Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1994, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1994, Síða 17
16 MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1994 MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1994 17 íþróttir DV Joe Wright verst t leiknum í gærkvöldi en hann lék meiddur með Grindvík- ingum gegn M7 Basket en gerði samt 30 stig í leiknum. Þessi snjalli leikmað- ur lék vel þrátt fyrir meiðslin og á eftir að styrkja lið Grindvíkinga mikið. DV-mynd GS KARATE fyrir alla Við bjóðum ÓKEYPIS NÁMSKEIÐ I 3 mánuði fyrir byrjendur. Innritun daglega á staðnum kl. 19.30-21.30. Þjálfari: Sensei REYNIR Z. SANTOS 5 DAN. Karatedeild Ármanns, Sigtúni 10 „Gott að fara heim með 12 stig“ - Grindvíkmgar töpuðu fyrir M7 Basket frá Svíþjóð í Evrópukeppninni í körfu, 96-108 UMFG (46) 96 M7 (50) 108 2-0, 7-2, 11-4, 14-8, 16-16, 18-21, 24-24, 24-29, 29-29, 34-31, 36-35, 39-37, 39-42, 43-44, 46-48, (46-50), 50-59, 55A55, 59-77, 68-79, 72-90, 80-90,84-95,86-95,93-103,96-108. Stig Grindvítónga: Joe Wright 30, Guðjón Skúlason 18, Helgi Guðfinnsson 15, Nökkvi Már Jónsson 14, Unndór Sigurðsson 9, Marel Guðlaugsson 4, Guð- mundur Bragason 4, Bergur Eð- varðsson 2. Stig M7 Basket: Jim McCoy 31, Drex Baldvin 28, Jonas Larsson 20, Robert Andersson 17, Daniel Málberg 4, Per Liljenback 3, Jon- atan Lönn 2, Anders Skoglund 2, Niklas Blom 1. Sóknarfráköst: UMFG 10, M7 14. Varnarfráköst: UMFG 23, M7 26. Boltar tapaðir: UMFG13, M714. Bolta náð: Grindavik 13, M7 7. Áborfendur: 600 og studdu mjög vel við bakið á Grindvíkmgum. Dómarar: Keith D’Wan frá Wal- es og Paul Lee frá Englandi. Voru sumir dómar þeirra afar skrítnir. Ægir Mar Kárason, DV, Suöumesjuiru „Það er gott að fara heim með 12 stig og við erum ánægðir með það. Grind- víkingar eru með góða skotmenn sem við verðum að gæta vel allan tímann fyrir utan 3ja stiga línuna,“ sagði Jonas Larsson, fyrirbði M7 Basket, eftir að sænsska liðið hafði sigrað Grindavík, 96-108, í Evrópukeppni félagshða í körfuknattleik í Grindavík í gærkvöldi. Grindvítóngar héldu lengi vel í við Svíana en þegar tæpar 2 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik fékk Guðmund- ur Bragason sína 5. villu og var það gríðarlegt áfaU. Joe Wright lék mjög vel þrátt fyrir að vera meiddur og Helgi og Guðjón áttu góða spretti. „Ég var mjög hræddur við þennan leik vegna þess að þetta er lítið hús og góðir áhorfendur fyrir þá. Þeir eru með mjög góðar 3ja stiga skyttur og við get- um ektó leyft okkur að hætta þegar nokkrar mínútur eru eftir,“ sagði Ey- vind Möstl, þjálfari M7 Basket, við DV eftir leikinn. „Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að vinna sem stærstan sigur og fara með 12 stig í seinni leikinn. Síð- ari leikurinn verður mjög erfiður enda er hð Grindavíkur mjög gott. Joe Wright var bestur Grindvítónga en Guðmundur Bragason lék einnig vel,“ sagöi Möstl ennfremur. „Ég er ekki alveg sáttur við úrshtin en við áttum að geta unnið þetta sænska hð. Þeir voru með tvo sterka banda- ríska leikmenn sem við áttum í erfið- leikum með. Ég er ósáttur við mína frammistöðu í leiknum. Ég á að geta gert mun betur en þetta. Við ætlum að sigra þá í Svíþjóð,” sagði Guðmundur Bragason fyrirliði Grindvíkinga. „Við spiluðum ektó alveg á sama sjálfstrausti og í undanfórnum leikjum. Við hefðum átt að geta unnið þennan leik en við spiluðum ekkert illa. Við lékum nú gegn atvinnumönnum og þar er munur á. Wright gekk ektó heill til skógar í þessum leik. Síðan misstum við Guðmund út af með 5 villur þegar ég hélt að hann væri að fá 4. villuna. Við þurfum að gera ákveðnar breyting- ar fyrir síðari leitónn en þá ætlum við að gera góða hluti,“ sagði Friðrik Rún- arsson, þjálfari Grindvíkinga. Fyrirsjáanlegt er að mikil aðsókn verður á landsleik Islands og Svíþjóðar i kvöld. Buast má við örtröð á bílastæðum í grennd við leikvangjnn. Fólki er því bent á að nýta sér bílastæðin við Kringluna og IKEA í Holtagörðum, en fyritækin hafa góðfúslega heimilað KSÍ að nýta þessi bílastæði fyrir vallar- gesti. KSÍ hefur í samvinnu við SVR skipulagt ferðir 7 strætisvagna frá þessum stöðum í Laugardalinn frá klukkan 18.30 til um kl. 19.30. Miðar verða seldir við vagnana sem verða sérstaklega merktir. Ókeypis verður í strætó fyrir þá sem framvisa aðgöngumiðum á leikinn. Ferðir verða úr Laugardalnum að sömu stöðvum eftír leik. Þá hefur KSÍ í samvinnu við Almenningsvagna stópulagt ferðir samkvæmt tímaáætlun úr Hafriarfirði, Garðabæ, Kópavogi og Mosfellsbæ að Kringlunni. Vagnarnir verða sérstaklega merktir Kringlunni. Fólki er bent á að mæta tímanlega á völliim. Liðin í kvöld Svíþjóð o O O p. Andersson O Nilsson Björklund Ljung o Brolin o Miid o o Schwarz Ingesson o Arnar Gunnl. o o Dahlin K. Andersson (Larsson?) q Eyjólfur o Arnór Þorvaldur Hlynur Siguröur Sigursteinn Guöni o Kristján Rúnar Birkir o ísland Handbolti: Ólafur sleit kross- bönd - frá fram í janúar | Ólafur Stefáns- son, landsliðs- maður í | hand- knattleik og leik- maður með Val, er með slitin krossbönd í I vinstrahnéogveröurfráæfing- f um og keppnum í handknatt- leikþartilíjanúaránæstaári. I Ólafur meiddist í leik Vals og I Stjömunnar á Reykjavíkur- f mótinu á dögunum og við lækn- [ isskoðun í gær kom í Ijós aðl krossböndin eru slitin. Ólafurl mun því missa af stórum hluta I íslandsmótsins með Val og aðl sama skapi undirbúningi I landsliðsins fyrir HM þar til á | næsta ári. Framherjinn Helgi Sigurðsson umkringdur sænskum varnarmönnum. DV-mynd Brynjar Gauti „Var frekar dapurt“ - íslenska 21 árs liðið tapaði fyrir Svium, 0-1 Guðmnndur Hibnarsson, skrifar: „Þetta var frekar ’dapurt. Við vorum bara ekki að gera þá hluti sem við vomm búnir að tala um að gera. Það var á bratt- ann að sækja allan leikinn. Svíar eru með öflugt lið sem er vel samæft og hefur leik- ið mikið saman en það sama er ekki hægt að segja um okkar lið,“ sagði Pétur Mar- teinsson, fyrirliöi 21 árs landsliðsins, við DV eftir 0-1 tap gegn Svíum í Kaplakrika í gærkvöldi. Það var strax ljós í upphafi leiks í hvað stefndi. Svíarnir voru mun sterkari á flest- um sviðum íþróttarinnar. Þeir vom fljót- ari á boltann, hreyfanlegri, í flestum til- fellum tekniskari og náöu að halda boltan- um betur innan liðsins en íslendingar sem gerðu sig seka um marga sendingafeila. Sigurmarkið kom á 58. minútu og var þar að verki Niklas Skoog sem skoraði með fóstu skoti rétt utan vítateigs. Eftir markið léku Svíar varfærnislega og virt- ust sætta sig við úrslitin. íslensku sókn- irnar voru fáar og hálfmarklausar en besta færið kom á 65. mínútu þegar Tryggvi Guðmundsson brenndi illa af úr góðu færi. Leikur íslenska liðsins olli nokkrum vonbrigðum en fyrirfram var haldið að þetta lið gæti gert góða hluti enda á pappír- unum eitt besta U-21 árs Uð í langan tíma. Eggert Sigmundsson, markvörður úr KA, og Lárus Orri Sigurðsson úr Þór voru langbestu menn hðsins. 95 KAUPBEIDNI Nafn: Kennit: Heimilisfang: S'imi: L-J EuroCU Visa.nr: Gildistimi: □ Póstkrafa: QStór-Reykjavikursvæöið □ Akureyri L—I 1 slembimiði □ 2 slembimiðar Undirskrift: RA^VÍS Pósthólf 170, 602 Akureyri. Þú fyllir út kaupbeiöni/r og velur hvort þú viljir sjá leikina á Akureyri eöa Stór-Reykjavíkursvæðinu. í j o''’ |up'\ j slembimiöapottinum verða 5000 miöar og því er ekki öruggt aö þú fáir miöa. Slembimiðinn gildir á eitt leikkvöld i sem eru 2 eöa 3 leikir. í pottinum verða 250 miðar á útsláttarkeppnina og eru þeir mun verðmeiri. Ef heppnin er ; með þér getur þú fengið miöa á úrslitaleikinn fyrir aðeins 2500 kr.! Þeir aöilar sem veröa dregnir út fá skriflegt i 11*995° EINKASÖLUAÐILI EMu-21 ársliða: Finnar unnu siguráSkotum Leikið var víða í gærkvöldi í Evrópukeppni landsliða u-21 árs og fara úrslitin hér á eftir; Tékkland7Malta..........6-1 Lettland-írland.........1-1 Rúmenia-Azerhaijan......5-2 Georgía-Moldóva.........3-0 Úkraína-Litháen.........3-2 Slóvakía-Frakkland......0-3 Finnland-Skotland.......1-0 Lúxemborg-Holland.......0-4 Belgía-Armenía..........7-0 England-Portúgal........0-0 Ísland-Svíþjóð..........0-1 Serbnesk skytta til Selfyssinga Sveinn Helgason, DV, Selfosá: Serbnesk vinstri handar skytta, Nenad Radosavljevic, leikur með Selfyssingum í 1. deildinni í handbolta á næsta tímabih. Radosavljevic er 22 ára gamall og er bæði öflug skytta og góður vamarmaður, aö sögn Jezdimir Stankovic, þjálfara Selfyssinga. Stankovic er nú staddur í Serb- íu en kemur til landsins á sunnudagskvöldið ásamt hinum nýja leikmanni og mun hann því væntanlega mæta á æfingu hjá Selfyssingum strax eftir helgina. Leiknirog ÆgiriS.deild Leiknir úr Reykjavík og Ægir frá Þorlákshöfn tryggðu sér í gær- kvöldi rétt til þess að leika í 3. deild í knattspymu næsta sumar. Ægir vann Magna frá Grenivík, 1-3 og þar með samanlagt 8-3. Halldór Páll Kjartansson, Dag- bjartur Pálsson og Ármann Ein- arsson skoruöu mörk Ægis en Stefán Gunnarsson skoraði fyrir Magna. Leiknir tapaði fyrir KS, 0-2. Baldur Benónýsson og Hafþór Kolbeinsson skomðu íyrir KS en Leiknir vann 4-3 samanlagt. Sveinbjöm Hákonarson. rekinn Stjóm knattspyrnudeildar Þróttar, Nes., rak þjálfara liðsins og leikmann, Sveinbjörn Hákon- arson, í fyrrakvöld. Þróttur er í neðsta sæti 2. deiidar þegar tvær umferðir eru eftir og aðeins kraftaverk virðist geta bjargað liöinu frá falh. „Það er slæmt gengi hðsins í sumar sem varö til að viö tókum þessa ákvörðun. Sveinbjörn tók við góðu liði en hefur algjöriega klúðrað því," sagði Viglundur Gunnarsson, formaður knattspjTnudeildar Þróttar, viðDV í gærkvöldi. Hann sagði ennfremur að einhver leik- maður liðsins myndi sjá um liðið í þeim tveimur leikjum sem liðið á eftir. 21sigurhjáSvíum Leikur Svía gegn íslendingum verður 51. leikur Svía í Evrópu- keppninni. Útkoman er 21 sigur, 12 jafntefli og 17 ósigrar. Marka- talan er 69-61, Svíum í hag. Byrjuðu á Bslandi Þrír sænsku ieikmannanna hófu landsliðsferil sinn á íslandi. Martin Dahlin og Klas Ingesson með 21-árs liðinu í Eyjum 1988 og Pontus Kámark með drengja- landsliðinu á NM 1984. Edsbröm fréttamaður Ralf Edström, einn kunnasti knattspyrnumaður Svía á árum áður og samherji Ásgeirs Sigur- vinssonar hjá Standard Líege í Belgíu, er í hópi sænsku frétta- mannanna sem komnir eru til landsins vegna leiksins í kvöld. Dahlin æfði ekki Martin Dahlin æfði ektó með sænska liöinu í gær, vegna meiðslanna sem hafa þjáð hann, en aörir, þar á meðal Thomas Ravelli, voru með á fullu. Leikjahæstu heiðraðir Þrir leikjahæstu landsliösmenn íslands, Ath Eðvaldsson, Sævar Jónsson og Marteinn Geirsson, verða heiðraðir sérstaklega af KSÍ fyrir leikinn í kvöld. Gunnarnjósnar Þjálfari sænska l. deildar hðs- ins Örgryte, Gunnar Bengtson, hefur dvalið hér á landi síðan á laugardag, en hann er að svipast um eftir leikmönnum í lið sitt, sem stefnir heina leið í úrvals- deildina eftir að hafa fallið þaðan í fyrra. Fjórír í sigtinu Bengtson leitar að miöjumönn- um og samkvæmt heimildum DV eru Amar Grétarsson úr UBK, Rúnar Kristinsson úr KR og Ólaf- ur Þórðarson frá ÍA efstir á óska- lista hans. Hann fylgdist enn- fremur með Atla Helgasyni. íþróttir Ísland-Svíþjóð í kvöld kl. 20: Stærsti leikur tilþessa - segir Amór Guðjohnsen Arnór Guðjohnsen leikur í kvöld sinn fyrsta landsleik gegn Svíum en hann var ekki í íslenska landsliðinu sem tap- aði, 0-1, fyrir því sænska árið 1988 vegna meiðsla. Arn- ór leikur með Örebro í sænsku 1. deildinni og hefur átt einna stærstan þátt í vel- gengni Uðsins á tímabilinu ásamt fé- laga sínum í lands- liðinu, Hlyni Stef- ánssyni. DV innti Arnór eftir því hvaða möguleika íslenska liðið ætti í leiknum á morgun? „Ég vil ekki nefna neitt í prósentum en ég tel okkur eiga mjög raunhæfa möguleika á sigri. Ef allt veröur í lagi hjá okkur, viö náum upp góðri stemningu og byrjunin verður kröftug hjá okkur ásamt því aö menn nái að sýna toppleik getum við vel unnið þennan leik. Þetta er undir okkur komið hvernig þessi leikur fer og hvort viö náum að standa í þeim. Það eru gerðar kröfur til okkar sem er af hinu góða,“ sagöi Arnór. - Hvernig heldur þú að leikurinn muni þróast? „Ég veit það hrein- lega ekki. Ég hef aldrei leikið á móti Svíum en af því sem maður hefur séð í sjónvarpi þá eru Svíarnir með gífur- lega skipulagt lið. Þeir vinna gífurlega vel saman sem ein hðsheild. Það er eng- inn þeirra sem virki- lega skarar fram úr, varnarleikur þeirra er gífurlega sterkur og örugglega einhver sá besti í heimi, þeir hafa góða miðju- menn og mjög sterka framlínumenn. Svíar eru alveg örugglega með sitt skipulagð- asta lið Evrópu ef ekki bara heims.“ - Hefur þér heyrst að sænsku leikmenn- irnir óttist þennan leik? „Þeir er að minnsta kosti mjög varkárir. Þeir hafa lítið viljað segja sitt álit á úrslit- um nema að leikur- inn verði erfiður. Það sýnir hins vegar að þeir vanmeti okk- ur ekki því þeir eru komnir hingað með sitt sterkasta lið. Það er samt pressa á þeim. Þetta er fyrsti alvöruleikurinn eftir HM. - Þú ert búinn að spila marga stórleiki með íslenska lands- liðinu. Verður þetta sá stærsti til þessa. „Já, ætli það ekki. Að vísu hefur maður verið að spila á móti hollenska landslið- inu þegar það var upp á sitt besta með menn eins og Gullitt innanborðs. Svíarnir eru bronsþjóð frá síðustu HM-keppni og eru að leika sinn fyrsta alvöruleik síð- an þá og það skapar að sjálfsögðu mikla stemningu. Það er ekki spurning að við erum að mæta einni líklega sterkustu þjóðinni í Evrópu í dag og auðvitað finnst manni þetta vera stórleikur,” sagði Arnór Guðjohnsen. Belányi með ís- landi á HM1995? Ungverstó handknattleiksmaðurinn Zoltan Belányi, sem leikið hefur undanfarin ár með Eyjamönnum, hefur sótt um íslenskan ríkisborgara- rétt. Það eru því allar líkur á því að þessi snjalli hornamaður leiki með íslenska landsliðinu í heimsmeistarakeppninni hér á landi á næsta ári. „Við höfum verið að vinna á fullu í þessu máli undanfarið og búið er að ganga frá öllum pappírum varðandi málið,“ sagði Pétur Steingríms- son, formaður handknattleiksráös ÍBV, í samtali við DV í gærkvöldi. Mál Belányis þarf að fara fyrir utanrítósmálanefnd og síðan fyrir Al- þingi og ætti þaö að ganga snurðulaust fyrir sig. „Ef marka má frammistöðu Belányis undanfarið þá er hann auðvitað sterklega inni í myndinni hvað landsliðshópinn varðar. Hann mun að vísu leika í 2. deildinni næsta vetur en það ætti ekki að breyta því að hann fái tækifæri með landsliðinu enda snjaii handknattleiksmaður á ferð,“ sagði Þorbergur Aðalsteinsson landsliðsþjálfari í samtah við DV í gærkvöldi. Belányi leikur í vinstra horninu en sú staða hefur verið veik í landslið- inu undanfarið. Fái Belányi nýtt rítósfang má telja fullvíst að hann veröi í íslenska landsliðinu á HM. Tvö heimsmet í sundi í Róm Tom Dolan frá Bandaríkjunum setti í gær heimsmet í 400 m fjórsundi á heimsmeistaramótinu í Róm. Dolan synti á 4:12,30 mín. Eldra metið var 4:12,36 mín. Þá setti Franziska van Almsick frá Þýskalandi heimsmet í 200 m skrið- sundi, synti á 1:56,78 mín., en eldra metið var 1:57,55 mín. frá 1986. Badmintondeild KR íoA-x- Vetrarstarfið er að hefjast. Skráning í síma 15881 eða 18177 (Óskar).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.