Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1994, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1994, Side 7
FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1994 23 Messur Árbæjarkirkja: Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Áskirkja: Guðsþjónusta kl. 11.00. Fermdir verða Davíð Fannar Magnússon, Bandaríkj- unum, p.t. Fljallavegur 38, og Ragnar Þór Kristjánsson, Sví- þjóð, p.t. Kleppsvegur 52. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Breiðholtskirkja: Vegna sumarleyfa er fólki bent á aðrar messur í prófastsdæminu. Biblíu- lestur kl. 20.30 í safnaðarheimil- inu. Sóknarprestur. Bústaðakirkja: Guðsþjónusta kl. 11.00. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthías- son. Dómkirkjan: Messa kl. 11.00. Prestur sr. Jakob Á. Fljálmarsson. Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Fella- og Hólakirkja: Helgi- stund kl. 20.30 í umsjón Ragnars Schram. Organisti Ferenc Ut- assy. Prestarnir. Garðakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Fermd verða: Sveina Baldurs- dóttir, Fannafelli 10, Reykjavík, og Halldór Helgi Arnórsson, Ölduslóð 9, Hafnarfirði. Bragi Friðriksson. Grafarvogskirkja: Guðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 12.15 á Hjúkrunarheimilinu Eir. Organisti Ólafur Finnsson. Sr. Vigfús Þór Árnason. Grensáskirkja: Messa kl. 11.00. Prestur sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson. Organisti Árni Arinbjarnarson. Hallgrímskirkja: Messa kl. 11.00. Fermd verða Svanhildur Hafliðadóttir, Bergen, p.t. Akra- sel 19, og Hallgrímur Friðrik Hall- grímsson, London, p.t. Vífilsgata 5. Organisti Kári Þormar. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Orgeltónleikar kl. 20.30. Andreas Liebig, organ- isti i Noregi, leikur. Háteigskirkja: Messa kl. 11.00. Organisti Pavel Smid. Sr. Tómas Sveinsson. Kópavogskirkja: Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti Örn Falkn- er. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Kvennakirkjan: Guðsþjón- usta í Kópavogskirkju sunnu- dagskvöld kl. 20.30. Sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir predikar. Iris Guðmundsdóttir syngur ein- söng við undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Gunnbjörg Óla- dóttir stjórnar almennum kirkju- söng. Kaffi og kaka eftir guðs- þjónustu. Kvennakirkjan. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. Langholtskirkja: Kirkja Guð- brands biskups: Guðsþjónusta sunnudagskvöld kl. 21.00. Prest- ursr. Pálmi Matthíasson. Organ- isti Jón Stefánsson. Laugarneskirkja: Vegna sumarleyfa starfsfólks Laugar- neskirkju er minnt á guðsþjón- ustu I Áskirkju sunnudag kl. 11.00. Neskirkja: Guðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Frank M. Halldórsson. Seljakirkja: Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Valgeir Ástráðsson pre- dikar. Organisti Kjartan Sigur- jónsson. Sóknarprestur. Seltjarnarneskirkja: Messa kl. 1'1.00. Ræðuefni: i sátt við Guð og menn. Prestur sr. Ingólf- ur Guðmundsson. Organisti Hrönn Helgadóttir. Viðeyjarkirkja: Messa kl. 14.00. Prestur sr. Jakoþ Á. Hjálmarsson. Organleikari Mar- teinn H. Friðriksson. Bátsferð úr Sundahöfn kl. 13.30. Þórdís Gísladóttir, hástökkvari úr HSK, verður á meðal keppenda á landsmót- inu á Laugarvatni um helgina. 21. landsmót UMFÍ haldið á Laugar- vatni um helgina Landsmót Ungmennafélags Is- lands verður haldið að Laugarvatni um helgina. Mótið, sem er það 21. í röðinni, var sett á fimmtudaginn og hófst þá keppni í hinum >Tnsum keppnisgreinum. Síðan þá og alla helgina verður látlaus dagskrá frá morgni og fram eftir degi. Mótshald- arar búast við 10-12 þúsund gestum og er staðurinn vel í stakk búinn að taka við öllum þessum fjölda því að undirbúningur hefur allur verið hinn besti og aðstæður eystra mjög góðar. Þetta er í annað sinn sem landsmót er haldið á Laugarvatni, í fyrra skipt- ið 1965 og muna eflaust flestir eftir þeirri einstöku veðurblíðu sem þá var alla dagana. Um helgina er spáð mildu hæglætisveðri. Á mótinu verða saman komnir margir af bestu íþróttamönnum landsins en innan ungmennafélaganna er að finna íþróttamenn í fremstu röð. Bestu körfuknattleikslið landsins munu etja kappi hvert viö annað á mótinu og nægir þar að nefna lið Keflvíkinga, Grindvíkinga, Borgnes- inga og Sauðárkróksbúa sem öll eiga sæti í úrvalsdeildinni. í knattspyrnu- keppninni nægir að nefna lið Kefl- víkinga og Kópavogsbúa sem bæði eiga hð í 1. deildinni í karla- og kvennaflokki. Auk annarra bolta- greina verður keppt í blaki, hand- bolta og borðtennis, svo eitthvað sé nefnt. Ekki má gleyma öðrum keppnis- greinum sem vekja ekki síður at- hygli á landsmóti. Má þar nefna keppni í línubeitingu, hestadóma, dráttarvélaakstur, pönnukökubakst- ur, jurtagreiningu og að leggja á borð. Margt fleira verður á boðstól- um þannig að gestir ættu að hafa nóg fyrir stafni. Mótinu lýkur um kl. 17 á sunnudag og um kvöldið verður lokaball. Útivist: Dags- ferð á Heklu Á laugardag stendur Feröafélagið Útivist fyrir dagsgönguferð á Heklu. Nú er tækifærið að ganga á þetta sögufræga fjall sem er 1491 metri á hæð yfir sjávarmáli. Hekla er eitt af kunnustu eldfjöllum heims. Var það trú margra fyrr á öldum að í Heklu væri inngangur að helvíti. Gangan sjálf er þægileg en tekur sinn tíma. Reikna má með að hún taki að minnsta kosti 8 klukkustundir. Nauðsynlegt er að útbúa sig vel með nesti og góða gönguskó. Léttur klæðnaður þykir góður í gönguferðir en hafa ber í huga að allra veðra er von þegar íslensk fjöll eru annars vegar. Gengið verður á Heklu sem er 1491 metra yfir sjávarmáli. w Fjórir leikir í Mjólkurbikar Fjórír leikir verða í 16-liða úr- slitum I Mjólkurbikarkeppni KSi í kvöld. Akranes og KR leika á Skipaskaga, Grindavík og FH í Grindavík, Valurog Fram á Hlið- arenda og KA og Stjarnan á Ak- ureyri. Allir leíkírnir hefjast klukk- an 20. Stigamót í golfi í Grafarholti Stigamót verður haldið á fé- iagssvæði Golfklúbbs Reykjavík- ur í Grafarholti og hefst á laugar- daginn og stendur fram á sunnu- dag. Mótið gefur stig til landsliðs og munu allir bestu golfarar landsins verða samankomnír í Grafarholti um helgina, 3. deild karla í knattspyrnu Tveir leikir verða í 3. deild is- landsmótsíns í knattspyrnu í kvöld klukkan 20. Tíndastól og Reynir leika á Sauðárkróki og Skallagrímur og Fjölnir i Borgar- nesi. Á laugardag leika Víðir og Bi I Garðinum klukkan 14. Fjórir leikir í 1. deild kvenna Fjórir leíkir verða í 1. deild kvenna t knattspyrnu á laugardag og hefjast þeir allir klukkan 14. Dalvík og Haukar leíka á Dalvík, KR og Breiðablik á KR-vellinum, Stjarnan og Valur á Stjörnuvelli og ÍA og Höttur á Akranesi. Útivist: Gengið á Þyril Á sunnudag verður gengið á Þyril sem stendur við innanverð- an Hvalfjörð að norðan. Fjallið er 388 metra hátt og er úr bas- alti. í hlíðum þess hafa fundist mikið af geislasteinategundum. Reikna má með að gangan teki um 5 klst. Lagt er af stað kl. 10.30 frá Bensínsölu BSÍ. Frítter fyrir börn 15 ára og yngri I fylgd með full- orðnum. Ferðafélagiö: Þrjár helgar- ferðir Farið verður í gönguferð á milli Rauðafossa, Dalakofa og Land- mannalauga um belgína. Fyrri nóttina veröur gist í Dalakofa, vestan Laufafellsá Fjallabaksleið syðri og seinni nóttina I sæluhúsi Ferðafélags íslands í Land- mannalaugum. Gönguferðir verða um Þórs- mörk við allra hæfi um helgina. Gist verður I Skagfjörðsskála í Langadal. Einnig stendur Ferðafélagið fyrir gönguferðum um Lauga- svæðið við Landmannalaugar. Gist verður I sæluhúsi Ferðafé- lags íslands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.