Dagur - 10.07.1992, Blaðsíða 12

Dagur - 10.07.1992, Blaðsíða 12
Bautinn opinn frá ki. 9-23,30 Þessa mynd tók Golli á dögunum í nýbyggingu Rúmfatalagersins á Akureyri, en hún er á Óseyri, rétt sunnan við Glerá. Stefnt er að því taka húsið í notkun á haustdögum. Aflabrögð eru enn treg - ágæt veiði við Kolbeinsey í síðustu viku en hefur minnkað aftur Ólympíuleikarnir í eðlisfræði í Finnlandi: íslensku piltamir láta vel af sér - tveir keppenda eru nemendur í Menntaskólanum á Akureyri Svo viröist sem aflabrögö hjá skipum og bátum á Norður- landi hafi lítiö sem ekkert glæðst. Smábátar sem leggja upp á Dalvík fískuðu vel í síð- ustu viku en veiðin hefur dott- ið niður á nýjan leik. Yeiði hefur verið sæmileg hjá togur- um, einkum í ufsa, en þorskur- inn hefur lítið látið á sér kræla. Bátar sem leggja upp á Dalvík veiddu mjög vel í síðustu viku og nánast eingöngu þorsk. Hins veg- ar þurfti að sækja hann langt og var veiðin best á svæðinu í kring- um Kolbeinsey. Hún virðist hins vegar hafa dottið niður á nýjan leik og viðmælendur blaðsins voru sammála um að aflabrögð hefðu verið léleg það sem af er þessari viku. „Þetta er voðalega misjafnt og heldur dauft þegar á heildina er litið. Þeir öfluðu sæmilega í síð- ustu viku sem komust norður undir Kolbeinsey en hjá hinum var þetta bara kropp. Það hefur enginn verið á línu en nú er einn að „græja“ sig og það verður „Þessi niðurstaða kom mér á óvart og mér sýnist við vera óvarðir gagnvart þessu,“ sagði Ólafur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Þormóðs ramma á Siglufirði, um það álit ríkis- lögmanns að eignaraðild erlendra aðila að íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum á undanförnum misserum hafi verið óheimil. Með þessu er ekki átt við beina eignaraðild erlendra aðila að hérlendum sj ávarútvegsfyrirtækj - spennandi að sjá hvað kemur út úr því,“ sagði Þorsteinn Orri Magnússon hjá fiskverkun KEA í Grímsey í gær. Smábátar frá Grenivík hafa veitt ágætlega af þorski að undanförnu en veiðin virðist vera að minnka á nýjan leik. Annars staðar var heldur dauft hljóð í mönnum og lítil ánægja með afla- brögð. Þokkaleg veiði hefur verið hjá togurum að undanförnu og hafa þeir mest haldið sig úti fyrir Vest- fjörðum. Togarar Útgerðarfélags Akureyringa hafa mest veitt af ufsa en þorskurinn hefur ekki gefið sig. Þorsteinn Már Bald- vinsson hjá Samherja var sam- mála því. „Ég hef ekki orðið var við aukna þorskveiði annars stað- ar en í Morgunblaðinu,“ sagði hann. Sæmundur Andersen hjá Út- gerðarfélagi Dalvíkinga, sem gerir út Björgúlf og Björgvin, sagði að júlí og ágúst væru oft bestu þorskveiðimánuðirnir en lítið væri enn farið að veiðast af þorski. Hjá Skagfirðingi á Sauð- um, heldur aðild þeirra að fyrir- tækjunum í gegnum þriðja aðila, fyrirtæki eða verðbréfasjóði. „Við erum óvarðir gagnvart þessu og miðað við þetta sýnist mér Þormóður rammi ekki geta verið á opnum hlutabréfamark- aði. Við seljum ákveðnum aðila hlutabréf og við getum ekki haft nokkur áhrif á það hvaða aðila hann selur þau aftur. Hlutabréfa- sjóðurinn hf. er að hluta í eigu erlendra eignaraðila og í okkar tilfelli kaupir hann hlutabréf af Verðbréfamarkaði íslandsbanka. árkróki fengust þær upplýsingar að veiðin væri að glæðast, Hegra- nesið landaði 100 tonnum á mánudag og var uppistaðan þorskur og í fyrradag kom Skafti með 140 tonn, mest ufsa. JHB „Um 1200 keppendur koma úr öllum kjördæmum landsins en eðlilega mismikill fjöldi og við fáum t.d. keppendur frá Vest- mannaeyjum og það er mjög ánægjulegt að mörg litlu ung- mennafélögin leggja allt sitt í þetta og senda fjölmennar sveitir eins og t.d. Ungmenna- félag Norður-Þingeyinga,“ Við getum ekki haft nein áhrif á hverjum Verðbréfamarkaður íslandsbanka selur hlutabréfin,“ sagði Ólafur. Hann sagðist telja að við þessu yrði að bregðast með breytingu á núverandi lögum. Af sjávarútvegsfyrirtækjum á Norðurlandi kemur þetta álit ríkislögmanns einnig við Útgerð- arfélag Akureyringa hf. og Skag- strending hf., en bæði þessi fyrir- tæki eru á opnum hlutabréfa- markaði. óþh Tveir íslensku keppendanna á Ólympíuleikunum í eðlisfræði í Finnlandi, Davíð Bragason og Reimar Pétursson, eru nemendur í Menntaskólanum á Akureyri en auk þeirra taka þátt tveir piltar frá MR. Leikarnir eru þeir 23. í sinni röð og þar keppa nemendur í framhaldsskólum víðsvegar að úr heiminum í fræðilegri og verklegri eðlisfræði. AIIs eru keppendur 176 talsins frá 37 löndum. íslensku piltarnir láta vel af sér og þeim ku hafa geng- ið sæmilega fyrsta daginn að sögn Svölu Karlsdóttur, móður Davíðs. Kennarar við Háskóla íslands og starfmenn Raunvísindastofn- unar höfðu þjálfað íslensku þátt- takendurna í fjórar vikur fyrir Ólympíuleikana í eðlisfræði sem settir voru sl. mánudag. Fyrsta daginn voru lögð fyrir keppendur fræðileg verkefni í eðlisfræði. „Það fannst öllum þetta ansi strembið en hann hélt sig hafa leyst eitthvað úr verkefninu,“ sagði Svala, aðspurð um hvort eitthvað hefði frést af gengi segir Katrín Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Unglinga- landsmóts UMFÍ á Dalvík en mótið hefst í dag með keppni í golfí og frjálsíþróttum og svo rekur hver greinin aðra. Reikna má með um 1000 far- arstjórum, þjálfurum, foreldrum og öðru fylgdarliði þannig að á Dalvík gætu verið um 3000 gestir mótsdagana auk áhorfenda en starfsmenn verða um 150. „Við áttum alltaf von á tiltölu- lega meiri þátttöku frá smærri félögunum því stærri félögin leggja það mikla áherslu á afreks- fólk í röðum unglinganna en hér gefst öllum tækifæri til að spreyta sig því engin skilyrði eru sett um einhverja lágmarksgetu og því má segja að hér sé ólympíuhug- sjónin í heiðri höfð,“ segir Katrín. Flestir þátttakendanna gista í tjaldbúðum sunnan við íþrótta- svæðið á Dalvík en mótsstjórnin er ekki með neina sérstaka gist- ingu á sínum snærum nema ef veðrið breyttist til hins verra. Þá verður reynt að að koma kepp- endum, fararstjórum og öðrum fyrir í skólastofum á Dalvík og í Arskógi. Allir þátttakendur fá morgunmat í samkomutjaldinu en matsala verður í félagsheimil- inu Víkurröst mótsdagana og Davíðs á leikunum. Svala segir að vel hafi verið tekið á móti piltun- um í Finnlandi. „Aðbúnaðurinn er góður og hann lét vel af sér- og þeim,“ sagði Svala í samtali við Dag. GT Gjaldþrot Hafspils: IMar eignir upp í kröfur Kröfulýsingarfresti vegna gjaldþrots Hafspils hf. lýkur 29. júlí nk. en litlar eignir eru í búinu. Landsbankinn eignaðist húsnæðið þar sem Hafspil hf. var til húsa á nauðungarupp- boði og bankinn á einnig fram- leiðsluveð í hluta af lagernum. Það er því ljóst að lítið verður greitt upp í lýstar kröfur og að því loknu liggur aðeins fyrir að halda skiptafund og ljúka málinu lögum samkvæmt. Skiptafundi í gjaldþroti Óslax hf. í Ólafsfirði er lokið og aðeins eftir að auglýsa það lögformlega en Laxós hf. keypti eignir þrotabúsins. GG hefur um fjórðungur þátttakenda óskað eftir því að fá keyptan mat þar. „Þetta er svona um 30 manna hópur og þeir keppa í fjórum greinum, knattspyrnu, sundi, frjálsum íþróttum og borðtennis. Undirbúningur fyrir þetta mót fór af stað í maí. Mér finnst alveg stórsniðugt að halda svona mót fyrir þá yngstu en ekki bara harð- an kjarna keppnisfólks,“ segir Hannes Már Sigurðsson þjálfari Ungmennafélags Bolungarvíkur. Frá Austfjörðum kemur nokk- ur hópur sundfólks frá Reyðar- firði, Seyðisfirði og Neskaupstað en mjög fáir í öðrum keppnis- greinum og taldi talsmaður Úí A á Egilsstöðum ástæðuna vera þá að mörgum finndist að kostnaður væri of mikill en hins vegar fengi austfirskt sundfólk litla keppni yfir sumartímann og því væri þetta kjörið tækifæri fyrir það að etja kappi við sína jafnaldra úr öðrum landshlutum. Þátttökugjaldið er kr. 4.000 og m.a. er innifalið flutningur milli keppnisstaða og þátttaka í karokekeppni og aðgangur að útidansleik í samkomutjaldi þar sem hljómsveitin Þúsund andlit heldur uppi fjörinu. Engan aðgangseyri þurfa áhorfendur að greiða að mótssvæðunum. GG Álit ríkislögmanns á eignaraðild að sjávarútvegsfyrirtækjum: Erum óvarðir gagnvart þessu - segir Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Formóðs ramma Unglingalandsmót UMFÍ á Dalvík: íbúaljöldi Dalvíkur gætí þrefaldast mótsdagana

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.