Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1994, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1994, Síða 5
FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1994 Bjórhátíð áCafé Royale Um helgina verður bjórhátíð á kaffihúsínu Café Royale í miðbæ Hafnarfjaröar. í kvöld verður boðið upp á íjölbreytta dagskrá þar sem Steinn Ármann Magnús- son verður kynnir kvöldsins og heldur Hafnfirðingum í góða skapinu. Boðið verður upp á mat- arkynningar, vínkynningar, skemmtilega leiki, jóðlmeistari Hafnarfjarðar verður uppgötvað- ur ogkveðið verður Ijóð um bjór- menningu Hafnfirðinga. Guð- mundur Rúnar sér um að halda öllum f stuði fram undir morgun. Á laugardagskvöld verður dag- skráin endurtekin en þó með ýmsum skemmtUegum breyting- um. Göngu- ferðá Akureyri Á sunnudag stendur Minjasafn- ið á Akureyri fyrir gönguferð um imibæinn undir leiðsögn. Lagt verður af stað frá Laxdalshúsi kl. 13.30. Gengið verður um gömlu kaupstaðarlóðina, eftir Fjörunni og endað við Minjasafnið. Þátt- takan er fólki að kostnaðarlausu. Laxdalshús verður opið frá kl. 13 á sunnudag til kl. 17 en þar hang- ir uppi Ijósmyndasýningin Akur- eyri - svipmyndir úr sögu bæjar sem sýnir þróun byggðar á Akur- eyri. Einnig verður myndbandið Gamla Akureyri sýnt. Sumar- ferð Átt- hagafélags Sandara í tilefni af 40 ára afinæli Átt- hagafélags Sandara í Reykjavík efmr félagið til sumarferðar vest- ur á Hellissand á Snæfellsnesi um helgina. Boðið verður upp á fjöl- breytta dagskrá og hefst hún á fóstudagskvöld kl. 23 með varð- eldi, söng og leikjum. Á laugar- dagsmorgun verður fariö í báts- ferð frá Rifi og skoöunarferð fyrír jökul. Unglingadansleikur hefst kl. 21 og mun hljómsveítin Venus halda uppi fjöri. Kl. 23.30 er svo dansleikur þar sem hljómsveit- irnar Venus og Útrás leika fjTÍr dansi. Akur- eyrarkvöld a Hotel dansleikurinn og skemmtunin á Hótel Sögu sérstaklega tileinkuð Akureyringum og Eyfirðingum, bæði í Súlnasalnum og á Mímis- bar. Valinkunnir tónlistarmenn, s%m tengjast Akureyri, koma þar að sjálfsögðu viö sögu, s.s. Helena Eyjólfsdóttir og Finnur Eydal, Þorvaldur Halldórsson og Gunn- ar Tryggvason. Aðalhljómsveit hússins er hins vegar Gleðigjaf- arnir og dagskráin verður íjöl- breytt að vanda; einsöngur, tví- söngur og tríó, íslensk og útlend iög sem yljað hafa landanum i hálfa öld. Söngvarar Gleöigjaf- anna eru André Bachmann, Bjami Arason og Ellý Vilhjálms. Fjölskyldu- og íþrótta hátíð á Laugarvatni -21. landsmótUngmennafélags íslands „í fyrsta lagi er þetta íþróttakeppni þar sem margir af okkar fremstu íþróttamönnum keppa og starf ung- mennafélaganna er kynnt. Einnig verður viðamikil fiölskyldudagskrá því það verður ýmislegt fleira en íþróttir á dagskrá þótt þær séu vissu- lega góðar. Síðast en ekki síst er lögð sérstök áhersla á umhverfismál því hugað verður að landgræðslu, skóg- rækt o.fl. á mótinu,“ sagði Ólafur Örn Haraldsson, framkvæmdastjóri landsmóts UMFÍ, í samtali við DV. Landsmót Ungmennafélags íslands hófst í gær kl. 15 en því lýkur á sunnudag. Þetta ér 21. landsmótið sem UMFÍ stendur fyrir og í annað skipti sem það er haldið á Laugar- vatni, þar sem öll aðstaða er til fyrir- myndar. íþróttamannvirki eru ný eða nýuppgerð og dagskráin er fiöl- breytileg. Hestaleiga verður á staðn- um.og hestakerra, leiktæki og alls kyns uppákomur fyrir unga sem aldna. Þeir sem vilja fylgjast með HM í knattspyrnu þurfa ekki að örvænta því sjónvarpstæki verða í húsum og tjöldum á svæðinu og risaskjár verð- ur í íþróttahúsi. Ailir ættu því að finna eitthvað viö sitt hæfi. „Við búumst við að 9 til 12 þúsund manns mæti á svæðið en það er auð- vitað háð veöri. Það verður örugg- lega mjög góð aðsókn því það er svo mikið um að vera hérna um helg- ina,“ sagði Ólafur. Aðgangseyri er stillt í hóf og kostar 3 þúsund kr. fyrir fullorðna fyrir alla dagana en 1500 kr. fyrir börn. —.....1 .... -..">-*«**■ rí-í'-r ("ur íþróttamennirnir reyna með sér í frjálsum iþróttum, sundi, knattspyrnu, handknattleik, hestaiþróttum o.fl. en ál- menningur fær að spreyta sig i stafsetningarkeppni. Hlaupið gegn unglingadrykkju A laugárdag fer fram svokallað Fræ-hiaup i Reykjavík. Hlaupið er liður í nýstofnuðu átaki margra aðila undir kjörorðinu Stöðvum unglinga- drykkju. Markmiðið með hlaupinu er að fá fiölskyldur saman til útivist- ar og sýna um leið stuðning við átak- ið. Upphitun fyrir hlaupið hefst við Fræðslumiðstöð í fíknivömum að -Grensásvegi 16 kl. 13.10. Henni stjórnar Anna Sigurðardóttir, þre- faldur íslandsmeistari í parakeppni í þolfimi. í hlaupinu keppir hver við sjálfan sig og ræður því hvort hann gengur, skokkar eða hleypur á fullu. Hægt er að velja á miUi tveggja vega- lengda, 3,1 km og 6,3 km. Allir fá sérstakan viðurkenningar- pening fyrir þátttökuna og boðið er upp á svaladrykk og súkkulaði að loknu hlaupinu. Á eftir gefst þátttak- endum kostur á að fara frítt í sund í boði Reykjavíkurborgar. Hljómleikar í Hafnarborg Á sunnudag kl. 16 verða hljómleik- ar í Hafnarborg í Hafnarfirði þar sem Reynir Guðmundsson tenór syngur við undirleik Ólafs Vignis Alberts- sonar lög eftir Beethoven, Faure og Jón Ásgeirsson ásamt ítölskum og spönskum lögum. Reynir hefur starfað í Bandaríkj- unum í u.þ.b. tuttugu ár sem tónhst- armaður og tónhstarkennari. Hann lauk meistaragráðu frá Boston- háskólanum í tónlistarkennslu og síðar doktorsprófi frá sama skóla í kennslu og fiöhniðlun. Lengst af hef- ur hann starfað í skólum í Nýja Eng- landi og einnig í Puerto Rico. Að loknu doktorsprófi varð hann hsta- ráðunautur í Vestur-Massachusets en býr nú og starfar í Connecticut við skóla New Haven borgar. Reynir Guðmundsson hefur komið víða við með söng sínum sem ein- söngvari með kórum og hljómsveit- um, í óperuflutningi og söngleikjum. 21 Tónleikar í Norræna húsinu - í anda Jenny Lind Á sunnudag kl. 20.30 verða tón- leikar í anda Jenny Lind í Norr- æna húsinu. Flytjendur eru Sus- anna Levonen sópran og Þórólfur Stefánsson gítarleikari. Á efnis- skránni er verk eftir Grieg, De- Falla, Schubert, Rossini auk tón- listar við ljóð eftir Gyröi Elíasson. í anda Jenny Lind er efnisskrá sem Susanna og Þórólfur ferðast meö i sumar um Finnland, Sví- þjóð, Danmörku og ísland. Þau fengu styrk frá Norræna menn- ingarsjóönum til þessarar farar. Jenny Lind var fyrsta sænska söngkonan sem öðlaðist frægð utan síns heimalands. Fimleikar í Árbæjar- safni Hópur frá fimleikadeild Ár- manns mun sýna fimleika í Ár- bæjarsafni á sunnudag. í hópnum eru ungmenni á aldrinum 10 til 18 ára og munu þau sýna ýmis atriöi. Eftir léttar fimleikaæfing- ar mun Tromphópur Ármanns sýna dans og meistarahópur 12 til 18 ára drengja mun sýna sér- stakar æfingar á trampólíni. Messa verður í gömlu safn- kirkjunni kl. 14 en hún var upp- haflega reist á Silfrastöðum í Skagafirði 1842. Prestur er sr. Þór Hauksson Upp- græðsla Hola- sands í dag er sérstök kyrnúng á upp- græðslu Hólasands. Safnast verð- ur saman kl. 13 við Sandvatns- brekku á Kísilvegi við Húsavík. Verkefnið er að græða upp 140 ferkílómetra eyðimörk í alfara- leið að einni mestu náttúruperlu landsins, Mývatni. Landgræðslu- aðgerðir veröa kynntar, svo sem raðsáning Landgræðslunnar og dreift verður slógi frá Fiskiðju- samlagi Húsavíkur. Fulltrúi frá Hagkaupi afhendir veglegt fram- lag til verkefhsins að viðstöddum ráðherrum og þingmönnum auk áhugamanna og sveitarstjórnar- manna. Allir eru hvattir til að mæta og sýna góðu málefni stuðning. Harmón- íkuhátíð á Siglu- firði Á laugardag verður harmón- íkuhátíð á Siglufirði. Harmón- íkuspiiarar víðs vegar aí’landinu munu koma til Siglufiarðar og spila af fingrum fram. Dagskráin hefst kl. 14 á síldarpalli við Dag- slóð og er áætlað að henni Ijúki um kl. 16.30. Fram koma harmón- íkuleikarar úr Dölunum, Þin- geyjarsýslu, Reykjavík og Siglu- firði. Síld veröur söltuð með gamla laginu viö síldarmipja- safniö i Roaldshrakka kl. 15 en síðan tekur við meiri tónlist. Um kvöldið verður svo harmóníku- dansleikur að Hófel Læk þar sem leikið verður fyrfr dansi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.