Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1994, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1994, Page 6
Sagan gerist í Detroit sem orðin er borg martraðanna og tilgangslaust of- beldi er orðið daglegt brauð. Sambíóin sýna: Maverick Sambíóin hafa tekiö til sýninga stórmyndina Maverick meö þeim Jodie Foster og Mel Gibson í aðal- hlutverkum. Myndin gerist í Villta vestrinu og íjallar um metnaðarfulla pókerspil- ara sem allir leita að því sama - stóra vinningnum í stærsta spilinu. Brat Maverick (Mel Gibson) er haldinn mikilli spilafíkn en hefur ótrúlega persónutöfra. Hann öölast þátttöku- rétt í spilinu en tekst á ótrúlegan hátt að tapa honum aftur... og vinna síðan aftur. Maverick er alltaf að lenda í vandræðum með fógetann á hælunum en hin fagra Annabelle Bransford (Jodie Foster) er ávallt skammt undan. Málin leysast þó á óvæntan hátt og stóri leikurinn fer fram... en hver sigrar? Myndin er byggð á gömlum banda- rískum sjónvarpsþáttum og hefur notið mikilla vinsælda í Bandaríkj- unum. Þetta er fyrsta stóra sumar- myndin í ár og það verður enginn svikinn af viðskiptum sínum við Maverick. Maverick lendir í stöðugum vandræðum í endalausri spilafiækju. Laugarásbíó sýnir: Serial Mom Laugarásbíó sýnir um þessar mundir gamanmyndina Serial Mom. Myndin fjallar um hina fullkomnu amerísku fjölskyldu. Við fyrstu sýn virðist mamman (Kathleen Tumer) vera hin fullkomna húsmóðir. Hún heldur heimilinu hreinu, eldar góðan mat, sendir eiginmanninn brosandi í vinnuna og leysir öll vandamál bamanna - í einu orði sagt er hún súpermamma. Mamman gerir allt til að vemda fjölskyldu sína og hún mun gera allt til að vernda fjölskyldu sína og hún mun gera allt til að tryggja hamingju sína... allt! Mamman er nefnilega ekki öll þar sem hún er séð. Myndin fjallar um hina fullkomnu amerisku fjölskyldu en ýmislegt leynist bak við tjöldin. Laugarásbíó frumsýnir: Krákan Laugarásbíó fmmsýnir í kvöld myndina The Crow eða Krákuna. Krákan er síðasta mynd Brandons Lees en hann lést af voðaskoti er á tökum myndarinnar stóð. Sagan gerist í Detroit sem nú er borg martraðanna. Tilgangslaust of- beldi er raunveruleiki þessa staðar, sérstaklega á nótt djöfulsins þegar venjulegt fólk þorir ekki einu sinni út fyrir dyr. En eins og rokksöngvar- inn Eric Draven (Brandon Lee) og unnusta hans, Shelly Webster (Sop- hia Shinas), eiga eftir að uppgötva er maður ekki einu sinni óhultur innandyra á þessu kvöldi. Hópur ribbalda og misindismanna ræðst til inngöngu í íbúð þeirra og myrðir þau á hrottalegan hátt. Sumir glæpir eru svo hræðilegir í tilgangsleysi sínu að þeir krefjast hefndar. Nákvæmlega ári síöar rís Eric upp frá dauðum í krafti yfirnáttúrlegra afla sem hann kann engin skil á. Hann ætlar að ná fram réttlæti fyrir ranglætið sem hann hefur verið beittur. 20. öldin kemur riddaranum og þræii hans heldur betur annarlega fyrir sjónir. Regnboginn sýnir: Gestimir Regnboginn sýnir um þessar mundir frönsku gamanmyndina Le Visiteurs eða Gestina sem hlotið hefur fádæma aðsókn í heimaland- inu. Tæplega 15 milljónir Frakka sóttu sýningar myndarinnar og hún hefur að auki gengið mjög vel í fleiri löndum. Miðaldariddarinn hugumprúði, Godefroy, og þræll hans slysast fram í nútímann þegar kölkuðum seiðkarli bregst bogahstin. Seiöur, sem átti að færa Godefroy aftur í tímann til að breyta hræðilegum atburðum sem áttu sér stað, sendir þá fram til ársins 1993. Þegar Gode- froy og þræll hans vakna á ný hef- ur heimurinn því heldur betur breyst. Hvernig í ósköpunum bregðast þeir við þessari klípu? Höfundur og leikstjóri myndar- innar er Jean-Marie Poiré en með aðalhlutverk fara þau Christian Clavier, Jean Reno og Valerie Le- mercier. FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1994 Kvikmyndir BÍÓBORGIN Simi 11384 Blákaldur veruleiki ★★'/2 Hugguleg litil og gamansöm mynd um unga Bandaríkjamenn i tilvistarkreppu. -GB Fjandsamlegir gislar -k-k'/i Vel leikin og alla jafna hnyttin og skemmti- leg mynd um hjónaerjur og klaufalegan innbrotsþjóf. -GB BÍÓHÖLLIN Sími 78900 Löggan í Beverly Hills ★'/2 Þaö virðist enginn hafa ofreynt sig á því að gera þessa mynd eftirminnilega. Fyrir utan eitt frábært áhættuatriði er ekkert yfir meðallagiogflestundir. -GE Þrumu-Jack ★ Paul „Krókódíla-Dundee” Hogan er langt frá sínu besta hér sem ástralskur útlagi og bankaræningi í villta vestrinu. -G B SAGA-BÍÓ Sími 78900 Hvað pirrar Gilbert Grape? ★★ Mynd í hugljúfari kantinum um ungan mann sem fórnar sér fyrir fjölskylduna en losnar úr prísundinni fyrir tilstilli ástarinnar. -GB HÁSKÓLABÍÓ Sími 22140 Græðgi ★★ Erfingjar gamals moldríks skröggs togast á um arfinn í nokkuð skemmtilegri mynd sem hefði verið enn betri ef hún þættist ekki vera göfugri en húner. -GE Veröld Waynes 2 ★★ Þokkalega fyndið framhald af góðri gaman- mynd. Wayne og Garth eru ennþá þægi- lega lúðalegir sakleysingjar, en sagan hefði að ósekju mátt gefa þeim lausari tauminn. -GE Brúðkaupsveislan ★★★ Mjög sniðuglega gerð og skemmtileg mynd um sviðsett hjónaband og áhrif þess á alla aðila málsins. Forðast farsalæti og sjónvarpshúmor og gerir persónurnar mun raunverulegri en ætla mætti. -GE Beint á ská 33'A ★l/2 Lautinant Drebin og co eru ekki lengur fyndnir nema að örlitlu leyti. Þessi sería er löngu búin að vera og það er vandræða- legt að sjá klórað árangurslaust í bakkann. Einnigsýndí Bíóhöllinni. -GE Nakinn ★★,/2 David Thewlis heldur einsamall uppi nýj- ustu mynd Mikes Leighs með frábærri böl- sýnisspeki og eitruðu háði sem hann hellir yfir alla meðleikara sína á einstaklega lífleg- anhátt. Stjarnaerfædd. -GE Listi Schindlers ☆☆☆ Spielberg tvinnar saman helförina og starf- semi þýsks stríðsmangara í Póllandi með misjöfnum árangri en veitir óneitanlega eina bestu innsýn í þennan kafla mann- kynssögunnar sem má ekki gleymast. -GE LAUGARÁSBÍÓ Sími 32075 Serial Mom ★★★ Kolsvartur og geggjaður húmor. John Waters og leikarar hans I miklu stuði. -GB Lögmál leiksins ★★ Það er fullgróft að sjóða saman formúlu- mynd úr körfubolta og glæpamönnum, en myndin kemst upp með það þar til á þlá- endanum vegna þægilegrar frásagnar. -GE Ögrun ★★ Létt erótik og ádeila á siðavendni kirkjunn- ar manna í Astralíu sem vilja koma vitinu fyrir„subþulegan" listmálara. -GB REGNBOGINN Sími 19000 Gestirnir ★★★ Franskur tímaflakksfarsi af bestu gerð þar sem fornir riddarar glíma við hversdags- hluti ársins 1992. -GB Sugar Hill ★ ,/2 Umbúðir og innihald eiga trauðla saman í frásögn þessari af dópsala sem snýr af villu síns vegar vegna fallegrar stúlku. -G B Nytsamir sakleysingjar ★★'/2 Enn ein hrollvekjan úr smiðju Stephens Kings. Nú eiga íbúar í Cashe Rock í bar- áttu við þann í neðra sem er í líki forngripa- sala. Vel leikin og vel uppbygð spennu- myndsemgamanerað. -HK Kryddlegin hjörtu ★★★ Heillandi frásagnarmáti í bragðmikilli og dramatískri mynd þar sem ýkjukennd sagnahefð nýtur sín vel. Athyglisveró og vel leikin kvikmynd í háum gæðaflokki.-HK Píanó ★★★ /2 Píanó er einstaklega vel heppnuð kvik- mynd, falleg, heillandi og frumleg. Þrátt fyrir að rauði þráðurinn sé erótík með öllum sínum öfgum er myndin aldrei yfirþyrmandi dramatísk. -HK STJÖRNUBÍÓ Sími 16500 Bíódagar ★★★ Friðrik Þór hefur gert skemmtilega og mannlega kvikmynd um æskuár ungs drengs I Reykjavík og I sveit. Sviðsmynd einstaklegavelheppnuð. -HK Stúikan min 2 ★★ Stúikan min er þremur árum eldri, þrosk- aðri og farinn að fá áhuga á strákum. Alveg eins og búast mátti við, þægileg, gaman- söm og rómantísk kvikmynd sem allir geta sættsigvið. -HK Tess í pössun k'A Heldur daufleg gamanmynd um fyrrum forsetafrú sem gerir lifverði sina og aöra snælduvitlausa með uppátækjum sínum. -GB Philadelphia ★★★ Áhrifamikil kvikmynd um eyðnisjúkan lög- fræðing sem fer i mál við vinnuveitendur sina sem ráku hann. Tom Hanks fékk óskar- inn fyrir leik sinn og var það verðskuldað. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.