Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1994, Side 8
8
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1994
Útlönd
Stuttar fréttir dv
Óvæntar upplýsingar um furstynjuna af Mónakó í nýrri ævisögu:
Grace Kelly átti sér
marga rekkjunauta
- tveir ungir menn einkum nefndir til sögunnar sem ástmenn furstynjunnar
„Hún vildi lifa í eilífum glaumi og
gleði. Ungu ástmennirnir voru hluti
af þessari gerviveröld hennar,“ segir
Gwen Robyns, náin vinkona Grace
Kelly, fyrstynju af Mónakó, í vænt-
anlegri ævisögu hennar.
Útdráttur úr bókinni birtist í tíma-
ritinu Vanity Fair í dag. Þar koma
fram óvæntar upplýsingar um ástar-
líf furstynjunnar. Robert Lacy, höf-
undur bókarinnar, segir að Grace
hafi verið mjög óánægð í hjónaband-
inu með Rainier fursta og um skeið
íhugað að skilja við hann. Hún hafi
þó ekki látið af því verða vegna
hræðslu við allt umtalið sem óhjá-
kvæmilega hefði fylgt í kjölfarið.
í stað skilnaðar hafi Grace lagt lag
sitt við unga menn og þannig notið
þess sem furstinn gat ekki veitt
henni. Einkum eru tveir ungir menn
nefndir til sögunnar. Annar er Ro-
bert Dornhelm kvikmyndaleikstjóri,
16 árum yngri en Grace. Dornhelm
neitaði að ræða við bókarhöfund um
samband sitt við furstynjuna.
Annan ástmann á Grace að hafa
fundið í flugferð til Bandaríkjanna
með Concord-þotu. Sá var fram-
kvæmdastjóri vestra og mun yngri
Grace Kelly á íslandi skömmu fyrir
andlátið.
en furstynjan. „Þessir menn voru líf
hennar og yndi,“ segir í bókinni.
Phihppe Junot, fyrsti eiginmaður
Karólínu, dóttur Grace og Rainiers,
er meðal heimildarmanna í bókinni.
Hann segir að furstahjónin hafi í
raun verið skihn að borði og sæng
síðustu árin sem Grace lifði.
Grace fórst í bílslysi árið 1982. Stef-
anía, dóttir hennar, var með í fór og
hafa lengi verið uppi getgátur um að
hún hafi ekiö bílnum réttindalaus.
Bókarhöfundur telur hins vegar eng-
an vafa leika á að Grace hafi sjálf
setið undir stýri. Reuter
Clinton leggur kollhúf ur
Bill Clinton Bandaríkjaforseti setti upp kollhúfu við gyðinglega áramótamessu á sumardvalarstaðnum Marthas
Wineyard í gær. Að lokinni messu fór forsetinn einn hring á golfvellinum en lét sér að öðru leyti vandamál heimsins
I léttu rúmi liggja. Símamynd Reuter
Viöræöur um myndun nýrrar landsstjómar í Færeyjum:
Bræða saman þjóðarsáttar-
stjórn á f undum allar nætur
Johann Mortensen, DV, Færeyjum;
Leiðtogar fjögurra flokka sátu á
fundi fram til klukkan þrjú í nótt og
ræddu hugsanlega þjóöarsáttar-
stjórn vinstri- og hægriaflanna.
Ákveðið var að halda fundum áfram
í dag og næstu daga en að öðru leyti
vilja leiðtogarnir ekkert segja.
Viðræðumar heita ekki enn form-
legar stjórnarmyndunarviðræður en
samt gera margir Færeyingar sér
vonir um að langvarandi stjómar-
kreppu fari senn að ljúka.
Vitað er að flokkarnir eru ósáttir
um launamáhn. Sambandsflokkur-
inn, stóri hægri flokkurinn í Færeyj-
um, vill 12% launalækkun með
frjálsum samningum. Jafnaðarmenn
og Verkamannafylkingin eru á móti.
Fylkingarmenn vilja hækka at-
vinnuleysibætur en Sambandsmenn
eru á móti. Þrátt fyrir þennan ágrein-
ing er myndun nýrrar stjórnar
hægri- og vinstriflokkanna ekki talin
útilokuð.
Egyptar leggja
áhersluáeðli-
legtkynlíf
Egypsk stjórnvöld leggja
áherslu á það aö orðin „eðlilegt
kynlíf ‘ verði sett inn í lokayfir-
lýsingu mannfjöldaráðstefuunn-
ar sem nú fer fram í Kaíró, allt
vegna þrýstings frá íslömskum
heittrúarmönnum.
Heittrúarmenn segja að drögin
að lokayfirlýsingunni mæli sam-
kynhneigð bót og að ráðstefhan
hafi orðiö til þess aö hommar
hafi flaggað lífsstíl sínum í Kaíró.
Hefuráhyggjur
afæsingnumí
Þjóðverjum
Roman
Herzog, forseti
Þýskalands,
sagði i gær aö
Þjóðveijar
væru orðnir
miklu umburð-
arlyndari og
afslappaðri en
áður en hann helði nú samt
áhyggjur af því auövelt væri að
æsa þá upp.
I-Iann sagði það einkenni Þjóð-
verja hve stutt væri milli ofsa-
kæti ogtrega. Reuter
Reynoldsrauf
samskiptabann
viðSinnFein
Bilið milli
mótmælenda
og kaþólikka á
Norður-íriandi
or enn jafn
mikið og áður
eftir fund
þeirra Gerrys
Adams, leið-
toga Sinn Fein, pólitísks arms
írskalýðveldishersins, ogAlberts
Reynolds, forsætisráðherra ír-
lands, í gær. Þar með rauf Reyn-
olds bann sem Bretar og írar
höfðu sett á samskipti við Sinn
Fein.
John Major, forsætisráðherra
Bretlands, hélt fund með einum
leiðtoga mótmælenda, klerkinum
Ian Paisley. Þeim fundi lauk mjög
skyndilega þegar Major bað Pais-
ley um að hypja sig og rauk sjálf-
ur á dyr í fússi.
Adams og Reynolds biðluðu til
mótmælenda og sögðu að án
þeirra kæmist aldrei á friður.
til sárrar
Alvörusvar
Kúbustjórn hefur geflö Banda-
ríkjunum alvöru svar við tihög-
um um fleiri innflrijendur.
Tekniráflekum
Bandaríska strandgæslan hirti
hundruð Kúbvetja af flekum á
hafmu miUi Kúbu og Flórída.
Páfifrestarferð
Jóhannes
Páll páfi hefur
neyðst til að
fresta ferð
sinni til
Sarajevo í vik-
unni vegna
þess að ekki er
hægt að tryggja
öryggi hans,
íbúum borgarinnar
gremju.
Páf agarður einn á báti
Fulltrúi páfa á mannijöldaráð-
stefnunni er einn á móti mála-
miðlun um orðalag um fóstureyð-
ingar.
Grogagnrýnd
Heittrúaöir múslímar gagn-
rýndu ræðu Gro Harlem Brundt-
land á maimíjöldaráðstefnunni.
Hermennirnir koma
Bandarísk stjómvöld hafa var-
að herstjórana á Haítí við þvi að
amerískir hermenn séu væntan-
legir fljótlega.
Herða tökin
Herstjórarnir í Nigeríu hafa
hert tökin á landsmönnum eftir
misheppnaöa tilraun verkfalls-
manna til aö bola þeim frá.
Bragarbót í Japan
Walter
Mondale,
sendiherra
Bandaríkjanna
í Japan, segir
aö þarlendir
verði að gera
bragarbót á
viðskiptamál-
um sínum vilji þeir komast hjá
refsiaðgerðum.
Fríiðbúið
Clinton Bandaríkjaforseti er
búinn með sumarfríið og bíða
hans mörg erfið verkefni.
Torséðflugskeyti
Bandaríski flugherinn hefur
aflétt leyndarhjúpnum af torséöu
flugskeyti.
Heim meðsoninn
Amerísk kona, sem fékk aðstoð
Donalds Feeneys við að endur-
heimta son sinn, er komin heim.
Bjargað úr bruna
Niu manns var bjargað úr
brennandi skrifstofuhúsi í Sydn-
ey i Ástralíu.
Verðhækkun á kaffi
Kaffl í Brasilíu hefur hækkað í
verði þar sem veðurspár um regn
rættust ekki.
Goretilírlands
A1 Gore,
varaforseti
Bandaríkj-
anna, hittir Al-
bcrt Reynolds,
forsætisrað
herra íriands, á
flugvellinum i
Shannon til að
ræða friðarviöleitni
írlandi.
Sonurinn forseti
Kim Jong-il verður útneftidur
forseti Norður-Kóreu á föstudag,
að sögn suður-kóresks dagblaðs.
Anastasiafundin
Vísindamenn hafa komist að
því að Anastasia, dóttir síöasta
Rússakeisara, var myrt með for-
eldmmsínuml9l8. Reuter
Norður-