Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1994, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1994, Qupperneq 3
FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1994 25 tónliQt i Grafskrift goðsagnar -Ham lengi lifi! í mars 1988 ruddist fram á mark- aðinn ein umdeildasta rokksveit íyrr og síðar á íslandi. Fyrirbærið kaliaði sig Ham og spilaði þungt rokk með djöfullegum undirtón. Þessi neðan- jarðarsveit spilaði sveitt og þreytt í mörg ár og ávallt bættist við i að- dáendahópinn. Hún reyndi meira að segja fyrir sér erlendis en nú 6 árum síðar hefur hljómsveitin lagt upp laupana. Hljómsveitarmeðlimir segj- ast hafa verið komnir á einstigi, stefnan varð ekki þróuð frekar. Jarðarfórin fór fram 4. júní 1994 í Tunglinu að viðstöddum fjölda manns. Við tímamót sem þessi er rétt að staldra við, líta um öxl og skoða feril þessarar „goðsagnakenndu" sveitar sem Ham var. Myndbandið brennt Suttu eftir stofnun hljómsveitar- innar gaf hún út smáskífu sem fékk nafnið Hold. Platan var mjög umdeild hér á landi og fékk enga útvarps- spilun, auk þess sem hljómsveitinni var bannað að spila á nokkrum stöö- um í Reykjavík vegna árásargimi og hávaðamengimar þeirrar sem hlaust af. Sjónvarpið átti líka sinn þátt í niðurbælingu sveitarinnar og brenndi eina eintakið af myndband- inu Trúbadorssleikjarinn í mótmæla- skyni við myndefnið. í nóvember 1988 hitaði Ham síðan upp fyrir Sykur- molana á fimm tónleikum í Þýska- landi og fékk þar góðar móttökur gagnrýnanda. Útgáfa erlendis Árið 1989 reyndist gott fyrir hljóm- sveitina. Hún kláraði sína fyrstu stóru plötu, Buffalo Virgin, sem fyrirtækið One Little Indian gaf út í október það árið. í kjölfarið fylgdi að koma fram í sjónvarpi og um sumarið spilaði hún á New Music Seminar í New York. Meö henni komu fram hljómsveitimar Risaeðlan og Bless en allar vom þessar hljómsveitir á Þess má geta að meðfylgjandi myndir eru liður í áformum hljómsve'rtarmeðlima Ham um að láta ekki taka myndir af sér persónulega. samningi hjá útgáfufyrirtækinu Smekkleysu. Árið 1990 hljóöritaði nafn vikunnar Ham síðan aðra plötu (Pleasing The Pirhana) en af einhverjum ástæðum var hún aldrei gefm út. Þrátt fyrir þetta komu út tvö lög með henni þetta árið á plötunni World Domination or Death Vol. 1. Annað þeirra var Abba lagið Voulez Vous sem fékk frábærar viðtökur en hitt var hennar eigið lag, Lonesome Duke. Endalokin Árin 1991 og 1992 voru fremur viðburðalítil hjá hljómsveitinni og fór meirihluti tímans í upptökur á kvikmyndinni Sódóma Reykjavík en þar samdi Sigurjón Kjartansson meirihluta tónlistarinnar. Ham átti einnig þrjú lög í myndinni: Partýbær, Animalía og Manifesto. Árið ‘93 kom síðan Saga rokksins út og var hljóð- færaskipan þá eftirfarandi. Sigurjón Kjartansson (gítar og söngur), Óttar Proppé (söngur), S. Björn Blöndal (bassi), Jóhann Jóhannsson (gítar og hljómborð) og Arnar Geir Ómarsson (trommur). Eftir þá útgáfu var hljómsveitin komin á einstigi eins og áður segir og átti aðeins eitt eftir, tónleikaplötu. Sá átján laga minnis- varði var tekinn upp á Tunglinu 4. júní 1994 með aðstoð Sveins Kjart- anssonar og ívars Ragnarssonar og er nú kominn í plötubúðir. Þess má geta að meðfylgjandi myndir eru liður i áformum hljómsveitarmeð-• lima um að láta ekki taka myndir af sér persónulega. Það var Brynhildur Þorgeirsdóttir sem hannaði líknesk- in. Og grafskriftin getur ekki verið önnur en þessi. Ham lengi lifi! GBG Tónlistargetraun DV og Japis lunum. medal þess sem verður boðið upp ýmsir hlutir úr eigu Jimi heitins Hendrix. Þar má nefna hinn V-laga Gibson gítar sem hann lék lengi á og átta strengja Hag- ström bassagítar. Enn- fremurverðurboðinnupp alls kynsfatnaóurúreigu Hendrix,bæöisviösbúni nýlega íleitirnaro nú eru nákvæmlega Woodstock-tónl aðhafaíhuga ai dags í næstu viku. Tónlistargetraun DV og Japis er léttur leikur sem allir geta tekið þátt í og hlotið geisladisk að launum. Leikurinn fer þannig fram að í hverri viku eru birtar þrjár léttar spumingar um tónlist. Fimm vinningshafar, sem svara öllum spurn- ingum rétt, hljóta svo geisladisk að launum frá fyrirtækinu Japis. Að þessu sinni eru verðlaunin safndiskurinn Brit Awards. Hér koma svo spurningamar: 1. Hvað kostar Bogomil Font diskurinn á Hunda- dögum i Japis? 2. Hvað kostar S.H. Draumur diskurinn á Hunda- dögum í Japis? 3. Hvað kostar diskurinn Bein leið með KK á Hunda- dögum í Japis? Rétt svör sendist DV, merkt: DV, tónlistargetraun Þverholti 11 105 Reykjavík Dregið verður úr réttum lausnum 25. ágúst og rétt svör verða birt í tónlistarblaðinu 1. september. Hér eru svörin úr getrauninni sem birtist 4. ágúst: 1. David Byme. 2. Talking Heads. 3. í september. Hvað kostar diskurinn Bein leið með KK á Hundadögum í Japis?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.