Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1994, Síða 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1994
Neytendur
Hvert á að fara í berjamó?
Beijasprettan
best á Vesturlandi
- einnig stór og safarík ber við Dalvík
Þaö lítur út fyrir að beijasprettan
í ár ætli að verða betri en í fyrra
þótt víða vanti enn 1-2 vikur upp á
að berin hafi náð fullum þroska, þá
sérstaklega bláberin. Við höfðum
samband við berjatínslufólk hér og
þar á landinu og var hljóðið áberandi
best í þeim sem búa á Vestfjörðum,
á Snæfellsnesi og á Dalvík.
í kringum Hellissand á norðan-
verðu Snæfellsnesi er mjög gott útlit
fyrir góða krækiberjasprettu, mikið
af berjum og þau sæmilega stór.
Krækiberin er aðallega að finna í
Prestahrauni, í kringum Rauðhólana
og suður um alla Beruvík. Bláberin
eru á svipuðum slóðum en eitthvað
minna af þeim. Á sunnanverðu nes-
inu er blábeijasprettan ekkert sér-
stök en krækiberin ágæt og tilbúin
til átu. Eitthvað er um aðalbláber en
þó ekki mikið.
í botni Arnarfjarðar á Vestfjörðum
eru bláberin orðin þroskuð og eru
þau bæði stór og safarík. Einnig er
krækibeijasprettan þar mjög góð.
Aðalbláberin er að sögn kunnugra
helst að finna aðeins sunnar, t.d. í
Djúpafirði og Kjálkafirði.
Lítið er um ber í Eyjafjarðarsveit
og austur með Laxá, þó er meira af
krækibeijum sem enn eru frekar lít-
il. í nágrenni Lundar, um 40 km frá
Akureyri sunnan við Vaglaskóg, eru
berin seint á ferðinni en útlit er fyrir
að sprettan verði í meðallagi. Bláber-
in eru að koma og krækiberin verða
orðin vel þroskuð innan örfárra
daga. í Hrísmóum við Dalvík er
sprettan mjög góð, berin stór og safa-
rík og nóg af þeim. Þar tók það við-
mælanda blaðsins 20 mínútur að
fylla stóra könnu af aðalblábeijum.
Minnst er þar af venjulegum bláberj-
um en nóg af bæði krækiberjum og
aðalblábeijum.
Við Víkingavatn á N-Austurlandi
er beijasprettan mjög léleg þótt hún
sé aðeins skárri en í fyrra. Við Ás-
byrgi og í Kelduhverfi er sama sag-
an, hörmuleg spretta, berin lítil og
lítið af þeim. í Borgarfirði eystra og
á Austurlandi er sama og ekkert af
krækibeijum og blábeijum en eitt-
hvað af aðalbláberjum.
Útbreiðsla berja
Arnarfjörður Vatnsfjörður o O v-'Djúpifjöröur oo Dalvík
QHellissandur O
Snæfellsn. sunnanvert OHúsafell
OHeiömörk Svínafell # Bláber
O O Krækiber o Aöalbláber
—IXkííU
Krækiberin eru yfirleitt fyrr á ferðinni en bláberin þótt til séu undantekning-
ar þar á. Margir ráðleggja fólki þó að tína krækiberin ekki fyrr en í ágústlok
til þess að fá þau stór og safarík.
DV-mynd JAK
Á Svínafelh, rétt austan við Skafta-
fell, fengust þær upplýsingar að þar
væri berjasprettan í meðallagi, nokk-
uð af krækiberjum en bláberin ættu
einhveija daga eftir í að ná fuhum
þroska. Krækiberin viö Húsafell eru
lítil en eitthvað af þeim og bláberin
eiga u.þ.b. viku eftir í að ná þroska.
Ekki er mikið af beijum á Þingvöll-
um og það litla sem var er mikið til
búið að tína. í Heiðmörk er sprettan
í meðallagi góð, meira um krækiber
en eitthvað er þó um bláber í Hjalla-
brekkunum.
Nýtið berin í sultur,
súpur og saft
Þeir sem á annað borð fara í beij-
amó tína oft töluvert meira en þeir
geta torgað á meðan berin eru ný
svo það er um að gera að kunna
að geyma þau eða búa tíl eitthvað
úr þeim.
Bláber eru meðhöndluð öðruvísi
en krækiber því hægt er að frysta
bláberin heh. Þá eru þau þvegin
og velt upp úr sykri svo þau festist
ekki saman og síðan fryst í hentugu
plastíláti. Þar er hins vegar ekki
hægt að frysta krækiber og því
verður að búa strax th saft eða
sultu úr þeim. Hér fyrir neðan birt-
um við uppskriftir að sultu, saft,
hlaupi og súpu sem við áttum í fór-
um okkar og vonum að gagnist
ykkur.
Berjasaft og hlaup
Hakkið krækiberin í hakkavél
eða beijapressu og látið þau síast í
gegnum bleiugas. Þá er komin
krækiberjahrásaft sem síðan má
nota í hlaup og grauta. Hægt er að
blanda saftina tæplega til helminga
með sykri og geyma þannig. Eftir
nokkra daga er hún tilbúin beint
th drykkjar eða út á grauta. Sömu
aðferð má nota til að búa til saft
úr blábeijum.
Krækiberjahlaup
Blandið lítra af krækibeijahrá-
saft saman við kíló eða örlítið
minna af sykri og hitið löginn að
suðu. Setjiö sultuhleypinn út í og
látið sjóða örskamma stund áður
en hlaupið er látið kólna. Athugið
að hleypirinn má í mesta lagi sjóða
í 2-3 mínútur eftir að hann er kom-
inn út í löginn.
Það getur verið gott að blanda
bláberjum og krækibeijum saman
í sultu. Þá er t.d. 500 g af kræki-
beijahrásaft, með eða án hrats,
blandað saman við 500 g af blábeij-
um og kíló af sykri.
Krækiberjasúpa og sætsúpa
Krækibeijasúpa er góð með tví-
bökum. Blandið krækibeijahrásaft
til helminga með sykri og bætið
örlitlu vatni út í. Látið örlítið salt
saman við, svona rétt á mhli fingr-
anna, og látið sjóða. Notið síðan
kartöflumjöl th að hleypa súpunni
aðeins saman.
Þegar búin er th sætsúpa eru
perlugrjón sett í sjóðandi vatn,
sveskjur, rúsínur og kanhstöng.
Þetta er soðið saman svohtla stund
og þá er bætt út í dágóðum slatta
af krækiberjahrásaft og sykri th
jafns við það. Suðan er látin koma
aðeins upp aftur og sítrónusneið-
um bætt út í en viö það kemur fall-
egur Mtur og gott bragð á súpuna.
Bláberjasulta
Hreinsið berin og þvoið. Á móti
einu kílói af beijum fer 1 kg af sykri
(eða örlítið minna eftir smekk, t.d.
700 g). Setjið bláberin í stóran pott
og stráið sykrinum yfir. Látið berin
liggja yfir nótt, eða þar th sykurinn
hefur bráðnað. Látið pottinn þá
yfir vægan hita þar til suða kemur
upp. Gott er að hræra í leginum og
sprengja berin. Látið löginn sjóða
örhtla stund við væga suðu áður
en sultuhleypirinn er settur út í.
Þá er hert aðeins á suðunni í 2-3
mín. en sultan síðan látin kólna.
Kraekiber
árúmar300
kr. kg
Til að fá hugmynd um hvað
kílóið af íslenskum betjum kostar
út úr búð hringdum við í Vínber-
ið á Laugaveginum og í Hagkaup.
í Vínberinu kostar kílóið af
krækiberjum 335 kr. en þar eru 5
kg jafhframt seld á 1.490 kr. (298
kr. kg). Bláberin voru að berast
þeim í gær og kostar 3-400
gramma bakki af handtíndum
berjum 498 kr. (1.245 kr. kg). Eng-
in íslensk ber fengust i Hagkaupi
en þar var hægt að kaupa banda-
rísk bláber í 350 g öskjum á 249
kr. (711 kr. kg).
Bosch
ogAEG
farsímar
í kjölfar umfjöllunar okkar um
GSM-farsíma í síðustu viku, þar
sem við birtum upplýsingar um
hvað th væri á markaðnum, hvar
tækin fengjust og hvert verð
þeirra væri, var haft samband við
okkur frá Bræðrunum Ormsson
hf. og Hljómbæ hf. og við beðin
að koma því á framfæri að þessir
aðilar væru líka með GSM-far-
síma th sölu.
Símarnir sem Bræðurnir
Ormsson selja eru frá Robert
Bosch í Þýskalandi og heita ann-
ars vegar CarTel SC og hins vegar
CarTel SL. Sá fyrrnefndi vegur
315 g og kostar 63.525 kr. en sá
síðarnefhdi vegur 240 g og kostar
78.249 kr. Helsti munurinn á SL
símanum og SC, fyrir utan stærð-
ina, er að SL síminn býður upp á
SMS (short message service) og
er þá hægt að senda stutt skhaboð
th og frá símanum þegar þessi
hluti kerfisins verður gerður
virkur hjá Pósti og síma. Verslun-
in á eimhg von á Teleport 9020
GSM-farsimum frá AEG í haust
en þeir eru enn minni en Bosch
símarnir og rafhlaðan endist í 30
tíma i biðstöðu.
Pioneer far-
símar í GSM
Hljómbær hf. býður mjög ftjót-
lega upp á tvær tegundir Pioneer
farsíma, PCC-D 710 sem kostar
69.900 kr. og PCC-D 700 sem kost-
ar 56.900 kr. Pioneer 710 vegur 220
g en hinn 265 g ef notað er
minnsta rafhlaðan.
„Munurinn felst aðallega í
þyngdinni, að öðru leyti eru sím-
arnir eins. Það er eitthvað fínni
mekanismi í öðrum símanum svo
hann er léttari. Svo er hægt að
fá fleiri geröir af raihlöðum en
eftir því sem þær eru stærri verð-
ur síminn þyngri,“ sagði Bjarni
Stefánsson, forstjóri í Hljómbæ
hf. Verslunin gefur þriggja ára
ábyrgö á Pioneer tækjum og gerir
Bj arm ráð fy rir að s vo verði einn-
ig um GSM-símana.