Dagur - 10.03.1994, Blaðsíða 9

Dagur - 10.03.1994, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 10. mars 1994 - DAGUR - 9 y Vetrarhátíð 94: Islistakeppní og landsmót sauma klúbba meðal dagskrárliða Vetrarhátíð 94 hefst á Akureyri í dag, 10. mars, og stendur fram í maímánuð en tilgangurinn er að kynna vetrarbæinn Akureyri. Dagskráin hefst með opnu húsi fyrir aldraða í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju kl. 15.00 í dag en í kvöld verður söngleikurinn Jósep, sem nemendur VMA hafa fært upg, sýndur í Akureyrar- kirkju. A komandi helgi verða Vetrarleikar Hestamannafélags- ins Léttis og síðan fylgja ýmiss menningaratriði í kjölfarið eins og tónleikar, brúðuleikhús og fjölskylduskemmtun. I páskavikunni verður efnt til íslistakeppni í göngugötunni en það er keppni meðal listamanna unt mótun úr ís eöa snjó og fá keppcndur tvo daga til þcss að fullmóta verkió. Opnuð verður sýning í Listasafninu á Akureyri, m.a. á málverkum frá Grænlandi eftir Guómund frá Miðdal og ljós- myndunt Vigfúsar Sigurgeirssonar frá liönum tíma. Auk þess veröur Flugleiðaganga fyrir alla fjöl- skylduna, skíðagöngu- og snjó- bílaferó á vegum Fcröafélags Ak- ureyrar og svig- og brettakeppni í Hlíóarfjalli. Föstudaginn 6. maí veróur svo landsmót saumaklúbba haldið í íþróttahöllinni þar sem m.a. verður fitjað upp á lengsta trclli landsins; spurningakeppni vcrður milli klúbbanna; íþróttamót klúbbanna og herlegheitunum lýkur svo með stórdansleik meö Geirmundi Val- týssyni. En af hverju Vetrarhátíð? Því svarar Hjörtur Narfason hjá aug- lýsingastofunni Ey-ntark sf., sent hcfur haft veg og vanda af undir- búningi dagskrárinnar. „Það ntun hafa veriö Ivar Sig- mundsson, forstöóumaóur Skíða- staða, sem óskaði cftir því viö At- vinnumálanefnd Akureyrar að boðað yrði til fundar með hags- munaaðilum í ferðaþjónustu og lögð yrði áhersla á að kynna kosti Akureyrar að vetrarlagi. Þetta er í fjórða sinn sem svæðið hefur verið kynnt í svona átaki en aldrei áður með þessum hætti. Aó þessu standa hótelin, veitingastaðir, veit- ingahús, flugfélög o.ll. og tilgang- urinn er sá að laða að feróamenn á þessum árstíma. Ahersla er lögð á afþreyingarþáttinn, en boðið verð- ur upp á hestaíþróttir, gönguferðir, jeppaferðir, vélsleóaferöir auk skíóasvæðisins, leikhússins og Listagilsins og þannig mætti lengi telja,'1 segir Hjörtur Narfason. GG Vetrarhátíð var kynnt í Sundlaug Akureyrar, þar sem m.a. var boðið upp á kálfalifrarpatc, grafinn nautavöðva, flambcruð kálfabris, maríneraða hörpuskcl og innbökuð lambahjörtu. Veisluborðið flaut í lauginni og á myndinni má sjá Hjört Narfason og Arnar Pál Hauksson hjá RÚVAK. Vaxandi starfsemi í félags- og handíðamiðstöð atvinnulausra Starfsemi Punktsins, félags- og handíðamiðstöðvar atvinnu- lausra á Gleráreyrum, er komin í fullan gang. Opnunartími Punktsins er frá kl. 10.00 til 17.00 á virkum dögum. Sauma- konur koma flesta daga og leið- beina við sauma, smiður er á staðnum og leiðbeinir hann þeg- ar þörf er á en aðstæður eru til vélavinnu. Tveir stjórnendur eru í hálfu starfi hvor, og ráðin hefur verið kona í 2 mánuði til að þrífa og vera í barnaher- bergi. Tekið skal fram að börn iná alls ekki skilja eftir í barna- herberginu ef foreldrar yfirgefa húsið, heldur er gæslan ætluð fyrir foreldra sem eru við störf í húsinu eða til þess að börnin öðlist félagsskap. Fyrir utan sauma og smíðar er boðið upp á kennslu í skrautskrift, logsuðu, vefnaði, hannyrðum, við- gerðum á gömlum munum, bólstr- un, lluguhnýtingum og að skrifa starfsumsóknir. Hópar koma sam- an og æfa sig í að tala dönsku og ensku mcö lciðbcinendum frá við- komandi löndum, vcrið cr að und- irbúa bókbandsnámskeið og hópur cr að myndast sem áhuga hefur á lciklist. I íþróttahúsinu við Laugagötu cr byrjað að æfa innanhússknatt- spyrnu, bandminton og körfubolta og íþróttalclagið Þór hefur boðið atvinnulausum upp á mánaðarkort í líkamsþjálfun í Hamri og veróur leiðbcinandi á staðnum. Punktinum hafa borist ýmsir hlutir til láns eða aó gjöf og m.a. hefur Kaffibrennsla Akureyrar séð um að nægjanlegt kaffi sé á boð- stólum og Efnaverksmiðjan Sjöfn gaf málningu. Ymsir aðrir hlutir væru vel þegnir cins og t.d. Iijól- sög, hefilbekkur, rafmasnshefill. bæði þykktar og afréttara, Ijósrit- unarvél, tölvur, stólar, eldavél, bakarofn, smáverkfæri o.fl. Einnig vantar lciðbeinendur á ýmiss nám- skeið. Oll námskeið og Iciðbeiningar eru gjaldfrí en efniskostnað þurfa þátttakendur aó greiða sjálflr. Mikið annríki og starfsgleði hcfur ríkt í Punktinum síðan starf- semin hófst 25. janúar sl. og grcinilegt að þörf var fyrir slíka starfscmi og daglcga bætast nýir cinstaklingar í hópinn. Alltaf er hcitt á könnunni og fólk er hvatt til þess að koma og skoða sig um, grípa í verk, spila á spil, lesa blöð- in eða bara spjalla saman. Starlsemi Punktsins hefði ekki verið möguleg ef ekki hefði kom- ið til rnikil og óeigingjörn aðstoð ýntissa fyrirtækja og einstaklinga og það ber aó þakka. (Fréllatilkynning.) Lcikhúsl'orkólfarnir Sunna Borg og Þórey Aðalsteinsdóttir gæða sér á rétt- uni kvöldsins. Þjónunum Hirti Þ. Frímannssyni og Sigurbirni Sveinssyni fataðist ekki, þótt umhvcrflð væri nokkuð blautt. Veitingar voru í boði Kjötiðnaðarstöðvar KEA, Veitingahússins Grcifans og Ölumboðsins hf. Myndir: GG SJALLINN KDNUNGUR N SVEIFLUNNAR „LATUM SONGINN HLIOMA SI.RTII.BOO I VRIR I lOI’A MIÐAVERÐ 5.900.- SYNT A LAUGARDÖGUM 1 YTTUR MI»A »G >• R»APANTANIR 1 SÍMA 96-22770 OG 96-22970 FYRST Á AKUREYRI | áður en hann er settur upp í Reykjavík • STORI • BOKAMARKAÐURINN Blómahúsinu, Hafnarstræti 26-30 Akureyri, sími 96-22551 4DAGAR EFTIR OPIÐ: MÁNUD. TIL LAUGARD. KL. 10:00-19:00 SUNNUD. KL. 13:00-19:00

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.