœnmetiskraftur 'A tsk. basilikum (gróft) V2 meðalstór paprika Pastað 300 g Tagliatelli Parmesanostur eftir smekk Fyrst skal brytja beikonið í smátt og steikja það á pönnu. Fitan er síðan síuð frá og pann- an þvegin. Pastað er soðið sam- kvæmt leiðbeiningum á pakka og meðan það sýður eru svepp- irnir steiktir í olíu við vægan hita. Rjómanum, ostinum, mjólkinni og grænmetiskraftin- um er því næst hellt saman við á pönnuna og suða látin koma upp. Eftir að suðan er komin upp er beikoninu, basilikuminu og paprikunni bætt út í og allt látið krauma í ca. 10. mín. á pönnunni. Þegar allt er síðan tilbúið er pastað sett í skál, sós- unni hellt út á og parmesanosti stráð yfir. Aníta segir mjög gott að bera hvítlauksbrauð fram með pasta- réttinum, en einnig megi neyta annarra brauðtegunda með því. Morgunverðurinn er oft sögð undirstöðumáltíð dagsins. Aníta ákvað því að láta lesend- um í té uppskrift af Heilsuboll- um sem bragðast dásamlega með smjöri og osti áður en stokkið er af stað í vinnuna. Heilsubollur 5 tsk. þurrger 5 dl mjólk 2 tsk. salt 3 tsk. sykur 2 stk. egg 80 g smjörlíki 9 dl hveiti 4 dl fiber Byrjað er á að leysa þurrger- ið upp í volgri mjólk og síðan öllum efnunum blandað saman og deigið hnoðað vel og slegið. Þvínæst á að láta það lyfta sér í 45 mín. áður en það er hnoðað upp. Deiginu er í lokin skipt í fjóra hluta sem rúllað er upp í lengjur og þær svo skornar í sex parta og búnar til bollur. Boll- urnar eru penslaðar með eggi og látnar bíða í eina klukku- stund áður en þær eru bakaðar í ca. 15 mín. við 220 gráður. Þannig hljóða uppskriftir Anítu Júlíusdóttir og aðeins eft- ir að koma í ljós á hvern hún skorar í næsta matarkrók. Fyrir valinu varð frænka hennar sem Aníta var í sveit hjá í eina tíð, Berghildur Gréta Björgvins- dóttir á Gunnarsstöðum í Þistil- firði. Hjá henni segist Aníta fyrst hafa fengiö að malla eitthvað af viti í eldhúsinu svo spennandi verður að vita hvað kemur frá Gunnarsstöðum í næsta matarkrók. SBG VÍSNAÞÁTTUR Jón Bjarnason frá Garðsvík Jón Árnason á Syðri-Á kvað í langvinnu norðanhreti. Enn er hvítur íslangshaddur allt frá hlíð til sjávar stranda. Veturinn er varla kvaddur, vorið lætur á sér standa. Hafs frá botnum veltur vot, viðsjál hrönn til stranda. Ólafsfjörður alhvítt brot er í milli landa. Sanda-Jörp. Eðlisþýð með augu skörp, enga smíðar hrekki. Sem ég ríð á Sanda-Jörp súldinni kvfði ekki. Og nú kveðjur Jón um Blesa sinn: Blesi aldrei bregðast skal, bending nær að skilja. Geysist bæði götu og dal gerir allt af vilja. Torfi Guðlaugsson, Akureyri kvaddi vin sinn með þessum orðum: Farðu í eilífan unað ástkæri vinur sæll, sokkinn til miðs í munað Mammons dyggur þræll. Leiðina æ þér lýsi leiftrandi stjörnu her. Sálir Heljar þig hýsi heiðri og lúti þér. Sveinbjörn Beinteinsson horfir til gamals og nýs tíma: Yfir stund og staði ber stefhins nýja tíma. Háttvís aftur heilsar þér heimalandsins ríma. Nótt og hún eiga einnig sína töfra. Sveinbjörn kveður enn: Dagsins völd og vilja blekkti vélráð öld í morgundyn. Nóttin köld og þögul þekkti það sem kvöldið gaf í skyn. Steingrímur Baldvinsson í Nesi kvað á þorrablóti, senni- lega í upphafi lengra máls: Mjöður er hér af mörgum sortum maturinn eins og girnist hver. Ég hef sjaldan áður ort um efni, sem er kærra mér. Þetta hafði Steingrímur að segja um „menninguna“: Ef ástríðum manna er afmarkað svið, er uppfundin nýtísku-kenning, sem réttlætir hégóma og svívirðusið, og svo er það allt kallað: menning. Þormóður bóndi í Gvendar- eyum kvað er Galdra-Loftur fór úr fóstri frá honum: Á hugann strfðir ærið oft óróleiki nægur síðan ég missti hann litla Loft er löng mér stytti dægur. Sigvaldi, oftast nefndur Skag- firðingaskáld, kvað: Ég er að sönnu syndugur sfst má þvílíkt efa, en minn er drottinn myndugur mér að fyrirgefa. Sigvaldi kvað til dóttur sinnar sem var fjarverandi um skeið: Ég er hér en þú ert þar, því næst beygist vegur svo til nýrrar samvistar saman bráðum dregur. Næstu vísu kvað Eyjólfur Þorgeirsson í Króki. Áfram ríður ötul þjóð ekki kvíða slegin. Nú er tíð að tala um ljóð til að prýða veginn. Gamall húsgangur: Prír eru hlutir það ég veit er þýða gleðja rekka: Kona feit og kaka heit og kaldar áfir drekka. Þessi vísa mun komin til ára sinna: Öskudaginn marka má, mundu hvernig viðrar þá, fróðir vita að hann á átján bræður líka að sjá. Jón Pálmason alþm. á Akri kvað: Ef við leitum ljómans hjá lýðveldinu unga, enn er besta eignin þá okkar fagra tunga. Jón orti á norðurleið: Finnst mérnú og finnst mér oft fegra leiðarborðann hlýrri sól og hreinna loft hérna fyrir norðan. Meiri kuldi stendur af þessum vísum Jóns Jónssonar á Ey vindarstöðum. Stórhríð: Grillir víða varla spönn, vill nú prýði skakka. Fyllir hríð í óðaönn illvíg hlíðarslakka. Skekur Kári skýin grá, skellur bára á dröngum. Frjósa tárin fölum á fjólu og smára vöngum. Fræ að láði falla í dá fjötruð ráðum kífsins. Tónar hrjáðir hrekjast á hörpuþráðum lífsins. Næst koma heimagerðar hug- dettur um stökuna. (J.B.) Hagmælskan sem hentar mér hún er ennþá vökur, grípur skeið og skemmtir sér en skráir aðeins stökur. Stundum fellur faðminn í falleg rímuð staka líkt og ungmey, hljóð og hlý og hverfur ei til baka. Þú átt óspillt eðli þitt ævagamla staka. Því er ennþá yndi mitt yfir þér að vaka. ísleifur Gíslason á Sauðár- króki kvað næstu vísur: Ljóðadísin valdi um vist víða og góðan forða. Hjá mér sjaldan hefur gist, hún fékk ekki að borða. ísleifur sá hreppsnefndina ganga í hús: Brakar mjög í frosnum fjölum, fast er stigið nú til jarðar af sveitarstjórnar hraustum hölum hérnamegin Skagafjarðar. Inga gamla: Vorkenni ég veslings Ingu að verða að þagna í dauðanum. Af tómri mælgistilhneigingu talar hún upp úr svefninum. Um rithöfund: Spillir unga lýðnum lands lævís tunga hræsnarans, særir stungum sálir manns sjálfblekungur Andskotans. Emil Petersen kvað: Broshýr alda ertu nú oft þó valdir pfnum. Ég vil aldrei eiga bú undir faldi þfnum. Sveinbjörn Björnsson kvað: Morgunskeiði og öftnum á oft ég beið á hleri meðan leið um loftin blá ljóð frá heiðaveri. Nú er rétt að skjóta að nokkr- um heimagerðum vísum. (J.B.). Hjól: Æskan lætur öll sín hjól alla vegi prýða. Ellin bundin brík og stól biður daginn líða. Við sjónvarpið: Pað er allt á hausnum hér hvert sem maður lítur. Protin upp á þrælasker. Pjóðarskútan flýtur. Pjóðin lafir lendum á láns og gjafa merum. Allt í vafa veltist hjá valdsins „kafalerum". Verður margt af flýti frægt fúsk með lausatökum. Þá er betra að hugsa hægt og hafa skjól af rökum.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.