Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1994, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1994, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1994 29 Hús oggarðar Böm og garðurinn - er garðurinn eingöngu fyrir augað eða er hann einnig athvarf bamanna? Þegar garöar eru skipulagðir virðist oft gleymast að gera ráð fyrir börn- um í þeim. Þrátt fyrir að leikvellir séu yfirleitt í hverju hverfi er það er ekki á færi allra að gæta barna þar, fyrir utan það að foreldrar þurfa að sinna ýmsum öðrum störfum með- fram barnagæslu. Það er því nauð- synlegt að börnin eigi athvarf í garð- inum, hvort sem um einbýli eða fjöl- býh er að ræða. Hér í eina tíð var mikið um að hom eða hluti garðsins væri tekinn frá fyrir börnin og mjög oft lítill kofi smíðaður. Lítill kofi þarf alls ekki að vera lýti eins og meðfylgjandi mynd- ir sýna. Börnin hafa eitthvað við að vera og kofinn er foreldrum hjálp í barnagæslu. Staðsetning leik- svæðisins í garðinum Svæðið sem börnunum er ætlað þarf að vera þannig staðsett að auð- velt sé að fylgjast með þeim úr eld- hús- eða stofuglugga, eða þar sem aðalverustaður heimfiisfólksins er. Á þessum síðustu og verstu tímum virðast mörg börn hvorki fá næga hreyfingu né útiveru og jafnvel heyr- ist það að hreyfigeta barna þroskist ekki eðhlega, einfaldlega vegna hreyfingar- og áreynsluleysis. Þetta kann að vera rétt því þegar hugað er að þá eru mörg börn oftast keyrð á milli staða í bíl og ganga lítið. Úti- vera er ekki næg og ofan á það bæt- ist kyrrseta inni við, þegar horft er á myndbönd eða setið við leikjatölvu. Hús fyrir lítið fólk Kofar geta verið af öllum stærðum og gerðum en gott er að hafa opnan- legan glugga með syllu og hurð. Þá er hægt að koma inn litlu borði og bekkjum þannig að kofinn nýtist vel í dúkkuleik, búðarleik eða tfi að drekka síðdegiskaffið í. Það er jú staðreynd að börn taka fljótlega full- orðið fólk sér til eftirbreytni og herma eftir atferh þess. Eftir að börnin eru hætt að leika sér í kofan- um og barnabörnin ókomin er hægt að nota hann fyrir eitthvað annað eða selja hann eða gefa. Góð slétt grasflöt er kjörin til leikja, en besta leiöin til að losna við mosa í flötinni er einmitt að hafa umgang á henni nema rétt á vorin þegar mesta bleytan er að síga úr jarðveg- inum. Þau leiktæki sem gjarnan eru höfð í görðum eru lítfi róla, lítih sand- kassi oft með borði í miðju eða á brúnum, gormatæki, en þau eru tfi á mörgum stöðum og taka ekki mikið pláss, lítill bátur og vegasalt, svo eitt- hvað sé nefnt. Fjölbýhshúsalóðir eru yfirleitt mun stærri en lóðir einka- garða og bjóða því eðlilega upp á meiri fjölbreytni í leiktækjum. Þá er gott að gefa börnum aðgang að slétt- um vegg þar sem hann er til staðar, svo hægt sé að verpa eggjum eða leika sér með 2-3 litla bolta samtímis. Homamói Margir foreldrar sem áttu þess kost að vera í sveit að sumarlagi á sínum barnsárum eða eru í sveit muna vel eftir ljúfum stundunum í hornamó- anum, þar sem sýslað var við bú- stofninn; leggi, völur og kjálka. Í nokkrum görðum má sjá eftirhking- ar af litlum burstabæjum tfi skrauts en þau má gera þannig að þau nýtist sem húsakostur bústofns barnanna. Þrátt fyrir að börn hafi ekki verið í sveit, þá sýna þau fljótt áhuga á þess- um leik ef foreldrar kynna þeim hann og finnst þessi umsýslan mjög spennandi. í stað beinanna má nota skeljar, steina, tré eða plastdýrin sem fást í flestum leikfangaverslunum. Þá er yfirleitt tfi mikið úrval af ódýr- um plastdráttarvélum, heyvögnum og öðrum tækjum sem tilheyra bú- skapnum. Girðingar Góð barnheld girðing er nauðsyn- leg ef um ung börn er að ræða. Marg- ir möguleikar eru til sem falla vel að gróðri og eru ekki til lýta. Það þarf bara að gæta þess að girðingin sé þannig úr garði gerð að börnin Þessi fallegi kofi fæst hjá Leikfangasmiðjunni, Bildshöfða 16, og kostar aðeins 49.600 kr. Bekkir og borð fylgja með. Leikfangasmiðjan framleiðir þennan sandkassa í stærðinni 180x180 cm úr gagnfúavarinni furu og kostar hann kr. 14.300. Hann er heimkeyrður á höfuðborgarsvæðinu og sandur settur í hann kaupendum að kostnaðar- lausu. Eruð þið orðnir þreyttir á margendurteknum sprunguviðgerðum. Talið við okkur því við höfum lausnina. Síðan árið 1981 höfum við klætt yfir 500 hús víðs vegar um landið með ISPO-MÚR. ISPO-MÚR er góður og ódýr kostur. ISPO-klæðning er mun ódýrari en þú heldur. Gerum föst verðtilboð þér að kostnaðarlausu. Múrklæðning hf. Smiðsbúð 3, 210 Garðabæ, sími 658826, fax 658824 Það þarf einnig að vera hreint og þrifalegt í kringum lítil hús. Þessi bursta- bær er heimasmiðaður af 17 ára strák sem var að byrja í húsasmíði. geti ekki meitt sig á henni. Girðingu má svo fjarlægja þegar börnin fara að leika sér utan garðsins. Þegar farið var að kanna hvar hægt væri að kaupa leiktæki var markaðurinn stærri en hugað var í fyrstu. Haft var samband við nokkra söluaðila sem hafa þessar vörur á boðstólum og grennslast fyrir um verð og annað á þeim leiktækjum sem henta í garða og minni svæði. Það er gott að gefa sér góðan tíma áður en leiktæki eru keypt og fara á alla staði og skoða áður en kaupin eru endanlega ákveðin. BYKO, er með talsvert úrval af leiktækjum sem henta í garða en þeir flytja inn vörur frá tveimur framleiðendum. Hægt er að téngja öh tæki saman þannig að hægt er að bæta stöðugt við, þannig að úr verði nokkurs konar lítill kastah. Rólur kosta kr. 23.000 og minnsti kastalinn er á ca kr. 60.000. Jóhann Helgi & Co., Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði, flytur inn LAPPSETT vör- ur sem eru fmnskar og hafa hlotiö verðlaun og viðurkenningar fyrir um- hverfisvæna, örugga gæðaframleiðslu. Öll framleiðsla LAPPSATT er með GS-shmpfi frá German Safety Control Organizaöon og fylgir DIN staðli um leiktæki. Fyrir utan leiktæki framleiða þeir garðhúsgögn, æfingatæki fyrir trimmsvæði, hjólabrettabrautir, vatns- rennibrauör o.m.fl. Ódýrasta LAPPSATT gormatækið kostar kr. 38.700, vegasalt er á kr. 33.200, sandkassi 310x310 cm á kr. 28.700. Hægt er að fá margar tegund- ir af rólum og gúmmíundirlag undir leiktæki. Barnasmiðjan, Gylfaflöt 7, Garðabæ, er með vandaða, íslenska framleiðslu sem hloöð hefur mikla athygli. Hjá þeim kosta gormaleik- tæki kr. 40.760-41.000, vegasalt kr. 51.195, rólur kr. 27.040, sandkassi 150x150 cm með botni úr krossi með borði kr. 14.974. Á. Óskarsson, Háholti 14, Mos- fellsbæ, er með ódýrustu gormatæk- in á kr. 37.400, en hann býður upp á 18 tegundir gormatækja, gormavega- sölt á kr. 86.703, rólur kr. 79.128, sulluborð kr. 61.670, borð í sandkassa á kr. 23.697, sandkassa á kr. 72.428 og rennibraut á kr. 81.388. Ingimar Guðmundsson, Dalbraut 3, Reykjavík, smíðar mjög faheg og vönduð dúkkuhús í nokkrum verð- flokkum. Húsin eru með lítilli ver- önd, gluggum með 4 mm plasö í og tvískiptri hurð svo hægt sé að vera í búðarleik. Ódýrasta húsið hjá hon- um kostar 49.000. Hann framleiðir einnig sterk og vönduð garðhúsgögn. Leikfangasmiðjan, Bíldshöfða 16, Reykjavík, býður upp á ódýr, vönduð dúkkuhús, sem kosta kr. 49.600, sandkassa á kr. 14.300, kassabíla, vörubíla, dúkkuvöggur o.m.fl. Heildverslun B.B., Skútuvogi 11, Reykjavík, flytur inn lítil bjálkahús í Knutab seríunni, en þau hafa hlotið samþykki Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins várðandi þol gagnvart íslenskum aðstæðum. Vélaverkstæði Bernhars Hannes- sonar, Síðumúla 17, Reykjavík, smíð- ar leiktæki fyrir opin svæði sem og minni garða. Þeir eru með rólur á kr. 33.175, rennibraut á kr. 53.600 og vegasalt á kr. 22.650. Þá eru þeir með svifrá á kr. 9.500 og klifurboga á kr. 23.300. Þetta eru sterkar vörur, aðal- lega úr járni. Þá eru þeir með vörur til alls kyns íþróttaiðkana. Falleg og sterk ál-garðhúsgögn hvít og græn frá 25 kr. Klómabmt á 390 kr. ■L

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.