Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1994, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1994, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1994 25 »ki<< tónim r - 'rr** Allt í blóma hjá Vinum vors og blóma - ný plata hljómsveitarinnar var hljóðrituð í bútum víða um borgina Fimmmenningamir i Vinum vors og blóma unnu plötuna sína, Æði, á mettíma. Þeir hófu verkið 17. maí og luku því áttunda júní. Svo mikið gekk á að flest hljóðver höfuðborg- arinnar voru notuð, meira að segja kaflistofa eins þeirra. Þegar hljóð- verin þraut fór Njáll Þórðarson hljómborðsleikari heim til sín með upptökutæki og báetti þar við nokkrum tónum. Aðeins einnmað- ur hafði yfirsýn yfir verkið sem var unnið í svo miklum bútum að liðs- menn hljómsveitarinnar höfðu ekki hugmynd um hvernig platan þeirra myndi hljóma fyrr en hún kom úr „masteringu" í Lundúnum. Sá sem best vissi um framgang verksins var Addi 800. „Það er honum að þakka að platan varð til,“ segir Njáll Þórðarson. „Hann hefur alla tíð haft trú á okkur og þegar við vorum að hugsa um að hætta við plötuna vegna tímaskorts kom hann og sagði að víst gætum við lokiðverkinu. Viðeigum Addamikið að þakka. Hann hefur líka unnið með okkur frá fyrstu tið þegar við vorum að taka fyrstu skrefin í hljóðverinu Stöðinni og hann þekkir okkur út og inn.“ Meðan á upptökum stóð spiluðu Vinir vors og blóma af fullum krafti á dansleikjum um hveija helgi auk þess að sinna ýmsum öðrum þáttum sem tilheyra rekstri hljómsveitar. Engin furða að þeir sinni ekki lengur öðrum störfúm en tónlist og því sem henni tengist. Allir nema einn „Siggeir bassaleikari (Pétursson) vinnur fulla vinnu með spilamennskunni," segir Njáil. „Þrjá til fjóra daga í viku er hann skipstjóri hjá Eyjaferðum og þarf því að sækja vinnu til Stykkishólms. Þetta er vinna frá átta á morgnana til miðnættis svo að hann er tvímælalaust sá okkar sem er mest önnum kafinn. Annars gefum við okkur alla í þessa baráttu og það má raunar segja að við höfum varla séð fjölskyldur okkar síðan þriðja maí þegar sumarvertíðin hjá okkur hófst.“ Frjáls geröi gæfumuninn Það var lagið Frjáls sem kom Vinum vors og blóma á kortið. Það sló í gegn í vor og náði meðal annars upp í þriðja sæti íslenska listans. Hljómsveitin náði síðan að fylgja þessum vinsældum lagsins vel eftir. „Það er í raun og veru stutt síðan við uppgötvuðum hve mikið lagið gerði fyrir okkur,“ segir Njáll. „Þegar við fórum að fara út á land tU að leika á dansleikjum komumst við að því að allir þekktu lagið, kunnu textann og gátu sungið með. Við höfum þvi raunar verið að fylgja því lagi eftir með dansleikjahaldi og nýju plötunni. Velgengni? Jú, viö erum eiginlega háifklökkir yfir því hve vel okkur hefur verið tekið í sumar,“ segir NjáUafsannfæringu. „Viðerumekki í þessum bransa fyrir peningana heldur einungis tU að hafa gaman af og gera vel það sem við gerum. Við notum stærsta hljóðkerfi landsins, höfum ljósamann og reynum að halda standardinum þeim sama hvar sem við erum á landinu. TU þess að geta staðið undir þessum rekstri verðum við að leita tU fyrirtækja tU að styrkja reksturinn og okkur hefur verið merkUega vel tekið hjá þeim. Rútan verður þakin auglýsingum og við göngum í Smimofíbolum og með Black & Decker húfur. Án þessa gætum við ekki staðið í rekstri hljómsveitarinnar án þess að tapa peningum." Nýliöar í hópnum Vinir vors og blóma eru nýliðamir í framlínu íslensks dægurtón- listarlífs. Keppinautar þeirra hafa flestir verið að í nokkur ár og sumir aUmörg ár. Já, við erum nýtt blóð í þessum hópi frá A til Ö,“ segir Njáll Þórð- arson. „Okkur hefui' yfirleitt verið vel tekið af keppinautum okkar þótt einn og einn sé svekktur yfir því að við fáum fleiri gesti á dansleikina okkar en hann á sína. Fyrst í stað fengum við einhveijar glósur á bakið um að við værum hinir nýju Greifar og eitthvað þess háttar. Við erum alveg hættir að heyra það.“ Vinir vors og blóma ætla að halda sama vinnuhraðanum í sumar og fram á haust. Þeir verða til dæmis á Vinir vors og blóma: Keppinautarnir hafa yfirleitt tekið þeim vel. DV-mynd ÞOK þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og hafa þegar bókað sig á dansleiki fram í október. „Ég heyrði utan að mér um daginn að hugmyndin væri sú að taka frí í janúar og febrúar og nota tækifærið seinni mánuðinn og taka upp nýja plötu úti i London," segir Njáll. „Eftirverslunarmannahelgina er reyndar ætlunin að fara afsíðis og semja lög fyrir næstu plötu. Það gefst vel að gera það í friði og ró einhvers staðar. Lögin á Æði voru til dæmis samin að Flúðum í janúar síðastliðnum. Við höfum gert góðan þriggja plötu samning við Skífuna og erum í rauninni bara rétt að byrja ferilinn.“ Tónlistargetraun DV og Japis Tónlistargetraun DV og Japis er léttur leikur sem allir geta tekið þátt í og hlotið geisladisk að launum. Leikurinn fer þannig fram að í hverri viku eru birtar þrjár léttar spurningar um tónlist. Fimm vinningshafar, sem svara öllum spurningunum rétt, hljóta svo geisladisk í verðlaun frá fyrirtækinu Japis. Að þessu sinni eru verðlaunin Greatest Hits með hljómsveitinni Nazareth. Hér koma svo spurningamar: 1. Nefniö a.m.k. einn söngvara eða söngkonu sem syngur með Megasi á nýútkominni plötu, Drög að upprisu. 2. Hvað heitir nýja platan með Leonard Cohen? 3. Hvað heitir nýja platan með Stone Temple Pilots? Rétt svör sendist DV merkt: DV, Tónlistargetraun Þverholti 11 105 Reykjavík Dregið verður úr réttum lausnum 21. júlí og rétt svör verða birt í tónlistarblaðinu 28. júlí. Hér eru svörin úr getrauninni sem birtist 30. júní: 1. Drög að upprisu. 2. íslandsklukkur. 3. Kór Langholtskirkju. Nefnið a.m.k. einn söngvara eða söngkonu sem syngur með Megasi á nýútkominni plötu, Drög að upprisu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.