Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1994, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1994, Qupperneq 5
MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 1994 21 DV mna á Kaplakrikavelli á laugardag. Salih DV-mynd ÞÖK emvannFH skora. Vörn KR-inga og Kristján Finn- bogason markvörður sáu um að stöðva hinar fjölmörgu sóknarlotur við eða inn í vítateignum. KR-ingar léku mjög skynsamlega og börðust vel. Þormóður Egilsson var að öðrum ólöstuðum besti maður liðsins og var eins og klettur í sterkri vöm liðs- ins. FH-ingar vom lánlausir í leiknum og eins og oft áður í sumar gengur lið- inu illa að stjórna leik og þá viröist þeim gersamlega fyrirmunað að skora. Þetta var þriðji tapleikurinn í röð á heimavelli og slökkti líklega endanlega vonir hðins um meistaratitihnn. Ólafur Kristjánsson og Hahsteinn Arnarson voru bestir í annars jöfnu liði. mtm W ■ eði i bili Manojlovic sem besta mann, hafði í fuhu tré við gestina og breytti litlu þó Óh Þór Magnússon kæmi inn á. Sigur ÍBV var sanngjarn og hefur lið- ið ná sjö stigum í þremur síðustu leikj- um og ætti að vera orðið nokkuð ör- uggt með áframhaldandi sæti í 1. deild. Keflvíkingar börðust ágætlega í leikn- um en það var eins og þeir næðu ekki að sýna sínar bestu hhðar og komust Eyjamenn upp með að spila eins og sá sem valdið hefur. Dragan og Steingrím- ur voru bestu menn vallarins. Stein- grímur barðist eins og hón í framlín- unni og Dragan sýndi ótrúlegt öryggi í vörninni. Titill blasir við Akurnesingum - eftir sigur á Val hafa Skagamenn níu stiga forskot Sigurður Sverriss., DV, Akranesi: „Það hefði auðvitað munað öhu fyrir okkur að skora úr vítaspym- unni í byrjun síðari hálfleiks eða þá úr dauðafærunum hans Bibercic. Mark hafði þá afgreitt leikinn en þess í stað komust Valsmenn óvart inn í leikinn og við það skapaðist nokkur pressa á okkur án þess að þeir fengju nokkru sinni opið færi til að jafna. En þetta voru góð þrjú stig,“ sagði Hörður Helgason, þjálfari Skagamanna, við DV eftir 2-1 sigur þeirra á Val á laugardag. Hörður hefur ástæðu til að brosa breitt þessa dagana því eftir úrslit helgarinnar hafa Skagamenn níu stiga forskot á toppnum og ekkert nema stórslys getur komið i veg fyr- ir að íslandsbikarinn rati í hendur þeirra þriðja árið í röð. Hálfur fimmti áratugur er liðinn frá því slíkt gerð- ist síðar er KR vann titihnn á árun- um 1948-1950. Valsmenn getað þakkað það stór- kostlegri markvörslu Lárusar Sig- urðssonar í tilvikum sem Hörður nefnir hér að framan að Skagamenn komust ekki í 4-0 í upphafi síðari hálfleiks. Hann gerði sér lítið fyrir og varði meistaralega vítaspymu Haralds Ingólfssonar í stöng á 47. mínútu og sex mínútum síðar varði hann jafnvel á enn makalausari hátt Sigurður Jónsson og félagar hans í ÍA stefna hraðbyri að íslandsmeist- aratitlinum. fast skot Bibercic af örstuttu færi í þverslána. Þessi frábæru thþrif Lámsar hleyptu auknum kjarki í Valsmenn á sama tíma og heimamenn slökuðu á klónni með 2-0 forskoti eftir tvö mörk á tveggja mínútna kafla um miðjan fyrri hálfleikinn. Eftir að gestirnir náðu að minnka muninn úr vítaspyrnunni mum miöjan síðari hálfleik hertu þeir sóknina án þess þó nokkru sinni að skpa sér hættuleg færi. Aukinn sóknarþungi Valsmanna var að vonum á kostnað varnarinnar og í raun voru það Skagamenn sem voru mun nær því að bæta við marki en Valur að jafna. Aldrei þó eins og á 82. mínútu er Bjarki Pétursson átti fast skot í stöng eftir þunga sókn heimamanna. Á hehdina litið voru úrsht leiksins sanngjörn. Valsmenn voru e.t.v. lítið minna með knöttinn en sterk vörn Skagamanna gaf fá færi á sér. Eins og oft áður í sumar var vörnin sterk- asti hluti Akranesliðsins og það þótt Ólafur Adolfsson færi af velh eftir harkalegt samstuð í lok fyrri hálf- leiks. Ólafur Þórðarson var einnig að fara af velh eftir gróft brot og það yrði mikið áfah fyrir Skagamenn ef þeir misstu af síðari leiknum við Bangor City á miðvikudag. Valsmenn léku þennan leik af kráfti og festu ahan tímann og neit- uðu að gefast upp þrátt fyrir að lenda tveimur mörkum undir. Liðið spilaði oft skemmtilega úti á vehinum en gekk illa að rjúfa göt á varnarmúr heimamanna. Ljóst er þó af öllu að liðið er í örri framfór og gæti hæg- lega blandað sér í baráttuna um ann- að sætið. Leifur Geir Hafsteinsson gerir harða hríð að marki Þórs en hefur ekki erindi sem erfiði. Olafur Pétursson hefur hendur á knettinum. DV-mynd ÞÖK Falldraugur á sveimi hjá Stjörnumönnum - eftir enn eitt tap Stjömumanna, nú gegn Þór Guömundur Hilmaisson skrifar: „Það þarf kraftaverk til að bjarga okkur frá fahi eftir þessi úrslit. Nú þurfum við að treysta á önnur hð og vinna alla fjóra leikina sem eftir eru th að eiga möguleika. Þessi leikur var eins og margir hjá okkur í sumar. Við vorum betri aðihnn en náðum ekki að nýta það til sigurs," sagði Stjörnumaðurinn Lúðvík Jónasson við DV eftir leikinn gegn Þór í Garðabæ í gær. Eftir þessi úrsht er staða Stjörnu- manna á botninum orðin mjög slæm og falldrauginn er svo sannarlega farinn að sveima þar á bæ. Lánleysi Stjömumanna í sumar hefur verið algjört og leikurinn í gær var engin undantekning. Eftir jafnan fyrri hálf- leik tóku Stjömumenn öh völd í þeim síðari en náðu samt ekki að nýta sér yfirburðina á vehinum. Þórsarar náðu að skora tvívegis og komu bæði mörkin þvert gegn gangi leiksins. Ragnar Gíslason lék vel í hði Stjömumanna og eins voru Lúðvík Jónasson og Hermann Arason sterk- ir. Liðið saknaði Baldurs Bjarnason- ar sem tók út leikbann og í næsta leik fer Lúðvík í bann. Þórsarar áttu ágæta spretti í fyrri hálfleik en í þeim síðari lágu þeir lengst af í vörn og léku frekar iha. Sigurður Lámsson gerði þijár breyt- ingar á hði sínu. Hann setti Bjama Sveinbjömsson, Pál Gíslason og Dragan Vitorovic á bekkinn. „Þrátt fyrir þennan sigur erum við ekki sloppnir. Það var stress í þessu hjá okkur en nýtingin á færunum var góð,“ sagði Júlíus Tryggvason, Þórsari. Iþróttir 'ö CS> /1. deild karla Trðpí ÍFÓTBOLTA Akranes .14 10 3 1 27-6 33 FH .14 7 3 4 16-12 24 Keflavík .14 5 7 2 27-17 22 KR .14 5 5 4 20-12 20 Valur .14 5 4 5 19-22 19 ÍBV .14 4 6 4 17-18 18 Fram .13 3 6 4 18-20 15 Þór .14 3 5 6 21-27 14 UBK .13 3 2 8 14-30 11 Stjarnan .13 1 5 8 13-29 8 Markahæstir: Mihajlo Bibercic, ÍA..11 Ragnar Margeirsson, ÍBK....9 Bjarni Sveinbjörnsson, Þór.9 Sumarliði Árnason, |BV.8 Óli Þór Magnússon, ÍBK.....8 • Síðasti leikur 14. umferðar verður í kvöld þegar Fram og Breiðablik leika á Laugardals- velli og hefst leikurinn klukkan 20. Svíþjóð: Sigur hjá Örebro Eyjólfur Haröarson, DV, Sviþjóð: Örebro, lið þeirra Hlyns Stef- ánssonar og Arnór Guöjohnsens, sigraði Alk, 2-0, í sænsku úrvals- deildinni í knattspyrnu í gær. Hlynur og Arnór fengu ágæta dóma fyrir leik sinn eins og flest- allir leikmenn liðsins. Orebro skoraði á fyrstu og síðustu mín- útu leiksins og þótti leikur liðsins nokkuð sannfærandi. Þrír aðrir leikir voru í gær. Norköpping sigraði Frölunda, 1-0, Trelleborg vann 3-1 sigur á Hammerby og Malmö og Oster gerðu jafntefli, 1-1. Staða efstu hða er þannig að Gautaborg hefur 35 stig, Malmö er í öðru sæti með 32 stig og Örebro í því þriðja með 31 stig. Noregur: Brann fékk skell Rosenborg er áfram langefst þrátt fyrir ósigur í norsku 1. deildinni í knattspyrnu eftir leiki helgarinnar. Rosenborg tapaði fyrir Ham-Kam, 2-3, í gær. Bjarni Sigurðsson mátti hirða boltann fjórum sinnum úr netinu hjá sér þegar lið hans Brann tapaði stórt, 0-4, fyrir Kongsvinger. Bodö/Glimt, hð þeirra Kristjáns Jónssonar og Anthonys Karls Gregorys, sigraði VIF, 3-2, en þeir félagar léku hvorugir meö liðinu í leiknum. Tromsö og Vik- ing gerðu 1-1 jafntefli og Sogndal vann Strömsgodset, 2-0. Rosen- borg hefur 36 stig að loknum 16 umferðum en Lilleström er í öðru sæti með 29 stig og Brann í því þriðja með 26 stig. Bodö/Glimt er hins vegar í næstneðsta sæti með 15 stig. Sullen til íA Siguröur Sverrisson, DV, Skaganum: Úrvalsdehdarhð Skagans fær í dag th sín bandarískan leikmann til reynslu. Sá heitir Anthony Suhen og er rétt rúmir tveir metr- ar á hæð og vegur 120 khó. Hann er að sögn góður vamarmaður og mikhl frákastari. Hann mun leika með hði ÍA á æfingamóti um næstu helgi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.