Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1994, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1994, Síða 6
22 FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1994 Arnold Schwarzenegger og Jamie Lee Curtis fara með aöalhlutverk í myndinni True Lies. Sambíóin, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri frumsýna: Truelies í kvöld taka Sambíóin, Háskólabíó og Borgarbíó á Akureyri til sýningar spennu- og grínmyndina True Lies. Myndin fjallar um njósnarann Harry Tasker sem talar sex tungumál reip- rennandi og er sérþjálfaöur í gagn- njósnun. Harry þarf hins vegar aö halda öllum þessum hæfileikum leyndum, jafnvel fyrir eiginkonu sinni, Helen, þar sem um þjóðarör- yggi er að ræða. Hann lýgur því að henni að hann sé sölumaður og fáist við tölvur. En smám saman fær Helen leið á eiginmanni sínum og loks fer svo að Harry horfist í augu við það að þurfa nýta alla sína hæfileika, sem bjargað hafa föðurlandinu margoft úr klípu, til þess bjarga sínu eigin hjónabandi. Með aðalhlutverk fara Arnold Schwarzenegger, Jamie Lee Curtis, Tom Arnold og Bill Paxton. Leik- stjóri er James Cameron. Eva ásamt apanum Dodger. Laugarásbíó frumsýnir: Monkey Trouble Á næstunni mun Laugarásbíó taka til sýningar gamanmyndina Monkey Trouble. Myndin fjallar um Azro sem er sígauni og smákrimmi. Hann lifir á því að láta apann sinn stela fyrir sig. Apinn er orðinn fær í listinni og hnuplar veskjum og skartgripum af saklausum aðdáendum sínum. Nú er svo komið að félagar Azros vilja nota fingralanga apann til að vinna stærra verk fyrir sig svo þeir geti farið að græða almennilega. En apinn strýkur áður en þessi áætlun nær fram að ganga og svo heppilega vill til að Eva hittir hann á fömum vegi og tekur hann upp á arma sína. Apinn, sem fær nafnið Dodger, og Eva verða mestu mátar. Eva hefur ekki hugmynd um leyndardóminn sem fylgir Dodger en kemst síðan að honum þegar hún lendir í klóm Az- ros. Með aðalhlutverk fara Thora Birch, Mimi Roger, Christopher McDonald og Harvey Keitel. Leik- stjóri er Franco Amurri. Háskólabíó: Blóraböggullinn Háskólabíó hefur tekið til sýningar grínmyndina Blóraböggulinn eða The Hudsucker Proxy. Myndin segir frá ungum manni, Norville Barnes, sem er nýútskrifaður úr viðskipta- fræði og hefur störf í Hudsucker fyr- irtækinu. Um svipað leyti og hann hefur störf þar ákveður stofnandi fyrirtækisins, Waring Hudsucker, að stökkva út um glugga á fertugustu og fjórðu hæð og enda líf sitt snögg- lega á gangstéttinni fyrir neðan. Þar sem Waring lét ekki eftir sig erföaskrá grípur um sig mikil skelf- ing í fyrirtækinu enda mun það væntanlega hverfa úr höndum stjómarmanna. Aðeins einn maður heldur ró sinni, Stanley J. Mussburg- er, hægri hönd Warings. Hann leggur á þau ráð að gera fyrirtækið ákaflega óeftirsóknarvert til kaups og einn liður í því er að ráða einhvern vit- leysing til að taka við forstjórastarf- inu, einhvern sem getur gert fyrir- tækið mjög fráhrindandi á aðeins 30 dögum. Fyrir valinu verður Norville Barnes sem er ekki alveg eins og fólk er flest en er með miklar áætlanir um nýja framleiðsluvöru. í fyrstu virðist allt ætla að fara til helvítis en svo gerist það að hugmynd Norvilles, húlla-hopp gjörðin, veldur æði um öll Bandaríkin og hlutabréf taka að hækka á ný. En Stanley á enn nokkra ása í erminni. Með aðalhlutverk fer Paul New- man og Tim Robbins en leikstjóri er Joel Coen. Tim Robbins i hlutverki sínu sem Norville. Kvikmyndir BÍÓBORGIN tími 11384 g elska hasar ★★★ Bráðskemmtileg rómaritísk gaman- og spennumynd um baráttuna milli kynjanna þarsemalltfervelaðlokum. -GB Blákaldur raunveruleiki ★★'/\ Hugguleg lítil og gamansöm mynd um unga Bandaríkjamenn í tilvistarkreppu. -GB Maverick ★★★ Vestrar eru yfirleitt grafalvarlegar myndir þar sem mönnum stekkur sjaldan bros. Ekki hér. Gamanið er i fyrirrúmi og það í stórum skömmtum. -GB BÍÓHÖLLIN Sími 78900 D2 - The Mighty Ducks: ★'/2 Skemmtileg skautaatriði bjarga þessari amerísku þjóðrembu þar sem íslendingar eru vondu karlarnir frá algjörri fallein- kunn. -GB Steinaldarmennirnir ★'/2 Fred og Barney eru ekki svipur hjá sjón í þessari misheppnuðu útfærslu á ævin- týrumteiknimyndahetjanna. -GB SAGA-BÍÓ Sími 78900 Hold og blóð ★l/2 Daufleg og klúðursleg mynd um ungan mann sem þarf að gera upp við agalega fortíðsína. -GB HÁSKÓLABÍÓ Sími 22140 Kika ★★ Þrátt fyrir litríkai persónur og skemmtilega spretti er nýjasta kvikmynd Almodovars samanbarningur af hlutum sem hann hefur gert áður og betur. Veronica Forque erathyglisverðítitilhlutverkinu. -GE Fjögur brúðkaup ★★★ Breskur húmor eins og hann getur bestur orðið í bráðskemmtilegri kvikmynd með rómatísku yfirbragði. Kvikmynd sem kem- uröllum ígottskap. -HK Löggan í Beverly Hills ★,/2 Engin hefur ofreynt sig við gerð hennar og útkoman enn einn mínusinn fyrir aum- ingja Eddie Murphy. -GE Steinaldarmennirnir ★ ,/2 Fred og Barney eru ekki svipur hjá sjón í þessari misheppnuðu útfærslu á ævin- týrum teiknimyndahetjanna. -GB Veröld Waynes 2 ★★ Þokkalega fyndið framhald af góðri gam- anmynd. Wayne og Garth eru ennþá þægilega lúðalegir sakleysingjar en sagan hefði að ósekju mátt gefa þeim lausari tauminn. -GE Brúðkaupsveislan ★★★ Mjög sniðuglega gerð og skemmtileg mynd um sviðsett hjónaband og áhrif þess á alla aðila málsins. Forðast farsa- læti og sjónvarpshúmor og gerir persón- urnar mun raunverulegri en ætla mætti. -GE LAUGARÁSBÍÓ Sími 32075 A Bronx Tale ★★★ ‘/2 Frábær byrjun á leikstjórnarferli Roberts De Niros þar sem sögð er þroskasaga drengsásjöundaáratugnum. -GE Krákan ★★'/2 Myrk myndasaga er orðin að hefðbundn- ari formúluhasar en nógu dökk til að vera töff og virkilegasmartgerð. -GE Serial Mom ★★★ Kolsvartur og geggjaður húmor. John Waters og leikarar hans í miklu stuði. -GB REGNBOGINN Sími 19000 Flóttinn ★★'/2 Spennumynd frá áttunda áratugnum, uppfærð á máta þess tíunda með góðum árangri. Gott dæmi um þá breytingu sem orðið hefur í frásagnartækni kvikmynd- anna. -GE Svínin þagna 0 Einhver ófyndnasta gamanmynd sem sést hefur. I alla staði misheppnuð eftirlíking á myndumZAZ-gengisins. * -GB Gestirnir ★★★ Franskur tímaflakksfarsi af bestu gerð þar sem fornir riddarar glíma við hversdags- hluti ársins 1992. -GB Kryddlegin hjörtu ★★★ Heillandi frásagnarmáti í bragðmikilli og dramatískri mynd þar sem ýkjukennd sagnahefð nýtur sín vel. Athyglisverð og vel leikin kvikmynd í háum gæðaflokki. -HK Píanó ★★★ /2 Píanó er einstaklega vel heppnuð kvik- mynd, falleg, heillandi og frumleg. Þrátt fyrir að rauði þráðurinn sé erótik með öll- um sínum öfgum er myndin aldrei yfir- þyrmandi dramatísk. -HK STJÖRNUBÍÓ Simi 16500 Bíódagar *** Friðrik Þór hefur gert skemmtilega og mannlega kvikmynd um æskuár ungs drengs i Reykjavik og í sveit. Sviðsmynd einstaklegavel heppnuð. -HK Stúlkan mín 2 *★ Stúlkan mín er þremur árum eldri, þrosk- aðri og farin að fá áhuga á strákum. Al- veg eins og búast mátti við, þægileg, gamansöm og rómantísk kvikmynd sem allirgetasættsigvið. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.