Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1994, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1994
25
r
Tónleikar á Islandi í september
Nýlega kom út 12 laga plata með
listamanninum David Byme. Platan
ber hans eigið nafn og er sögð ein sú
persónulegasta sem Byrne hefur
gefið út í lengri tíma. Fyrir plötuút-
gáfuna setti hann saman litla hljóm-
sveit sem samanstendur af eftir-
farandi hljóðfæraleikurum: Todd
Turkisher (trommur), Paul Scolow
(bassi) og Mauro Refosco (víbra-
fónn/marimbu/ásláttarhljóðfæri).
Hljómsveitin er mun minni en aðrar
þær hljómsveitir sem Byrne hefur
sett saman og þess vegna komið nýtt
hijóð í strokkinn.
Alhliða
listamaður
Vegna þeirra listrænu hæfileika
sem Byme býr yfir hefur tónlistin
aðeins verið ein þeirra greina sem
hann hefur fengist við en auk hennar
hefur hann fengist við leikhús,
kvikmyndagerð og ljósmyndun svo
eitthvað sé nefnt. Hann hefur unnið
til óskarsverðlauna, Grammy- verð-
launa og Golden Globe- verðlauna
fyrir tónlistina i kvikmyndinni The
Last Emperor (ásamt Ryuichi Saka-
moto og Cong Su) auk þess sem hann
hefur unnið til verðlauna fyrir
kvikmyndagerð (heimildarmyndin
Stop Making Sence). Byrne hefur
hins vegar undanfarið snúið sér
meira að tónlistinni en árið 1988
stofnaði hann plötuútgáfuna Luaka
Bop. Luaka Bop sérhæfir sig í útgáfu
á heimstónlist og meðal þess sem
gefið hefur verið út á því merki era
plötur eins og: Cuba Classics 1 (Silvio
Rodriguez ‘88), fyrsta kúbanska
platan sem kom út í Bandaríkjunum
frá árinu 1961, Adventures of Afropea
1 (Zap Mama), Voice of Silence (Djur
Djura) og fleiri úr þessum geira.
Þekktastur
fyrir...
... að vera söngvari með Talking
Heads, hljómsveit sem var stofnuð
árið 1975. Með henni gaf hann út 10
plötur. Hann var aðallagahöfundur
hljómsveitarinnar og var sagöur
brjóta hefðbundnar reglur popp-
bransans með byggingu laganna og
yrkisefni sínu. Sem söngvari hljóm-
honum Michael Jackson að ganga. Nú herma fréttir
lafs að hjónaband Jacksons og Lisu Maríu Presley sé
grínið eitt og ekki pappírsins virði sem þaó var staðfest á.
Astæðan sé einfaldlega sú aó þau skötuhjúin hafi með öllu svikist
um að uppfylla lög og reglur vegna hjónabands. Þar af leiði að
bandarísk yfirvöld geti ekki vióurkennt hjónabandið. Meðal þess
sem bent hefur verið á er að samkvæmt bandarískum lögum
hefði Jackson þurft að koma með vottorð frá heimafylki sínu um
aö hann hafi aldrei verið giftur áóur. Þá eru alls kyns vitleysur á
giftingarvottorðinu,svo sem að nafn Lisu Maríu er vitlaust skrifaö
og mæður þeirra hjónakornanna eru skráðar sem þjónustu-
stúlkur! Ennfremurerfaðir Jacksonssagðurvera ellilífeyrisþegi
frá Ines. -SþS-
sveitarinnar bjó hann til sinn eigin
stfl.
Árið 1989 gaf Byme síðan út sína
fyrstu sólóplötu eftir lát Talking
Heads og fékk hún nafnið Rei Momo.
Byrne fór að sulla í latneskum takti
og fékk ágætis viðtökur, þó ekkert í
líkingu við það sem áður haíði verið.
Árið 1992 kom síðan út önnur plata í
svipuðum stíl og fékk nafnið Uh, Oh.
Platan fékk álíka viðtökur, ekkert
framúrskarandi.
í ár virðast gagnrýnendur hins
vegar sjá þá sólarglætu að Byme sé
kominn aftur, betri en áður.
Tónleikar
á íslandi
Þann 5. og 6. september næst-
komandi gefst okkur íslendingum
kostur á að hlýða á þennan heims-
þekkta mann augum. Hann heldur
tónleika í Háskólabíói og samkvæmt
þeim dómum sem nýja platan hefur
fengið ætti enginn að verða svikinn.
David Byme hefur meö sér hljóm-
sveitina nýju, dansskóna og vonandi
gefur hann áhorfendum færi á því að
berja augum hina margrómuðu
sviðsframkomu sem hefur hjálpað
mikið til við að gera hann að því sem
hann er i dag.
GBG
Fyrir útgáfu nýjustu plötu sinnar setti hann saman Irtla hljómsveit sem samanstendur af eftirfarandi hljóðfæraleikurum; Todd
Turkisher (trommur), Paul Scolow (bassi) og Mauro Refosco (víbrafónn/marimbu/ásláttarhljóðfæri).
Tónlistargetraun DV og Japis
Tónlistargetraun DV og Japis er
léttur leikur sem allir geta tekið þátt
í og hlotið geisladisk að launum.
Leikurinn fer þannig fram að í hverri
viku era birtar þrjár léttar spum-
ingar um tónlist. Fimm vinnings-
hafar, sem svara öllum spumingum
rétt, hljóta svo geisladisk að launum
frá fyrirtækinu Japis. Að þessu sinni
era verðlaunin diskurinn Up to Our
Hips með bresku nýbylgjuhljóm-
sveitinni Charlatans.
Hér koma svo spumingamar:
1. Hvað kostar nýja platan með
tenórunum þremur á Hunda-
dögum í Japis?
2. Hvað kostar platan Bamabros á
Hundadögum i Japis?
3. Hvað kostar platan Landslagið á
Hundadögum í Japis?
Rétt svör sendist DV merkt:
DV, tónlistargetraun
Þverholti 11
105 Reykjavík
Hvað kostar nýja platan með tenórunum þremur á Hundadögum í Japis?
Dregið verður úr réttum lausnum Hér era svörin úr getrauninni sem 2. 999 krónur.
8. september og rétt svör verða birt í birtist 18. ágúst: 3. 999 krónur.
tónlistarblaðinu 15. september. 1.1490 krónur.