Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1994, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1994, Page 4
FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1994 26 > tnlist Sefur m englum - besta plata Neil Young til þessa? Hvað gerii' maður þegar þekktur söngvari kennir lagi hans að hluta til um sjálfsmorð? Neil Young byijaði á því að taka lagið My my hey hey (into the black) af tónleikaskrá sinni eftir sjálfsmorð Kurt Cobain og hóf síðan vinnu að nýrri plötu. Hann hefur verið í bransanum í rúm tuttugu ár og þekkir orðið hvem krók og kima sem þar er að fmna. Hann tók upp sína fyrstu sólóplötu árið 1969 og nú árið 1994 er hann að gefa út sína bestu plötu til þessa, eða svo segja gagnrýnendur handan hafsins. Platan heitir „Sleeps with Angels" og með honum spila engir aðrir en hljómsveitin Crazy Horse. En hvemig hljómar hin týpíska Neil Young plata? Hvað er þaö sem gerir hann svona sérstakan? Sérstakur hljómur „Hvað er það fyrsta sem þú býst við að heyra þegar þú hlustar á Neil Young plötu? Gefðu sjálfum þér eitt stig ef þú segir magnarasuð. Tvö stig ef þú segir: hljómurinn úr gítar Young’s er hann slær máttugan „minor“ hljóm - kklllbrrraaaggg- nngg- nngg. Þrjú stig ef þú segir garg- andi, urrandi hlátur, skotinn niður af víbrandi sneriltrommu. Fullt hús stiga ef þú segir allt ofantalið." Svona lýsir David Cavanagh hjá Q tónlistartímaritinu byrjuninni á Neil Young plötu. Hann hefur lagt töluvert upp úr því að skoða feril Youngs og fylgst með honum allt frá því hann hóf feril sinn árið ‘69. Cavanaugh telur upp plötur eins og After the Goldrush, Freedom, Zuma og Everybody Knows This Is Nowhere auk annarra og segir Sleeping With Angels likjast þeim öllum í senn en samt engr i þeirra. Hann segir plötuna nokkurs konar „Best of . . . “ plötu, bara með nýjum lögum. Young náði áður óþekktum vin- sældum meöal almúgans með „Un- plugged“ plötu sinni þar sem sölu- varan var hann sjálfur. Hann hefúr verið sjálfum sér samkvæmur í tón- smíðum sínum og virðist nú ætla að ná enn lengra í vinsældum sínum meðal fólksins. Marglitt verk Það þarf vart að taka fram- ‘eftir samlíkingar við slíkan fjölda platna að nýja platan er fjölbreytt og marglitt verk. Sjálfur tekur Young sér ný hljóðfæri í hendur, en auk þess að spila á gítar spilar hann á munn- hörpu, tinflautu ogharmóníku. Hinir tónlistarmennirnir fara ekki var- hluta af þessum breytingum og grípa margir hverjir til nýrra hljóðfæra. Frank „Poncho" Sampedro spilar að öllu eðlilegu á gítar en á plötunni spilar hann einnig á bass marimbu, píanó og Wurlitzer. Billy Talbot skiptir frá bassa yfir í víbrafón og bass marimbu og þó Ralph Molina spili einungis á trommumar sínar hefur hann sjaldan gert það betur. Platan inniheldur tólf lög sem eru: My Heart, Prime Of My Life, Driveby, Sleeps With Angels, Westem Hero, Change Your Mind, Blue Eden, Safeway Cart, Train Of Love, Trans Am, Piece Of Crap og A Dream That Can’t Last. Engin viðtöl Þrátt fyrir mikla aulýsingaherferð hefur Young neitað öllum blaða- viðtölum í tengslum við plötuna og mun ekki fara í tónleikaferð til að pKDtugagnrýni ► f ^ BBM - Around the Next Dream ★ ★ ★ Efnilegir gamlingjar BBM er tríó, skipað Gary Moore gítarleikara og gömlu Cream-hetj- unum Jack Bruce bassaleikara og Ginger Baker trommara. Og óneitan- lega svífur andi Cream yfir vötn- unum þótt Moore geti vitaskuld aldrei komið fyllilega í stað Erics Claptons sem var þriðji maður i gamla stórtríóinu. Aðaltónlistarstefnan á Around the Next Dream er blúsrokk. Einu og einu rólegu lagi er síðan skotið inn á milli. Gítarsólóin em hæfílega löng, Bmce skapar jafn þéttan bassavegg og íyrr og Baker er samur við sig við trommusettið, hæfilega hægur þar sem það á við, raunar engum öðrum líkur. Moore og Bruce skipta síðan með sér söngnum og standa sig bærilega. En þótt maður heyri stefi úr White Room bregða fyrir hér og uppbygg- ingimni úr Crossroads þar er alls ekki hægt aö segja að BBM sé algjör eftirlíking Cream. Gömlu mennimir em síður en svo að búa til fomleifar. Lög eins og Waiting in the Wings, Can’t Fool the Blues, ballaðan Where in the World og fleiri ágætis lög sanna að þeir Bé, Bé og Emm eiga fúilt erindi út í tónlistarlífið. Gary Moore hefur vissulega haft sig i frammi undanfarin ár og á Around the Next Dream sýna Jack Brace og Ginger Baker að þeir em enn allt of góðir til að falla í gleymsku og dá. Ásgeir Tómasson David Byrne - david byrne ★ ★ ★ ■i Magnaður seiður David Byme er einn af þessum alltmúliglistamönnum. Hann er þó einna þekktastur fyrir tónlistarafrek sín en hefur líka fengist við kvik- myndalist og gjöminga. Hann veitti hinni rómuðu hljómsveit Talking Heads forstöðu um langt árabil en hefúr að mestu starfað einn síns liðs undanfarin ár. Byme hefur lengi verið talinn í hópi merkari tónlist- Neil Young tók upp sína fyrstu sólóplötu árið 1969 og nú árið 1994 er hann að gefa út sína bestu plötu til þessa. fylgja henni eftir. Umboðsmaður Youngs, Elliott Roberts, segir: „Plat- an verður að segja það sem segja þarf. Ég skil mjög vel hvemig Neil líður í sambandi við þetta.“ Young samdi lagið Sleeps With Angles eftir dauða Kurt Cobain og annað lag (Driveby) eftir skotárás á unga stelpu í Los Angeles. Þó hefur verið haft eftir Young: „Hvemig get ég talað mn drápið á þessari ungu stelpu og allt hitt, vitandi að það fer á blað til þess að selja plötur." GBG armanna samtímans og færir enn frekari sönnur á þá stöðu sína með þessari sólóplötu sinni. Tónlist Bymes sver sig vitanlega mjög í ætt við það sem Talking Heads buðu upp á enda samdi Byme lungann af lög- um þeirrar sveitar. Þetta er marg- slungin tónlist þar sem ægir saman ýmsum stefnum og stilbrigðum. Hljóðfæraskipan er að mestu hefð- bundin en Byme hefur greinilega david9myd gaman af að leika sér með hin ýmsu hljóðfæri og hér má heyra í bjöllum og balafón, vibrafón, marimbu, congu og túbu svo eitthvað sé nefnt. Yfir- bragðið á lögunum er oft á tiðum dulúðugt og seiðandi og lögin era flest frekar flókin í uppbyggingu. Fyrir vikið em þetta ekki mjög að- gengileg lög en á því em þó nokkrar undantekningar, svona eins og Byme vilji sýna að hann geti líka samið einfaldar melódíur. Platan þarfnast því nokkuð gaumgæfilegrar hlustun- ar við en hún launar mönnum lika ríkulega fyrir tímann því smám sam- an lýkst upp heillandi veröld tóna og orða en Byme er textasmiður par excellence. Þessi sólóplata Davids Bymes fer tvímælalaust í flokk þess besta sem komið hefur út það sem af er árinu. Sigurður Þór Salvarsson Arrested Development- Zingalamaduni ★ ★ * Menningarlegt býflugnabú Arrested Development hefur verið ört vaxandi sveit í tónlistariðnað- inum um heim allan. Fyrsta plata hljómsveitarinnar hefur selst í milljónum eintaka og náð margfaldri platínusölu. Nýja platan heitir Zingalamaduni sem þýðir býflugnabú menningarinnar á swahili en þessi bandaríska suðurrikjasveit sækir uppruna sinn til Afríku líkt og flestir blökkumenn þarlendis. Platan er skemmtilega uppsett sem útvarpstöð og er byrjunarlagið i raun upptalning á þeim tónlistarmönnum sem sveitin hefur mikið álit á. Forsprakki sveit- arinnar og aðallagahöfundurinn Speech segir tónlistina á nýju plöt- unni endurspegla það sem hann vildi helst heyra í útvarpinu. Því er ekki að neita að hljómsveitin er pólitískt sinnuð og textamir bera flestir sterk skilaboð til hlustandans um ýmis vandamál afríska Ameríkanans. Helsti gaili plötunnar er þó um- gjörðin. Þótt ekki sé verið að gera lítið úr efnistökum textanna hefði lagasmíði oft getað verið vandaðri og meiri fjölbreytni hefði ekki verið úr vegi. Speech gerir þau mistök að halda að flóknir hljómar og hljóma- gangar undir einfoldu rappi jafhgildi lagasmíði en svo er ekki. Bestu lög plötunnar verða að teljast Ease My Mind, United Minds, Mister Land- lord, Africa Inside Me og illa verð ég svikinn ef lagið In The Sunshine gerir ekki góða hluti á vinsælda- listum jaftit hérlendis sem erlendis á næstunni. Allt í alit gefur platan góða mynd af hinni hliðinni á rapp- menningu Bandaríkjanna, hliðinni þar sem orðin „bitch" og „f..k“ em ekki notuð í annarri hverri setningu. Guðjón Bergmann

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.