Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1994, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1994
19
íþróttir
--------—
Arnór Guðjohnsen leikur hér á markvörð Malmö og skömmu siðar lá knötturinn í netinu. Arnór átti stórleik eins
og félagi hans Hlynur Stefánsson og Örebro vann stórsigur, 4-1. Simamynd Stig
Sænska knattspyman:
Arnór og Hlynur
fóruákostum
- Amór skoraði tvö og Örebro á toppnum
Eyjólfur Haröarson, DV, Örebro:
íslensku landsliðsmennirnir Amór
Guðjohnsen og Hlynur Stefánsson
fóru hreinlega á kostum með liði
Örebro í gær þegar liðið vann 4-1
sigur á Malmö í toppslag sænsku
úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í
Örebro að viðstöddum 9.000 þúsund
áhorfendum.
Arnór útnefndur besti
leikmaður vallarins
Amór, sem lék í framlínunni, skor-
aði tvö mörk í leiknum og var út-
nefndur besti maður vallarins í leiks-
lok og Hlynur var maðurinn á bak
við flestar sóknir Örebro í leiknum.
Örebro hafði 3-0 yfir í hálfleik og
skoraði Arnór 2. og 3. mark liösins.
Það fyrra eftir fyrirgjöf sænska U-21
árs landsliðsmannsins Matthiasar
Jonssonar og það síðara eftir langt
útspark markvarðar Örebro þar sem
Arnór lék skemmtilega á varnar-
menn Malmö og síðan markvörðinn.
Mæta Gautaborg
um næstu helgi
Á blaðamannafundi eftir leikinn
sagði Arnór að ef Örebro næði stigi
eða tækist að leggja Gautaborg að
velli um næstu helgi væri hægt að
tala um góða möguleika á meistara-
titlinum. Hann sagði ennfremur að
þetta hefði verið hans besti leikur
með Örebro frá upphafi. Sven Dalq-
vist, þjálfari Örebro, sagði að eins og
liðið léki núna væri það eins og gull-
lið og ef þaö héldi áfram á sömu braut
yrði það meistari.
Gautaborg tapaði á heimavelli fyrir
Frölunda, 1-2, og Norrköping vann
3-2 sigur á AIK. Örebro er í efsta
sæti deildarinnar meö 41 stig, Gauta-
borg hefur 39 stig en á leik til góða
og sömuleiðis Malmö sem hefur 38
stig. Norrköping er síðan með 36 stig.
Evrópukeppnin í körfuknattleik:
Tæpt hjá Grindavík
- sigraöi Borás í Sviþjóð, 97-105, en tapaði samanlagt með 4 stigum
EyjóKur Harðarson, DV, Svíþjóð:
Grindvíkingar féllu út úr Evrópu-
keppninni í körfuknattleik með sóma
á laugardaginn þegar þeir unnu M7
Basket, 97-105, í síðari viðureign lið-
anna sem fram fór í Borás. Svíamir
unnu fyrri leikinn í Grindavík,
108-96, og sigruðu því með fjórum
stigum samanlagt.
Grindvíkingar, sem voru yfir alían
seinni hálfleik eftir 55-55 í hléi, áttu
undir lokin möguleika á að komast
áfram. Þeir voru yfir, 95-105, þegar
6 sekúndur voru eftir og fengu inn-
kast. Þeir urðu að gera 3ja stiga
körfu, og hana átti Guðjón Skúlason
að gera, en hann rann tÚ, missti bolt-
ann, og Svíamir brunuðu upp og
skomðu síðustu körfu leiksins.
„Ég er ánægður með að vinna á
útivelli, en við áttum að vinna
heimaleikinn og gátum líka sigrað
hér með meiri mun. Nýtingin á 3ja
stiga skotunum var ekki nógu góð,“
sagði Friðrik Rúnarsson, þjálfari
Grindvíkinga, eftir leikinn. Guð-
mundur Bragason sagði að úrslitin
sýndu að íslenskur körfubolti væri á
uppleið.
Þjálfari M7, Eyvind Möstl, afsakaði
ósigurinn með ýmsu móti. „Margir
minna manna kvefuðust á íslandi og
aðrir voru meiddir," sagði hann.
Joe Wright og Guðmundur Braga-
son voru bestir Grindvíkinga og
Guðjón gerði fimm 3ja stiga körfur.
Bandaríkjamennirnir Jim McCoy og
Heimsbikarinn í frjálsum:
Afríka og Evrópa
stóðusigbest
Afríka sigraði í karlaflokki og Evr-
ópa í kvennaflokki í heimsbikar-
keppninni í frjálsum íþróttum sem
lauk á Crystal Palace leikvanginum
í London í gærkvöldi.
Sigur Afríku var sögulegur fyrir
þær sakir að þar voru nú í fyrsta
skipti keppendur frá Suður-Afríku
innanborðs. Afríka fékk 116 stig,
Bretland 111 og Ameríka 95 stig í
karlaflokki. Það voru hlauparar á
borð við Khalid Skah, Nourredine
Morceli, Moses Kiptanui og Frankie
Fredericks sem lögðu grunninn að
sigrinum.
Evrópa fékk 111 stig og vann
kvennakeppnina í fyrsta skipti í 17
ár. Ameríka fékk 98 stig og Þýska-
land 79. Rússnesku konumar með
Irinu Privalovu fremsta í flokki voru
atkvæðamestar hjá Evrópuliðinu.
Bandaríkjamenn urðu neðstir í
karlakeppninni. Þeir fengu talsverð-
ar ákúrur fyrir að senda ekki sína
sterkustu keppendur í sufmum grein-
um og gætu misst þann sjálfkrafa
þátttökurétt sem þeir hafa haft í
keppninni til þessa.
Agassi og Sanchez unnu
Andre Agassi og Arantxa Sanchez
sigruðu í karla- og kvennaflokki á
opna bandaríska meistaramótinu í
tennis sem lauk í gær. Agassi vann
sigur á Þjóðveríanum Michael Stich
í úrslitaleik, 6-1,7-6 og 7-5, og Sanc-
hez Vicario sigraði Steffi Graf frá
Þýskalandi í kvennaflokki, 1-6, 7-6
og 6-4. Þetta vom fyrstu sigrar Ag-
assi og Sanchez á bandaríska meist-
aramótinu og Sanchez varð fyrsta
tenniskonan frá Spáni til að vinna
sigur í einliðaleik kvenna í 108 ára
sögu mótsins.
„Þetta er ánægjulegasti dagur í lífi
mínu og um leið minn stærsti sigur
til þessa. Þó svo að margir vilja
meina að ég sé besti tennisleikarinn
í kvennaflokki í dag er ég enn í öðm
sæti á eftir Graf á heimsafrekalistan-
um svo ég get ekki sagt um það hver
er best,“ sagði Sanchez eftir sigurinn
en fyrir sigurinn fékk Sanchez í sinn
hlut um 38 milljónir.
Drex Baldvin vom allt í öllu hjá M7
og gerðu 51 stig samtals.
Stig Grindavíkur: Joe Wright 29,
Guðmundur Bragason 25, Guðjón
Skúlason 23, Helgi Guðfmnsson 8,
Nökkvi Már Jónsson 8, Bergur Eð-
valdsson 7, Marel Guðlaugsson 3 og
Pétur Guðmundsson 2.
GLIMUDEILD
Æfingar byrja þann 13. septemb-
er í íþróttasal Austurbæjarskóla
þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18.00 til
20.30 og föstudaga kl. 18.00 til 19.50. Æf-
ingagjöld kr. 3.000 fyrir imglinga og kr.
5.000 fyrir fullorðna.
Ungir sem gamlir velkomnir til
iðkunar á alíslenskri íþrótt.
íþróttaskórnir frá
DANGO
Skólaskór úr leðri
á góðu verði
Tennis:
St. 35 til 46
Verð frá 2.790
Flass: með ljósi
Dango skólaskórnir
sem lýsa
í skammdeginu
Flass:
St. 25 til 39
Verð frá kr.
2.790
Dakar:
St. 35 til 46
Verð frá 2.990
Útsölustaðir:
Reykjavík: RR skór, Kringlunni 8-12, Á fætur, Kringlunni 8-12, Smáskór, Skóstofan Eiðis-
torgi, Skómarkaðurinn, Glæsiskórinn, Bónusskór, Innrömmun og hannyrðir. Hafnarfjörður:
Fjölsport, Skóhöllin, Grindavík: Málmey. Þorlákshöfn: Stoð. Borgarnes: Borgarsport. ísafjörð-
ur: Skóhornið. Hvammstangi: Kf. V-Húnvetninga. Ólafsfjörður: KEA. Akureyri: Sportver, Skó-
húsið. Raufarhöfn: Verslf. Raufarhafnar. Þórshöfn: Kf. Langnesinga. Vopnafj.: Kf. Vopnfirð-
inga. Egilsstaðir: Kf. Héraðsbúa. Reyðarfjörður: Kf. Héraðsbúa. Neskaupstaður: Kf. Fram.
Fáskrúðsfjörður: Kf. Fáskúðsfj. Stöðvarfjörður: Kf. Stöðfirðinga. Breiðdalsvík: Kf. Stöðfirð-
inga. Djúpivogur: KASK. Höfn: KASK.