Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1994, Blaðsíða 4
26
FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ1994
Svartklæddi Kanadamaður-
inn lætur í sér heyra
- Leonard Cohen sendirfrá sér hljómleikaplötu með þverskurði af ferli sínum
Leonard Cohen er rólegur í tíðinni
þegar plötuútgáfa er annars vegar.
Frá því aö I’m Your Man kom út liðu
fjögur ár þar til hann lét næst frá sér
heyra. En núna, aðeins tveimur árum
eftir að The Future kom út, sendir
hann frá sér nýtt hljómfang, - plötuna
Cohen Live. A henni eru þrettán lög,
hljóðrituð á hljómleikum árin 1988 og
1993.
Cohen kom sem kunnugt er til
íslands og lék fyrir fullu húsi í
Laugardalshöll i júní 1988. Upp-
tökumar á Cohen Live frá því ári eru
frá því í apríl, maí og október og eru
undirleikararnir flestir eða allir
hinir sömu og á tónleikunum í
Höllinni. Á hljómleikaferðinni i fyrra
var mannskapurinn nokkuð annar.
Söngkonumar Perla Batalla og Julie
Christensen vom þó á sínum stað, svo
og Bob Furgo hljómborðs- og
fiðluleikari, Steve Meador trommu-
leikari og Bob Metzger sem lék á gítar
og fetilgítar. En þrátt fyrir nokkrar
breytingar á liðsskipan er andinn í
öllum lögunum hinn sami, þægilegur
og letilegur og fellur vel að
takmarkaðri söngrödd Cohens.
Ljóð og textar
Leonard Cohen hefur marglýst því
yfir að hann líti ekki á sig sem
jjóðskáld heldur eingöngu laga- og
textahöfund sem rauli lögin sín á
plötum og tónleikum. Aður en
tónlistarferillinn hófst árið 1967 vora
gefnar út nokkrar bækur með ljóðum
hans og einnig tvær skáldsögur.
Fyrsta ljóðabókin var Let Us
Compare Mythologies. Hún kom út
Pretenders
- Last of the Independents:
★ ★ ★
Last of the Independents er plata sem
leynir á sér; virkar kannski ekkert
sérstök við fyrstu áheym en vinnur jaint
og þétt á við frekari hlustun. -SþS
Julio Iglesias-Crazy:
★ ★ ★
Crazy er plata sem á alla athygli skilda.
-SþS
Jet Black Joe -You Ain't here:
★ ★ ★ ★
Sveitin sýnir enn aukinn þroska í
tónsmíðum auk þess sem hún
stílhreinsar hljóminn fyrir erlendan
markað. -GBG
HörðurTorfa-Þel:
★ ★ ★ i,
Niðurstaðan er 17 lög sem spanna öil
þessi 23 ár og gefa gott yfirlit yfir
þroskaferil tónlistarmannsins Harðar
Torfasonar -SþS
Ýmsir flytjendur
- íslandslög 2:
★ ★ ★
AUt er vandað og nostursamlegt.
Maður fær það á tilfinninguna að
stjórnandinn hafi alltaf fengið tíu í
smíði. -ÁT
Dos Pilas- Dos Pilas:
★ ★ ★
Dos PUas eiga hrós skUið fyrir þessa
útsetningu. -GBG
Páll Óskar og Milljónamæringarnir
- Milljón á mann:
★ ★ ★ ★
Hápunktur plötunnar verður að teljast
dúett þeirra Bogomils og Páls Óskars í
laginu Something Stupid sem er hvað
þekktast í flutningi Franks og Nancy
Sinatra. -GBG
árið 1956 þegar Cohen var tuttugu og
tveggja ára. - Hann verður með
öðrum orðum sexfugtir á þessu ári.
Að hans dómi eru Ijóðin frá því í
gamla daga ágæt.
„Þegar ég lít yfir ljóðin sem ég orti
fimmtán eða sextán ára geri ég mér
grein fyrir að andinn hefur verið á
undanhaldi allt síðan þá,“ segir hann.
„Ég hef verið upp á mitt besta um
fimmtán ára aldurinn. Við gleymum
því með tímanum sem við hugsuðum
fimmtán ára gömul en ef við
varðveitum það á varanlegu formi og
skoðum síðar á ævinni uppgötvum
við kamiski að þá var sköpunargáfa
okkar upp á það allra besta. Ég hef
aldrei samið lag við ljóð,“ bætir
Cohen við. „Ég þekki muninn á ljóði
og texta og nú sem ég eingöngu
söngtexta. Einhverjir halda að þetta
séu ljóð en það er ragl.“
Ljóðskáldið og rithöfundurinn
Leonard Cohen komst ungur að raun
um að hann gat ekki lifað af
ritstörfunum einum í Montreal í
Kanada. Hann sneri sér því óskiptur
að tónlistinni. Reyndar var hann í
hljómsveit um skeið áður en fyrsta
platan kom út en sú sveit lék aðallega
kántrítónlist og þjóðlagapopp. En
árið 1967 kom platan The Songs of
Leonard Cohen.
Leonard Cohen út og hitti rækilega í
mark. Listamaðurinn segir að ekki
hafi legið að baki nein úthugsuð
markaðsfræði. Hann hafi einfaldlega
verið á réttum stað og á réttum tíma.
Hippar tóku tónlist hans tveimur
höndum. Sjálfur segist Cohen ekkert
hafa verið sérlega vel að sér í
hippafræðum. Hann hafi búið á
grísku eyjunni Hydru og því ekki
vitað nákvæmlega hvemig menning
unga fólksins var að þróast heima í
Ameríku.
Eftir útkomu fyrstu plötunnar má
segja að vegur Leonards Cohens hafi
stöðugt farið minnkandi sem
tónlistarmanns - raunar allt þar til
I’m Your Man kom út árið 1988.
Fjórum árum áður kom út platan
Various Positions sem fékk
sæmilegar viðtökur í Evrópu en var
ekki einu sinni gefin út vestanhafs.
„Það eru tveir eða þrír hippar í
Greenwich Village sem nenna enn að
hlusta á mig,“ sagði Cohen á
blaðamannafundi hér á landi árið
1988. „í Evrópu virðist hins vegar
vera að vakna nýr áhugi á tónlistinni
minni. Kannski er komin fram ný
kynslóð sem er að uppgötva mig. Ég
held því raunar fram að lögin mín séu
eins og Volvo bílar - endist í þrjátíu
ár!“
Ekki er gott að segja hvort Cohen
hafi ótrú á lögunum á plötunni The
Future. Að minnsta kosti var ekkert
þeirra valið á nýju hljómleika-
plötuna. Þar er hins vegar þver-
skurður af ferlinum fram til 1992.
Suzanne af fyrstu plötunni er að
sjálfsögðu á sínum stað. Bird on a
Wire sömuleiðis og einnig Joan of
Arc svo að nokkur af gömlu lögunum
séu nefnd. Af hinni tíu ára gömlu
Various Position era tvö lög og önnur
tvö af I’m Your Man.
plttugagnrýni
Van Morrison
- A Night in San Francisco
★ ★★Á
Stórfeng-
legur
kokkteill
Þau era orðin æði mörg árin síöan
Van Morrison sendi síðast frá sér
tónleikaplötu og löngu kominn tími
á slikt. Þess vegna er mikill fengur
að þessari tvöfoldu tónleikaplötu þar
sem meistarinn, aðstoðarmenn hans
og gestir fara hreinlega á kostum. Sú
einstaka breidd sem Morrison ræður
ýfir sem söngvari og tónlistarmaður
kemur glögglega í ljós á þessum
plötum. Hér er boðið uþp á soultón-
list, jass, blús, rokk, fönk og ballöður
sem er hrært saman í ótrúlegan
kokkteil sem greinilega heldur
áheyrendum á tánum allan tímann.
Stemningin er einstök og skilar sér
vel heim í stofu. Morrison og félagar
fara hér vítt og breitt um lagasafn
hans sjálfs en að auki slæðast með
margvísleg önnur lög, fræg og minna
fræg. Meðal þekktra laga Morrisons,
sem heyrast hér, eru You Make Me
Feel so Free, Beautiful Vision, Tupelo
Honey, Moondance, Have I Told You
Lately That I Love You og Gloria og
meðal annarra frægra laga má telja
Stormy Monday, Have You Ever
Loved a Woman, Help Me, Good
Morning Little Schoolgirl, It’s a
Man’s Man’s World, Lonely Avenue
og Shakin’ All over. Sannarlega
girnilegur kokkteill. Og gestir
Morrisons eru ekki af verri
endanum, meðal þeirra má nefna
Georgie Fame, John Lee Hooker,
Junior Wells, Jimmy Witherspoon að
ógleymdri saxófóndrottningunni
Candy Dulfer sem að öðrum gestum
ólöstuðum sýnir stórkostlegustu
tilþrifin. Það sem gefur þessum
tónleikaupptökum einstakt gildi er
sú djammstemning sem næst upp,
lögunum er blandað saman í syrpur
þar sem eitt lag leiðir af öðru og
syrpan endar svo kannski aftur á
upphaflega laginu. Ef menn ætla sér
að kaupa eina plötu á ár inu sem hefur
allt þá er þetta platan.
Sigurður Þór Salvarsson
Gipsy Kings - Greatest Hits
★★★★
Skothelt
safn
Enginn fer í fötin þeirra Gipsy
Kings-manna þegar sígaunatónlist
með rokkívafi er annars vegar. Þeir
hafa verið konungar slíkrar tónlistar
allt frá því að Reyes-bræður tóku
Baliardo-strákana í hljómsveitina og
breyttu nafni hennar úr Los Reyes í
Gipsy Kings.
Fyrsta platan undir Gipsy Kings-
nafninu kom út 1987 og hin nýjasta
er frá þvi í fyrra. Á plötunni sem hér
er til umfjöllunar era allir stærstu
smellir fer ils hlj ómsveitarinnar og ég
sé ekki i fljótu bragði að neinu sem
máli skiptir sé sleppt. Hér er því um
skothelt safn að ræða, einkar hentugt
fyrir þá sem ekki hafa haft fyrir því
að eignast allar plötur Gipsy Kings
og vilja aðeins geta hlustað á
vinsælustu lögin, svo sem Bamboleo,
Volare, Baila Me og Eschucha Me,
svo að nokkur séu nefhd.
Alls era sautján lög í safninu, þar
af sjö frá árinu 1987. Þá sýnist mér að
hljómsveitin hafi staðið á
hátindinum. Spilamennskunni hefur
reyndar síður en svo farið aftur með
árunum. Hana hefur Tonino
Baliardo leitt af öryggi. En hlutfall
vinsældapoppsins hefur minnkað,
eins og sjá má þegar rennt er yfir það
frá hvaða árum lögin á plötunni era.
Endahnúturinn á henni er svo syrpa
nokkurra þekktra laga sem hefur
verið pakkað haganlega inn í lagið
Bamboleo og settur sterkur
danstaktur á allt saman.
Ásgeir Tómasson
Vinir vors og blóma - Æði
★★<
Popp í
kroppinn
Hljómsveitin Vinm vors og blóma
er ein af fáum íslenskum
hljómsveitum sem viðurkennir að
tónlistarstefna hennar sé fólgin í því
að spila svokallað „píkupopp”. í þann
stutta tíma sem hún hefur starfað
hefur þessi stefha verið sýnd í verki
og lög eins og „Gott í kroppinn" og
„Frjáls" náð feiknahátt á vinsælda-
listum. Nú fyrir stuttu gaf
hljómsveitin út ellefu laga plötu sem
ber nafnið Æði. Á henni er allt í
samræmi við stefnu hljóm-
sveitarinnar. Platan er uppbyggð á
einföldu poppi sem á sér þann draum
æðstan að komast inn á
vinsældalista. Þeir mega eiga það,
strákamir, að þeir eru sjálfum sér
samkvæmir i lagasmíðum en
ýmislegt hefði getað betur farið.
Hljómurinn á plötunni er með
eindæmum góður, nálægt því besta
sem hefur komið frá íslenskum
tónlistarmönnum, enda platan
„masteruð“ erlendis. Hljóðfæra-
leikur er strákunum til hróss,
markviss og smekklegur. Það sem
greinarhöfundur finnur aðallega
fyrir við hlustun á plötunni eru
hjákátlegar og jafnvel flatar
sönglínur sem ekki ná að hefja sig til
flugs. Þetta á sérstaklega við í lögum
eins og „Æði“, „Maður með mönn-
um“ og „Diskóskutlan“. Einnig
mætti Þorsteinn G. Ólafsson eyða
smápeningimi í söngtíma til að öðlast
meiri vídd í röddina sem annars er
lagviss. Textar mættu einnig öðlast
aðeins meiri dýpt en strákamir gefa
aðstoðartextahöfundunum Stefáni
Hilmarssyni og Friðriki Sturlusyni
lítið eftir enda eru þeir af sama
gæðaflokki. Það er ekki sniðugt að
blanda eldra efiii sman við nýtt þó
það sé sök sér í tónleikaútgáfunni af
„Gott í kroppinn“. Þau lög sem era
hvað líklegust til að ná auknum
vinsældum erú lögin „Tólin“ og
„Himinn", sem er minningarlag um
vin stákanna, en í því lagi er það
engin önnur en Ellen Kristjánsdóttir
sem ljær drengjunum rödd sína. í
heildina er platan gott byijendaverk
og ágætis „popp í kroppinn".
Guðjón Bergmann