Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1994, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1994 Viðskipti Þorskur á fiskm. 85 w s kr/kg" Þrl Mi Fl Fö Má Þingvíst. hlutabr. Þri Mí Fi Fö.Mð. Álverð erlendis 1480 3: s [. $/!onn Þri Mi fi Fó Mé Þrl' Doliarinn 69.2 69 68,8 68,6 68,4 68.2 68 B 1 1 Þrl Mi Fl. Fó MS Kauph. f London Þrí Mi Fi Fö Má Þrí Dollar lækkar Frá því á fimmtudag hefur þorskur á ílskmörkuðum verið að lækka. Lækkunin nemur 15%. Kílóverðið á mánudag var að meðaltali 89 krónur. Þingvísitala hlutabréfa lækkaði eilítið á mánudag eftir nokkuð stöðuga hækkun í síðustu viku. Á mánudag endaði talan í 979 stig- um. Þegar viðskipti hófust með ál í London í gær var stgverðið 1543 dollarar tonnið sem er hæsta verð í 3'A ár. Gengi dollars hefur verið á níð- urleið, var 68,22 krónur á mánu- dag. Á einni viku hefur gengið lækkað um 1,2%. Hlutabréfaverð í kauphöllinni í London hefur haldist frekar stöö- ugt undanfarið. FT-SE100 vísital- an var í 3231 stigi þegar viðskipti hófust í gærmorgun. Sex mánaða uppgjör á hlutabréfamarkaði: 723 milQóna uppsveifla hjá 7 fyrirtækjum samtals Undanfarið hafa fregnir af afkomu fyrirtækja á hlutabréfamarkaði eftir fyrri helming þessa árs verið að birt- ast. Þegar tölur frá þeim sjö fyrir- tækjum sem hafa birt 6 mánaða upp- gjör eru skoðaðar kemur í ljós gríð- arlegur bati frá sama tíma í fyrra. Uppsveiflan er upp á 723 milljónir króna. Hagnaður hjá sex af sjö Fyrirtækin sem um ræðir eru Eim- skip, Grandi, Hampiðjan, Hluta- bréfasjóðurinn, Marel, Skagstrend- ingur og Útgerðarfélag Akureyringa. Öll fyrirtækin skiluðu hagnaði á ár- inu nema Skagstrendingur sem tap- aði 10 milljónum. Samtals nemur hagnaöur fyrirtækjanna 430 milljón- um króna. Tap þessara sjö fyrirtækja eftir fyrstu sex mánuðina í fyrra var 293 milljónir samtals. Munar þar mestu um 282 milljóna króna tap Skag- strendings og 70 milljóna tap ÚA. Að auki töpuðu þá Eimskip 12 milljón- um og Hlutabréfasjóðurinn 28 millj- ónum. Á sama tíma högnuðust Grandi um 52 milljónir, Hampiðjan um 38 milljónir og Marel um 9 millj- ónir. Beðið eftir Flugleiðum Hagnaðartölur þessa árs eru 206 milljónir hjá Eimskip, 104 hjá Granda, 56 hjá Hampiðjunni, 19 hjá Hlutabréfasjóðnum, 15 hjá Marel og 40 hjá ÚA. í fréttabréfi Verðbréfa- þings kemur fram að enn sé einn Milliuppgjör fyrirtækja - fyrstu 6 mán. 1993 og 1994 - 500 milljónir ~ 400 300 200 100 -100 -200 -300 '94 -293 '93 *Þau fvrlrtæki 6 hlutabrétámatKaöi sem höföu skilaö uppgjöri 1. sept. sl.: Eimskíp. Grandi. Hampiöian, Hlutabréfasjóöurinn, Marel, .„.Skaestrendlnfiur.QeÚA.. mánuður til stefnu fyrir þau hlutafé- lög sem eiga eftir að skila milliupp- gjöri. Nokkur félög hafa nefnilega leyfi Verðbréfaþings til að skila fjög- urra og átta mánaða uppgjörum. Meðal þeirra uppgjöra sem beðiö er eftir er frá Flugleiðum. Þar er búist við einhverjum mínustölum en þó eilítiö betri afkomu en í fyrra. Uppgjörin juku viðskipti Fregnir af sex mánaða uppgjörun- um voru einkum að koma í ágúst- mánuði. Þá urðu viðskipti með hluta- bréf líflegri en áður. Sem dæmi hækkaði þingvísitala hlutabréfa um 9% milli mánaða sem er mesta hækkun í einum mánuði sem mælst hefur frá því byrjað var að reikna vísitöluna 1. janúar 1993. Hlutabréfa- viðskipti í ágúst voru upp á 93 millj- ónir króna. Þar af voru viðskipti mest með hlutabréf íslandsbanka upp á 23 milljónir og 22 milljónir með Eimskipsbréfin. Milliuppgjörin benda til þess að afkoma fyrirtækja í ár stefnir í að vera margfalt betri en á síðasta ári. Ástæðan er einkum rakin til mikillar hagræðingar í rekstri fyrirtækja og betra rekstrarumhverfis. Gámasala í Englandi: Þorskur rauk upp Þorskur í gámasölu í Englandi rauk upp í verði í síðustu viku þegar kílóið seldist að meðaltali á 176 krón- ur. Hærra verð hefur ekki fengist þarna síðan í febrúar á þessu ári. Almennt náðist mjög gott verð í gámasölunni. Alls seldust 305 tonn fyrir tæpar 40 milljónir króna, þar af seldust 120 tonn af ýsu. Tveir togarar seldu 420 tonn í Þýskalandi fyrir 33,5 milljónir króna. Það voru Viðey RE og Skafti SK. Skafti náði ágætri sölu með 13 millj- ónum fyrir 102 tonn. Hins vegar fékk Viðey aðeins 20 milljónir fyrir 319 tonn. Skafti var mest með karfa en Viðey með karfa og ufsa. Líklega er það ufsinn sem dró sölu Viðeyjar niður. Enn hækkar álið Straumsvíkurmenn geta tekið gleði sína á ný þvi álverð á heimsmörkuð- um er aftur á uppleið. Miðað við verðið í gærmorgun hefur það ekki verið hærra í 3 'A ár. Margar spár um framhaldið eru í gangi en allar miða þær að hækkandi álverði, allt upp undir 1700 dollara tonnið. Helstu gjaldmiðlar eiga það sam- merkt að hafa hækkað gagnvart ís- lensku krónunni í síðustu viku en síðan lækkað verulega eftir helgi, sér í lagi dollar og pund. Hlutabréfaviðskipti hafa verið óvenju lífleg síðustu vikur. Viðskipt- in námu rúmum 26 milljónum í síð- ustu viku og hækkaði þingvísitala hlutabréfa um 17% milli vikna. Mest var höndlað með hlutabréf Eimskips í vikunni, eða fyrir 7,7 milljónir. Næst komu viðskipti með hlutabréf íslandsbanka og Flugleiða. Alls urðu viðskipti í 16 hlutafélögum. Útflutningsafurðir, gjaldmiðlar og verðbréf 69 v 11 /fv 68.5 V 1111 68 lll/ 67 66.5 Kr. J J Á 58,22 S BH| lOOmilljóna hagnaðurBorg- eyjara Afkoma útgerðarfélagsins Borgeyjar á Höfn í Homafirði var jákvæð um rúmar 100 milljónir króna fyrstu sex mánuði þessa árs. Hagnaður fyrir vexti og af- skriftir var 165,3 milljónir sem er 22,4% af veltu. Veltan á tímabil- inu var upp á 737 milljónir. Þetta eru nokkur umskipti á rekstri frá því í fyrra. Eftir fyrstu sex mánuðina varð 44 milljóna króna tap hjá Borgey. Forráöa- menn fyrirtækisins þakka þessi umskipti endurskipidagningu á fjárhag og rekstrí. Eignir voru seldar, skuldum breytt í hlutafé og afskrifaðar í nauðasamningi ásamt því að 100 milljónir voru lagðar til félagsins í nýju hlutafé. GóðsalaáVerð- bréfumog áhættu Fjármálabókin Verðbréf og áhætta, sem VÍB gaf út sl. vor, hefur fengið góðar móttökur á bókamarkaðinum. Þegar hafa selst um 1.500 eintök. Aðstand- endur bókarinnar eru ánægðir með þessa sölu, sér í lagi með til- liti til þess að sala á bókum er yfirleitt dræm á sumrin. Búist er við að bókin seljist vel í haust þar sem ekki er ólíklegt að hún verði tekin upp í kennslu við sumar menntastofnanir landsins. Fjórirerlendir bankaráíslandi Samkvæmt EES-samningnum er erlendum viðskiptabönkum og sparisjóðum heimilt að veita þjón- ustu hér á landi án stofnunar úti- bús. Frá því samningurinn tók gildi um síðustu áramót hafa fjór- ir erlendir aðilar fengið leyfl. banliaeftirlits Seölabanka íslands. Þetta eru allt bankar i London. Um er að ræða Toronto Dominion Bank Europe, Lazard Brothers & Co., N.M. Rothsclúld & Sons og Royal Bank of Canada Europe. Seðlabankinn mun framvegis birta lista opinberlega a.m.k. einu sinni ári yfir þær stofnanir sem fengið hafa leyfi til að starfa á íslandi. Hæg þróunáís- lenskum hluta- bréfamarkaði Þróun hluta- bréfamarkaðar á íslandi hefur veriðrajöghæg, veltan lítil og takmarkaöur áhugi íjárfesta á hlutabréfum. Þotta kernur fram í yfirliti sem Edda Helgason, framkvæmdastjóri Handsals, hefur unnið um þróun markaðar- ins. í yfirlitinu kemur fram að heildarmarkaðsvirði lúutabréfa er núna um 34 milljarðar króna. Það samsvarar um 8,6% af áætl- aðri vergri landsframleiðsiu á þessu ári. Til samanburöar er þess getiö að sama hlutfall 1 Jap- an er 120%, 60% í Bretlandi og Bandaríkjunum, 25% í Þýska- landi, 33% í Svíþjóð, 24% í Dan- mörku og 16% í Noregi. Að mati Eddu er skýringin á þessari þróun sú að afkoma og arðsemi íslenskra hlutafélaga sé ekki nógu góð, hlutabréf séu of hátt verðlögö miðað viö arðsemi og að skattareglur séu óeðlilegar. Edda vill afnám eignaskatts og afiiám tekjuskatts af söluhagnaði hlutabréfa. Edda vekur athygli á því að engin hlutafélög með nýjan rekstur hafi veriö skráð á mark- aðnum um langan tíma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.