Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1994, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1994, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1994 2 Vilhjálmur Vilhjálmsson: Ótrúlega afkastamikill og ömggur söngvari. nafn vikunnar \ 6J 7 "r:/ ; , A • ; 3 fi,- / •] í i \ immarini ve Abbruzzese nni góökunnu Pearl Jan fa ekki verið gefnar upp .. jins og venjulega í slíkum t....,.a- I og aðilar málsins hafi skilið með vinsemd og virðingu. Pearl Jam hefur reyndar haldist nokkuð illa á trommurum; upprunalegi trommarinn, Dave Krusin, hætti 1991 og þá tók Matt Chamberlain við um stutta stund og Abbruzzese tók svo við af honum. Nú ganga þær sögur fjöllunum hærra vestanhafs að sá sem næstur setjist við trommusettið í Pearl Jam verði enginn annar en fyrrum Nirvana-trommarinn Dave Grohl. -SþS- > vA tónl©t: Onnur safnplatan með lögum Vilhjálms Vilhjálmssonar - átti upphaflega að koma út fyrir tveimur árum Sumar plötur koma síðar út en áætlað var í fyrstu - tefjast um nokkra daga„vikur eða jaflivel mán- uði. Hins vegar er það fátítt að plötur komi út tveimur árum síðar en áætlað hafði verið. Þannig er því þó farið með í tíma og rúmi með lögum Vilhjálms Vilhjálmssonar. Útgáfan kemur í beinu framhaldi af annarri tuttugu laga safnplötu með lögum Vilhjálms, Við eigum samleið, sem kom út 1991. „Ég var að mestu leyti búinn að móta þessa plötu þegar sú fyrri kom út og reyndar einnig eina til viöbótar sem átti að hafa að geyma tvísöngslög með Vilhjálmi og ýmsum söngkonum sem hann söng meö,“ segir Jónatan Garðarsson sem hafði umsjón með útgáfúnni. „Aðalástæðan fyrir því að útgáfan frestaðist var sú að sum lögin sem ég vildi hafa með voru svo flla farin að á þessum tíma höfðum við ekki yfir tækjakosti að ráða til að laga þau.“ Á þrettán ára söngferli sínum söng Vilhjálmur Vilhjálmsson hundrað lög inn á plötur og var í raun og veru ótúlega afkastamikfll. Sum þessara laga hafa ekki varðveist á hljóm- böndunum sem þau voru tekin upp á og því þurfti að grípa tfl þess ráðs að endurvinna þau af hljómplötum. „Verst fómu lögin sem er að finna á þessari nýju plötu voru Litla sæta ljúfan góða, SOS - ást í neyð, Glugg- inn hennar Kötu og Það er bara þú. Tfl að laga þau tfl þannig að þau væm boðleg þurfti að nota tæki sem heitir Cedar’s DC-1 De-Clicker og virkar 1 stuttu máli þannig að það eyöir smellum af upptökunum sem gerðar era eftir gömlum hljómplötum. Tæki sem þetta eru hins vegar afar vandmeðfarin og maður þarf að gæta þess að beita því ekki of mikið. Þá er hætta á að ýmislegt í trommu- leiknum fari forgörðum og ef maður gætir sin ekki fara að koma alls konar skruðningar og læti í staðinn fyrir það sem maður hefur eytt. Við þessa endurvinnslu gömlu laganna verður maður að gæta þess að leyfa analog eða hliðræna hljómn- um að halda sér,“ heldur Jónatan áfram. „Mannsheyrnin er eins og kunnugt er ekkert sérstaklega full- komin og í endurminningunni em ýmis hljóð sem við myndum sakna ef þau fylgdu ekki með þegar við hlustum til dæmis á gamalt dægur- lag. Þess vegna verður maður að gæta þess að fara ekki of geyst í að breyta og bæta þótt einhverjir gallar hafl verið á upphaflegum upptökum gamalla laga.“ Var hættur Vilhjálmur Vilhjálmur söng inn á sína fyrstu plötu árið 1965. Þá var hann i hinni landskunnu hljómsveit Ingimars Eydals. Siðasta plata hans kom út árið 1977 og ári síðar fórst hann í bílslysi í Lúxemborg. „Vilhjálmur var merkilega af- kastamikill," segir Jónatan Garðars- son. „Ekki síst þegar það er haft í huga að hann var jafnframt flug- maður hjá erlendum flugfélögum. Afköstin má að hluta skýra með því að hann var sérlega öruggur og tónviss og þurfti aldrei að syngja tvisvar það sem hljóðritað var með honum. Hann mætti þess vegna bara í stúdíóið, söng og fór. Árið 1972 eða ‘73 ákvað hann meira að segja að hætta að syngja," bætir Jónatan við. „Það var svo ekki fyrr en hann varð við áskomn Magnúsar Eiríkssonar og Pálma Gunnarssonar og hljóðritaði þrjú lög á fyrstu Mannakornsplötuna að hann fékk áhugann aftur. Þá kynntist hann alveg nýrri hlið á vinnslu hljóm- platna. Fram til þess kom hann bara í upptökusal Ríkisútvarpsins og söng en tók engan þátt í að móta und- irleikinn. En nú var Hljóðriti í Hafnaríirði kominn til sögunnar og þá fékk hann að kynnast því hvemig tónlist var tekin upp frá grunni og allt til enda og við það fékk hann áhugann að nýju. Eftir það söng hann inn á tvær plötur, Með sínu stefl og Hana nú, og þær heföu eflaust orðið fleiri hefði honum enst aldur.“ Jónatan segist ekki búast við því að fleiri safnplötur með lögiun sem Vflhjálmur Vilhjáimsson söng verði gefnar út á næstunni. Hins vegar kemur tU greina að gefa út safnplötur með lögum hljómsveita Ingimars Eydals og Magnúsar Ingimarssonar og ef af því verður skipa lög með Vilhjálmi þar veglegan sess. „Frá 1991 þegar Við eigum samleið kom út og þar til nú höfum viö reyndar gefið út jólaplötuna sem Vilhjálmur og EUý systir hans sungu inn á og sömuleiðis plötuna mecS lögum Sigfúsar HaUdórssonar. Svo er ráðgert að gefa út plötu með lögum Tólfta september á næsta ári. Þá era eftir plötumar Systkinin, Hana nú og Fundnar hljóðritanir og af tveimur þeim fyrmefndu hafa þegar komið út nokkur lög,“ segir Jónatan Garðarsson. „Það er því ágætt að láta hér staðar numið í bfli.“ Tónlistargetraun DV og Japis Tónlistargetraun DV og Japis er léttur leikur sem aUir geta tekið þátt í og hlotið geisladisk að launum. Leikurinn fer þannigfram að í hverri viku eru birtar þrjár léttar spum- ingar um tónlist. Fimm vinnings- hafar, sem svara öUum spumingum rétt, hljóta svo geisladisk að launum frá fyrirtækinu Japis. Að þessu sinni em verðlaunin hinn vinsæli diskur Music for the JUted Generation með hljómsveitinni Prodigy. Hér koma svo spumingamar: 1. Hve margir hljómlistarmenn léku með David Byrne á tón- leikum hans hérlendis? 2. Hve margir diskar era í Now 28 kassanum? 3. Hvað kostar nýjasti diskurinn með Prodigy hjá Japis? Rétt svör sendist DV merkt: DV, tónlistargetraun Þverholti 11 105 Reykjavik Hve margir hljómlistarmenn léku með David Byme á tónleikum hans hérlendis? Dregið verður úr réttum lausnum 15. september og rétt svör verða birt í tónlistarblaðinu 22. september. Hér era svörin úr getrauninni sem birtist 25. ágúst: 1.1290 krónur. 2.1490 krónur. 3.1290 krónur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.