Dagur - 27.04.1995, Blaðsíða 9

Dagur - 27.04.1995, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 27 apríl 1995 - DAGUR - 9 Mótettukór Hallgrímskirkju er tvímælalaust í frcmstu röð blandaðra kóra hérlendis og því er það fengur fyrir tón- listaráhugafólk á Akureyri og nágrenni að fá tækifæri til að hlýða á söng kórsins. Mótettukór Hallgríms- kirkju syngur á Akur- eyri nk. laugardag Næskomandi laugardag, 29. apríl, heldur Mótettukór Hallgríms- kirkju tónleika í Glerárkirkju á Akureyri og hefjast þeir kl. 15. A efnisskránni eru verk eftir þá feðga Askel Jónsson og Jón Hlöð- ver Askelsson, messuþættir eftir Palestrina og mótettur eftir Schiitz og Bruckner. Þetta er í þriðja skipti sem Mótettukórinn sækir Akureyringa heim. Stjómandi kórsins er Hörður Askelsson, sem er Akureyringur, sonur Askels Jónssonar og bróðir Jóns Hlöð- vers. Efnisskrá tónleikanna er tví- skipt. Kjami fyrri hlutarins eru tveir þættir úr hinni þekktu messu „Missa Papae Marcelli" eftir Pal- estrina, en með þeim eru tvær úr- vals mótettur frá byrjun 17. aldar eftir Heinrich Schiitz. Síóari hlut- inn er samsettur úr mótettum og sálmalögum eftir feðgana Áskel Jónsson og Jón Hlöðver Áskels- son, ásamt kunnum söngperlum eftir Anton Bruckner. Eftir Áskel flytur kórinn þrjú sálmalög viö texta Sverris Pálssonar og Krist- jáns frá Djúpalæk. Einsöngvari með kómum er Guðrún Finn- bjamardóttir en auk hennar syngur Kirstin Ema Blöndal Maríubæn eftir Áskel. Eftir Jón Hlöðver syngur kórinn mótettuna „Upp, upp mín sál“ sem var samin fyrir Kór Akureyrarkirkju til minningar um Pál Bergsson. Hún er byggð á fyrsta versi Passíusálmanna við ís- lenskt þjóðlag. Mótettan var frum- flutt af Kór Akureyrarkirkju í fyrravor. Þá syngur Mótettukórinn líka nokkrar Passíusálmaútsetn- ingar Jóns Hlöðvers, m.a. tvær úr röðinni „Sjö orð Krists á krossin- um“ sem kórinn frumflutti 2. apríl sl. Mótettukór Hallgrímskirkju hefur um nokkurt árabil verið í fremstu röð blandaðra kóra á ís- landi. Kórinn hefur starfað af miklum krafti, flutt tónlist frá öll- um tímabilum kirkjutónlistarsög- unnar, m.a. mótettur Bachs, Bruckners og Mendelssohns, óra- tóríur og messur m.a. eftir Bach, Handel, Mendelssohn, Mozart og Duruflé og nýja íslenska kirkju- tónlist. Eins og áður segir flytur Mótettukórinn tónlist eftir þá feðga, Áskel Jónsson og Jón Hlöðver Áskelsson á tónleikunum í Glerárkirkju á laugardag og er Mótettukórinn flytur á tónleikunum í Glerárkirkju í fyrsta skipti opin- berlega tónlist eftir Áskel Jónsson. Um er að ræða þrjú sálmalög við tcxta eftir Sverri Pálsson og Krist- ján frá Djúpalæk. Eftir Jón Hlöðver Áskelsson syngur Mótettukórinn mótettuna „Upp, upp mín sál“, sem tónskáldið samdi fyrir Kór Akureyrarkirkju til minningar um Pál Bergsson og Kór Akureyrarkirkju frumflutti sl. vor. Einnig syngur Mótettukórinn nokkrar Passíusálmaútsetningar Jóns Hlöðvers. þetta í fyrsta skipti sem kórinn flytur tónlist eftir Áskel. Hann sagðist í samtali við Dag hlakka til þessara tónleika, gaman yrði að heyra túlkun kórsins á þessum sálmalögum. Ekki þarf aó hafa mörg orð um hlut þeirra feðga Hörður Áskelsson er stjórnandi Mótcttukórs Hallgrímskirkju. Jóns Hlöðvers og Áskels í tónlist- arlífí á Akureyri. Áskell stjómaði Karlakór Akureyrar til fjölda ára og einnig stjómaði hann ásamt Björgvin Guðmundssyni Kantötu- kór Akureyrar á samnorrænu söngmóti í Stokkhólmi 1951. Ekki síst er Áskell þekktur fyrir að hafa stjómað Kirkjukór Lögmannshlíð- arsóknar um árabil og síðustu árin naut hann aóstoðar Jóns Hlöðvers. Áskell vildi lítið gera úr afrekum sínum í að semja tónlist, en staó- reyndin er sú að mörg þessara laga eru gullfalleg og em oft flutt. Við mörg af lögum Áskels eru textar eftir þá Sverri Pálsson og Kristján frá Djúpalæk. „Sennilega var það ekki fyrr en undir 1960 sem ég fór að skrifa þessi lög á blað. Þetta eru mest kórlög, fyrir karlakóra og blandaða kóra. Einnig hef ég^ samið lög fyrir dú- etta,“ sagði Áskell. Jón Hlöðver hefur verið iðinn við að semja tónlist á undanfömum árum og hann nýtur nú listamannalauna til þess að helga sig tónsmíðum. Tónlist Jóns Hlöðvers er fjöl- breytileg, en áberandi er þó tengsl hans við kirkjuna, hann hefur út- sett fjölmörg sálmalög og samið mótettur fyrir einkum og sér í lagi Kór Akureyrarkirkju. Einsog áður segir flytur Mótettukórinn á tón- leikunum nk. laugardag mótettuna „Upp, upp mín sál“ sem Jón Hlöð- ver samdi fyrir Kór Akureyrar- kirkju. óþh MALVERK eftir Hauk heitinn Stefánsson er fyrirhugað að sýna í Listasafninu í júní nk. Við auglýsum eftir verkum sem einstaklingar kynnu að eiga eftir hann. Listaverkin eru tryggð meðan þau eru í vörslu safnsins. X Vinsamlegasí hringið hið fyrsta í Listasafnið í síma 12610 eða 984-61410 milli kl. 14 og 18. Listasafnið á Akureyri. Efl- "Dá Reiðnámskeið á vegur ÍDL er fyrirhugað dagana 12., 13. og 14. maí. Kennari verður Reynir Aðalsteinsson. Undirbúningsfundur verður í Skeifunni mióviku- daginn 3. maí kl. 18.00, þar sem skráning fer fram og veittar nánari upplýsingar. Stjórn ÍDL. HESTHÚS TIL SÖLU! 111 sölu er 8-10 hesta hús í Breiðholtshverfi. I hesthúsinu er nýleg innrétting, hnakkageymsla, kaffistofa, geymsla og hlaða fyrir allt hey. Úti er perlumöl í gerði, kassi íyrir tað og gott bílastæði. Upplýsingar í síma 12565 á kvöldin. Gúmmívinnslan hf. óskar eftir vöskum starfskrafti á dekkjaverkstæðið a.m.k. í sumar og haust. Viðkomandi þarf að hafa mikla þjónustulund, vera áreiðanlegur og geta unnið langan vinnudag og einnig um helgar. Æskilegt að viðkomandi sé vanur vinnu á dekkjaverk- stæði. Kvenfólk er hvatt til að sækja um starfió. Umsóknir skal senda inn á skrifstofu Gúmmívinnslunn- ar hf. sem fyrst. Tilgreina skal aldur, menntun, starfsreynslu og hvaða kosti viðkomandi telur sig hafa í starfið. Öllum umsóknum verður svarað. GÚMMÍVINNSLAN HF. Réttarhvammur 1, 603 Akureyri Sími 96-12600, fax 96-12196 Gúmmívinnslan hf. er traust framleiðslu- og þjónustufyrirtæki. Þar eru seld dekk á allar gerðir farartækja, stærri dekk, sóluð og fram- leiddar ýmsar vörur úr gúmmí.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.