Dagur - 21.10.1992, Side 12

Dagur - 21.10.1992, Side 12
Akureyri, miðvikudagur 21. október 1992 HREGNBOGA Jframkollun Hafnarstræti 106 • Sími 27422 Fulltrúar Kaiser Alu- minium til Akureyrar I dag eru væntanlegir til Akur- eyrar fulltrúar bandaríska ál- fyrirtækisins Kaiser Alumini- um, þ.ám. forstjóri fyrirtækis- ins, til þess að skoða aðstæður vegna hugsanlegrar byggingar álbræðslu á Islandi. Eyjafjörð- ur er einn þeirra kosta sem Kaiser-menn vilja skoða með staðsetningu á álbræðslu í huga. Ásgeir Magnússon, fram- kvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf., segir að fyrst í stað verði farið með gestina í skoðunarferð um Akureyri og síðan liggi leiðin út á Dysnes og Árskógsströnd, en það eru þeir tveir staðir við Eyjafjörð sem taldir eru koma til greina fyrir álbræðslu. Síðan verður haldið aftur til Akureyrar og sveitar- stjórnarmenn við Eyjafjörð munu eiga fund á Hótel KEA með Kaiser-mönnum. Að fund- inum ioknum verður boðið til kvöldverðar og hinir erlendu gestir fara frá Akureyri annað kvöld. óþh Akureyri: Lotu árekstra linnti í gær Framkvæmdir eru í fullum gangi við uppsteypu á viðbyggingu við Hvamm, dvalarheimili aldraðra á Húsavík. I hús- inu eiga að verða 16 íbúðir auk samkomusalar og félagsaðstöðu. Áformað er að lokið verði við að steypa upp húsið á þessu ári. Mynd: IM Þegar líða tók á gærdaginn voru flestar götur orðnar auðar á Akureyri og umferðin fór þá að ganga betur fyrir sig. Tveir árekstrar voru tilkynntir til lögreglunnar í gærmorgun og voru þeir báðir smávægilegir. Sl. mánudagskvöld rann bif- reið á girðingu við Skógarlund en þann daginn og um helgina urðu margir árekstrar sem rekja mátti til þess að ökumenn fóru full greitt á bílum sínum sem ekki voru búnir til vetraraksturs. Að sögn lögregluvarðstjóra eru bifreiðaeigendur að taka fram snjódekkin hver af öðrum, enda ekki vanþörf á, hvað sem dagatalinu líður. SS Húsnæðisnefnd Akureyrar: Samið við þijá verktaka um byggingii 12 félagslegra Mða Sameining Odda og Slippstöðvarinnar: Enn miðað við áramót - tímafrek og flókin undirbúningsvinna Enn er stefnt að því að nýtt fyrirtæki sem rís upp úr sam- einingu Vélsmiðjunnar Odda og Slippstöðvarinnar á Akur- eyri, taki til starfa um næstu áramót en Torfi Guðmunds- Kaupfélag Pingeyinga: Pétur ráðinn í stað Ragnars Ragnar Jóhann Jónsson, full- trúi kaupfélagsstjóra hjá KÞ, mun láta af störfum um næstu mánaðamót. Pétur Jónsson rekstrarhagfræðingur hefur hafið störf á skrifstofu kaup- félagsins, og gegnir að hluta til sömu störfum og Ragnar hefur sinnt. Pétur er 26 ára Hafnfirðingur með próf frá sænskum verslunar- háskóla. Hann er kvæntur Örnu Hreinsdóttur og eiga þau eina dóttur. IM @ VEÐRIÐ Veðurstofan gerir ráð fyrir að í dag verði hæg breytileg átt um norðanvert landið og bjart veður. I kvöld má búast við að vindur snúist til suðaustlægrar áttar með heldur hlýnandi veðri. Á morgun er spáð suð- austan- og austanátt og frem- ur hlýju veðri og austan- og austnorðaustan átt á föstu- dag. Síðan má búast við að gangi í norðanátt á laugardag. son, framkvæmdastjóri Vél- smiðjunnar Odda, segir að undirbúningsvinna vegna sam- einingarinnar sé tímafrek og flókin. „Það er unnið skipulega að þessu máli en þetta tekur langan tíma. Þarna er verið að sameina tvö fyrirtæki í eitt og einhverjar nýjar deildir verða væntanlega til þar sem ný starfsemi kemur til,“ sagði Torfi. í undirbúningi sameiningar fyrirtækjanna þarf að vinna að stefnumálum, skipulagsmálum og starfsmannahaldi en hvað það varðar segir Torfi skýrt að starfs- menn beggja fyrirtækjanna standi jafnfætist gagnvart störf- um hjá nýja fyrirtækinu. „Menn eru að vonast til að um áramót verði búið að koma þessu öllu frá þannig að hægt verði að byrja nýtt ár með að sameina fyrirtækin,“ sagði Torfi. JÓH Um síöustu helgi féllu 13 rétt- ir til hóps manna á Akureyri er spila í íslenskum getraun- um að staðaldri. Kerfið sem hópurinn notar er stórt og gaf nú um 800 þúsund krónur. „Þrettán er alltaf þrettán, en vinningarnir hefðu mátt vera Húsnæðisnefnd Akureyrar fól formanni og forstöðumanni á fundi nefndarinnar 2. október sl. að staðfesta með venjuleg- um fyrirvara samninga við Fjölni hf. um byggingu þriggja íbúða við Fögrusíðu 7 og við Pan hf. um byggingu fimm íbúða við Vestursíðu 26. Þá felur húsnæðisnefnd viðræðu- nefnd sinni að ganga til samn- inga við A. Finnsson hf. um byggingu 4ra íbúða við Dreka- gil 28. Akureyrin EA fer til veiða á morgun eftir löndun á 162 tonnum. Aflinn að verðmæti 30 milljónir er frystur karfi og fryst grálúða. Skipstjóri í síð- ustu veiðiferð var Arngrímur Brynjólfsson, en fastaskip- stjórinn Sturla Einarsson var í fríi. Að sögn Sturlu fékkst grálúða í norðurkantinum í upphafi veiði- ferðar. Pá var leitað vesturfyrir hærri. Þetta er í þrettánda sinn á þessu ári sem við erum með 13 rétta. Já, 13 er happatalan okk- ar sem auðsætt er. Að kerfinu stendur stór hópur manna. Nei, við erum ekki allir golfáhuga- menn. Til Golfklúbbs Akureyr- ar leitar fjöldi manna og fyrir- tækja um kaup á getraunaseðl- stöðumaður segir Húsnæðisstofn- un ríkisins ekki vera búna að samþykkja viðkomandi samninga og fyrr verði ekki skrifað undir samninga við verktaka af hálfu húsnæðisnefndar Akureyrar en reiknað er með að öll leyfi liggi fyrir í þessari viku. íbúðirnar við Fögrusíðu 7 eru 130 fermetrar að stærð, sem eru stærðarmörk Húsnæðisstofnunar ríkisins á 6 herbergja íbúðum, en nefndin lítur á þær sem sex her- bergja íbúðir og þá eru þær undir stærðarmörkum Húsnæðisstofn- unar. í Vestursíðu 26 er tvær út á Torg og Nýja-Torg. Þar fékkst karfi sem grálúða. „Túrinn gekk bærilega. Aflinn er vel viðunandi sé litið til þess hvernig gengið hefur að undan- förnu hjá togaraflotanum. Já, veiði togara er mjög döpur um þessar mundir. Þorsk er ekki að finna og karfaveiðin hefur verið mun minni en undangengin haust," sagði Sturla Einarsson, skipstjóri. ój um. Lítil sem stór kerfi eru í gangi og heilladísirnar virðast standa með okkar fólki. Leikur- inn er skemmtilegur og ég kvet fólk til að líta við á Jaðri til að festa sér getraunaseðil eða seðla,“ sagði Smári Garðars- son, starfsmaður Golfklúbbs Akureyrar. ój Golfklúbbur Akureyrar: Með 13x13 rétta á árinu - 800 þúsund komu í hlut vinningshafa um sl. helgi Guðríður Friðriksdóttir for- Akureyrin EA: Landaði 162 tonnum ffosnum - aflaverðmæti 30 milljónir íbúð yfir stærðarmörkum en hin- ar þrjár undir, þannig að meðal- stærð íbúðanna er rétt undir stærðarmörkum. íbúðirnar í fjöl- býlishúsinu að Drekagili 28 eru hins vegar töluvert yfir stærðar- mörkum en Húsnæðisstofnun hefur hins vegar ekki litið eins nákvæmlega á stærðarmörk þeg- ar um er að ræða kaup á íbúðum sem eru í byggingu. Bæjarráð hefur samþykkt kaup á tveimur íbúðum í Skólastíg 5, en heimild er fyrir hendi til að kaupa tvær íbúðir til viðbótar. Áður en til þess kemur verður ákveðið fyrir hverja íbúðirnar verða keyptar og síðan leitað eft- ir heppilegri íbúðarstærð. Samningurinn við Fjölni hf. vegna Fögrusíðu 7 er á bygginga- vísitölu 188,6 og verð íbúðanna þriggja er kr. 29.191.536 og við það bætist vaxtakostnaður á byggingatíma, tæknivinna, eftir- lit og varasjóður þannig að við- bótarkostnaður liggur á bilinu 10 til 12%. Samningurinn við Pan hf. í Vestursíðu 26 er á byggingavísi- tölu 187,2 og verð kr. 37.222.116 og þar er um að ræða þrjár fimm herbergja íbúðir og tvær fjögurra herbergja íbúðir. Við það verð bætist síðan 10 til 12% kostnaður svipað og í Fögrusíðu 7. I Drekagili 28 er samningurinn . við A. Finnsson hf. að upphæð kr. 26.763.750 á byggingavísitölu 187,1 auk allt að 12% viðbótar- kostnaðar og þar er um að ræða tvær tveggja herbergja íbúðir og tvær þriggja herbergja íbúðir. Samningar þessir taka ekki gildi fyrr en eftir samþykki Húsnæðis- stofnunar ríkisins eins og fyrr er getið. Einar S. Bjarnason lét bóka andstöðu sína við ofangreinda til- lögu og telur að gengið sé fram hjá bestu kostunum fyrir umbjóðendur húsnæðisnefndar, sem eru í hvað mestri þörf fyrir félagslegt húsnæði. GG

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.