Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1994, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1994, Síða 8
26 MIÐVIKTJDAGUR 13. JÚLÍ 1994 Hús og garðar líIGARDENA Gleðilegt sumar! Verkverhf.: Marmoroc utan- hússklæðningin Verkver hf. er með á boðstólum Marmoroc utanhússklæðningu sem er skemmtilegur valkostur við hinar hefðbundnu plötuklæðningar. Um er að ræða gegnumlitaðan steypustein, með marmarasalla í ytra byrði sem eykur slit og veðrunarþol. Steina- stærðin er 10x60 cm og er þeim raðað á sérstakar aluzink-lektur sem er mjög auðveld og íljótleg aðferð. Sér- stakir hornsteinar fylgja. Frágangur í kringum glugga og hurðir kemur tilsniðinn úr 0,6 mm þykku stáh með PVF2 húð, sem gerir allan frágang fljótlegri. Um 10 mm loftrúm er á milli veggjar og klæðningar. Klæðningin hreyfist ekki þótt vind- ur sé mikill vegna þyngdar steinanna og hvernig þeim er uppraðað. Boðið er upp á 8 hti og stál í kringum glugga má fá í sama lit og klæðningin er í eða öðrum. Sama verð á öhum litum og kostar fermetrinn kr. 2.220. Þar sem þessi klæðning er úr hreinni steypu og stáh þá hefur sænska brunamálalöggjöfin leyft að nota þessa klæðningu upp í 12 hæöir. Marmoroc utanhússklæðningin er sænsk gæðaklæðning sem hefur ver- ið framleidd síðan 1970. Hún hefur verið reynd víða um heim en hér- lendis er komin 14 ára reynsla á hana. Garðúðari frá... STO-múrklæðningm: Oft notuð strax í upp- hafi á gafla og álagsfleti Veggprýði hf. er umboðs- og þjón- ustuaðhi fyrir STO-viðgerðarefnin sem framleidd eru af vestur-þýska fyrirtækinu STOT-MEISTER sem er elsti og stærsti framleiðandi akrýl- múrklæðningar í heiminum, með verksmiðjur úti um allan heim. Veggprýði hf. hefur á undanfornum árum sent um 40 múrara til Þýska- lands th að læra rétta meðhöndlun efnisins en 8 ára reynsla er á þessari múrklæðningu hérlendis og hefur hún verið notuð til klæðningar húsa úti um aht land. Ekki þarf samþykki byggingarfulltrúa fyrir þessari klæðningu þar sem hún breytir ekki upprunalegu útliti húss. Kostir STO-múrklæðningarinnar eru þeir að það er hægt að setja hana á nær hvaða byggingu sem er, hvort um er að ræða gamalt eða nýtt hús og lögun hússins skiptir ekki máh. Þaö er hægt að setja hana beint á vegg, á plasteinangrun eða steinuh, eftir því hvað við á hverju sinni. Ásetning er með hefðbundnum múráhöldum og ekki möguleg í frosti, því efnið má ekki frjósa. Hún er samskeytalaus, höggþoUn, leyfir öndun frá vegg, er teygjanleg með gott viðnám gegn sprungumyndun. STO-klæðningin fæst í yfir 400 litum og gefur ótal möguleika í þykkt, áferð og mynstri. STO-múrklæðningin hef- ur verið valin th að klæða gafla og álagsfleti nýbygginga í Grafarvogi á síðustu árum og verið notuð mikið á Keflavíkurflugvelli við endumýjun og viðgerðir á byggingum þar. Fossvogsbletti 1, fyrirneðan Borgarspitalann, simi 641770. Skógarplöntur, tré og runnar, áburður, trjákurl, kraftmold og lífmoldin ljúfa. Verið velkomin. Opið 8-19 - um helgar 9-17 Marmoroc utanhússklæðningin gefur skemmtiiegt útlit. Mjög iila farið eldra hús. Sama hús eftir að það var klætt með STO-múrklæðningu. Utanhússklæðningar: Þegar ekkert annað dugir Þegar um er að ræða það miklar steypuskemmdir að erfitt virðist að reyna að komast fyrir þær með steypuviðgerðarefnum eöa ef ein- angrun er ónóg þá er plötuklæðn- ing eða múrklæðning oftast besta lausnin. Hús og garðar fóru á stúf- ana og könnuðu nokkrar gerðir þeirra klæðninga sem eru á mark- aðnum nú og helstu eiginleika þeirra. Upplýsingar um fleiri stofnwisws möguleika er að finna annars stað- ar í blaðinu. Stoneflex er gegnheil plötuklæðning úr polyester með steinmulningi á yfir- borði. Klæðningin fæst í þremur grófleikum og þykktum og er fáan- leg í 10 htum. Stoneflex er með 10 ára ábyrgð gegn sprungumyndun og að mulningur losni. Þessi klæðning er höggþolin, veðrunar- þolin og orkusparandi þegar hún er notuð með einangrun. Hún er fest á grind, annaðhvort ein sér eða með óbrennanlegri einangrun. Klæðningin er eldþolin og sam- þykkt af Brunamálastofnun og hentar á öll hús, há sem lág, eldri byggingar og nýbyggingar. Það er hægt að klæða með henni allt árið. Hún veitir góða vörn gegn alkalí- og frostskemmdum og ónæm gagn- vart fúa og öðrum eyðandi efnum. Steni Steni plötuklæðningin er eins og Stoneflex framleidd úr polyester en með marmaramulningi á yfirborði en að öðru leyti með líka uppbygg- ingu og virkiú. Þetta eru norskar plötur sem hafa verið í framleiðslu síðan 1965 og verið notaðar hér- lendis frá árinu 1973. Steni klæðn- ingin er seld með 10 ára ábyrgð og er samþykkt af Brunamálastofnun og er annaðhvort notuð ein sér eða með óbrennanlegri einangrun. Formica Þessi klæðning er framleidd úr pappa og sellulósastyrktu hituðu resíni og er framleidd í mismun- andi þykktum. Hún er laus við as- best og þarf lítið viðhald og er mjög auðveld í þrifum. Hún er þrifm með vatni og sápu á meðan margar aðr- ar utanhússklæðningar þarf að þrífa með háþrýstiþvotti. Þetta er falleg klæðning sem má nota jafnt inni sem úti en hún hefur fengið samþykki til klæðningar á allt að 4 hæða há hús. Báðar hliðar þessar- ar klæðningar eru eins þannig að það má snúa þeim við ef eitthvað skemmist. Klæðningin er til í 19 mismunandi litum. Miravall Um er að ræða húðaðar plötur úr ál-manganblöndu. Sindri hefur látið gera samanburðarprófanir erlendis í samræmi við staðla á tæringarþoh mismunandi yfir- borðshúða og stendur umrædd húð sig mjög vel í þeim samanburði. J-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.