Dagur - 18.03.1992, Blaðsíða 11

Dagur - 18.03.1992, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 18. mars 1992 - DAGUR - 11 Iþróttir Jón Haukur Brynjólfsson Íshokkí: Pekka stigahæstur í dönsku 1. deildinni Pekka Santanen. Pekka Santanen, Finninn sem er nú þjálfari íshokkíliðs Skautafélags Akureyrar, varð stigahæsti leikmaður 1. deildar Danmerkurmótsins í íshokkí sem lauk fyrir skömmu. Pekka iék með Gladsaxe í dönsku 1. deildinni og varð liðið í efsta sæti deildarinnar og tryggði sér sæti í úrvalsdeild á næsta tímabili. Þegar talin eru stig einstakra leikmanna eru tekin bæði mörk og stoðsendingar sem gefa mörk. Pekka varð stigahæstur með 93 stig í 28 leikjum, eða rúmlega 3 í hverjum leik. Greinilega maður sem veit hvað hann er að gera. íslandsmótið í lyftingum: Akureyringar unnu liðakeppnina Islandsmótið í ólympískum lyftingum var haldið í Iþrótta- höllinni á Akureyri um síðustu helgi. Aðeins 7 keppendur mættu til leiks og munaði þar mikið um að aðeins einn KR- ingur komst norður, Guð- mundur Helgason, en hann vann einmitt besta afrek mótsins. Guðmundur lyfti samtals 354 kg sem er ágætur árangur en Guðmundur keppist við að ná ólympíulágmörkum í greininni. Sigurvegari í liðakeppni varð Lyftingafélag Akureyrar sem átti tvo keppendur á mótinu, Tryggva Heimisson og Snorra Arnalds- son. Þeir hafa reyndar báðir átt við meiðsli að stríða og voru nokkuð frá sínu besta. Úrslitin fara hér á eftir og standa tölurnar fyrir árangur í snörun/jafnhendingu og saman- lögðu. 67 kg flokkur 1. Vilhjálmur Sigurjónss., UMSB 82,5/95=177,5 75 kg flokkur 1. Ingi Valur Porgeirss., UMSB 2. Birgir Eiríksson, Árm. 82,5 kg flokkur 1. Tryggvi Heimisson, LFA 2. Snorri Arnaldsson, LFA 90 kg flokkur Porsteinn Leifsson, UMSE 100/130=230 90/110 =200 105/125=230 100/115=215 130/170=300 100 kg flokkur 1. Guðmundur Helgason, KR 155/190=354 Jóhanna Sara Kristjánsdóttir og Jóhannes Helgi Gíslason. Myndir: Benni og Ásgrímur Fyrsta íslandsmótið í listhlaupi: Tveir titlar til Akureyrar Akureyringar eignuðust tvo Islandsmeistara á fyrsta íslandsmeistaramótinu í list- hlaupi á skautum sem fram fór á skautasvellinu í Laugardal á sunnudaginn. Jóhanna Sara Kristjánsdóttir sigraði í flokki 13-16 ára stúlkna og Jóhannes Helgi Gíslason í flokki 9-13 ára drengja. Akureyringar áttu fimm keppendur á mótinu og komust þeir allir á verðlauna- pall. Keppt var í fimm flokkum á mótinu og skiptu keppendur frá Isknattleiksfélaginu Birninum og Skautafélagi Akureyrar gullverð- laununum á milli sín. í flokki 9 ára og yngri sigruðu Alma Rut Ásgeirsdóttir og Björn V. Sig- urðsson, bæði úr Birninum, en þau urðu einnig sigurvegarar í parakeppni. í flokki 9-13 ára sigr- uðu Arnbjörg Danielsen, Birnin- unt og Jóhannes Helgi Gíslason, SA, og í flokki 13-16 ára sigraði JÚdÓ: Akureyrarmót fyrir 4-13 ára Akureyrarmót 4-13 ára í júdó var haldið í júdósalnum í KA- húsinu á sunnudag. Þátttak- cndur voru 90 talsins. Þegar raðað var í flokka var reynt að hafa þá saman sem voru svipaðir að líkamsburðum og getu þannig að hver og einn fengi að njóta sín sem best. Eftirtaldir urðu Akureyrar- meistarar: 4-7 ára Katrín Vilhjálmsdóttir Ástþór Örn Árnason Ólafur Sigurgeirsson Ólafur Torfason Davíð Hólm Júlíusson Kris van de Ven 7-10 ára Valgarður Reynisson Jóhann Ottó Guðbjörnsson Hálfdán Pétursson Ari Jón Arason Ingólfur Axelsson Baldvin Þorsteinsson Heimir Hákonarson Akureyrarmót í alpagreinum: Engiim vann tvöfalt Um síðustu helgi voru haldin Akureyrarmót í svigi og stór- svigi karla og kvenna í Hlíðar- fjalli. Harpa Hauksdóttir og María Magnúsdóttir skiptu á milli sín sigrunum í kvenna- flokknum en Vilhelm Þor- steinsson og Valdemar Valde- marsson unnu hvor sína grein hjá körlunum. Fimm keppendur voru í kvennaflokknum báða dagana og sigraði Harpa Hauksdóttir örugg- lega í stórsviginu fyrri daginn en hún var með besta tímann í báð- um ferðum. Sömu sögu var að segja af Maríu í sviginu daginn eftir. Aðeins þrír karlar mættu til leiks í stórsviginu og náði Vil- helm besta tímanum í báðum ferðum en Valdimar féll ur keppni. Hann bætti þó um betur daginn eftir og sigraði í sviginu en keppendur þá voru fjórir. Stórsvig konur 1. Harpa Hauksdóttir, KA 1:20,77 2. María Magnúsdóttir, KA 1:22,54 3. Sísý Malmquist, Pór 1:24,37 4. Hjördís Þórhallsdóttir, Þór 1:24,79 5. Linda Pálsdóttir, KA 1:25,36 Stórsvig karlar 1. Vilhelm Þorsteinsson, KA 1:17,87 2. Gunnlaugur Magnússon, KA 1:19,98 Svig konur 1. María Magnúsdóttir, KA 1:29,13 2. Harpa Hauksdóttir, KA 1:31,78 3. Linda Pálsdóttir, KA 1:33,90 4. Hjördís Þórhallsdóttir, Þór 1:34,73 Svig karlar 1. Valdemar Valdemarsson, KA 1:25,27 2. Vilhelm Þorsteinsson, KA 1:25,69 3. Magnús H. Karlsson, KA 1:59,13 Arnar Lúðvíksson Brynjar Kárason Arnar Hilmarsson Karles Ólafsson 10-13 ára Ólafur Örn Þorgrímsson Helgi Már Sigurðsson Guðmundur B. Ólafsson Jón Stefán Björn Harðarson Birna Baldursdóttir Bragi Axelsson Jón Kristinn Sigurðsson Víðir Guðmundsson Sverrir Már Jónsson Brynjar Ásgeirsson Þrátt fyrir átökin fór oft vel á með keppendum. Fleiri myndir frá niótinu birtast í blaðinu á morgun. Mynd: Goití B-keppnin: Sjónvarpið sýnir leiki íslands beint B-keppnin í handknattlcik hefst í Austurríki á morgun og þá leika íslcndingar fyrsta leik- inn sem verður gegn Hollend- ingum. Sjónvarpið mun sýna beint frá leikjum íslands í keppninni og hefst útscndiugin á morgun kl. 17. Á laugardaginn leika ísland og Belgía og hefst útsending kl. 15. Á sunnudag verður svo síðasti leikur íslands í riðlakeppninni, gegn Norðmönnum, og hefst útsending kl. 14. Ef íslendingar komast áfram í milliriðil verða leikirnir þar einnig sýndir og verða útsending- ar þá á þriðjudag kl. 15 eða 17, miðvikudag kl. 15 eða 19 og föstudag kl. 15 eða 19. Sunnu- daginn 29. rnars fer svo úrslita- leikur mótsins fram auk þess sem leikið verður um sæti og verður leikur íslands sýndur beint. Jóhanna Sara Kristjánsdóttir, SA. í flokki 9-13 ára hafnaði Anna Rut Jónsdóttir í 2. sæti og Heiða Björk Sigurðardóttir í 3. sæti. í flokki 13-16 ára hafnaði Sigur- laug Stefánsdóttir í 3. sæti. Þess- ar stúlkur eru allar frá Akureyri. Þess má geta að einn af dómur- unum á mótinu kom frá Skot- landi en hann dæmdi á ólympíu- leikunum í Albertville sem lauk nýlega. íþróttafélagið Fór: Happdrætti hand- knattleiksdeildar - hver miði gildir sem aðgöngumiði á leik Pórs og ÍR Handknattleiksdeild íþrótta- féiagsins Þórs á Akureyri, hefur farið af stað með happ- drætti í tilefni af því að félagið hefur endurheimt sæti í 1. deild karla. Alls eru gefnir út 1000 mið- ar og eru glæsilegir vinningar í boði. Miðaverð er kr. 1000 og gildir miðinn einnig sem aögöngumiði á leik Þórs og ÍR í 2. deildinni á föstudags- kvöld. Leikurinn fer fram í íþróttahöllinni á Akureyri og hefst kl. 20.30. Dregið verður í happdrættinu í leikhléi. Forsala aðgöngumiða fer fram í Hamri, sportvöruversl- ununum Topp-Sport og Sport- húsið og í íþróttahöllinni fyrir leik á föstudag. Ársþing GLI 28. ársþing Glímusambands íslands var haldiö í Reykja- vík 14. mars. Þingið var vel sótt. Fram kom í skýrslu stjórnar að umtalsverð aukning hefur orðið f iðkun glímunnar meðal yngri kynslóðarinnar. Þar rnunar mestu um stuðning Alþingis við glímukynningu í skólum landsins. Fjárhagsleg velta sambandsins var urn 6 milljónir kr., rekstrarhalli var rúmlega 200 þús. kr. Heildar- skuldir sambandsins eru um 2 milljónir kr. í kjöri til formanns var kos- ið á tniíli Rögnvaldar Ólafs- sonar og Ásgeirs Víglundsson- ar og var Rögnvaldur endur- kjörinn formaður til eins árs. Hjálmur Sigurðsson og Jón M. ívarsson voru endurkjörnir í stjórn en nýir í stjórn voru kjörnir Árni S. Unnsteinsson og Jóhannes Jónasson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.