Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1994, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1994, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1994 15 Kjallarinn Guðjón Guðmundsson alþingismaður þetta ástand sé á undanhaldi og leiðin liggi upp á við. Takmark okkar hlýtur að vera að allir sem á annað borð vilja vinna haíi vinnu. Sumarvinna unghnga er mikil- væg að tvennu leyti: Þeir kynnast atvinnuháttum þjóðarinnar og afla sér tekna sem í mörgum tilfellum ráða úrshtum um hvort áframhald- andi skólaganga er möguleg. Hætt Fækkun frídaga Líklegt má telja að lenging skóla- ársins leiði til námsleiða og lakari námsárangurs. Ég tel það skyn- samlegri leið sem bent hefur verið á að nýta betur skólaárið með því að fækka frídögum og færa starfs- daga og námskeiðahald kennara fram í ágúst. Þannig má íjölga „Þaö sem mér líst verst á í tillögum nefndarinnar er lenging skólaársins úr 9 mánuðum í 10. Ég tel þá tillögu frá- leita og trúi ekki að hún fái stuðning á Alþingi.“ undanfarin ár hefur skapað veru- leg vandamál í atvinnu- og efna- hagslífi okkar. Margt bendir til að er við að lenging skólaársins í 10 mánuði leiði til þess að sumarvinna unglinga leggist að mestu af. kennsludögum án þess að sumarfrí okkar nemenda styttist. Guðjón Guðmundsson Lencjjum ekki skólaárið Nefnd um mótun menntastefnu, sem Ólafur G. Einarsson mennta- málaráðherra skipaði 24. mars 1992, lauk störfum í sumar og skil- aði lokaskýrslu og drögum að frumvarpi til laga um grunnskóla. Margt jákvætt í þessum frumvarpsdrögum er margt jákvætt að finna, t.d. þá meginbreytingu frá gildandi lögum að rekstur grunnskólans flyst al- farið til sveitarfélaganna frá ríkinu en með lögum um breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga árið 1989 voru ýmis verkefni grunnskólans færð tÚ sveitarfélag- anna. Nú er skrefið stigið til fulls og ábyrgð á allri starfseminni fahn sveitarfélögunum, þar með tahn ráðning starfsmanna og launa- greiðslur til stjómenda og kennara. Þá er gert ráð fyrir auknum áhrif- um foreldra á skólastarfið, aukn- um stuðningi við fatlaða nemend- ur, fjölgun samræmdra prófa og einsetnum skóla með samfehdum skóladegi. Margt fleira mætti nefna sem er jákvætt í þessum frum- varpsdrögum en ég tíni ekki til hér. Lenging skólaársins Það sem mér líst verst á í tillögum nefndarinnar er lenging skólaárs- ins úr 9 mánuðum í 10. Ég tel þá tillögu fráleita og trúi ekki að hún fái stuðning á Alþingi. Nái lenging skólaársins fram að ganga bitnar það mjög á möguleik- um unglinga til sumarvinnu. Þeir fara þess þá jafnframt á mis að kynnast aga, verkmenningu og kjörum vinnandi fólks. Sumarvinna unglinga er sérís- lenskt fyrirbrigði sem á alls ekki aö afleggja. Ég er ósammála þeirri niðurstöðu nefndarinnar að breyt- ingar á atvinnulífi þjóðarinnar kalli á lengda viðveru nemenda í skólum. Við megum ekki gefa okk- ur það að þeir erfiðleikar sem hafa steðjað að atvinnulífi okkar und- anfarin misseri og leitt til meira atvinnuleysis en við eigum að venj- ast séu eitthvað sem við ætlum að sætta okkur við í framtíðinni. Helmingsminnkun þorskafla samfara lækkandi verði á afurðum okkar vegna þeirrar efnahags- kreppu sem hefur hijáð Evrópu „Sumarvinna unglinga er sérislenskt fyrirbrigði sem á aiis ekki að afleggja." Nýsköpun er félagslegt fyrirbæri Skilningur manna á nýsköpun hér á landi hefur verið of þröngur um árabil. Nýsköpun er þannig í hugum margra eitt og hiö sama og það að smíða nýstárlegt tæki eða kaupa togara í tugatali. EUegar að hrúga upp laxeldisstöðvum og refabúum. Slík athafnasemi er að vísu hluti þess sem eðlilegt er að kaha ný- sköpun. Skfiningurinn þarf þó að vera víðtækari. Hann þarf að markast af heildandðfangsefninu sem við blasir. AUt frá sköpun nýrra hugmynda til jákvæðrar og viðeigandi móttöku þess félagsum- hverfis sem stefnt er að því að gróð- ursetja þær í. Á nútímamáli við- skiptanna heitir síðasti hlekkur þessarar keðju „markaðssetning". Hluti allrar nýsköpunar Taki félagsumhverfið því nýja ekki nægUega vel allt frá fæðingu tfi fuUburða vaxtar þá skiptir snfili tækrhlegra lausna oft litlu. Marga áratugi getur tekið að koma góðum hugmyndum í notkun ef rangt er að farið eða jarðvegurinn grýttur. Þróun hitaveitu hér á landi gekk þannig lengst af ótrúlega hægt. Eitt meginviðfangsefni þeirra sem vilja vinna að almennum framfórum á hverjum tíma er því félagslegt eða markaðslegt. Sjálfur kýs ég fyrra nafnið sakir þess að framfarir, sköpun og útbreiðsla KjáUarinn Jón Erlendsson yfirverkfræðingur Upplýsinga- þjónustu Háskólans viðskipti sem fara fram á markaði. Nýsköpun á markaði er einungis hluti allrar nauðsynlegrar nýsköp- unar. Fjölda háttsettra manna hér á landi virðist hafa skort nær alger- lega þann skilning sem hér er vikið að. í stað þess að sjá nýsköpun í samhengi við það félagsumhverfi sem hún býr í hefur verið litið á hana sem misjafnlega einangrað tæknilegt fyrirbæri. Eitthvað sem best væri aö leysa sem einstök og afmörkuð verkefni í kyrrþey á hvítum sloppum innan íjögurra veggja rannsóknastofa. Ellegar á verkstæðum víða um land innan um tæki og tól. Yfirþyrmandi tómlæti Nú er það ljóst að margt er gott gert án þess aö menn tileinki sér víðtæka sýn á viöfangsefnið. Gall- og dútl einstaklinga við einangruð tæknileg viðfangsefni þá nýtist ekki nema lítið brot af hinum skap- andi krafti þegnanna til framfara. Tómlæti um þróun hins félags- lega jarðvegs nýsköpunarinnar veldur því að hún verður hálfgerð eða alger hornreka. Fjöldi fólks snýst gegn henni eöa sýnir yfir- þyrmandi tómlæti. Stuðningur er því oft lítill sem enginn. Þeir frum- kvöðlar og aðrir boðendur nýrrar hugsunar eða viðhorfa sem þola slíkan mótbyr eru afar fáir. Margir efnilegir hugmyndasmiðir gefast því upp eftir skammvinna baráttu. Oft fyrir lífstíð. Hér er á ferðinni eitt meginvandamál þeirra sem berjast fyrir því sem nýtt er. Hér er um leið sá vandi þeirra sem hvað minnst er sinnt. Þverstæðan er nánast alger. Fjöldi rannsókna sem gerðar hafa verið á umliðnum áratugum undirstrika og saðfesta gífurlega þýðingu þess að hinn félagslegi jarðvegur nýsköpunar sé jákvæður og örvandi. Gögn frá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, OECD, eru farin að bera með sér að þar á bæ er kominn ríkur skilningur á þessu viðhorfi. Engin nýsköpun á komandi árum er því þýðingar- meiri en nýsköpun þess félagslega jarðvegs sem nýsköpunin býr við. Jón Erlendsson „I stað þess að sjá nýsköpun í sam- hengi við það félagsumhverfi sem hún býr í hefur verið litið á hana sem mis- jafnlega einangrað tæknilegt fyrir- bæri.“ nýrra hugmynda er fyrirbæri sem engan veginn er bundið við þau inn er bara sá að meðan nýsköpun er í hugum manna eitt og hið sama Kaupmönnum mismunað af framleiðendum og inn- flytjendum? „Mjög margir ís- lenskir fram- leiðendur og innflytjendur mismuna kaupmönn- um gróflega í verði. Þessi umræða hef- ur styrkt grun minn Friðrik G. Friðriks- son í F&A. um að bæði innflytjendur og framleiðendur standi ekki af fús- um og frjálsum vilja að þessari mismunum. Verst er auðvitað að um leiö og kaupmönnum er mis- munað þá er neytendum mis- munað um leið. Eins og hlutirnir eru í dag fær stórveldið Hagkaup-Bónus miklu betri og aUt önnur kjör en smærri verslanir. TU þess að iðnfyrirtæki og innflytjendur, sem ganga að kröfum stórmarkaðanna um kjör, fái ínn þær tekjur sem þarf til eigin rekstrar þá þurfa þeir að hækka verð til annarra verslana. Stærsti hluti neytenda er því að greiða niður verð fyrir þá neytendur sem versla í Bónusi þar sem þeir láta sína viðskipta- vini njóta afsláttarins. Sami hóp- - ur neytcnda er líka að greiöa nið- ur dýran rekstur Hagkaups- verslana sem láta sina viðskipta- vini síður njóta stóru afsláttanna. Allt tal um að smærri verslanir sameinist um innkaup er út í hött á meðan engar reglur eru til um mismunun á verði. Reynslan sýnir að þeir kaupmenn sem hafa reynt sUkt hafa ætíð orðið undir.'* Engum mis- munað ,Eg tel að kaupmönn- um sé ekki mismunað í kjörum. Þeg- ar framleið- andi eöa inn- flytjandi er að selja kaup- manni vöru hlýtur hann aö meta þaö hvernig greiðslum er háttað og hvernig framsetning vöru við- komandi aöila er á smásölustig- JóhannesJónssoni Bónusi. mu. Framleiðendur og innflytjend- ur vilja gjarnan leggja eitthvað af mörkum svo aö vel fari á öllum þéssum stigum. Til dæmis hefur Bónus komið sér upp safnlager þar sem aðilar í framleiðslu og innflutningi geta skilað vörúnni á einn stað fj'rir sjö verslanir.' Síðan sér lagerinn alfarið um að koma vörunni á sölustað. Þetta kostar framleiðandann eða ima- flytjandann mikla peninga. Hann metur það aö verðleikum og skil- ar einhverju upp í þann kostnað til okkar. Ofan á þette höfum við hins vegar haft þá reglu, kannski umfram marga aöra, að ef við fáum afslátt eðagerum hagstæð- ari innkaup þá skilum við þvi til neytenda. Þessi framkvæmd fer í taugarnar á samkeppnisaðilun- um vegna þess að við skilum henni út í verðlagið. En ég er ekki að vhina fyrir keppinauta okkar heldur fyrir almenning. Og það hefur skilað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.