Dagur - 02.10.1993, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 2. október 1993
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI,
SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639
ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1368 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON
BLADAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON,
(iþróltir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavikvs. 96-41585, fax 96-42285),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
SIGRIÐUR ÞORGRIMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, lax 95-36130),
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON.
LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
Er verðhækkun á
tóbaki fagnaðarefni?
Formaður Tóbaksvamanefndar
fagnar nýlegri verðhækkun á
tóbaki í frétt Dags sl. fimmtu-
dag. Vonast formaðurinn til að
fólk hætti unnvörpum að reykja
í kjölfar þessarar hækkunar.
Sem kunnugt er hækkaði verð
á tóbaki um ríflega 6% að með-
altali og ársskammtur reyk-
ingamannsins sem reykir einn
pakka af sígarettum á dag
kostar nú 95 þúsund krónur.
Breytingarnar á verðskrá
Áfengis- og tóbaksverslunar
ríkisins höfðu líka í för með sér
lækkun á verði bjórs. Með
sömu röksemdafærslu um
verðlag og neyslustýringu ætti
þessi verðlækkun að vera
hvatning til fólks að drekka
meiri bjór. Er það fagnaðar-
efni?
Tölum um tóbakskostnað er
iðulega slegið upp en sjaldan
eða aldrei sést stafkrókur um
að það kosti peninga að neyta
áfengis. Lítum á Jón Jónsson,
sæmilega félagslyndan hóf-
drykkjumann. í hverjum mán-
uði kaupir harm tvær kippur af
bjór, eina flösku af sterku víni
og eina af borðvíni og skreppur
tvisvar á krá eða bar. Hann
eyðir um það bil 7.500 krónum
í áfengi á mánuði eða 90 þús-
und krónum á ári og er hann
þó enginn svampur. Bjórkipp-
urnar og borðvínm telja líka í
heimilisbókhaldinu.
Vissulega eru lífsnautnirnar
fjárfrekar. Ef Jón Jónsson reyk-
ir einnig pakka af sígarettum á
dag þarf hann að greiða 185
þúsund krónur á ári fyrir áfengi
og tóbak og ef Jónína kona
hans hefur nákvæmlega sömu
venjur kostar það fjölskylduna
370 þúsund krónur á ári að
standa skil á nautnatollinum.
Þetta eru miklir peningar og ef-
laust mætti tína til annan
„óþarfa" á borð við sælgæti,
óhagstæð matarinnkaup, hin
íslensku fjárhættuspil, mynd-
bandagláp og ýmislegt sem
fólk leyfir sér, en áfengi og
tóbak er gjaman tekið út úr,
væntanlega vegna skaðsem-
innar, og þá sérstaklega tóbak-
ið.
Verðlag á áfengi og tóbaki
hér á landi hefur löngum verið
með því hæsta sem þekkist í
heiminum og erlendir ferða-
menn svitna þegar þeir panta
sér glas á veitingahúsum. Þrátt
fyrir þessa stefnu er ekki að sjá
að bindindissemi hafi aukist á
íslandi. Þó hefur dregið úr
reykingum með markvissum
áróðri og það er fagnaðarefni.
Hins vegar bendir margt til
þess að reykingar séu að auk-
ast á ný meðal ungs fólks og
áróðursraddirnar hafa hljóðnað
til muna. Áróðurinn gegn
áfengisneyslu hefur aldrei
komist á það stig að vera
markviss.
Tóbakið er bölvaldur sem
dregur hundruð íslendinga til
dauða ár hvert. Áfengið er hins
vegar gleðigjafi á hvers kyns
mannamótum, lystauki og
nauðsynlegur drykkur með
góðum mat og orkugjafi á köld-
um vetrarnóttum. Þetta er við-
horfið í þjóðfélaginu og því
ekki undarlegt þótt margir for-
eldrar láti það afskiptalaust
þegar unglingar byrja að fikta í
bjórnum en halda síðan reiði-
lestur ef þeir finna reykinga-
lykt af börnunum. Og hvemig
fyrirmynd em foreldrarnir? Þeir
mættu líta í eigin barm. Auð-
vitað væri æskilegast ef það
tækist að sverta ímynd áfengis
og tóbaks svo mikið að flestir
unglingar sneiddu fram hjá
þessum nautnalyfjum. Þar
verður að koma til öflugt for-
varnarstarf og fræðsla. Þaö er
ekki nóg að hækka verðið. SS
Iræringur
Stefán Þór Sæmundsson
Blóðrautt haust í Rússlandi
Á dögunum skrapp ég til Rússlands og var
ekki fyrr kominn yfir landamærin en allt
fór í bál og brand í Moskvu. Hvort þarna
hafi veriö beint samhengi á milli veit ég
ekki en mér gekk bölvanlega aö stilla til
frióar og flýði land eftir nokkurra kiukku-
stunda viðdvöl. Þessi skamma dvöl í sælu-
ríkinu var áfall fyrir mig og samferðarfólk-
ið en upplifunin var vissuléga stórbrotin
og ógleymanleg.
Við fórum að morgni dags frá Lappeen-
ranta í Finnlandi með ferju gegnum Sa-
imaa skipaskurðinn. Blóðrautt haustið var
á báðar hliðar, litirnir loguðu í þéttum
skóginum. Ferðimú var heitið til Vyborg í
Rússlandi. Skuröurinn sjálfur milli Saimaa
vatns og Finnska flóa er 43 km langur og
fallhæóin 76 metrar. Farið er í gegnum átta
hólf, þ.e. hóifin eru fyllt af vatni og síðan
tæmd þannig að ferjan sígur niður.
Carelia reyndist ágætis fley. Ferjan tek-
ur 200 farþega og um borð eru tveir veit-
ingasalir og lítil fríhöfn.
ítrekaðar aðvaranir
Á miöri leið skriðum við yfir landamærin
en breytingamar urðu ekki mikiar, enda
hafa Finnar svæðið viö skipaskurðinn og
þjóðveginn á leigu. Þó mátti sjá að skógur-
inn var mun þéttari Rússlandsmegin og var
þessi skortur á grisjun fyrsta merkið um
það sem koma skyidi.
Finnsku fararstjóramir ítrekuðu vamaó-
arorð sín. Ekki kaupa áfengi af götusölum,
það gæti verið eitrað. Passió ykkur á vasa-
þjófunum, þeir em plága í Vyborg. Haldið
hópinn. Ekki taka myndir af fóikinu án
þess að biðja það um leyfi. Það er í lagi að
kaupa vörur á svarta markaðnum en toilar-
arnir gætu þó gert þær upptækar. Það er
aðeins leyfilegt að taka meö sér vömr sem
keyptar em í Beriozka, opinbem verslun-
unum.
Við þurftum að fylla út eyöublað, til-
greina hiuti og peninga sem vió fæmm
með inn í landið og sama skriffnmskan
beió okkar þegar viö fórum. Það var ekki
laust við aö hjartað væri farið að slá örar.
Spenna í loftinu. Vamaðaroró endurtekin.
Bæklingum dreift.
Lenín enn á stalli sínum
Loks skreið Carelia inn í höfnina í Vyborg
og niöumíðslan sem blasti við var nötur-
leg, enda gráta Finnar mjög örlög þessarar
fyrmrn glæsiborgar. Vyborg fagnaði 700
ára afmæli á þessu ári. Svíar reistu þarna
virki 1293 og héldu borginni til 1710 er
Pétur mikli lagði hana undir sig. Á ámnum
1918 til 1940 var Vyborg (Viipuri) finnsk
borg en Finnar misstu hana í vetrarstríðinu
við Sovétmenn 1940. Þeir gáfust þó ekki
strax upp en létu hana endanlega af hendi
1944 og hafa grátið hana síóan.
Vyborg hefur löngum verið mikilvæg
hafna- og vióskiptaborg milli austurs og
vcsturs. Hún var áður þekkt fyrir fjömgt
næturlíf og kölluð París Skandinavíu. Nú
er þar nánast allt í niðumíðslu eins og vió
komumst fljótt að.
Eftir tafsama vegabréfaskoðun fómm
við að skoða besta (og eina) hótelið í þess-
ari 90 þúsund manna borg, Hotel Druzhba,
sem þýóir vinátta. Gott að vita það. Við
kíktum aðeins á Vyborg kastala sem er
jafngamall borginni en fómm síðan á
Rauóa torgið. Þar tók Lenín á móti okkur,
ein af tveimur eða þremur styltum sem enn
standa í fyrrum Sovétríkjunum.
Kjörbúðin eins og pestarbæli
Um leið og við gengum út á Rauða torgið
hópuóust aö okkur gamlar og tötralega
klæddar kerlingar með vaming sinn og
vasaþjófagengi fylgdu okkur hvert fótmál.
Okkur tókst að sieppa inn í leikfangabúó,
gráa forneskju. Við hengdum okkur utan á
Ullu, fararstjórann hjá Karelia Lines OY,
en hún talar rússnesku og vemdaði okkur
eins og gæsamóðir.
Sú versiun sem vakti mesta athygli
okkar var matvöruverslun. Fnykurinn var
ólýsanlegur. Þama var eitthvað að rotna.
Kvenfólkið greip fyrir nefið við lítinn
fögnuð afgreiðslufólks. Styggó kom að
fólkinu þegar eimi úr hópnum smellti af
mynd. Maður hefði ekki gctað hugsað sér
að borða eitthvað úr þessu pestarbæli.
Ormétimi hundur lék lausum hala við kjöt-
borðið. Niðursuðudósir í röðum. Gömul
kona seldi bækur við innganginn.
Ulla spjallaði aðeins við gömlu konuna
sem harmaði þróunina í landinu. Stalín og
Lenín vom hennar menn. Konan hristi
höfuðið þegar ég tók upp bók með kápu-
mynd af fáklæddri konu. Sú gamla tautaði
eitthvað um ffjálsræðið.
Feluleikur á markaðstorginu
Aðaltilgangurinn ferðarinnar var að fara á
svarta markaðinn í Vyborg en þar má gera
góð kaup. Þama voru jafnt gamlar konur
sem ungt fólk að selja nákvæmlega sömu
vörumar á mörgum básum. Babúskur,
dúka, stcll, trémuni og kristal. Eimúg vom
grænmetis- og matvörubásar en úrvalið
var ólystugt og dúfur flögruðu skítandi
innan um matvælin.
Vissulega var allt hræbillegt þarna (t.d.
kostaöi kartonið af Marlboro sígarettum 5-
600 kr. íslenskar) og finnsk mörk vom vel
þegin. Hins vegar er ólöglcgt að taka við
erlendum gjaldmiðli á markaðstorginu og í
rauninni ólöglegt að kaupa nokkuð þar því
maður má ekki flytja vömrnar úr landi.
Þetta var ótrúlegur feluleikur.
Eg hugðist kaupa babúsku af ljóshærðri
draumadís í slitimii úlpu en áður en ég gat
borgað meó hinum vinsælu finnsku mörk-
um heyrðist kurr og skelfingarsvipur kom
á fólkió. ,JProblem, polizei," hvíslaði það.
Eg svitnaði og ætlaði að forða mér en upp-
götvaði þá að ég var búinn að týna hópn-
um. Skelfingin hríslaðist um mig og ég
bjóst við byssusting í bakió á hverri
stundu. Ekki bætti úr skák að Ulla var með
vegabréfin okkar.
Ég forðaöi mér út og bcint að rútumú.
Bílstjórinn hafði ekkert séð til hópsins. Ég
ákvað að fara aftur inn í „markaöshöllina“
en fyrir utan rakst ég á þá ljóshærðu sem
ávarpaói núg laumuleg á svip. Hún var
með hendur í vösum og mér skildist að
hún vildi eiga viöskipti við mig þarna úti.
Ég var orðinn svo hvekktur að ég hristi
bara höfuðið.
Menn voru í losti
Ég rakst fljótlega á hópinn og allt féll í
ljúfa löð. Við fórum upp í glæsilegan tum,
Round Tower, og þar var skálaó í kampa-
víni fyrir land og þjóð. Margt fieira væri
hægt að tína til úr þessari stuttu ferð. Um-
hverfið, fólkió, andrúmsloftió; allt var
þetta framandi. Salcriún cru sér kapítuli
sem bíöur betri tíma. Einmg hin stranga
tollskoðun og vegabréfaeftirlit á leiðimú
aftur til Lappeenranta, en þá fórum við
með rútu.
Fyrstu viðbrögð allra voru sjokk. Memi
voru í losti. Við vorkcmidum aumingja
fólkinu sem bjó við þessar aöstæður, ör-
skammt frá finnsku landamærunum. Ég
reyndi þó að vara viö of mikilli dómhörku.
Við getum ekki dæmt þjóðfélagið út frá
okkar vestrænu forsendum. Þetta er gjör-
ólíkur heimur og maður þyrfti að setja sig
bctur inn í lífsgangimi áður en maður fer
að gagnrýna hann. En vissulega var áfall
að upplifa ástandið í Vyborg og ekki laust
við aö mannskapurinn væri feginn að
komast aftur á lúxushótcl í Fimúandi. En
það væri gaman að skreppa aftur, núna
þegar maður þekkir aðeins inn á kerfið og
þarf ekki að vera stöðugt með hjartað í
brókunum.