Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1994, Qupperneq 5
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1994
5
Fréttir
Hugsanlegt að böm hafi sprengiefni undir höndum:
Þjófarnir gefa
búið til þrusu-
sprengju
- segir íulltrúi Vinnueftirhts
„Þaö var sitt lítið af hveiju
sem stolið var þannig að ef menn
kæra sig um geta
þeir komið af stað sprengingu. Allt
veltur þetta á þekkingu þeirra sem
hafa þetta undir höndum núna. Þeir
geta búið til þrususprengju," segir
Jens Andrésson, tæknifulltrúi hjá
Vinnueftirliti ríkisins, um þjófnað á
að minnsta kosti 60 kílóum af
sprengiefni, allt að 200 hvellhettum
og sprengiknaUi.
Eins og kunnugt er var brotist inn
í sprengiefnagám verktakafyrirtæk-
isins Valar á vinnusvæði við Korp-
úlfsstaði. Upp komst um innbrotið
þegar tveir 7 til 8 ára gamlir piltar
sáust að leik á vinnusvæðinu á laug-
ardaginn með hvellhettur úr gámin-
um. Læsingar gámsins höfðu þá ver-
ið sprengdar upp nóttina áður og
hann skilinn eftir opinn. Þjófamir
skildu hins vegar eftir um 100 kOó
af sprengiefni og nokkurt magn af
hvellhettum þannig aö hugsanlegt er
aö böm hafi komist yfir sprengiefni
í gámnum frá því að þjófarnir fóm
af vettvangi þar til upp komst um
innbrotið.
„Það era til lög en engin ítarleg
reglugerð um geymslu sprengiefnis.
Við erum að bíða eftir EES-reglum.
Hins vegar gefum við út vinnureglur
sem mönnum ber að fara eftir við
meðferð sprengiefnis," segir Jens.
Frágangur gámsins var að mestu í
samræmi við lögin og vinnureglurn-
ar, utan þess að ekki var tvöfaldur
læsingarbúnaður á gáminum eins og
vera ber.
„Ég er búinn að skoða gáminn frá
Veli og hann uppfyllir öll skilyrði
nema hann er ekki með tvöfalda læs-
ingu. Það er annars spurning hvað
stoppar menn sem hafa það að ásetn-
ingi að brjótast inn,“ segir Jens.
„Það versta af hálfu verktakans
var að hann getur ekki sagt hvað var
mikið af efni þarna inni. Við munum
taka á því gagnvart því fyrirtæki sem
þama á í hlut,“ segir Jens.
Hann segir ástand þessara mála
almennt gott hjá stærri verktakafyr-
irtækjunum. Öðra máli gegni um
smærri verktaka sem kaupi slatta
af sprengiefni til ákveðins verkefnis
en síðan þegar því verki sé lokið
gangi einhver hluti þess af. Menn
óttist að það kunni ekki að vera í
jafn traustum geymslum.
Steingrímur Jónasson, skrifstofu-
stjóri hjá Veli, sagði við DV að um
væri að ræða mjög örugga sprengi-
efnageymslu. Þrátt fyrir það hefði
þjófunum tekist að bijótast inn í
hana.
Vangoldin barnsmeð-
lög um 550 miinónir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, form-
aður Sambands íslenskra sveitarfé-
laga, segir að fjárvöntun sveitarfé-
laga vegna vangoldinna barnsmeð-
laga stefni í 550 milljónir á þessu ári
eða sömu upphæð og í fyrra. Sam-
kvæmt samkomulagi milli ríkis og
sveitarfélaga ber hinu opinbera að
axla hluta af þessari upphæð og seg-
ir Vilhjálmur að sveitarstjórnar-
menn hafi átt fund með nýjum félags-
málaráðherra nýlega.
„Ríkisstjórnin hækkaði bamsmeð-
lög í ársbyijun 1993 og lækkaði
barnabætur til að spara nokkur
hundrað milljónir í heilbrigðisráðu-
neytinu. Margir þeirra sem höfðu
verið að burðast við að borga meðlög-
in hættu því og fóru í svarta vinnu
eða hurfu úr landi. Árið 1993 greiddu
sveitarfélögin 300 milljónir vegna
meðlaga og sparnaður ríkissjóðs
hvarf því hans hlutur var 250 millj-
ónir,“ segir Vilhjálmur.
Mál Péturs Péturssonar læknis fyrir Hæstarétti:
Er áreiðanlega
ekki forgangsmál
„Ég áfrýjaði öllu helvítis drasl-
inu til Hæstaréttar en vænti ekki
niðurstaðna þaðan strax. Þetta er
áreiðanlega ekki forgangsmál og tek-
ur eflaust einhver ár að fá niður-
stöðu,“ segir Pétur Pétursson, læknir
á Akureyri, um mál sem vaxtarrækt-
armenn höfuðu á hendur honum á
sínum tíma vegna ummæla hans um
meinta lyfjanotkun þeirra.
Annars vegar var um að ræða
kæra um 30 vaxtarræktarmanna á
hendur Pétri og hins vegar kæru
Ólafs Sigurgeirssonar lögmanns
þeirra vegna ummæla sem Pétur við-
hafði um lögmannsstörf Ólafs.
Kærendurnir undu niðurstöðu
Héraðsdóms Norðurlands eystra en
Pétur segist ekki hafa viljað sitja
undir dómnum. „Jafnvel þótt ég hafi
ekki verið dæmdur í neina refsingu
þá ómerkti dómurinn orð sem voru
sönn og það sætti ég mig ekki við.
Ég var svo dæmdur til að greiða ein-
hveija hungurlús í sekt og máls-
kostnað en það skipti engu máli,“
segir Pétur.
Óðinn til Hammerf est
Ákveðið hefur veriö að Óðinn, að-
stoöarskip Landhelgisgæslunnar í
Smugunni, sigli áleiðis til Hammer-
fest í Noregi á miðvikudag. Áætlaö
er að skipið komi til Hammerfest
daginn eftir.
Að sögn Helga Hallvarðssonar
skipherra er ástæðan fyrir því að
skipið fer svona fljótt í land sú að
óhreinindi eru í olíu skipsins og olíu-
taka sem reynd var á sjó í gær mis-
heppnaðist þegar slanga úr olíuskipi
yfir í Óðin slitnaði. Þá verður einnig
farið með fjóra sjómenn með handar-
mein í land.
Utanríkisráðuneytið hefur sent
norskum stjórnvöldum erindi þess
efnis aö óska eftir hafnarleyfi fyrir
skipið og aö það fái að sigla í norskri
landhelgi en ekkert svar hafði borist
í morgun.
MIKIÐ VÖRUÚRVAL FYRIR TRÉSMIÐI, BIFVÉLAVIRKJA, MÁLARA,
VERKTAKA, RAFVIRKJA OG VENJULEGA BÍLSKÚRSKALLA.
FRÁBÆR VERÐ
SENDUM í PÓSTKRÖFU UM ALT LAND
SKEIFUNNI11D, SIMI 91-686466
AEG þvottavélar
eru á um það bil
27.000* íslenskum heimilum
AEG þvottavélar eru á tvöfalt fleiri heimilum
er næstalgengasta þvottavélategundin.
Yfir 85% þeirra, sem eiga AEG þvottavél, mundu vilja kaupaA.EC aftur.
Hvað segir þetta þér um gæði AEG þvottavéla? Eða AEG yfirleitt?
Þriggja ára ábyrgð
á öllum AEG þvottavélum
Allar AEG þvottavélar eru framleiddar í Þýskalandi.
Umbobsmenn um land allt
'Samkvæmt markaðskönnun
Hagvangs í des. 1993.
BRÆÐURNIR
(©) ORMSSON HF
Lágmúla 8, Sími 38820
AEG Lavamat 9451
Vinduhraði 700/1000/1200 +
áfangavinding, tekur 5 kg.(
sér hitavalrofi, sérstök
ullarforskrift, orkusparnaðar-
forskrift, UKS kerfi (jafnar tau í
tromlu fyrir vindingu),
froðuskynjunarkerfi,
sér hnappur fyrir viðbótarskolun,
orkunotkun 1,9 á lengsta kerfi.
Kr. 99.832 Stgr. 92.844.
AEG Lavamat 508
Vinduhraði 800 sn/mín,
tekur 5 kg., sér hitavalrofi,
ullarforskrift, orkusparnaðar-
forskrift, orkunotkun 2,1 kwst
á lengsta kerfi, einföld og
traustvekjandi. Kr. 75.149.
Stgr. kr. 69.889.
AEG Lavamat 920
Vinduhraði 700/1000 +
áfangavindingu, tekur 5 kg.,
sér hitavalrofi, sérstök
ullarforskrift, orkusparnaðar-
forskrift, UKS kerfi (jafnar tau
í tromlu fyrir vindingu),
sér hnappur fyrir viðbótarskolun,
orkunotkun 2,0 kwst á lengsta
kerfi. Kr. 88.765 Stgr. 82.551.