Dagur - 21.06.1995, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 21. júní 1995
Fullkomin heilsuræktarstöð er um borð og hér sér yfir tækjasalinn. Þess má geta að áhöfnin hefur sér líkamsræktar-
sal. Myndir: Halldór.
Um borð í
Oriana
' miðju skipinu er heljarmikill hringstigi og hér sést niður eftir honum. Að
sjálfsögðu eru einnig lyftur í skipinu og þegar lyftan stoppar birtast upplýs-
ingar á skjá um það sem finna má á þeirri hæð.
Aftast á skipinu er útiveitingastaður og bar.
miða við skemmtiferðaskip sem
til þessa hefur þótt sæmilega stórt,
Maxim Gorkiy, þá er Oriana um
helmingi stærri í tonnum talið.
Hæðin ofan sjólínu er 57 metrar
en Hallgrímskirkjuturn í Reykja-
vík er aðeins rúmum 17 metrum
hærri. Oriana tekur tæpa 2000 far-
þega, í áhöfn eru 760 manns og
því um að ræða fljótandi samfélag
á stærð við t.d. Húsavík. Á skip-
inu eru Ifka notuð a.m.k. 600 tonn
af ferskvatni á sólarhring sem öfl-
ugar vélar sjá um að eima úr sjó.
Ætla mætti að her manns þyrfti
til að stjórna þessu risavaxna skipi
en svo er ekki því þannig hefur
verið búið um hnútana að einn
maður getur verið í brúnni. Hægt
er að snúa skipinu á punktinum,
hvert sem er um framendann, aft-
urendann eða miðjuna og fræði-
lega á það að geta siglt beint út á
hlið. Þrátt fyrir stærðina er það því
ákaflega lipurt og er tölvutæknin
nýtt til hins ítrasta til að samræma
allar aðgerðir.
700 manna leikhús
Sem fyrr segir er erfitt að lýsa öllu
því sem fyrir augu bar, en glæsi-
íeikinn er hreint út sagt ótrúlegur.
Hvergi hefur verið til sparað og
má nefna að listaverk um borð eru
um 3000 talsins, flest frummyndir
og mörg sérstaklega gerð fyrir
skipið. Setustofur og barir eru
margir, stórir veitingastaðir, fjórar
stórar sundlaugar, þar af ein fyrir
áhöfnina, tennisvöllur og fullbúin
heilsuræktarstöð. Einnig spilavíti,
danssalur, bókasafn og lestrarsal-
ur, sérstakt herbergi til að spila á
spil, kvikmyndahús og fyrirlestra-
salur, stór verslun á tveimur hæð-
um og þannig væri hægt að telja
lengi áfram.
Islensku gestirnir misstu þó
fyrst andlitið þegar komið var inn
í 700 manna leikhús með stóru
hringsviði og hljómsveitargryfju.
Til samanburðar mun aðalsalur
Þjóðleikhússins taka um 500
manns í sæti. í leikhúsinu eru
margskonar sýningar í gangi með
listafólki sem vinnur í stóru leik-
húsunum f London, en þess má
geta að 50 manns um borð hafa
það hlutverk að skemmta gestum,
t.d. leikarar, dansarar, hljóðfæra-
leikarar o.fl.
Eitthvað fyrir alla
Þó meðalaldur farþeganna í þess-
ari ferð hafi lauslega áætlaður ver-
ið um 70 ár er það ekki alltaf svo
enda hefur sérstakiega verið hugs-
að fyrir því að yngri kynslóðin
hafi eitthvað við að vera. Um borð
er fullkominn Ieiktækjasalur og
einnig sérstakur salur fyrir ungl-
inga, nokkurs konar félagsmiðstöð
og þá er stórt leikherbergi fyrir
yngri börnin og því tengist útileik-
völlur með rólum, klifurgrindum
og þess háttar leiktækjum. Það er
því ekki ofsögum sagt að allir geti
fundið eitthvað við sitt hæfí um
borð í Oriana, óháð aldri og
áhugamáli.
En hvað kosta svo herlegheit-
in? Ódýrasta fargjald er um 150
þús. krónur fyrir hálfsmánaðar
ferð. í því er nánast allt innifalið
svo sem matur, og afnot af allri
aðstöðu um borð, t.d, sundlaug-
um, leikhúsi, kvikmyndahúsi og
heilsuræktarstöð en menn borga
sérstaklega fyrir drykki á börum
og það sem keypt er í verslunum
um borð. Hins vegar er hægt að fá
dýrari fargjöld og allt upp í að
dagurinn kosti það sama og tvær
vikur á ódýrasta fargjaldi. Nú er
því bara að fara að safna. HA
[slensku gestirnir meö Jakob Björnsson bæjarstjóra í broddi fylkingar, viö
eina af sundlaugunum.
„Þið spyrjið ekki mikið,“ sagði
leiðsögumaður hóps sem boðið
var að skoða hið risavaxna
skemmtiferaskip Oriana en það
hafði viðkomu á Akureyri sl.
sunnudag. Ástæðan var raunar
ekki flókin, mannskapurinn var
einfaldlega orðlaus yfir því sem
fyrir augu bar, slíkur var glæsi-
leikinn. Oriana er splunkunýtt
skip í eigu breska fyrirtækisins
P&Q og var ekkert til sparað að
gera það sem glæsilegast. Um
borð er bókstaflega allt sem hug-
urinn girnist og ríflega það. Að
reyna að lýsa því í orðum eða
jafnvel myndum hefur lítið að
segja. Fólk þarf einfaldlega að sjá
ósköpin með eigin augum til að
trúa því sem þarna er.
Eimskip, umboðsaðili skipsins
hérlendis, bauð blaðamönnum og
fleirum að líta á herlegheitin. Með
í för voru líka Jakob Björnsson,
bæjarstjóri og Einar Sveinn Ólafs-
son, formaður hafnarnefndar, sem
afhentu skipstjóranum, Rodger D.
Knight, mynd af Akureyri til að
hengja upp í skipinu og fengu í
staðinn platta með merki skipsins.
Til að gefa hugmynd um stærð
skipsins, sem er það stærsta sem
komið hefur til landsins, er það
260 metrar að lengd en til saman-
burðar er nýjasti skuttogari Sam-
herja hf., Baldvin Þorsteinsson
EA-10, um 60 metrar. Oriana
mælist 69 þúsund tonn og til að
Allir gangar skipsins eru breiðir og langir.