Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1994, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1994, Qupperneq 6
22 MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 1994 iim i■ i■ i iiiii iiiii iiiii iiin iiin Illll ■llll lllll lllll lllll Hlll lllll »1111 lllll Hlll lllll lllll lllll lllll ■■■ ■■■■■ lllll ■■■■■ lllll ■■■■■ ■■■■■ lllll ■■■■■ lllll ■■■ BÍLHEIMAR Fossháls 1 110 Reykjavík Sími 634000 NOTAÐIR BÍLAR íþróttir DV Blikastúlkur fögnuðu hinum eftirsótta Mjólkurbikar lengi og innilega á Laugardalsvellinum í gær. Myndin er tekin þegar þær höfðu tekið við bikarnum úr hendi borgarstjóra. DV-mynd ÞJU Mjólkurbikarkeppni kvenna í knattspymu: Grænar og glaðar Breiðablik bikarmeistari kvenna í fjórða sinn ingibjörg Hinriksdóttir skriiar: Það voru grænar og glaðar Breiða- bliksstúlkur sem tóku við Mjólkur- bikamum úr hendi Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur borgarstjóra eftir að þær höíðu lagt KR að velli í úr- slitaleik bikarkeppninnar á Laugar- dalsvelli, 1-0. Blikastúlkur, sem urðu bikarmeistarar í fjórða sinn í gær, unnu síðast fyrir 11 árum. Blikarnir beittu skyndisóknum Leikurinn fór fjörlega af stað, KR- ingar virtust heldur ákveðnari en þeir náðu samt ekki að skapa sér hættuleg færi. Blikamir beittu skýndisóknum og þar mæddi mikið á Ástu B. Gunnlaugsdóttur á hægri kanti og komst hún nokkrum sinn- um í upplögð færi en henni tókst þó ekki að skora. Helena Ólafsdóttir lék 1 fremstu víglinu KR-inga og fékk hún ótai færi til að skora en henni voru mislagðir fætur í þessum leik. Á 38. mínútu skorar Margrét Ólafs- dóttir með glæsilegu skoti beint úr aukaspymu sem Breiðablik fékk eft- ir að brotið hafði verið á Olgu Fær- seth rétt utan vítateigs. Sigríður F. Pálsdóttir var heldur illa staðsett í markinu, beint fyrir aftan vamar- vegginn og Margrét setti boltann al- veg út við stöng hægra megin, óveij- andi fyrir Sigríði. Síðari hálfleikur var íjarri því eins góður og sá fyrri, mikil barátta var á miðjunni en hvorugu liði tókst að skapa verulega pressu. Guðlaug Jónsdóttir lék best KR- inga og átti stórleik. Óvíst var hvort hún léki með KR-liðinu fyrir leikinn þar sem hún hefur verið meidd í baki, hún virðist vera búin að ná sér og var stöðugt ógnandi með því að fara upp allan völl á eigin spýtur. Breiðablik hafði betur í þessum leik þar sem tvö bestu kvennalið landsins mættust. Liðsheildin var í fyrirúmi, liðið lék af mikilli skyn- semi, hóf sóknarlotur sínar í öftustu víglinu og Blikastúlkunum tókst að nýta eitt færi sem dugði til að tryggja þeim sigur í leiknum og bikarmeist- aratitilinn. Vanda Sigurgeirsdóttir, þjálfari og leikmaður, fór fyrir sínum stúlkum og lék af miklu öryggi í vörninni, Margrét Ólafsdóttir og Katrín Jóns- dóttir léku mjög vel á miðjunni ásamt þeim Ástu B. og Sigrúnu Ótt- arsdóttur á vængjunum. Þá átti Kristrún L. Daðadóttir mjög góðan leik. Hún sinnti vamarhlutverki sínu mjög vel þrátt fyrir að vera ann- ar framlínumanna liðsins og skapaði þannig svæði fyrir kantmennina til að stinga sér í gegn. „Þetta var eins og við bjuggumst við, hörkuleikur, jafn og spennandi eins og bikarleikir eiga að vera, barátta þar til yflr lauk. Mér fannst úrsiitin vera mjög sanngjöm og það er engin spuming að viö erum með besta liðiö í dag,“ sagði Vanda Sig- urgeirsdóttir, þjálfarí Breiðabliks. Sigrún Óttarsdóttir Fyrri háifleikurinn var mjög góöur en í seinni hálfleik lögöum við áherslu á að verjast. Frábær til- flnning að verða bikarmeistari, við höfum verið að vinna að þessu í allt sumar og það er frábært að uppskera titil. Svo vona ég bara að við náum í annan titil í Kópavoginn eftir viku. Heiena Olafsdóttir Guð og lukkan vom ekki með mér í dag. Fyrri hálfleikurinn var mjög góður opinn og skemmtilegur en mér fannst seinni hálfleikurinn ekki eins skeramtilegur. En við er- um reynslunni ríkari. Arna Steinsen Leíkurinn spilaðist vel á báða bóga en við nýttura ekki okkar færi. Rosalegt stress í báðran iiðum byrjun sem hefur sett strik í reikn- inginn. Guörún Jóna og Guðlaug vom sprautaðar niður fyrir leikirra og Jóna var greinilega ekki heil og gat ekki klárað. Ég gef engar yfir- : lýsingar umhvortég ætlaað hætta. ég á ekki von á að þjálfa næsta sumar, alla vega ekki KR-liðiö, ég ætla jaínvel að taka mér frL En ég þori ekki að segja að ég sé hætt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.