Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1994, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1994
23
Heimsmet í sundi
Nokkur heimsmet féllu á
heimsmeistaramótinu í sundi
sem lauit í Róm á Ítalíu i gær.
Ástralinn Kieren Perkins bætti
heimsmetið i 400 metra skrið-
sundi þegár hann synti á 3:43,80
mínútum en gamla metið, sem
var 3:45,00, átti Rússinn Evgeny
Sadovyi.
Samantha Riley setti heimsmet
í 100 metra bringusundi þegar
hun kom í mark á 1:07,69 minút-
um og bætti met þýsku stúlkunn-
ar Silke Hörner sem var 1:07,91,
sett fyrir 7 árum.
Methjákínverskum
Kínverska kvennasveitin setti
heimsmet i 4x100 metra íjórsundi
þegar hún tryggði sér heims-
meistaratitihnn með því að synda
á 4:01,69 mínútum.
Annaðmethjále
Le Jingyi bætti heimsmetið í 50
metra skriðsundi þegar hún kom
í mark á 24,51 sekúndu og bætti
met löndu sínnar Vang Wenyi frá
árinu 1992. í síðustu viku setti Le
heimsmeti lOOmetra skriðsundi.
Finninnmeðmet
Þá setti Finninn Jani Sievinen
heimsmet í 200 metra fjórsundi
með því að synda á 1:58,16 mínút-
um og bætti met Ungverjans
Tamas Darnyi frá árinu 1991.
Kínverjar bestir
Kínverjar unnu til flestra verð-
launa á mótinu en þeir hlutu 17
guilverðlaun af 46, 10 silfur og 2
brons. Bandaríkjamenn hlutu 7
gull, 10 silfur og 8 brons. Ástralir
6 gull, 3 silfur og 4 brons, Rússar
5 gull, 7 silfur og 5 brons og Ung-
verjar 3 gull, 3 silfur og 5 brons.
Jordan með 52 stig
Michael Jordan sýndi það og
sannaði að hann hefur engu
gleymt í körfuboltanum en eins
og kunnugt er þá hætti hann fyr-
ir keppnistímabiliö í fyrra og
sneri sér að hafnabolta. Jordan
tók fram skóna að nýju um helg-
ina og lék ágóðaleik í Clticago-
höllinní fyrir heimilislaus börn i
borginni. Jordan leiddi hð sitt til
sigurs gegn liði Scottie Pippens,
187-150. Jordan skoraði 52 stig og
sýndi snilldartakta.
UðJordaiis
í hði Jordans léku Gary Payton,
Seattle, John Starks og Charles
Oakley hjá New York, Mitch
Richmond, Sacramento og Vern-
on Maxwell, Houston. í liði Pip-
pens, sem var stigahæstur í sínu
liði með 24 stig, léku í liðinu B.J.
Armstrong og Tony Kukoc frá
Chicago, Isah Rider, Minnesota,
Nick Anderson, Orlando, Eric
Murdock, Milwaukee, Antonio
Davis, Indiana og Ron •Harper.
Uppselt var á leikinn, 18.000
manns og söfnuðust 150.000 doh-
arar.
Lyníúrslitín
Það verða Molde og Lyn sem
leika tii úrslita um norska bikar-
meistaratitilinn í knattspyrnu 23.
oktober. Síðari undanúrslitaleik-
imir voru um helgina. Rosenborg
og Molde skildu jöfn, 2-2, og sigr-
aði Molde samanlagt, 4-3. Moss
sigraði Lyn í hinum undanúr-
shtaleiknum, 2-1, en Lyn vann
samanlagt, 3-2.
Aab efst í Danmörku
Þrír leikir voru í dönsku úr-
valsdeildinni. Fremad tapaði fyr-
ir Aab, 1-2. Ikast og Lyngby gerðu
2-2 jafntefli og Bröndby sigraði
Silkeborg á útivefli, 2-0. Aab er
efst í deildinni eftir sjö umferðir
með 12 stig, Bröndby 11 og OB
og Lyngby 9.
Alþjóðlega Kumho-rallið:
Þriðji sigur-
inn hjá Ás-
geiri og Braga
Ásgeir Sigurðsson og Bragi Guð-
mundsson á Metro bfl Sínum unnu
sigur í Kumho-raflinu sem lauk í
gær. Þeir félagar héldu forystunni
nánast óslitið í gegn og urðu 1,57
mínútum á undan Rúnari Jónssyni
og Jóni Ragnarssyni á Mazda. Þetta
var þriðji sigur þeirra Ásgeirs og
Braga í Kumho-rallinu.
Feðgarnir Rúnar og Jón tryggðu
sér Islandsmeistaratitilinn í ralli
með því að hafna í öðru sæti en eins
og kunnugt er þá hafa þeir Ásgeir
og Bragi, íslandsmeistararar und-
anfarinna ára, ekki keppt í sumar.
Tæpt stóð hjá Steingrími Ingasyni
og Hirti P. Jónssyni sem óku allan
síðasta daginn með brotinn gírkassa
og aðeins 5. gír virkan en náðu á
ótrúlegan hátt að halda 3. sætinu.
Bretarnir Peter Vassallo og Alan
Cathers héldu 4. sætinu út í gegn og
enduðu rúmum fimm mínútum á eft-
ir Steingrími og Hirti á afar öflugum,
nýjum Ford Escort. Mikil barátta
stóð um 5. sætið þar til bflar féllu út
á laugardaginn, en taktískur akstur
hjá Oskari Ólafssyni og Jóhannesi
Jóhannessyni á Mazda í flokki
óbreyttra tryggði þeim íslandsmeist-
aratitihnn í þeim flokki. í 6. sæti
náðu Stefán Ásgeirsson og Witek
Bogdanski á 8 strokka Ford Escort,
en Stefán var líka í hörkubaráttu
fram að síðasta degi við bíla sem féflu
úr keppni.
Rúsínan í pylsuendanum í Kum-
ho-rallinu í ár var það afrek hins
tæpt sextuga Arnar „dalabónda" Ing-
ólfssonar og sonar hans að komast
alla leið á 30 hrossa Trabant sínum
á yfir 70 km meðalhraða.
2. deild kvenna í knattspyrnu:
ÍBA krækti í
meistaratitilinn
- og komst 11. deildina ásamt ÍBV
Úrslitakeppni 2. deildar kvenna
lauk á föstudag með leik ÍBA og ÍBV
á Akureyri. ÍBA sigraöi, 5-2, og eru
Akureyrarstúlkurnar sigurvegarar
2. deildar 1994, en þær urðu aö vinna
til að fara upp, og með þremur mörk-
um til að verða meistarar.
„Þetta var ágætur leikur hjá okk-
ur, við áttum mjög lélegan leik gegn
Fjölni í fyrsta leiknum þegar við töp-
uðum 1-0 en náðuni okkur á strik
gegn ÍBy,“ sagði Hinrik Þórhallsson,
þjálfari ÍBA. „Ég gerði 3ja ára samn-
ing við ÍBA og verð með liðið í tvö
ár enn. Við setjum okkur markmið
fyrir hvert ár og markmiðið fyrir
þetta ár náðist," sagði Hinrik.
ÍBV fylgir ÍBA upp í 1. deildina en
þau hafa betra markahlutfall heldur
en Fjölnir sem situr eftir í 2. deild.
Liðin unnu hvert annað en marka-
tala Fjölnis var lökust. Mirostau
Mojsiuszko, þjálfari ÍBV, hefur verið
að gera góða hluti með liðið og verð-
ur hann áfram þjálfari.
Úrslit 2. deildar:
ÍBA.........2 10 15-33
ÍBV.........2 10 17-63
Fjölnir.....2 10 12-50
íþróttir
Bragi Guðmundsson og Ásgeir Sigurðsson blómum skrýddir á þaki Metrós-
ins fræga eftir að sigurinn var í höfn í gær. DV-mynd Brynjar Gauti
Bikarkeppni KSÍ:
Fram og Breiðablik
urðu meistarar
Halldór Halldórsson skrifer:
Bikarkeppni KSÍ í 3. og 2. flokki
karla lauk í gær á Valbjarnarvelli.
Til úrslita í 3. flokki léku Fram og
KR og sigruðu Framarar stórt, 5-1.
Þrír KR-ingar fengu að sjá rauða
spjaldið.
í 2. flokki karla léku tfl úrslita
Breiðabhk og Akranes og sigraði
Breiðablik, 2-1, eftir spennandi og
skemmtilegan leik.
Nánar verður greint frá þessum
leikjum á unghngasíðu síðar í vik-
unni.
UNHDOIELD ÁIRMAIMM
Sundskóli
Innritun stendur yfir í vetrarstarf sundskólans
Boðið verður upp á:
• Ungbarnasund
• Sundnámskeið fyrir 1-6 ára
• Sundnámskeið fyrir vatnshrædda
• Sundnámskeið fyrir fullorðna o.fl.
Veceksleit
krossböndin
Nú er ljóst að Tékkinn Jan Vecek
mun ekki leika með HK í 1. deildinni
í handknattleik í vetur. Hann sleit
krossbönd í hné fyrir skömmu og
verður frá keppni í hálft ár. HK-
menn leita að örvhentri skyttu í stað-
inn, en ljóst er að það verður ekki
fyrrum leikmaður þeirra, Michal
Tonar, sem hafnaði tilboði um að
koma aftur til Kópavogsliðsins.
Rhodesfesti
fingurínn
John Rhodes, þjálfari og leikmaður
ÍR í körfuboltanum, meiddist á fingri
í leik í Reykjavíkurmótinu um helg-
ina þegar hann flæktist í körfunet-
inu. Hann ætti þó að verða orðinn
heill áður en íslandsmótið hefst.
KR-ingar
sigruðu Val
KR-ingar sigruðu Val, 85-77, í topp-
leik Reykjavíkurmótsins í körfubolta
í gærkvöldi.
ORUURVAL FYRIR TRES1\
L I AKA, RAFVIRKJA OG V
FRABÆR VERÐ
SENDUM í PÓSTKRÖFU UM ALT LAN
ISELCO
KEIFUNNI