Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1994, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1994, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð I lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Boltinn er hjá okkur Heilbrigð skynsemi segir okkur að það verði á bratt- ann að sækja í landsleiknum við Svía á Laugardalsvellin- um í kvöld. Keppinauturinn er eitt sterkasta knatt- spymulið veraldar. Sænsku leikmennirnir eru þekktir fyrir samheldni, seiglu og útsjónarsemi. Þótt þeir séu svo háttvísir að segja opinberlega fyrir leikinn að þeir séu ekkert of viss- ir um úrslitin, vita allir að þeir sætta sig ekki við neitt annað en sigur. Við vitum mætavel að Svíamir em ofjarlar okkar í knattspymu. Þeir sem fylgdust með frammistöðu þeirra í heimsmeistarakeppninni í sumar, þar sem þeir hrepptu bronsið, vita hvað við eigum í vændum. Á móti vegur að íslensku leikmennirnir em engir aukvisar. Með íslenska landshðinu leika nokkrir af snjöllustu knattspymumönnum í Evrópu. Þetta lið er engir viðvaningar á vellinum. Ekki er síður mikilvægt að íslenskir knattspyrnumenn þjást að jafnaði ekki af minnimáttarkennd sem algeng er meðal smáþjóða og gæti 1 öðrum löndum eyðilagt alla spennu fyrir leik af því tagi sem fram fer í kvöld. Hin náttúrulega jafnaðarstefna sem íslendingum er í blóð borin hefur áreiðanlega ráðið jafn miklu um þá velgengni sem við höfum stundum notið í alþjóðlegri íþróttakeppni og víða á öðrum sviðum í samkeppni þjóð- anna. Það hefur margsýnt sig að hugarfar manna, sjáÚsá- lit og sjálfsmynd skiptir miklu máli fyrir árangur þeirra. í leiknum í kvöld teflum við fram sterku landshði sem kann sannarlega að leika með knöttinn. En allir vita að forsendur þess og aðstæður eru svo gerólíkar því sem sænska atvinnuhðið býr við að samanburður verður okkur ahtaf í óhag. Skorturinn á minnimáttarkennd vegur á hinn bóginn upp á móti yfirburðum Svíanna. Ef að líkum lætur mæta íslendingar til leiksins staðráðnir í því að hafa gaman og lærdóm af og láta ekki í minni pokann fyrr en í fulla hnefana. Við þekkjum okkar heimavöh og þar eigum við nokk- urt forskot. Og við þekkjum okkar heimafólk sem mun örugglega sýna gestunum fuha kurteisi án þess að láta það fara leynt hver eru æskhegustu úrshtin. Hvatningarorð áhorfenda, trú þeirra og vhji getur skipt sköpun um það hvemig leikurinn fer. íslendingum hlýtur að vera mest í mun að ná Svíunum niður úr skýj- unum og sýna þeim að hér geta menn ekkert gefið sér fyrirfram, hvorki leynt né ljóst. Það er ekki áfah fyrir íslendinga að tapa leik fyrir Svíum, ef hann er drenghegur. Hitt væri áfah ef íslenska hðið mætti á vöhinn með öðru hugarfari en því sem þjóð- inni hefur lánast best þegar við ofjarla er að etja. Þá væri tap þungbært. Kannski er það óhófleg bjartsýni að búast við fimmtán þúsund áhorfendum á völhnn í kvöld eins og Knatt- spymusambandið virðist vera að gera sér vonir um. En það verður án vafa mikið þölmenni sem kemur th að sjá leikinn og knattspymumennina sem sumir em orðnir að þjóðsagnapersónum. Og það er hjá þessu fólki, hjá okkur áhorfendunum, stuðningsmönnunum, sem boltinn er núna. Við skulum leyfa okkur að ganga að því vísu að okkar menn muni hvergi gefa sig á velhnum. En þá verða þeir líka að finna andann og stemninguna í stæðunum og á bekkjunum í kringum sig; finna að þeir eiga okkur að. Guðmundur Magnússon Athyglisverð tillaga frá Páli Þegar Alþingi ijallar um breyt- ingar á mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar, er nauðsynlegt að leiðrétta misrétti í atkvæðavægi við kosningar til Alþingis. Þetta misvægi á rætur að rekja til bú- ferlaflutninga. Stundum er reynt að réttlæta það með vísan til þess að þeir sem búa fjarri höfuðborg- inni séu verr settir en borgarbúar við hagsmunagæslu gagnvart stjórnvöldum. Þessi rök eiga ekki lengur við í umræðum um íslensk stjómmál. Þau taka mið af öðru þjóðfélagi en hinu íslenska árið 1994. Barátta fyrir mannréttindum snýst ekki um að niðast á einhverj- um. Hún er um það að allir njóti sama réttar. í nýrri og fróðlegri bók um mannréttindi eftir Ágúst Þór Árnason kemst höfundur þannig að orði: „Ábyrgðin sem fylgir rétt- indum er að manni ber að vera réttlátur og sanngjam við annað fólk - fjölskyldu, vini, samlanda sína og íbúa annarra landa. Þaö hlýtur að teljast réttmætt og sann- gjarnt að allir aðrir hafi sömu sið- ferðilegu og lagalegu réttindi og við sjál.“ Þessi skoðun á að vera leiðar- ljós í umræðum um jafnan rétt is- lendinga viö kjörborðið en ekki hagsmunapot. Ýmis markmið í umræðum um kosningalögjöf- ina setja menn sér ýmis markmið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur til dæmis sett tvennt á oddinn: Jöfnun atkvæðisréttar og fækkun þing- manna. Fyrrgreinda markmiðið hef ég þegar rökstutt. Hið síðara er í samræmi við kröfur um sparn- að í opinberum rekstri. Það tekur einnig mið af þeirri staðreynd að Alþingi starfar nú í einni málstofu en ekki tveimur eins og fram að kosningum 1991. KjaUarim Björn Bjarnason alþingismaður Við síðustu endurskoöun á kosn- ingalöggjöfinni var því markmiði náð að jafnræði náðist milh flokka. Ég hef viðrað hugmyndir um að frá þessu verði horfið og kosningalög- in miðuð við meirihlutakjör til Al- þingis eins og á Bretlandi eða í Frakklandi. Sumir vilja að kosn- ingalög geri prófkjör óþörf. Við kjörborðið merki kjósandi í senn við ákveðinn flokk og raði mönn- um á lista hans. Loks er það séríslenskt markmið við endurskoðun kosningalaga að horfiö sé frá hinu flókna og illskilj- anlega kerfi við úthlutun þingsæta sem hér tíðkast. Sjónarmið Páls Péturssonar Hinn 18. ágúst birtist grein eftir Pál Pétursson, formann þingflokks framsóknarmanna, hér í blaðinu, þar sem hann lýsir sig sammála því markmiði að dregið skuli úr misvægi atkvæða. Gerir hann grein fyrir hugmynd um hvernig að því skuh staðið. Hún byggist á virðingu fyrir mannréttindum. í henni felst einnig einföldun auk þess sem hann mæhr með auknu persónukjöri. Frá mínum bæjardyrum séð er hugmynd á borð við þá, sem Páll kynnir, mun vænlegri en hitt að landið sé gert að einu kjördæmi. Ástæða er til að harma að Páll telur ekki líklegt að samkomulag takist um fækkun þingmanna. Stangast það á við heitstrengingar sem tals- menn stjórnmálaflokanna gáfu á fundi um kjördæmamáhð í október sl. Davíð Oddsson forsætisráðherra vill að kjördæmamáhð fái forgang og um það sé samráð milli stjórn- málaflokkanna. Hin athyglisverða grein Páls Péturssonar ætti að auka líkur á samkomulagi flokk- anna. Björn Bjarnason „í umræöum um kosningalögjöfma setja menn sér ýmis markmið. Sjálf- stæöisflokkurinn hefur til dæmis sett tvennt á oddinn: Jöfnun atkvæðisréttar og fækkun þingmanna.“ Skoðanir aimarra Jarðsprengja I launamálunum „Meðan launin hafa haldist nær óbreytt hefur ýmis þjónusta hækkað, og ríkið hefur aukið kostnað- arþátttöku almennings í opinberri þjónustu. Þetta er sú jarðsprengja sem er hættuleg í launamálunum. Skattamáhn almennt eru önnur jarðsprengja.... Ef alvara er í því að feha niður hátekjuskattinn, miðað við ástandið í kjaramálum, ber það ekki vott um mikla dómgreind, svp vægt sé til orða tekið.“ Úr forystugrein Tímans 6. sept. Lífeyrisréttindi i molum „Félagar í lífeyrissjóðum hafa nær undantekn- ingarlaust ekki val á lífeyrisréttindum. Gildir einu hvort þeir hafa þörf fyrir réttindin eða ekki.... All- ir sjóðsfélagar eru skyldaðir til að taka þátt í kostn- aði viö áhættutryggingaþáttinn hvort sem þeir hafa þörf fyrir slíkar tryggingar eða ekki.... Hér á landi vant- ar almenna löggjöf sem setur ramma um lífeyris- spamað landsmanna." Vigfús Ásgeirsson eðlisfr. í 33. tbl. Vísbendingar. Dýrt tónleikahald ríkisins „Það er í hæsta máta óeðhlegt, að þegar fólk kem- ur sér þægilega fyrir í Háskólabíói til að hlusta á Sinfóníuhljómsveit íslands, þá skuh þaö kosta al- menning tæpar 5.700 kr. á hvem einstakling í saln- um. Tónleikagesturinn borgar rúmar 1.000 kr. fyrir ánægjulega kvöldstund, en allir hinir, sem ekki koma, safna í sjóð (ríkissjóð) þeim 5.700 krónum sem upp á vantar. ... Ekkert réttlætir þátttöku ríkisins í shku tónleikahaldi, ekki frekar en að ríkiö styðji við annað skemmtanahald.“ Ólafur Hauksson blm. í Mbl. 6. sept.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.