Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1994, Page 6
24
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1994
Hús og garðar
Leitiö uppiýsinga hjá sölumönnum
ÞAR SEM GÆÐIN GANGAFYRIR
Sefgöröum 3, 170, Selljamamesi. Sími 91-612211. Fax91-614185
Hraunhellur lagðar í fláa.
VATNSGEYMAR
staölaðir og sérsmiðaöir,
100-10.000 Irtrar að stœrð
Rafhlöðu-
grasklippur
frá...
íWiGARDENA
Gleðilegt sumar/
Samspil nátturugrjóts og timburs getur verið mikil prýði.
Hæðarmismunur í görðum er
vandamál sem leysa þarf og er oft á
tíðum gaman að glíma við að gera
það á sem skemmtilegastan máta.
Ekki eru allir hrifnir af því að hafa
mishæðir í garðinum meðan aðrir
búa þær til. Lausnirnar eru ótal-
margar og mjög misdýrar, bæði í
framkvæmd og viðhaldi.
Blaðamaður leitaði til Péturs Jóns-
sonar landslagsarkitekts eftir úr-
lausnum.
Grasið er ódýrasta lausnin. Bæði
með framkvæmd og viðhald í huga. í
leiðinni er þaö líka sú lausn sem
minnstan svip setur á garðinn. Þó að
gras sé auðveldasta lausnin eru samt
nokkur atriði sem gæta þarf að. Halli
á grasbrekku ætti ekki að vera meiri
en 1:1,5 til 1:1. Þegar tyrft er í miklum
halla eiga þökurnar það til að skríða
af staö, því er nauðsynlegt að negla
þær niður með litlum tréhælum sem
eru svo fjarlægöir þegar festa er kom-
in í torfiö. Betra er að nota þökurúll-
ur þegar þakið er í halla.
Grjót má nota á margan hátt
Notkun grjóts í görðum hefur auk-
ist mikið hin síðustu ár og þá ekki
síst vegna hæðgrmismunar.
Víða um landið eru hraun og á fólk
auövelt með að nálgast hraungrjót
sem hefur sitt að segja þegar efni í
garðinn er valið. Víða má sjá hraun-
hellur lagðar í fláa, ýmist einar sér
eða með gróöri. Þegar hellurnar eru
lagðar einar sér er mun fallegra að
sjá þær þétt raðaðar saman heldur
en þegar bil er á milli þeirra. Best
er að leggja hellurnar í sand og
strauja þá undir þær áður en lagt er.
Ef gróður á að spila með þarf að hafa
jarðveg fyrir hann en að mestu er
hægt að byggja undir með frostfríu
efni.
Hleðslur
Hleðslur ýmiss konar geta verið
hin mesta prýði og eru víða aðalstolt
garðeiganda. Hleðsla er mikið
vandaverk og ekki á allra færi. Ef
hleðsla er hærri en 2 metrar ætti
Timbur
Notkun timburs við hæðarupptöku
er mjög skemmtileg en jafnframt
nokkuð dýr lausn. Samspii timburs
og grjóts er með því skemmtilegra
sem sést ef vel tekst til. Viðhald á
timbri er alltaf eitthvað, hvort sem
það er fúavarið eða málað. Yfirleitt
kemur ómálað timbrið langbest út,
sérstaklega ef það er notað meö nátt-
úrugrjóti.
Staurarnir sem timbrið er fest í
(járnstaurar) þurfa að vera steyptir
niður og púkkað að frostfríu efni.
Gæta verður þess að allar festingar
sem notaðar eru séu til útinotkunar.
Einhvern dúk þarf að leggja milli
timburs og jarðvegs til að koma í veg
fyrir að timbrið fúni.
Þó keypt sé gagnvarið timbur verð-
ur að passa að fúaveija sár sem koma
við sögun.
Steyptir veggir
Notkun steyptra veggja í hæðar-
mismun er alltaf einhver. Oft á tíðum
er hhðin sem snýr út þá klædd með
einhverju grjóti og getur það komið
skemmtilega út. Þegar veggir eru
steyptir veröur þó að passa sig á því
aö hafa sökkuhnn nógu djúpt niður
þvi algengt er að þeir fari að halla
eftir nokkur ár þar sem viðkomandi
gleymdi að gera ráð fyrir því stöðuga
álagi sem er á veggnum er jarðvegur
þrýstir á hann. Það er eins með þetta
verk og svo mörg önnur að það marg-
borgar sig að fá fagmann th a.m.k.
að koma og skoða aðstæður og gefa
ráö. áj
tvímælalaust aö fá fagfólk í verkið.
Hleðslum er skipt í tvo flokka eftir
því hvort þær eru þétt- eða þurr-
hleðslur. Með þétthleðslu er átt við
hleðslu með bindiefni, venjulega
steypu, þurrhleðsla er án bindiefna
þar sem steinamir binda hver annan
vegna þunga og lögunar.
Við gerð hleðsluveggs þarf að und-
irbyggja með frostfríu efni, misdjúpt
eftir hæð veggjarins. Við allt að 60
sm þurrhleðslu þarf 30-50 sm frost-
frítt efni. Við 60-150 sm háa þurr-
hleðslu skal gera ráð fyrir sökkli
undir og ef hún fer yflr 150 skal und-
irbyggt niður á frostfrítt eða á fast.
Við þétthleðslu þarf að undirbyggja
50-80 sm frostfrítt efni ef hleðslan er
allt að 60 sm há, yfir þeirri hæð skal
gera ráö fyrir að steypa sökkul undir
hleðsluna. Við allar hleðslur er kraf-
ist drenlagnar.
Þegar mikil undirbygging er skai
þjappa hana í lögum og bleyta vel í
þannig að efnið geri sitt gagn. Ekki
er nóg að hafa frostfrítt bara undir
Fallega hlaðnir hraunveggir klæddir gróðri er algeng sjón í görðum.
Þegar hafist er handa við sjálfa
hleðsluna verður að vinna eftir
skapalóni og passa að línum sé hald-
ið og að halli á hleðslunni sé nægur
en hann fer einnig eftir hæð hleðsl-
unnar, 10-20%. Mikið mál getur ver-
ið að fá steinana til að passa og eru
hamar og meitill ómissandi verkfæri
við gijóthleðslu. Það flýtir mikið fyr-
ir að flokka grjótið eftir stærðum
áður en byrjað er, stærstu steinarnir
eru svo notaðir neðst og þeir minnstu
efst.
Notkun stórra holtagrjótssteina við
hæðarupptöku getur komið mjög
skemmtílega út. Þá er bara einn á
hæðina og geta þeir auöveldlega tek-
ið 40-50 sm hæðarmismun upp.
Gróður er þá mjög gjaman notaður
hleðslunni heldur þarf einnig að vera
frostfrítt bak við hleösluna, um 40-60
sm breitt og skilið frá moldinni með
jarðvegsdúk.
með og skriðular plöntur eins og loð-
víðir, skriðmispill og fl. þá gróður-
settar við samskeyti og á öðrum stöð-
um þar sem lægð er í hleðslunni.
Við notkun á grjóti ætti að gæta
þess að vera ekki með margar gerðir
í sömu lóð, það kemur alltaf hálf-
hrærigrautslega út.
ROTÞRÆR
úr polyettiylene,
viörukenndar af Hollustuvemd ríkisins,
1500 - 10.000 Irfrar aö stcerð
Hæðarmismunur í lóðum
Margar misdýrar
lausnir til
sUMARBÚSTAÐtAE IOENDUR
AÐRIR HÚSBYGGkJENDUR