Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1994, Blaðsíða 4
26
FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1994
Edie Brickell
án The Bohemians
- gift Paul Simon og sendir nú frá sér fyrstu einherjaplötu sína
Þeir sem þekkja nafn Edie Brickell
tengja það ósjálfrátt við The Bohem-
ians, hljómsveitina sem hún sló í
gegn með árið 1988. Nokkuð er um
liðið síðan því samstarfi lauk, Edie er
nú gift kona og hefur upp á síðkastið
unnið að fyrstu einherjaplötu sinni.
Sú heitir Picture Perfect Moming og
er einmitt nýkomin út.
Edie semur sjálf öll ellefu lög plöt-
unnar og sömuleiðis textana, syngur
lögin og leikur á kassagítar. Dálag-
legur hópur tónlistarmanna kemur
fram með henni á plötunni. Þeirra
þekktastir eru Dr. John, bræðumir
Art og Cyril Neville, gamli soul-
söngvarinn Barry White (þessi sem
Sykurmolamir aíþökkuðu að vinna
með um árið), David Bromberg,
Michael Brecker, Dave Samuels og
gamla söngtríóið The Dixie Cups sem
syngur bakraddir í einu lagi. Og ekki
má gleyma þeim þekktasta í öllum
hópnum, Paul Simon sem kroppar
strengi kassagítarsins í þremur
lögum. Paul Simon er reyndar hinn
nýi eiginmaður Edie og hann er þess
heiðurs aðnjótandi að stjóma upp-
tökum plötunnar ásamt gamla
brýninu Roy Halee sem er einna
þekktastur fyrir áralangt samstarf
sitt við hljómsveitina Dr. Hook.
Simon hefur verið þekktur fyrir að
fara ótroðnar slóðir í tónlist sinni og
blanda saman við hana áhrifum frá
ýmsum heimshlutum, Afríku, Suður-
Ameríku, Karíbahafsríkjunum og
fleirum. Edie Brickell er hins vegar
á hefðbundnu nótunum á Picture
Perfect Moming. Tónlistin er mest-
megnis þægilegt og afslappað popp,
hér og þar með soulívafi. Enda hefur
Edie það sem kallað hefur verið hvít
soulrödd.
Þekkt og óþekkt
Edie Brickell er frá Dallas í Texas,
nánar tiltekið frá útborginni Oak
Cliff. Faðir hennar var atvinnumað-
ur í keiluspili og í viðtölum hefur hún
sagst hafa dvalið langdvölum í keilu-
spilssölum í æsku. Einhver tónlist
hefur þó siast inn í stúlkuna með
skellunum í keilum og hljóðum
veltandi kúlna og hún segist aðallega
hafa orðið fyrir áhrifum frá A1 Green,
Harry Nilsson og Irma Thomas.
Litium sögum fer þó af tónlistar-
afrekum fyrr en árið 1985. Edie var
þá á fyrsta ári í listsögunámi við
háskóla i Dallas. Rétt eins og gengur
og gerist fékk hún sér vinnu með
náminu sem barþjónn á næturklúbbi
í borginni, stað sem reyndar hafði
opið fram imdir morgun. Þar höguðu
atvikin því þannig að Edie fór á sviðið
stöku sinnum og söng lög og texta sem
hún segist hafa spunnið upp úr sér.
Viðtökur voru bærilegar og á end-
anum fékk hún tilboð um að ganga
til liðs við hljómsveit sem kallaði sig
The New Bohemians. Edie sló til og
áður en langt um leið fór hróður
hljómsveitarinnar að berast víða.
Útsendarar plötufyrirtækjanna fóru
að leggja við eynm og á endanum
þótti einum af yfirmönnum Geffen
útgáfunnar ástæða til að gera sér ferð
til Dallas síðla í nóvember það ár til
að heyra í bandinu. Niðurstaða
þeirrar ferðar varð sú að Edie
Brickell & The New Bohemians gátu
haldið upp á jólin 1985 með nýfenginn
plötusamning upp á vasann.
Hljómsveitin var þó óþekkt áfram
á landsvísu, hvað þá heimsvísu, þar
til platan Shooting Rubberbands at
the Stars kom út síðla árs 1988. Hún
var unnin undir stjóm Pats Morans
og á henni söng Edie Brickell um
hversdagslega hluti í lífl fólks. Hvers-
dagslega fólkið virðist hafa lagt við
hlustir og áður en yfir lauk hafði
plt^tugagnrýni
Aerosmith - Pandora's Toys
★ ★ ★
Safn úr safni
Pandora’s Toys er valdir kaflar eða
eins konar sýnishom úr þriggja
geislaplatna ennþá stærra sýnishomi
af ferh hljómsveitarinnar Aerosmith
frá því að hún var á mála hjá CBS
útgáfúnni. Á þeim árum var hún i
millistærð bandarískra rokkhljóm-
sveita og þótti einhverra hluta vegna
draga dám af Rolling Stones. Við að
hlusta á tónlistina á Pandora’s Toys
er alls ekki hægt að taka undir þá
samlikingu. Aerosmith er miklu
frekar eins konar samnefiiari fyrir
amerískt þungarokk áttunda áratug-
Sweet Emotion, Walk This Way og
Dream On. Þetta eru lög sem heyrð-
ust ekki í útvarpi hér á landi á sínum
tíma en vom bókstaflega spiluð í
klessu í herstöðvaútvarpinu á Mið-
nesheiði. Þau em löngu orðin sígræn
í rokkflórunni. Önnur lög á Pandora’s
Toys standa þessum þekktu að baki
en era i sjálfú sér ágætis þverskurður
fyrir þessa gamalgrónu hljómsveit
sem virðist eiga langt í land með að
dala á ferli sínum.
Ásgeir Tómasson
Everything butthe Girl
-Amplified Heart
★ ★ ★
Ljúffengt
gæðapopp
Þrátt fyrir að dúettinn Everything
but the Girl haff starfað í rúm tíu ár
við ágætar undirtektir er hann enn
að mestu óþekkt fyrirbæri hér á
landi. Það helgast kannski fyrst og
fremst af vinsældalistaþjónkun
íslendinga, en heita má að útvarps-
stöðvar landsins spili eingöngu vin-
sældalistapopp allan sólarhringinn.
Fyrir vikið verður útundan óhemju
mikið af góðri tónlist sem ekki er
samin fyrir þessa lista og að sama
skapi verður tónlistamppeldi ungs
fólks afskaplega einhliða og fátæklegt.
Hvað um það, þau Tracey Thom og
Ben Watt sem skipa Everything but
the Girl hafa hingað til ekki verið að
eltast við vinsældalistana og gera það
heldur ekki á þessari nýju plötu
sinni, sem kemur eftir nokkuð langt
hlé. Þau halda ótrauð áfram á sinni
mjúku línu sem þau mörkuðu sér í
upphafi. Þetta er engin átakatónlist,
í sjöunda sæti á listanum yfir vin-
sælustu lögin. Þegar blaðamenn og
lesendur tímaritsins Rolling Stone
fágunin og vandvirknin er í fyrir-
rúmi, hver tónn á sínum stað. Lögin
semja þau ýmist saman eða sitt i
hvora lagi og sama er að segja um
textana. Lög Thom era öllu fjörlegri
en lög Watts en þetta blandast sérlega
vel saman og greinilegt að þama era
tvíburasálir í tónlist á ferð. Þetta era
allt afskaplega melódísk lög sem láta
gerðu upp árið 1989 lenti platan í einu
af tíu efstu sætuninn.
Þessum skyndilegu vinsældum
fylgdu Edie Brickell & The Bohem-
ians eftir með hljómleikaferðum. Þau
fengu aö koma fram sem opnunar-
hljómsveit fyrir Bob Dylan á hljóm-
leikaferð hans um Evrópu og einnig
tók hljómsveitin þátt í ferð Grateful
Dead og Dons Henleys um Banda-
rikin. Þá fóru Edie og The Bohemians
einnig í ferð um Bandarfkin þver og
endilöng sem aðalnúmerið og komu
einnig fram með söngvaranum. og
lagasmiðnum Steve Forbert.
Árið 1990 kom út önnur plata með
Edie Brickell & The Bohemians,
Ghost of a Dog. Hún hlaut ekki
nándar nærri jafn góðar viðtökur og
hin fyrri en náði þó inn á topp-40 í
Bandaríkjunum. Síðan þá hafa
nokkur lög komið út með Edie og
félögum hennar í Bohemians, tO
dæmis fluttu þau Dylanlagið A Hard
Rain’s Gonna Fall í kvikmyndinni
Bom on the Fourth of July. Þá átti
Edie eitt lag á plötunni Nobody’s
Child sem George og Olivia Harrison
stóðu að til styrktar rúmenskum
munaðarleysingjum. Á plötunni
Trios voru einnig með henni lögin
Zillionaire og Amer ican Popsicle sem
hún flutti með Rob Wasserman og
Jerry Garcia.
Nú heyrir samstarf Edie Brickell
og fjórmenninganna í The Bohemian
væntanlega sögunni til. Fróðlegt
verður að sjá hvemig henni vegnar í
eigin nafni - með dálitilli hjálp vina
sinna og eiginmanns.
platan selst í meira en tveimur og
háifri milljón eintaka um allan heim.
Shooting Rubberbands at the Moon
komst hæst í fjórða sæti bandaríska
Billboardlistans. Vinsælasta lagið af
plötunni var What I Am og það endaði
arins og líkist í raun og vera engu
öðra fremur.
Aerosmith hefúr blómstrað öðrum
rokkhljómsveitum fremur á síðustu
fimm árum eða svo og er nú vafalaust
ein sú stærsta og þekktasta í heimin-
um. Fjölmargir aðdáendur hafa bæst
í hópinn á síðustu árum - krakkar
sem kannski era ekkert allt of vel að
sér um fortíð hljómsveitarinnar (á
tónlistarsviðinu vel að merkja). A
Pandora’s Toys era þekktustu lög
Aerosmith frá því i gamla daga,
Ride er bresk indýrokksveit í
mýkri kantinum. Þessi plata þeirra,
Camival of Light, hefúr upp á ágætis-
tónlist að bjóða en vantar eitthvað
meira trukk til að teljast virkilega
góð. Lögin standa svo sem ágætlega
ein og sér sem frekar þæg og góð
nýbylgjurokklög en era of keimlík til
að mynda góða heild. Platan rennur
þægilega og átakalítið í gegn. Eftir
eina hlustun man maður aðeins eftir
tveimur lögum - því fyrsta vegna
þess að það er áleitið og gott og þvi
síðasta vegna bamakórsins sem
syngur í því og gefúr laginu aðeins
öðravísi hljóm en gerir þó í rauninni
lítið til að bæta það. Sérstaklega er
það söngurinn sem gítarleikaramir
Mark Gardener og Andy Bell sjá um
sem dregur plötuna niður. Tónlistin i
lögunum er oft ágæt en söngurinn er
það einhæfúr og geldur að öll lögin
hljóma mjög svipað. Þeir syngja að
vísu vel en ópersónulega og flatt. Þeir
Gardener og Bell semja líka flest lög-
in og skipta plötunni bróðurlega milli
sín. Gardener á fyrri hlutann en Bell
þann seinni. Tónlistarlega séð er ekki
hægt að greina þessi skipti frá
Gardener til Bell á miðri plötunni.
Þeir semja mjög svipaöa tónlist en þó
virðist Gardener aðeins metnaðar-
gjamari því skástu lögin era einmitt
fyrst á plötunni og hann á besta lagiö,
Moonlight Medicine, sem sameinar
góðan texta og frábæra laglínu sem
ber sterkan keim af gömlu hippa-
rokki a la Zeppelin og Floyd. Platan
hefði þurft á fleiri svona lögum að
halda til að gera hana kraftmeiri og
áleitnari.
Pétur Jónasson
vel í eyram; sum einfóld, önnur
flóknari en öll fyrst og fremst ljúf. Ef
ætti að lýsa þessari plötu með einu
orði er rétta orðið einmitt, ljúf.
Sigurður Þór Salvarsson
Ride — Carnival of Light
★ ★ ★
Vantar kraft