Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1994, Síða 27
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1994
27
dv Fjölirúdlar
Endurtekið efni
Það hlaut að koma að þvi að
geröur yrði sjónvarpsþáttur um
Valgeir Viðisson, piltinn unga
sem horfmn er sjónum manna
án þess að finnist af honum tang-
ur né tetur. íslenska þjóðin hefur
velt fyrir sér örlögum hans á
undanfórnum tveimur og hálfum
mánuði sem liðnir eru frá hvarf-
inu. Margir telja að hvarf hans
megi tengja við afskipti Valgeirs
af fíkniefnaheiminum og telja
jafnvel að honum hafi veríð fyrir-
komið.
Þátturinn var í umsjón frétta-
mannsins Hauks Hólm. Efnistök
hans voru á köílum ágæt, en það
fór nokkuð í mig hve mikla
áherslu hann lagði á eymd fóður-
ins, Víðis Valgeirssonar, í þessu
máli. í þáttum sem þessum eru
það efnisatriði málsins sem koma
áhorfandanum við en ekki til-
finningaástand Víðis.
Það vakti hins vegar athygli
raína að Stöð 2 hélt því fram aö
þarna væri tekið í fyrsta sinn við-
tal í fjölmiöli við Víði Valgeirs-
son, föður Valgeirs. Það er ein-
faldlega ekki rétt, DV birti viötal
við Víði þann 16. júh siðastliðinn,
fyrir hátt í tveimur mánuðum.
ísak Örn Sigurðsson
Andlát
Eva Skaftadóttir, Skólabraut 3, Sel-
tjarnarnesi, andaðist á heimih okkar
sunnudaginn 4. september sl.
Eiríka Guðrún Árnadóttir, áður
Hafnargötu 42, Keflavík, andaðist
sunnudaginn 4. september á Garð-
vangi í Garði.
Hallfríður Guðlaugsdóttir, Dalbraut
23, Reykjavík, lést í Borgarspítalan-
um 3. september.
Guðbjartur Cecilsson, Grundargötu
17, Grundarfirði, andaðist á heimili
sínu 4. september.
Olav Martin Hansen offsetprentari,
Skipholti 42, Reykjavík, lést þann 4.
september.
Jónborg Sigurðardóttir, Fellsmúla 2,
Reykjavík, lést að heimih dóttur
sinnar sunnudaginn 4. september.
Helga Jónsdóttir, Unufelli 30,
Reykjavík, andaðist í Borgarspítal-
anum laugardaginn 3. september sl.
Guðmundur Sigurðsson, frá Gils-
bakka, Miðdölum, síðast til heimilis
á Dvalarheimihnu Silfurtúni, Búð-
ardal, lést laugardaginn 3. september
á Sjúkrahúsi Akraness.
Sigurður Sveinsson rafvirkjameist-
ari, Hjallavegi 38, Reykjavík, andað-
ist á heimili sínu aðfaranótt 4. sept-
ember.
Ámundi Eyjólfsson húsasmiðameist-
ari, Hamarsbraut 12, Hafnarfirði, lést
í Borgarspítalanum 2. september sl.
Jarðarfarir
Útfór Úlfars Sigurðssonar, Bleiksár-
hhð 46, Eskifirði, fer fram frá Eski-
fjarðarkirkju föstudaginn 9. sept-
ember kl. 14.
Útfór Ólafs Briem, fyrrverandi
menntaskólakennara að Laugar-
vatni, verður gerð frá Fossvogs-
kirkju fimmtudaginn 8. september
kl. 10.30.
Útfór Ingibjargar Helgadóttur, fyrr-
verandi ljósmóður, frá Tungu, fer
fram frá Fossvogskirkju fóstudaginn
9. september kl. 13.30.
Hallfríður Guðlaugsdóttir, Dalbraut
23, Reykjavík, lést þann 3. september
og verður jarðsungin frá Askirkju
föstudaginn 9. september kl. 13.30.
Jón Þorsteinsson, Dalbraut 27, áður
Langholtsvegi 18, Reykjavík, verður
jarðsunginn frá Dómkirkjunni í
Reykjavík fimmtudaginn 8. septem-
ber kl. 13.30.
Axel Júlíus Jónsson frá Stóru-Hildis-
ey, Engjavegi 45, Selfossi, verður
jarðsunginn frá Krosskirkju fimmtu-
daginn 8. september kl. 14.
Jóhanna Fanney Ólafsdóttir, Gnoð-
arvogi 28, Reykjavík, verður jarð-
sungin frá Fossvogskirkju fimmtu-
daginn 8. september kl. 13.30.
Kristín Ingvadóttir, Hraunsvegi 14,
Njarðvík, er lést 31. ágúst, verður
jarðsungin frá Keflavíkurkirkju
laugardaginn 10. september kl. 11.
©1993 King Features Syndicate. Inc. World rights reserved.
.0^51 .
'EfelNER
Ég hef viljað frí í mörg ár... frá Línu.
Lalli og Lína
Slökkvilið-lögregla
Reykjavík: Lögreglan sími 11166 og
0112, slökkvilið og sjúkrabifreið sími
11100.
Seltjarnarnes: Lögreglan s. 611166,
slökkvilið og sjúkrabifreið s.11100.
Kópavogur: Lögreglan sími 41200,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100.
Hafnarijörður: Lögreglan simi 51166,
slökkvilið og sjúkrabifreiö sími 51100.
Keflavík: Lögreglan s. 15500, slökkvilið
s. 12222 og sjúkrabifreið s. 12221.
Vestmannaeyjar: Lögreglan s. 11666,
slökkvilið 12222, sjúkrahúsið 11955.
Akureyri: Lögreglan s. 23222, 23223 og
23224, slökkvilið og sjúkrabifreið s.
22222.
ísafjörður: Slökkvilið s. 3300, brunas.
og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222.
Apótek
Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna
í Reykjavík 2. sept. til 8. sept., að báðum
dögum meðtöldum, verður í Vesturbæj-
arapóteki, Melhaga 20-22, sími 22190.
Auk þess verður varsla í Háaleitisapó-
teki, Háaleitisbraut 68, sími 812101, kl.
18 til 22 virka daga og kl. 9 til 22 á laugar-
dag. Uppl. um læknaþjónustu eru gefnar
í síma 18888.
Mosfellsapótek: Opið virka daga frá
kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12.
Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga-
föstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl.
11-14. Sími 651321.
Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá
kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12.
Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek
opið mánud. til fimmtud. kl. 9-18.30,
Hafnarfjarðarapótek kl. 9-19. Bæði hafa
opið föstud. kl. 9-19 og laugard. kl. 10-14
og til skiptis helgidaga kl. 10-14. Upplýs-
ingar í símsvara 51600 og 53966.
Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19
virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h.
Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka
daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12.
Apótek Vestmannaeyja: Opið virka
daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar-
daga og sunnudaga.
Akureyrarapótek og Stjörnuapótek,
Akureyri: Á kvöldin er opið í því apó-
teki sem sér um vörslun til kl. 19. Á
helgidögum er opið ki. 11-12 og 20-21. Á
öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak-
vakt. Upplýsingar í síma 22445.
Heilsugæsla
Slysavarðstofan: Sími 696600.
Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur
og Seltjarnarnes, sími 11100,
Hafnarfjörður, sími 51328,
Keflavík, sími 20500,
Vestmannaeyjar, sími 11955,
Akureyri, sími 22222.
Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé-
lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og
fimmtúdögum kl. 11-12 í síma 621414
Læknar
Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn-
arnes og Kópavog er í Heilsuverndar-
stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl.
17 til 08, á laugardögum og helgidögum
allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir,
símaráðleggingar og tímapantanir í
sími 21230. Upplýsingar um lækna og
lyfjaþjónustu í símsvara 18888.
Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla
virka daga fyrir fólk sem ekki hefur
heimilislækni eða nær ekki til hans (s.
696600) en slysa- og sjúkravakt (slysa-
deild) sinnir slösuðum og skyndiveik-
um allan sólarhringinn (s. 696600).
Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er
opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar-
daga kl. 10-11. Sími 612070.
Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes:
Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta
morgun og um helgar, sími 51100.
Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8
næsta morgun og um helgar. Vakthaf-
andi læknir er í síma 20500 (sími Heilsu-
gæslustöðvarinnar).
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í
síma 11966.
Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu-
gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og
helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far-
sími) vakthafandi læknis er 985-23221.
Upplýsingar hjá lögreglunni í síma
23222, slökkviliðinu i síma 22222 og
Akureyrarapóteki í síma 22445.
Hermsóknartími
Landakotsspítali: Alla daga frá kl.
15-16 og 18.30-19. Bamadeild kl. 14-18,
aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör-
gæsludeild eftir samkomulagi.
Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl.
18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18.
Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og
18.30-19.30.
Fæðingardeild Landspítalans: Kl.
15-16 og 19.30-20.00.
Sængurkvennadeild: Heimsóknartími
frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30.
Fæðingarheimili Reykjavíkur: kl.
15-16.30
Kleppsspítalinn: Kl. 15-16 og 18.30-
19.30.
Flókadeild: Kl. 15.30-16.30.
Grensásdeild: Kl. 16-19.30 virka daga
og kl. 14-19.30 laugard. og sunnud.
Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími.
Kópavogshælið: Eftir umtali og ki.
15-17 á helgum dögum.
Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug-
ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga
og aðra helgidaga kl. 15-16.30.
Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16
og 19-19.30.
Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16.
Sjúkrahúsið Akureyri: Kl. 15.30-16 og
19-19.30.
Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Kl.
15-16 og 19-19.30.
Sjúkrahús Akraness: Kl. 15.30-16 og
19-19.30.
Hafnarbúðir: Kl. 14-17 og 19-20.
Vífilsstaðaspítali: Kl. 15-16 og 19.30-20.
Geðdeild Landspítalans Vífilsstaða-
deild: Sunnudaga kl. 15.30-17.
Tilkyimingar
AA-samtökin. Eigir þú við áfengis-
vandamál að stríða, þá er sími samtak-
anna 16373, kl. 17-20 daglega.
Blóðbankinn. Móttaka blóðgjafa er op-
in mán.-miðv. kl. 8-15, fimmtud. 8-19 og
föstud. 8-12. Sími 602020.
Söfnin
Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag-
lega kl. 13-16.
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op-
ið daglega nema mánudaga kl. 13.30-16.
Árbæjarsafn: Opið í júní, júli og ágúst.
Upplýsingar í síma 84412.
Borgarbókasafn Reykjavíkur
Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155.
Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s.
79122.
Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270.
Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814.
Ofangreind söfn eru opin sem hér segir:
mánud.-fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl.
9-19, laugard. kl. 13-16.
Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið
mánud.-laugard. kl. 13-19.
Grandasafn, Grandavegi 47, s.27640.
Opið mánud. kl. 11-19, þriðjud.-föstud.
Vísir fyrir 50 árum
Miövikudagurinn 7. september.
Héldu að stríðið væri búið.
Allt á öðrum endanum í London.
Spakmæli
Góður þegn þarfnast engra forfeðra.
Voltarie
kl. 15-19.
Seljasafn, Hólmaseli 4-6, s. 683320.
Bókabílar, s. 36270. Viökomustaðir víðs
vegar um borgina.
Sögustundir fyrir börn:
Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgar-
bókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl.
14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl.
10-11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12.
Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8.
Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18.
Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7:
er opið daglega nema mánud. kl. 12-18.
Listasafn Einars Jónssonar. Opið alla
daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Högg-
myndagarðurinn er opinn alla daga.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á
Laugarnesi er opið mánud.-fimmtud.
kl. 20-22 og um helgar kl. 14-18. Kaffi-
stofan opin á sama tíma.
Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg:
Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og
laugard. kl. 13.30-16.
Norræna húsið við Hringbraut: Sýn-
ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19.
Bókasafn Norræna hússins: mánud. -
laugardaga kl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17.
Sjóminjasafn íslands er opið daglega
kl. 13-17 júní-sept.
J. Hinriksson, Maritime Museum, Sjó-
og vélsmiðjuminjasafn, Súðarvogi 4, S.
814677. Opið kl. 13-17 þriðjud. - laugard.
Þjóðminjasafn íslands. Opið daglega
15. maí - 14. sept. kl. 11-17. Lokað á
mánudögum.
Stofnun Árna Magnússonar: Hand-
ritasýning í Árnagarði við Suðurgötu
opin virka daga kl. 14-16.
Lækningaminjasafnið í Nesstofu á Sel-
tjarnarnesi: Opið kl. 12-16 þriðjud.,
fimmtud., laugard. og sunnudaga.
Minjasafnið á Akureyri, Aðalstræti 58,
sími 96-24162, fax. 96-12562. Opnunar-
tími 1. júní-15. sept. alla daga frá 11 tii
17.15. sept. til 1. júní sunnud. frá 14-16.
Bilanir
Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og
Seltjarnarnes, sími 686230.
Akureyri, sími 11390.
Keflavík, sími 15200.
Hafnarfjörður, sími 652936.
Vestmannaeyjar, sími 11321.
Hitaveitubilanir:
Reykjavík og Kópavogur, sími 27311,
Seltjamarnes, sími 615766.
Vatnsveitubilanir:
Reykjavík sími 621180.
Seltjarnarnes, sími 27311.
Kópavogur, sími 985 - 28078
Akureyri, sími 23206.
Keflavík. sími 11552, eftir lokun 11555.
Vestmannaeyjar, símar 11322.
Hafnarfjörður, sími 53445.
Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi,
Seltjamarnesi, Akureyri, Keflavík og
Vestmannaeyjum tilkynnist í 05.
Bilanavákt borgarstofnana, sími
27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17
síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum
er svarað allan sólarhringinn.
Tekið er við tilkynningum um bilanir á
veitukerfum borgarinnar og í öðrum
tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa
að fá aðstoð borgarstofnana.
Stjömuspá
Spáin gildir fyrir fimmtudaginn 8. september.
Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.):
Dagurinn hentar betur til hugmyndavinnu en framkvæmda.
Gefðu þér góðan tíma áður en þú breytir einhveiju. Eitthvað
óvænt gleður þig í kvöld.
Fiskarnir (19. febr.-20. mars.):
Aðrir reyna að vera sjálfstæðir og standa fast á sínu. Það er því
erfitt að sjá hvað gera ber og hvað ekki. Það kann að vera best
fyrir þig að fara þínar eigin leiðir. Gættu að útgjöldunum í kvöld.
Hrúturinn (21. mars-19. apríl):
Þú hefur mikið að gera og reynir því að fá aðra til að taka þátt
í ábyrgðinni. Trúðu ekki öllu sem þú heyrir. Gættu þín á slúðrinu.
Nautið (20. april-20. maí);
Þú kemur miklu í verk. Það hjálpast að að þú ert í miklu stuði
og aðrir eru um leið tilbúnir til að leggja sitt af mörkum. Nýtt
tækifæri bíður.
Tvíburarnir (21. maí-21. júní):
Þú hugar að málefnum Qölskyldunnar og þó fremur að eignum
hennar. Þú átt gagnlegar viðræður við einhvern. Happatölur eru
7,19 og 36.
Krabbinn (22. júní-22. júlí):
Hafir þú misst af tækifæri eða orðið að fresta einhverju þá er
tækifæri nú til þess að reyna á nýjan leik. Reyndu líka að koma
lagi á samband sem hefur gengið í gegnum erfiðleika.
Ljónið (23. júIí-22. ágúst):
Taktu nú ærlega til hendinni. Þú átt í samkeppni við aðra. Ef þú
tekur áhættu er líklegt að þú getir orðið fyrir vonbrigðum.
Meyjan (23. ágúst-22. sept.):
Þér verður best ágengt fyrri hluta dags. Hikaðu ekki við að nýta
þér gagnleg sambönd, einkum í félagslifi.
Vogin (23. sept.-23. okt.):
Þú eignast nýtt áhugamál eða bætir verulega við það sem fyrir
er. Þú tekur þér tíma til að kenna öðrum. Ferðalag á fjarlæga
staði er möguleiki.
Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.):
Vegna atburðarásar þarft þú að skipuleggja þig betur ef þú vilt
áfram hafa tíma til tómstunda. Ráðstafaðu tímanum vel, slakaðu
á í kvöld en haltu þig við áform þín.
Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.):
Aðstæður valda erfiðleikum í viðræðum árla dags. Menn eru
óákveðnir og ekki samvinnuþýðir. Þeir verða hins vegar reiðu-
búnari til samræðna síðdegis með gagnkvæman hag í huga.
Steingeitin (22. des.-19. jan.):
Áherslan er lögð á fiármálin og notkun peninga. Hagstætt er að
fjárfesta um þessar mundir en um leið hugar þú að spamaði.
Happatölur eru 1,16 og 34.
Ævintýraíerðir í hverri viku Áskriftarsíminn er 63*27*00
til heppinna -
áskrifenda Island
DV! Sækjum það heim!