Dagur - 11.08.1993, Síða 1
76. árgangur Akureyri, miðvikudagur 11. ágúst 1993 149. tölublað.
ásrs
Hjólbarðaviðgerðir
Hjólbarðasala
Hjólbarðaþjónustan
Undirhlíð 2 • Sími 22840 • Akureyri
Mjólkurframleiðslan:
Hundrað milljónir
lítra á næsta ári
- framleiðsluréttur færður niður um 1%
Um fimm tonn af grænmeti og ávöxtum og tæplcga sex þúsund cgg voru flutt um borö í Hanseatic, stærsta skip scm
lagst hefur að bryggju á Húsavík. Mynd: !M.
Skemmtiferðaskip lagðist að bryggju á Húsavík á mánudag:
Stærsta skip sem lagst
hefur að á Húsavík
- dagurinn um borð kostar frá bilinu 22-43 þúsund krónur
Leyfilegt verður að framleiða
100 milijónir lítra af mjólk á
næsta verðlagsári samkvæmt
reglugerð sem landbúnaðarráð-
herra hefur gefið út. Er það
sami fjöldi Iítra og á því verð-
Iagsári sem nú er að ljúka.
Sambýli fatlaðra:
Öllum til-
boðum hafnað
- væntanlega byggt
á Húsavík
Stjórnarráðið hefur hafnað öll-
um tilboðum um kaup á hús-
næði fyrir sambýli fatlaðra á
Blönduósi og Húsavík þar sem
húsnæðið sem í boði var hentaði
ekki fullkomlega. Sturlaugur
Tómasson, settur skrifstofu-
stjóri í félagsmálaráðuneyti,
segir að líklega verði byggt
hentugt húsnæði á Húsavík en
óvíst er hvað gert verður á
Blönduósi.
Auglýst var eftir tilboðum og
var ætlunin að kaupa einbýlishús
á einni hæð og skyldi stærðin að
meðtalinni bílgeymslu vera 200
m2 á Blönduósi en 200-250 m2 á
Húsavík cn erfitt er að finna svo
stórt húsnæöi á einni hæð.
„Þau voru öll á tveimur hæðum
en við crum aó leita aó húsi á
einni hæó svo við þurfum væntan-
lega að byggja á Húsavík,“ sagði
Sturlaugur um tilboð um kaup á
húsnæói fyrir sambýli fatlaðra á
Húsavík.
Sturlaugur sagði aö öllum til-
boðum frá Blönduósi hefói
reyndar einnig verið hafnað en
ekki væri útséð um hvort keypt
yrði húsnæði og því breytt eða
byggt nýtt þar.
„Þetta eru kannski svolítið
slæmir kostir þegar húsnæði er til
á staðnum - en það hentar ekki og
starfsemin verður þá öll erfiðari í
slíkum húsum,“ sagði Sturlaugur
og benti á að hreyfihamlaðir
þyrftu húsnæði á einni hæð ef
einhver heimilisbragur ætti að
vera á sambýlinu.
Aðspurður um hvort lausnin
fælist í því að koma fyrir lyftu í
tvílyftu húsi, sagöi Sturlaugur:
„Nei, þá eru breytingamar orðnar
svo dýrar að þaó er álitamál hvort
ekki er betra að byggja hús sem
hentar.“ GT
Vegna leigusamninga einstakra
bænda er leigt höfðu Fram-
leiðnisjóði landbúnaðarins
framleiðslurétt sinn tímabundið
varð að færa heildarfram-
leiðsluréttinn niður um 1% fyr-
ir næsta verðlagsár, en viðkom-
andi samningar renna út 1.
september næstkomandi.
Samkvæmt leigusamningum
mjólkurframleiðenda við Fram-
leiðnisjóð landbúnaðarins verður
framleiðsluréttur um einnar millj-
ón lítra mjólkur virkur að nýju 1.
september næstkomandi. Til aó
mæta þeirri aukningu varð að færa
heildarframleiðslurétt næsta verð-
lagsárs niður um eina milljón lítra
eða 1%. Að sögn Gísla Karlsson-
ar, framkvæmdastjóra Fram-
leiðsluráós, mun umrædd ein
milljón lítra vera nálægt helming-
ur þeirra framleiðsluheimilda er
voru tímabundið geröar óvirkar
með leigu til Framleiönisjóðs.
Gísli sagði að engar líkur væru til
að allar þær framleiðsluheimildir,
sem leigðar hefðu vcrið, yrðu
virkar að nýju þar sem segja hefói
þurft leigusamningunum upp með
ákveðnum fyrirvara. Að öórum
kosti breyttust þeir sjálfkrafa í
kaupsamninga þar sem ríkið
keypti viðkomandi framleiðslu-
heimildir. Gísli sagði að bændur
sem hefðu erfiða eða enga aóstöóu
til að framleióa mjólk á búum sín-
um, meðal annars vegna ófull-
nægjandi húsakosts, hefðu margir
kosið að selja framleiðslurétt sinn
fremur en gera hann virkan að
nýju. Vegna niðurfærslunnar
minnkar framleiðsluréttur hvers
bónda í hlutfalli við hana á næsta
verðlagsári er hefst 1. september
næstkomandi. ÞI
í gær var fjallaö um framtíð
Gufuveitunnar hf. sem rekur
svokallað ketilhús eða gufuveitu
á iðnaðarsvæðinu við Gler-
áreyrar en eigendur þess eru
Folda hf. með 14%, Rekstrarfé-
lag Álafoss með 26% og 60% er
í eigu þrotabús íslensks skinna-
iðnaðar. Reynt verður á næst-
Stærsta skip sem lagst hefur að
bryggju á Húsavík, lagðist þar
að á mánudag, til að taka olíu,
vatn og vistir, en það er rúm-
lega átta þúsund lestir að stærð.
Á skipinu, sem skráð er á Ba-
hamaeyjum og heitir Hanseatic,
eru rúmlega tvö hundruð far-
þegar, auk tvö hundruð manna
áhafnar. Farþegarnir voru flest-
ir Þjóðverjar og fóru um hundr-
að þeirra í skoðunarferð í Mý-
vatnssveit.
Skipið er nýtt og fór í jómfrú-
arferð sína fyrir um ári síðan og
unni að finna rekstrargrund-
völl fyrir félagið.
Þorsteinn Hjaltason, annar
skiptaráðandi þrotabús íslensks
skinnaiðnaðar, segir að málið snú-
ist um það að félagið komi sínum
hluta í verð og að áfram veröi
framleidd gufa en það er hagur
allra eigendanna. Kröfulýsingar-
fresti í þrotabú Islensks skinna-
iðnaöar lýkur 30. ágúst nk. og
fyrsti skiptafundur í þrotabúinu
verður haldinn 21. september nk.
Eyjólfur Sveinsson hjá Fjár-
málaráðuneytinu segir að rekstr-
arvandi beggja norðlensku
skinnaiðnaðarfyrirtækjanna, Is-
lensks skinnaiönaðar á Akureyri
og Loðskinns á Sauðárkróki hafi
verið til umræöu í ráðuneytinu og
höfð hafi verið forganga um það
að allir hagsmunaaðilar í iðnaðin-
um, þ.e. fyrirtækin, bankarnir,
ráðuneytin o.fl. settust niður og
skiptust á upplýsingum og bæru
saman sínar bækur svo hægt væri
rnjög glæsilegt að allri gerð. Það
eru cngir láglaunamenn sem ferð-
ast með þessu skipi, því dagurinn
um borð kostar á bilinu 500-1000
þýsk mörk, eða frá 22-43 þúsund
íslenskar krónur. Yfirstandandi
ferð tekur 17 daga og kostar fcrð-
in því á bilinu 374-731 þúsund
krónur. Stefán Stefánsson, hafnar-
vöróur á Húsavík, fór um borð og
sagði í samtali við Dag að allur
aðbúnaður væri eins og í glæsilcg-
asta hóteli.
Auk vatns og olíu var keyptur
kostur um borð. Meóal annars
aó bjarga því sem bjargað yrði.
Eyjólfur segir að hann hafi hvatt
til þess að skoðaðir yrðu gaum-
gæfilega allir þeir möguleikar sem
fyrirtækin hefðu af samstarfi en
þess misskilnings hafi gætt að
lagt væri til að annað fyrirtækið
yrði lagt niður, þ.e. á Sauðár-
króki. Fundur var síóan haldinn
með forsvarsmönnum Loðskinns
og bæjaryfirvalda á Sauðárkóki
þar sem málin voru rædd og öllum
misskilningi eytt.
„Eg tel að menn eigi að skoða
með opnum huga hvar hægt er að
vinna saman og þá dettur mér
einna helst í hug lagerhald, sölu-
mál, samvinna á sviði vinnslu
o.fl. en Loöskinnsmenn hafi lýst
yfir að ekki sé tímabært að fara í
þessi mál að sinni heldur skuli
það gert eftir aó framtíð beggja
fyrirtækjanna verður ljósari.
Ráðuneytin eru einnig aó skoða
hvemig hægt er að aðstoða fyrir-
tækin í hráefnismálum, og m.a.
voru keypt um fimm tonn af
grænmcti og ávöxtum, sem llutt
voru frá Reykjavík og tæplega sex
þúsund cgg, sem keypt voru á Ak-
ureyri. Alls var keyptur kostur
fyrir um cina milljón króna.
Hingaó til lands kom skipiö frá
Jan Mayen, en þangað var fiogið
með farþegana. Frá Húsavík held-
ur það til Grænlands, þar sem siglt
veróur upp með allri vesturströnd-
inni, þar sem feróinni lýkur. Skip-
ið er sérstaklega styrkt til siglinga
í ís og verður það mest í ferðum á
norðlægum slóðum . PS
hefur Halldór Blöndal, landbún-
aðarráðherra, lýst því yfir að fyrir-
tækjunum verði gert kleift að
vinna úr öllum þeim gærum scm
til falla og fyrir það verði ekki
borgað hærra verð cn greitt hcfur
verið hingað til. Það er hugsanlegt
að þar komi til aðstoð frá ríkinu í
formi nióurgreiðslu eða með öðr-
um hætti en útfærslan er ekki til-
búin, en ljóst er þó að ekki verður
sett á útflutningsbann á óunnar
gærur,“ segir Eyjólfur Sveinsson.
Loðskinn hf. er í vióræðum
við sína lánadrottna um nauða-
samninga eóa það annað sem gerir
fyrirtækinu kleift að starfa áfram
og er gert ráó fyrir að nióurstöóur
fáist lljótlega. Á Akureyri hefur
Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar verið
að kanna með hvaöa hætti hægt
er að halda áfram óbreyttum
rekstri íslensks skinnaiðnaóar hf.
og hefur Iðnþróunarfélagið skilað
skýrslu til bæjarráðs Akureyrar
þar að lútandi. GG
Slátursamlag Skagfirðinga:
Afkoma síðasta árs góð
Afkoma Slátursamlags Skag-
firðinga árið 1992 var mjög góð
að sögn Gísla Halldórssonar,
sláturhússtjóra. Rekstrarhagn-
aður varð 5,4 milljónir kr., sem
er eilítið lægra en árið áður.
Hagnaður fyrir fjármagnsgjöld
voru 12,6 millj. kr., eigió fé fyrir-
tækisins eru 35,4 millj. og eigin-
fjárhlutfall 21,6 og hefur þaó
aldrei verið betra að sögn Gísla.
Veltufjárhlutfall var 0,91 og
ávöxtun hlutafjár 15,5% en var
24,6% árió 1991, en þá jókst það
um fjórðung að verðgildi. Slátur-
samlagið hefur hingað til verið
rekið með hagnaði. Þessar af-
komutölur voru teknar fyrir á að-
alfundi fyrirtækisins í gærkvöldi
og þar var einnig rædd staðan í
dag, en Gísli varðist allra fregna
afhenni. sþ
Vandi skinnaiðnaðarins á borði viðkomandi ráðuneyta:
Niðurgreiðsla á gærur meðal úrlausna
- ekki sett útflutningsbann á óunnar gærur