Dagur - 23.06.1993, Blaðsíða 6

Dagur - 23.06.1993, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 23. júní 1993 Spurning vikunnar Hefurðu komið út í Drangey? (Spurt á Sauðárkróki) Björgvin Márusson: Ég hef aldrei komið þangað, en ég hef verið á sjó og ver- ið við Drangey. Gunnar Pétursson: Já, já, ég hef komið þangað þrisvar sinnum. Jón Kort Snorrason: Nei, en mig langar til þess. Rögnvaldur Ingi Ólafsson: Nei, ég hef aldrei komið þangað. Ég væri alveg til í að fara þangað. Edda Bang: Nei, aldrei. En það er aldrei aó vita hvað maður á eftir að gera. I Færejjasiglingu með Norrænu Siglt inn höfnina í Þórshöfn í Færeyjum kl. 05 að morgni. Norræna hefur fjög- urra tíma viðdvöl í Færeyjum á leið sinni frá Islandi til Danmerkur. Jagvan í Davastova, skipstjóri í brúnni á Norrænu. Skipið er 100 manna vinnu- staður yfir mesta annatímann í ferðamannaflutningunum. Yfír sumarmánuðina er ferjan Norræna einn af mikilvægum hlekkjum í ferðamannaþjónust- unni á íslandi. Hingað til lands kemur fjöldinn ailur af erlend- um ferðamönnum á hinum margvíslegustu farartækjum með skipinu og stór hluti þeirra er að koma frá meginlandi Evr- ópu. En á sama hátt og ferju- sigling til íslands opnar erlend- um ferðamönnum möguleika er Norræna valkostur í utanlands- ferðum íslendinga. Við erum stigin á skipsfjöl á Seyðisfírði og ætlum að kynnast snemm- sumarssiglingu til Færeyja. Þægindi á hafi úti Norræna siglir frá Seyðisfirði alla fimmtudaga yfir sumarmánuðina og hefur viðkomu í Þórshöfn í Færeyjum á leiðinni yfir haftð til Danmerkur. Ferjan tekur 1000 farþega og um 300 ökutæki og leysti þetta skip af hólmi annað minna, Smyril, sem margir þekkja. Færeyska skipafélagið Smyril Line gerir Norrænu út en auk Færeyinga er íslenskt starfs- fólk um borð. Yfir mesta anna- tímann á sumrinu eru tæplega 100 starfsmenn um boró í skipinu. Skipið fíytur alls um 60.000 manns þessa þrjá mánuði sem aó- al ferðamannatímabilió stendur. Ymsir möguleikar eru í svefn- plássum um borð, allt frá svefn- pokaplássum upp í vel búin her- bergi með sturtu og klósetti. Tveir matsölustaðir eru einnig um boró og annar þeirra er raunar glæsilegt vcitingahús þar sem boóió er upp á veislumat, ekki síst hlaðborðið að kvöldinu sem þeir sem vanir eru siglingu meó ferj- unni setja sig ekki úr færi að kom- ast í. Siglt til Esbjerg í Dan- mörku í fyrsta sinn Eins og áöur segir siglir Norræna frá Seyðisfirði til Þórshafnar í Færeyjum og hefur þar stutta við- dvöl. Farið er frá Seyðisfirði kl. 11 að morgni fimmtudags og kontið til Þórshafnar um kl. 05 aó morgni föstudags. Þaðan er hald- ið af stað á ný kl. 09 áleiðis til Esbjerg á Jótlandi og komið þang- að undir kvöld á laugardag. Nor- Minning Fædd 2. júní 1902 - Dáin 7. júní 1993 Sem smátelpa í foreldrahúsum á Flateyri sá ég Ingileifu fyrst. Hún var í heimsókn hjá móðursystur sinni Guðrúnu, sem var móðir mín. Það var alltaf mikið til- hlökkunarefni, þegar einhvem ættingja bar að garði, en foreldrar mínir voru aðfluttir og svo til allt frændfólk nyrðra. Þessi frænka var dóttir Sigríðar Jóhannesdóttur og Sæmundar Sæmundssonar, sem búið höfðu í Stærra-Arskógi á Árskógsströnd. Ég man að móðir mín varð döpur, þegar hún minntist systur sinnar, sem hún sagði að hefði verið mikil myndarkona, vel gef- in og vel gerð á alla lund. Hún hafði eignast átta börn með bónda sínum, en lést af barnsfararsótt, þegar yngsta barnið fæddist en það elsta var aðeins 13 ára og faðirinn mikið á sjó. Foreldrar Sigríðar, þau Guðrún Hallgríms- dóttir og Jóhannes Jónsson Reykjalín, höfðu þá dvalið með ungu hjónunum í Stærra-Árskógi um skeió en áður búið í Fjörðum. Móður minni fannst sárt að sjá heimilið tvístrast, en húsbóndinn vildi ganga frá öllu og koma börnunum í fóstur hjá góðu fólki. Ég kann ekki sögu allra fóstur- heimilanna, en Inga frænka, eins og Ingileif var alltaf nefnd heima, var lánsömust þeirra allra held ég að óhætt sé að segja, því að hún fór ásamt afa sínum og ömmu aó Lómatjörn í Höfðahverfi til þeirra góðu hjóna Valgerðar móðursyst- ur sinnar og Guómundar Sæ- mundssonar, sem var bróðir Sæ- mundar föður hennar. Nær gat það ekki verið, og ég veit að hún naut ástríkis þar á menningarheimili hjá góðu fólki og í stórum barna- hópi. Sómakonan Valgerður á Lómatjörn lét sig ekki muna um að taka foreldra sína til sín ásamt litlu móðurlausu stúlkunni, en sjálf eignaðist hún 11 börn. Ingi- leif var alla tíð mjög tengd Lóma- tjörn og leit á systkinin þar sem sín eigin. Systkini Ingileifar voru, talin í aldursröð: Guðrún Hallfríður, f. 1895 að Kussungsstöðum í Fjörð- um, var saumakona í Kaup- mannahöfn og lést þar. Öll syst- kinin sem á eftir komu fæddust í Stærra-Árskógi. Þórhallur, f. 1897, lengi bæjarfógeti á Akra- nesi; Sigmundur, f. 1899, einn af fyrstu vagnstjórum hjá Strætis- vögnum Reykjavíkur; Elín, f. 1900, dó á besta aldri; Ingileif, f. 1902, kvödd í dag; Jón Reykjalín, f. 1904, kunnur skipstjóri og sá eini af hópnum sem lifir; Jóhannes Óli, f. 1906, námsstjóri, útgefandi o.fl. og Guðmundur f. 1908. Þegar þessa frænku bar að garði á Flateyri, er mér í barns- minni hve falleg mér þótti hún. Þær frænkur, móóir mín og hún, þurftu margt að spjalla og þessi heimsókn Ingu frænku hefir greipst í hugann. Hún var mjög

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.