Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1994, Blaðsíða 4
26
FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1994
I t©nlist
Kol kveður sér hljóðs
- með plötunni Klæðskeri keisarans sem kemur út á næstunni
Hljómsveitin Kol stendur á
tímamótum. Plata hennar, Klæð-
skeri keisarans, kemur út þann 15.
september og útgáfutónleikamir eru
4 áætaðir sama dag. Síðan stendur til
að fylgja henni eftir með spila-
mennsku eins og lög gera ráð fyrir.
„Við erum þó ekki í neinum ball-
liugleiðingum heldur ætlum við að
einbeita okkur að hljómleikahaidi,"
segir Hlynur Guðjónsson gítar-
leikari og einn þriggja liðsmanna
hljómsveitarinnar írá upphafi. Hinir
eru Benedikt Sigurðsson sem einnig
leikur á gítar og Sváfhir Sigurðarson
sem leikur á kassagítar og syngur.
Bassaleikari Kols er Arnar Hall-
dórsson og nýjasti liðsmaðurinn er
Guðmundur Gunnlaugsson trommu-
leikari sem slóst í hópinn mánuði
áður en platan var tekin upp.
Kol er sannarlega ekki ein af
þekktari hljómsveitum landsins.
w Hún lék í fyrsta skipti opinberlega á
Óháðu listahátíðinni í fyrrasumar.
„Við kynntumst þá Tómasi Tóm-
assyni upptökustjóra. Hann vann
með okkur nokkurra laga prufu-
upptöku og hvatti okkur til að halda
áfram,“ segir Hlynur. „Hann tók
síðan upp plötuna okkar.“ Vinnan
fór fram í hljóðverinu Fílabeins-
kjallaranum og alls fóru 84 stundir í
verkið. „Nei, nei, við vorum ekki
búnir að æfa okkur neitt sérstaklega
vel fyrir upptökuna. Okkur gekk
bara vel,“ segir Hlynur.
Liðsmenn Kols gefa Klæðskera
keisarans út sjálfir. Á plötunni eru
þrettán lög eftir Hlyn og Sváfni. Níu
þeirra eru við texta eftir Guðjón
Björgvinsson sem er sjötti liðsmaður
hljómsveitarinnar þótt hann komi
ekki fram með henni.
„Það var sérstakur vinargreiði hjá
Guðjóni að semja fyrir okkur
textana,“ segir Hlynur. „Við erum
mjög ánægðir með þessa texta og
teljum að þeir séu betri en gengur og
gerist um þessar mundir. - Raunar
verð ég að játa að við erum ágætlega
sáttir við plötuna. Hún er heilsteypt
þótt viö séum ekki að vinna með
neinn einn stíl. Fólk telur sig heyra
alls konar áhrif í lögunum okkar sem
er bara ágætt. Ég er hræddur um að
við yrðum sjálfir frekar óánægðir ef
við þyrftum að halda okkur við
einhverja eina línu."
Hljómplötuútgefand-
inn David Byrne
David Byme er ekki einvörðungu
listamaðm-. Hann er einnig í bisness,
hefur rekið sitt eigið hljómplötu-
fyrirtæki síðan árið 1988, sama ár og
hljómsveitin Talking Heads logn-
aðist út af.
„Það var fyrir tilviljun að ég fór að
gefa út plötur,“ segir David Byme.
„Ég var í Brasilíu og keypti þar
nokkrar plötur með þarlendum
listamönnum. Sum lögin, útsetning-
amar eða hugmyndimar vom þann-
ig að ég varð stórhrifinn og fór og
keypti fleiri og fleiri plötur. Síðan fór
ég að færa lögin sem mér þóttu
athyglisverðust á kassettur fyrir vini
* mínaogaðlokumsagðiégviðsjálfan
mig: Það sinnir enginn þessari tón-
list svo að það er best að ég geri það.
Síðan þetta gerðist hef ég og sam-
starfsmenn minir gefið út talsvert af
plötum. Þetta er auðvitað lítið
fyrirtæki. Við gefum út talsvert af
safhplötum, - tónlist sem hefur þegar
verið gefin út. Brasilíuplöturnar
urðu til dæmis fjórar. Tvær þær
fyrstu seldust vel en hinar siður."
Fyrirtæki Davids Bymes heitir
Luaka Bop og er rekið í New York.
Á þessu ári gefur það út fimm plötur.
Ein þeirra er hans eigin sem heitir
einmitt David Byme.
„Hinar em með listamönnum frá
Asíu, Afríku, Evrópu og Ameríku,"
segir hann. „Asíuplatan er með jap-
anskri hljómsveit sem heitir
Shoukichi Kina eftir aðalmanninum.
Þetta er eins konar rokkhljómsveit
frá Okinawa sem blandar saman
þjóðlegum hljóðfæmm og þeim sem
við þekkjum i rokkinu. Ameríska
útgáfan er með dúett frá Kalifomíu
sem heitir Geggy Tah. Þetta eru tveir
náungar sem heita Greg Kurstin og
Tommy Jordan og þeir blanda saman
alls konar stílbrigðum í tónlist sinni.
Sums staðar í heiminum dreifum
við plötu með belgískr i söngsveit sem
semm: allt sitt efhi án undirleiks. Og
loks er það afríska platan. Hún er
með alsírskri söngkonu sem nefhist
Djura. Hún býr reyndar í París. í
tónlist sinni blandar hún þjóðlegum
tónum við alls konar önnur áhrif.“
Af þessari upptalningu má ráða að
David Byme leitar víða fanga til að
finna tónlist til aö gefa út. Og að
sjálfsögðu notaði hann tækifærið til
að kynna sér íslenska tónlist við
komuna hingað til lands.
„Það er ómögulegt að segja hvort
ég gef eitthvað út,“ segir hann.
„Slíkar ákvarðanir em aldrei teknar
nema að vandlega athuguðu máli.“
Dúettinn Geggy Tah frá Kaliforníu, meðal fárra útvalinna á samningi hjá Luaka Bop.
Hljómsveitin Kol: Lftiö fyrir dansleikjahald og ætlar að einbeita sér að tónleikum.
DV-mynd GVA
pl@tugagnrýni
► ? 4
J.J. Cale - Closerto You
Lengi lifir í
gömlum
glæðum
Sú var tíðin að J.J. Cale var mikill
gúrú og uppáhald pælara. Þetta ljúfa
kántrí-, jass- og blúsblandaða rokk
sem Cale flutti átti greiðan aðgang að
hugsandi fólki þótt það hefði sjaldn-
ast erindi sem erfiði á vinsældalist-
ana. Sér i lagi komst Cale í sviðsljósið
þegar Eric Clapton tók lag hans
Cocain og flutti á plötu við rómaðar
undirtektir. Um 1980 hvarf Cale að
mestu af sjónarsviðinu og ég hélt satt
að segja að hann væri einfaldlega
sestur í helgan stein eða nennti þessu
rokki ekki lengur. En viti menn, kem-
ur ekki ný plata ffá hálfsextugum
garpinum nú í sumarlok og það er
eins og tíminn hafi hreinlega staðið í
stað hjá honum. Tónlistin er sú sama,
röddin sú sama, hljómurinn sá sami
og gott ef lögin eru ekki mikið til þau
sömu líka. Akveðin íhaldssemi er oft
talin dyggð upp að vissu marki en
þetta er kannski fullmikið af því
góða; það er engu líkara en útgefand-
inn hafi einhvers staðar dottið ofan á
gamlar upptökur með J.J. Cale og
ákveðið að smella þeim á plötu. Það
eitt gerir þó þessa plötu hvorki betri
né verri; hún lætur ágætlega í eýrum
enda er Cale ákaflega mikið á ljúfu
nótunum eins og áður sagði. Hins
vegar er þetta frekar tilþrifalítið og
meinlaust þegar til lengdar lætur og
skilur ekki mikið eftir sig. Það er
helst að platan nái sér á örlítið flug í
lögum þar sem Cale og félagar ná upp
góðu djammi. Og kallinn er lipur á
gítarinn ennþá, það má hann eiga.
Sigurður Þór Salvarsson
Gilbey Clarke
- Pawn Shop Guitars:
★ ★ ★
Ryþmagítar-
leikari ársins
Gilbey Clarke er gítarleikarinn
sem leysti Izzy Stradlin af hólmi í
Guns N’ Roses þegar sá síðamefhdi
ákvað að rífa sig lausan úr hópnum
og reyna fyrir sér upp á eigin spýtur.
Og nú gerði Clarke það sama. Er
reyndar enn í hljómsveitinni hvað
sem síðar kann að verða.
Pawn Shop Guitars kemur á óvart.
Clarke er í hlutverki lagahöfúndar,
rythmagítarleikara og söngvara og
fær ýmsa gesti sér til halds og
trausts. Gamalreyndur rokkhundur
af vesturströndinni er í stól upptöku-
stjórans, Waddy Wachtel, sem til
dæmis gerði garðinn frægan í hljóm-
sveit Lindu Ronstadt í gamla daga.
Hann á eflaust sinn þátt í að yfir-
bragðið er mátulega ómþýtt, meira að
segja hálf-bítlalegt á köflum. Á réttum
stöðum er síðan gefið hressilega í.
Tvö lög á plötunni eru
gamalkunnug: Stonesflugan Dead
Flowers og Jail Guitar Doors eftir
Clashmennina Joe Strummer og
Mick Jones. Hin eru Gilbey Clarke til
sóma og satt að segja er leitt til þess
að vita að hann skuli ekki koma sínu
efni að hjá Guns N’ Roses. Það yrði
rokksveitinni alræmdu áreiðanlega
ekki til vansa. Cure Me - or Kill Me
er til dæmis eitt af betri rokklögum
ársins. Ásgeir Tómasson